Morgunblaðið - 25.08.2000, Síða 50

Morgunblaðið - 25.08.2000, Síða 50
^50 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ 4 HESTAR Áhugi á menntun á sviði f hestamennsku hefur greinilega aukist á und- anförnum árum og námsframboð verður sí- fellt fjölbreyttara. Ásdís Haraldsdóttir hafði samband við nokkra að- ila sem bjóða upp á slíkt nám og komst m.a. að »því að nokkrir hafa hlið- sjón af tillögum um stig- skipt nám sem kynnt var á ársþingi LH á síð- asta ári. VÍKINGUR Gunnarsson, deildarstjóri hestabraut- ar við Hólaskóla, segir að námið við skólann muni nú byggjast á þessu nýja stigunar- kerfi frá og með þessu hausti. Vík- ingur var einmitt formaður mennt- .anefndar sem mótaði tillögur um *~'slíkt kerfi, en í henni sátu fulltrúar frá Hólum, Félgi tamningamanna, Landsambandi hestamannafélaga og Félagi hrossabænda. Tillögumar byggja á því að reiðkennsla á öllum stigum hestamennsku verði stiguð, allt frá fyrstu stigum áhugamennsku upp í efstu stig atvinnumennsku. Nám í hestamennsku á háskólastigi Námið við Hólaskóla skiptist í fimm annir sem hægt er að taka á ^ bremur árum. Fyrsta árið er á fram- haldsskólastigi og tekur tvær annir. Að þeim loknum getur nemandi út- skrifast sem hestafræðingur og leið- beinandi. Næsta haust verður svo tekið inn í fyrsta skipti á annað ár. Á haustönn fer kennsla fram í skólan- um, en verknám fer fram á vorönn. Unnið er að því að þetta ár verði við- urkennt sem nám á háskólastigi. Að því loknu geta nemendur útskrifast sem tamningamenn og geta gengið í Félag tamningamanna samkvæmt samningi félagsins og Hólaskóla. Á þriðja og síðasta ári er boðið upg á fimm mánaða nám á háskólastigi. í lok þess útskrifast nemendur sem þjálfarar og reiðkennarar. Þetta nám geta nemendur Landbúnaðar- "^háskólans á Hvanneyri fengið metið sem valsvið í sínu háskólanámi. Víkingur segir að í vetur verði reiðkennaradeild starfrækt við Hólaskóla eins og verið hefur, en í framtíðinni færist það nám inn í stigakerfið eins og áður hefur verið lýst. Mikil aðsókn hefur verið í skóla- vist við hestabrautina í Hólaskóla. Alls munu 24 nemendur hefja nám á fyrsta ári, en átta nemendur verða í reiðkennaradeild og getur brautin ekki tekið við fleiri nemendum. Öll reiðkennsla í landinu verði stigskipt Jafnframt er í undirbúningi '-kennsla í hestamennsku við Fjöl- brautaskólann á Sauðárkróki í sam- vinnu við Hólaskóla og Hestamið- stöðina í Skagafirði. Stefnt er að því að nám í hestamennsku hefjist um næstu áramót. Víkingur sagði að þar yrði um að ræða svokallað knapa- merkjakerfi sem eru fyrstu stigin í reiðkennslu. Hugmyndin er að slík kennsla verði í boði í framhaldsskól- MorgunblaðiðA7 aldimar Kristinsson Aukin menntun í reiðmennsku og tamningum hefur stuðlað að faglegum vinnubrögðum og fágaðri reiðmennsku. Fjölbreytt nám á sviði hesta- mennsku og hrossaræktar unum £ framtíðinni og fyrir almenn- ing í formi námskeiðahalds. Þeir sem Ijúka öllum stigum þess geta svo fært sig upp í svokallað atvinnu- mannakerfi, eins og það sem boðið er upp á við Hólaskóla. Víkingur segir að stefnt sé að því að öll kennsla í hestamennsku í land- inu verði með þessu sniði í framtíð- inni þannig að þeir sem hafa áhuga á að mennta sig á þessu sviði geti fikr- að sig upp eftir stiganum, eins langt og þeir hafa áhuga á að ná. Nánari upplýsingar og nám- skeiðslýsingar um námið á Hólum er að finna á www.holar.is. Tveir áfangar í hrossarækt á Hvanneyri Við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri