Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 50
^50 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ 4 HESTAR Áhugi á menntun á sviði f hestamennsku hefur greinilega aukist á und- anförnum árum og námsframboð verður sí- fellt fjölbreyttara. Ásdís Haraldsdóttir hafði samband við nokkra að- ila sem bjóða upp á slíkt nám og komst m.a. að »því að nokkrir hafa hlið- sjón af tillögum um stig- skipt nám sem kynnt var á ársþingi LH á síð- asta ári. VÍKINGUR Gunnarsson, deildarstjóri hestabraut- ar við Hólaskóla, segir að námið við skólann muni nú byggjast á þessu nýja stigunar- kerfi frá og með þessu hausti. Vík- ingur var einmitt formaður mennt- .anefndar sem mótaði tillögur um *~'slíkt kerfi, en í henni sátu fulltrúar frá Hólum, Félgi tamningamanna, Landsambandi hestamannafélaga og Félagi hrossabænda. Tillögumar byggja á því að reiðkennsla á öllum stigum hestamennsku verði stiguð, allt frá fyrstu stigum áhugamennsku upp í efstu stig atvinnumennsku. Nám í hestamennsku á háskólastigi Námið við Hólaskóla skiptist í fimm annir sem hægt er að taka á ^ bremur árum. Fyrsta árið er á fram- haldsskólastigi og tekur tvær annir. Að þeim loknum getur nemandi út- skrifast sem hestafræðingur og leið- beinandi. Næsta haust verður svo tekið inn í fyrsta skipti á annað ár. Á haustönn fer kennsla fram í skólan- um, en verknám fer fram á vorönn. Unnið er að því að þetta ár verði við- urkennt sem nám á háskólastigi. Að því loknu geta nemendur útskrifast sem tamningamenn og geta gengið í Félag tamningamanna samkvæmt samningi félagsins og Hólaskóla. Á þriðja og síðasta ári er boðið upg á fimm mánaða nám á háskólastigi. í lok þess útskrifast nemendur sem þjálfarar og reiðkennarar. Þetta nám geta nemendur Landbúnaðar- "^háskólans á Hvanneyri fengið metið sem valsvið í sínu háskólanámi. Víkingur segir að í vetur verði reiðkennaradeild starfrækt við Hólaskóla eins og verið hefur, en í framtíðinni færist það nám inn í stigakerfið eins og áður hefur verið lýst. Mikil aðsókn hefur verið í skóla- vist við hestabrautina í Hólaskóla. Alls munu 24 nemendur hefja nám á fyrsta ári, en átta nemendur verða í reiðkennaradeild og getur brautin ekki tekið við fleiri nemendum. Öll reiðkennsla í landinu verði stigskipt Jafnframt er í undirbúningi '-kennsla í hestamennsku við Fjöl- brautaskólann á Sauðárkróki í sam- vinnu við Hólaskóla og Hestamið- stöðina í Skagafirði. Stefnt er að því að nám í hestamennsku hefjist um næstu áramót. Víkingur sagði að þar yrði um að ræða svokallað knapa- merkjakerfi sem eru fyrstu stigin í reiðkennslu. Hugmyndin er að slík kennsla verði í boði í framhaldsskól- MorgunblaðiðA7 aldimar Kristinsson Aukin menntun í reiðmennsku og tamningum hefur stuðlað að faglegum vinnubrögðum og fágaðri reiðmennsku. Fjölbreytt nám á sviði hesta- mennsku og hrossaræktar unum £ framtíðinni og fyrir almenn- ing í formi námskeiðahalds. Þeir sem Ijúka öllum stigum þess geta svo fært sig upp í svokallað atvinnu- mannakerfi, eins og það sem boðið er upp á við Hólaskóla. Víkingur segir að stefnt sé að því að öll kennsla í hestamennsku í land- inu verði með þessu sniði í framtíð- inni þannig að þeir sem hafa áhuga á að mennta sig á þessu sviði geti fikr- að sig upp eftir stiganum, eins langt og þeir hafa áhuga á að ná. Nánari upplýsingar og nám- skeiðslýsingar um námið á Hólum er að finna á www.holar.is. Tveir áfangar í hrossarækt á Hvanneyri Við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri verða