verða tveir áfangar í hrossarækt í boði nú á haustönn. Annars vegar er um að ræða val- áfanga fyrir nemendur við bænda- deild og nefnist hann Hrossarækt I. Þar er gerð grein fyrir þróunarsögu hestsins og séreinkennum íslenska hestsins. Fjallað er um meltingar- færi, meltingu og þarfir hrossa fyrir helstu næringarefni til viðhalds, vaxtar og mjólkurmyndunar. ítar- lega er tekin fyrir fóðrun og meðferð reiðhrossa, kynbótahrossa, folalda, tryppa og útifóðrun. Þá er tekin fyrir frjósemi og æxlun hrossa, kyn- þroski, gangferill og meðganga, og einnig rætt um sæðingar. Fjallað um kynbætur, kynbótaskipulag, skýrsluhald í hrossarækt og notkun kynbótaspár. Hins vegar er áfangi fyrir nem- endur háskóladeildar á þriðja ári og nefnist hann Hrossarækt. Þetta er yfirlitsáfangi í hrossarækt og er hon- um ætlað að kynna nemendum helstu grundvallaratriði hrossarækt- Milli manns og hests... ... er m ÁSTuno ÁSTUHDarhnakkur FREMSTIR FYRIR GÆÐI ar og gera nemendur hæfa til að leið- beina í íslenskri hrossarækt. Nem- endur kunni skil á fóðrun, æxlunarfræði, þar með talið tækni- frjóvgun og helstu sjúkdómum og skilji hegðun og atferli hestsins út frá þróun hans. Kynnt er umfang og eðli hrossaræktar í öðrum löndum ásamt helstu hestakynjum. Nem- andinn fær einnig þjálfun i kynbóta- dómum og öðlast þekkingu á kyn- bótamati og skýrsluhaldi í íslenskri hrossarækt. Áhersla er lögð á að fylgjast með nýjungum í rannsókn- um og þróun hrossaræktarinnar. Að sögn Sverris Heiðars Júlíus- sonar, kennslustjóra við Landbúnað- arháskólann á Hvanneyri, verður einnig boðið upp á kennslu í frum- tamningum á vorönn eins og verið hefur. Á undanförnum árum hefur verið boðið upp á ýmis endurmenntunar- námskeið í hestamennsku á Hvann- eyri. Að sögn Helga Bjöms Ólafs- sonar endurmenntunarstjóra er fyrirhugað að bjóða upp á námskeið í járningum og hófhirðu og tamningar í hringgerði eins og verið hefur. Nánari upplýsingar um námskeiðin verður hægt að nálgast á heimasíðu skólans www.hvanneyri.is á næst- unni. Fjarnám í fdðrun og hirðingu hrossa Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri hyggst bjóða upp á fjarnám í fóðrun og hirðingu hrossa og byrjar það um næstu áramót ef næg þátt- taka fæst. Að sögn Eddu Þorvalds- dóttur er námskeiðið ætlað öllum hestaeigendum sem vilja vita meira um fóðrun og hirðingu hrossa sinna allan ársins hring. í þessum fyrsta áfanga er ætlunin að fara í fóðurþarfir hrossa, mat á gæðum heys, verkun, geymslu og fleira. Einnig verður fjallað um við- bótarfóður fyrir hross, framkvæmd fóðrunar og mat á holdafari. Þá verð- ur fjallað um sjúkdóma sem tengjast fóðrun og hirðingu og almennt um þá þætti húsvistar sem stuðla að hreysti og vellíðan hestsins. Eins og áður segir bytjar nám- skeiðið um áramót og er ætlunin að fylgja byijun fóðrunar hrossa eftir. Námskeiðinu lýkur í apríl/maí, en stefnt er að því að bjóða upp á fjar- nám í hrossabeit og nýtingu beiti- lands í kjölfarið þar sem byrjað verð- ur á því að meta beitiland. Að sögn Eddu verður það alfarið háð áhuga hestaeigenda hvort af þessu fjamámi verður. Það kemur í ljós um miðjan október, en þá þurfa þeir sem áhuga hafa að vera búnir að hafa samband við Landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri. Þátttakendur þurfa að hafa aðgang að tölvu og Netinu og fer námið að stærstum hluta fram í fjarnámi. Eitthvað verð- ur þó um verklegar æfingar og heim- sóknir. Fjölbreytt námskeið í íslenska reiðskólanum Hjá íslenska reiðskólanum á Ing- ólfshvoli er þegar hafið fyrsta átta vikna námskeiðið sem boðið verður upp á í vetur. Að sögn Gríms Sig- urðssonar, framkvæmdastjóra skól- ans, eru þessi námskeið fyrir alla þá sem vilja ná góðum tökum á hesta- mennsku. Farið er í alla grunnþætti hestamennskunnar og síðan er boðið upp á framhaldsnámskeið sem einn- ig stendur yfir í átta vikur. íslenski reiðskólinn býður einnig upp á helgamámskeið, t.d. í hesta- nuddi, jámingum og kynbótadómum fyrir áramót. Eftir áramót verður boðið upp á námskeið i þjálfun gang- tegunda. Þá er í bígerð að bjóða upp á þemanámskeið sem hvert stendur yfir í viku. Þar verður farið djúpt í fræðin. Grímur sagði að til dæmis yrði á þemanámskeiði um tölt farið í jafnvægi jámingar, töltvandamál og fleira. Ekki em enn komnar tímasetn- ingar fyrir öll námskeiðin en þau verða auglýst sérstaklega og hægt verður að nálgast upplýsingar á heimasíðu íslenska reiðskólans, www.hestaskolinn.is, sem gert er ráð fyrir að verði tilbúin eftir nokkra daga. „Við erum að leitast við að móta námið samkvæmt nýju stigunarkerfi sem er í mótun,“ sagði Grímur. „Átta vikna námskeiðin munu byggjast á því. Þetta fyrsta átta vikna námskeið er hluti af 6. stigi í reiðmennsku. Til að ljúka 6. stiginu þurfa nemendur einnig að ljúka ákveðnum einingum í framhaldsskóla og verknámi. Til þess að komast inn á námskeiðið er miðað við að þátttakendur séu búnir með 5. stig. Kunnátta þeirra er met- in áður en þeir hefja námskeiðið og ef á þarf að halda er þeim boðið upp á undirbúningsnám. Á framhaldsnámskeiðinu, sem heitir 7. stig í reiðmennsku, Ijúka nemendur 7. stigi. Eftir það munum við bjóða upp á nám í reiðkennslu sem er á 8. stigi.“ Að sögn Gríms hefur Islenski reið- skólinn verið í viðræðum við Fjöl- brautaskóla Suðurlands um sam- vinnu í kennslu í hestamennsku. Stefnt er að því að þetta samstarf verði í boði fyrir áramót. Einnig er unnið að því að fá viðurkenningu á því að 7. stig gefi réttindi til að taka tamningapróf Félags tamninga- manna (FT). íslenski reiðskólinn stefnir auk þess að því að bjóða hestamönnum að taka stöðupróf í hinu nýja stigunarkerfi í vetur. Sjö nemendur eru nú á fyrsta námskeiðinu, fimm útlendingar og tveir íslendingar. Námskeið á 6. stigi í reiðmennsku verður næst í boði í október. Húnvetnskir grunnskóla- nemar á Gauksmýri Hestamiðstöðin á Gauksmýri hef- ur einnig sinnt námskeiðahaldi og þar verða ýmis námskeið í boði í vet- ur auk þess sem boðið er upp á tamn- ingu og þjálíún hrossa eins og verið hefur. Meðal námskeiða sem verða í boði eru skeið- og töltnámskeið, nám- skeið í frumtamningum og fimiæf- ingum, almennt reiðnámskeið og sérstök námskeið fyrir konur. Þá er boðið upp á námskeið í vali á ásetn- ingargripum og boðið upp á einka- kennslu þar sem óskir hvers og eins eru uppfylltar. Á Gauksmýri er starfræktur hestaklúbbur sem nefnist Hrossa- gaukar fyrir börn og unglinga í héra- ðinu. Auk þess hefur Hestamiðstöðin séð um kennslu í hestamennsku í samvinnu við grunnskólana í Húna- þingi vestra. Öðrum grunnskólum stendur til boða að nýta sér þá þjón- ustu ef óskað er. Hægt er að dvelja á Gauksmýri í lengri eða skemmri tíma og fylgjast með og taka þátt í daglegri þjálfun hrossanna þar. Einnig er hægt að koma með sína eigin hesta og fá leið- sögn. Samkvæmt upplýsingum frá Hestamiðstöðinni er fyrirhugað samstarf milli Hestamiðstöðvarinn- og Landbúnaðarháskólans á ar Hvanneyri skeiðahald. um kennslu og nám-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.