tveir áfangar í hrossarækt í boði nú á haustönn. Annars vegar er um að ræða val- áfanga fyrir nemendur við bænda- deild og nefnist hann Hrossarækt I. Þar er gerð grein fyrir þróunarsögu hestsins og séreinkennum íslenska hestsins. Fjallað er um meltingar- færi, meltingu og þarfir hrossa fyrir helstu næringarefni til viðhalds, vaxtar og mjólkurmyndunar. ítar- lega er tekin fyrir fóðrun og meðferð reiðhrossa, kynbótahrossa, folalda, tryppa og útifóðrun. Þá er tekin fyrir frjósemi og æxlun hrossa, kyn- þroski, gangferill og meðganga, og einnig rætt um sæðingar. Fjallað um kynbætur, kynbótaskipulag, skýrsluhald í hrossarækt og notkun kynbótaspár. Hins vegar er áfangi fyrir nem- endur háskóladeildar á þriðja ári og nefnist hann Hrossarækt. Þetta er yfirlitsáfangi í hrossarækt og er hon- um ætlað að kynna nemendum helstu grundvallaratriði hrossarækt- Milli manns og hests... ... er m ÁSTuno ÁSTUHDarhnakkur FREMSTIR FYRIR GÆÐI ar og gera nemendur hæfa til að leið- beina í íslenskri hrossarækt. Nem- endur kunni skil á fóðrun, æxlunarfræði, þar með talið tækni- frjóvgun og helstu sjúkdómum og skilji hegðun og atferli hestsins út frá þróun hans. Kynnt er umfang og eðli hrossaræktar í öðrum löndum ásamt helstu hestakynjum. Nem- andinn fær einnig þjálfun i kynbóta- dómum og öðlast þekkingu á kyn- bótamati og skýrsluhaldi í íslenskri hrossarækt. Áhersla er lögð á að fylgjast með nýjungum í rannsókn- um og þróun hrossaræktarinnar. Að sögn Sverris Heiðars Júlíus- sonar, kennslustjóra við Landbúnað- arháskólann á Hvanneyri, verður einnig boðið upp á kennslu í frum- tamningum á vorönn eins og verið hefur. Á undanförnum árum hefur verið boðið upp á ýmis endurmenntunar- námskeið í hestamennsku á Hvann- eyri. Að sögn Helga Bjöms Ólafs- sonar endurmenntunarstjóra er fyrirhugað að bjóða upp á námskeið í járningum og hófhirðu og tamningar í hringgerði eins og verið hefur. Nánari upplýsingar um námskeiðin verður hægt að nálgast á heimasíðu skólans www.hvanneyri.is á næst- unni. Fjarnám í fdðrun og hirðingu hrossa Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri hyggst bjóða upp á fjarnám í fóðrun og hirðingu hrossa og byrjar það um næstu áramót ef næg þátt- taka fæst. Að sögn Eddu Þorvalds- dóttur er námskeiðið ætlað öllum hestaeigendum sem vilja vita meira um fóðrun og hirðingu hrossa sinna allan ársins hring. í þessum fyrsta áfanga er ætlunin að fara í fóðurþarfir hrossa, mat á gæðum heys, verkun, geymslu og fleira. Einnig verður fjallað um við- bótarfóður fyrir hross, framkvæmd fóðrunar og mat á holdafari. Þá verð- ur fjallað um sjúkdóma sem tengjast fóðrun og hirðingu og almennt um þá þætti húsvistar sem stuðla að hreysti og vellíðan hestsins. Eins og áður segir bytjar nám- skeiðið um áramót og er ætlunin að fylgja byijun fóðrunar hrossa eftir. Námskeiðinu lýkur í apríl/maí, en stefnt er að því að bjóða upp á fjar- nám í hrossabeit og nýtingu beiti- lands í kjölfarið þar sem byrjað verð- ur á því að meta beitiland. Að sögn Eddu verður það alfarið háð áhuga hestaeigenda hvort af þessu fjamámi verður. Það kemur í ljós um miðjan október, en þá þurfa þeir sem áhuga hafa að vera búnir að hafa samband við Landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri. Þátttakendur þurfa að hafa aðgang að tölvu og Netinu og fer námið að stærstum hluta fram í fjarnámi. Eitthvað verð- ur þó um verklegar æfingar og heim- sóknir. Fjölbreytt námskeið í íslenska reiðskólanum Hjá íslenska reiðskólanum á Ing- ólfshvoli er þegar hafið fyrsta átta vikna námskeiðið sem boðið verður upp á í vetur. Að sögn Gríms Sig- urðssonar, framkvæmdastjóra skól- ans, eru þessi námskeið fyrir alla þá sem vilja ná góðum tökum á hesta- mennsku. Farið er í alla grunnþætti hestamennskunnar og síðan er boðið upp á framhaldsnámskeið sem einn- ig stendur yfir í átta vikur. íslenski reiðskólinn býður einnig upp á helgamámskeið, t.d. í hesta- nuddi, jámingum og kynbótadómum fyrir áramót. Eftir áramót verður boðið upp á námskeið i þjálfun gang- tegunda. Þá er í bígerð að bjóða upp á þemanámskeið sem hvert stendur yfir í viku. Þar verður farið djúpt í fræðin. Grímur sagði að til dæmis yrði á þemanámskeiði um tölt farið í jafnvægi jámingar, töltvandamál og fleira. Ekki em enn komnar tímasetn- ingar fyrir öll námskeiðin en þau verða auglýst sérstaklega og hægt verður að nálgast upplýsingar á heimasíðu íslenska reiðskólans, www.hestaskolinn.is, sem gert er ráð fyrir að verði tilbúin eftir nokkra daga. „Við erum að leitast við að móta námið samkvæmt nýju stigunarkerfi sem er í mótun,“ sagði Grímur. „Átta vikna námskeiðin munu byggjast á því. Þetta fyrsta átta vikna námskeið er hluti af 6. stigi í reiðmennsku. Til að ljúka 6. stiginu þurfa nemendur einnig að ljúka ákveðnum einingum í framhaldsskóla og verknámi. Til þess að komast inn á námskeiðið er miðað við að þátttakendur séu búnir með 5. stig. Kunnátta þeirra er met- in áður en þeir hefja námskeiðið og ef á þarf að halda er þeim boðið upp á undirbúningsnám. Á framhaldsnámskeiðinu, sem heitir 7. stig í reiðmennsku, Ijúka nemendur 7. stigi. Eftir það munum við bjóða upp á nám í reiðkennslu sem er á 8. stigi.“ Að sögn Gríms hefur Islenski reið- skólinn verið í viðræðum við Fjöl- brautaskóla Suðurlands um sam- vinnu í kennslu í hestamennsku. Stefnt er að því að þetta samstarf verði í boði fyrir áramót. Einnig er unnið að því að fá viðurkenningu á því að 7. stig gefi réttindi til að taka tamningapróf Félags tamninga- manna (FT). íslenski reiðskólinn stefnir auk þess að því að bjóða hestamönnum að taka stöðupróf í hinu nýja stigunarkerfi í vetur. Sjö nemendur eru nú á fyrsta námskeiðinu, fimm útlendingar og tveir íslendingar. Námskeið á 6. stigi í reiðmennsku verður næst í boði í október. Húnvetnskir grunnskóla- nemar á Gauksmýri Hestamiðstöðin á Gauksmýri hef- ur einnig sinnt námskeiðahaldi og þar verða ýmis námskeið í boði í vet- ur auk þess sem boðið er upp á tamn- ingu og þjálíún hrossa eins og verið hefur. Meðal námskeiða sem verða í boði eru skeið- og töltnámskeið, nám- skeið í frumtamningum og fimiæf- ingum, almennt reiðnámskeið og sérstök námskeið fyrir konur. Þá er boðið upp á námskeið í vali á ásetn- ingargripum og boðið upp á einka- kennslu þar sem óskir hvers og eins eru uppfylltar. Á Gauksmýri er starfræktur hestaklúbbur sem nefnist Hrossa- gaukar fyrir börn og unglinga í héra- ðinu. Auk þess hefur Hestamiðstöðin séð um kennslu í hestamennsku í samvinnu við grunnskólana í Húna- þingi vestra. Öðrum grunnskólum stendur til boða að nýta sér þá þjón- ustu ef óskað er. Hægt er að dvelja á Gauksmýri í lengri eða skemmri tíma og fylgjast með og taka þátt í daglegri þjálfun hrossanna þar. Einnig er hægt að koma með sína eigin hesta og fá leið- sögn. Samkvæmt upplýsingum frá Hestamiðstöðinni er fyrirhugað samstarf milli Hestamiðstöðvarinn- og Landbúnaðarháskólans á ar Hvanneyri skeiðahald. um kennslu og nám-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.