Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 62
ÍSLENSKA AUCLÝSINCASTOFAN HF.
62 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
NÝTT
ALOE VERA PLUS +
Sérstaklega hannað fyrir
íslenskt veðurfar
og viðkvæma húð
pianta full af næringu
Gæðavottað Aloe Vera
300% öflugra
ALOE VERA PLUS+
- margfalt öflugra en áður
Fæst í stórmörkuðum og apótekum • Niko heildverslun hf, sími 568 0945
FÓLK í FRÉTTUM
Lítil og
ljóðræn mynd
Morgunblaðið/Jim Smart
Ámi Sveinsson, Hálfdán Theodórsson og Þorgeir rúlluðu myndinni inn.
Eldsnemma að morgni
föstudags fyrir verslun-
armannahelgi hittast
-------------------------?—
tvær týndar sálir á BSI.
Þorgeir Guðmundsson
er að taka upp stutt-
mynd.
BSI er vinnutitill stuttmyndar sem
Þorgeir Guðmundsson kvikmynda-
gerðarmaður er að taka upp á þeim
sögufræga stað.
Þorgeir er við kvikmyndanám á
meistarastigi við Columbia-háskól-
ann í New York. „Þetta er önnur af
tveimur stuttmyndum sem ég þarf
að gera til að ljúka náminu núna, og
ég býst við að hún verði rúmar 20
mínútur að lengd.“
BSÍ fjallar um tvær manneskjur
sem tengjast inni á BSÍ fostudaginn
fyrir verslunarmannahelgina. Þær
eru svolítið utangarðs og eiga það
eitt sameiginlegt. Þær gætu átt séns
saman en örlögin reynast önnur.
Myndin gerist eldsnemma um
morguninn áður en nokkuð fólk er
komið þangað inn, nema sjoppukerl-
ing og rútubflstjóri, sem Guðrún
Gísladóttir og Eyvindur Erlendsson
leika. Þau eru heimamenn á staðn-
um og líta hin tvö svolitlu hornauga.
„í aðalhlutverkunum eru Þórunn
Magnúsdóttir sem leikur stelpu sem
er að koma af næturskralli og er
nýbúin að missa meydóminn, og
Þórir Bergsson, sem leikur mann
sem strýkur ofan af geðdeild Lands-
spítalans,“ segir Þorgeir. „Þórir
lærði kvikmyndaleik í Hollywood en
sneri sér nýverið að öðru, skellti sér
nefnilega í kokkinn í Köben og
starfar við það nú. Þetta þóttu mér
að sjálfsögðu ekkert annað en með-
mæli og ég hafði rétt fyrir mér þar.
Hann skilaði finni vinnu. Þórunn
stóð sig líka frábærlega. Hún er
mjög fótógenísk. Myndavélin elskar
hana og hún gat sett sig á mjög ein-
milupa
Stjörnuspá á Netinu
^mbl.is
_/KLL.T/Kf= EIT-TH\SAO FJÝTT
beittan hátt inn i þetta hlutverk sem
er nærgöngult og að mörgu leyti
erfitt.“
BSI er algjör snilld
Þorgeir er sjálfur höfundur hand-
ritsins. „Þetta er svona lítil, falleg
og ljóðræn mynd. Lýríkin er fyrst
og fremst myndræn, samtöl eru í
lágmarki og hegðun persónanna
segir meira en orðin.
Eg var úti í New York þegar ég
samdi handritið og mig langaði að
gera aðra af þessum tveimur mynd-
um á Islandi. Eg fór fyrst að hugsa
um tökustaðinn og þá kom BSÍ upp í
hugann einhverra hluta vegna. Eg
tengdi síðan spítalann við, sem er
hinum megin við götuna, og svo vildi
ég hafa einhvem að koma neðan úr
bæ.“
- Er BSÍ einn af þínum upp-
áhaldsstöðum?
„Já, hann er náttúrulega afskap-
lega bíólegur, algjör snilld og það
var mjög gaman að taka upp þar.
Við erum reyndar ekki búnir, okkur
vanar einn sólardag í viðbót og ég sé
ekki að hann komi í bráð.“
- Var ekkigaman íupptökunum?
„Þetta var rosalega gaman og frá-
bært fólk sem ég plataði út í þetta
ævintýri með mér. Ekki bara leik-
arana, heldur tökuliðið líka. Töku-
maðurinn Hálfdán Theodórsson er
algjör snillingur. Hann er sá heitasti
í bransanum," segir Þorgeir. „Hann
hefur verið aðstoðartökumaður í öll-
um kvikmyndum íslensku kvik-
myndasamsteypunnar seinustu ár.
Hann er rosalega góður."
Mætti ekki kjaftur
„Við reyndum að taka daginn sem
myndin gerist á, föstudaginn fyrir
verslunarmannahelgina, en það var
ekki kjaftur á staðnum. Við biðum
allan daginn, ætluðum bara að taka
ef það væri stemmning en það var
ekkert. Það fóru allir í flugvélum og
einkabílum, þannig að við urðum að
búa stemmninguna til viku síðar.“ -
Hvernig hafa fastagestirnir tekið
ykkur?
„Bara vel og það var mjög gaman
að kynnast þeim. Margt forvitnilegt
fólk. Það voru allir mjög almenni-
legir við okkur, og sérstaklega
Bjarni Geir, sem rekur veitinga-
staðinn. Hann leyfði okkur alveg að
leika lausum hala. Það þurfti að
spila aðeins í kringum fólkið. Meiri-
hlutinn af myndinni gerist þegar
enginn á að vera á staðnum fyrir ut-
an persónurnar fjórar. Það reyndi
svolítið á þolinmæði starfsfólksins.
Við vorum sífellt að stöðva umferð-
ina. Þannig að þegar við vildum ekki
hafa fólk þá var fólk á staðnum, og
þegar við þurftum á því að halda, þá
mætir ekki kjaftur,“ segir Toggi og
hlær. „En þetta er samt búið að
gangamjögvel."
Hringbrautinni lokað
- Er ekki mun auðveldara aðgera
mynd hér en íNew York?
„Jú, að gera bíó á íslandi er ofsa-
lega þægilegt að því leytinu til að
allt er eitt símtal í burtu. Ekkert
mál er að fá leyfi til að framkvæma
ótrúlegustu hluti. Við tókum t.d. eitt
skot þegar stelpan er að ganga og
vildum fá flugvél sem lendir akkúrat
á flugbrautinni við Vatnsmýrarveg-
inn. Eg var bara í beinu sambandi
við flugturninn í GSM-símanum, og
svo kveiktu þeir á ljósunum á flug-
turninum þegar við sögðum til.
Rosalega flott. Og löggan kom og
lokaði Hringbrautinni fyrir okkur á
meðan á þessu stóð. Maður gæti
aldrei gert þetta úti. Hér er bara all-
ir í símaskránni og til í að vera
með.“
-Áað sýna BSÍ í bíó?
„Já, hún er tekin upp á Super 16
filmu og mig langar til að sýna hana
í bíó. en hún er heldur löng núna. Ég
var að hugsa um að halda henni í tíu
mínútum því þá yrði auðveldara að
fá hana sýnda á undan einhverri bíó-
mynd. En rúmar 20 mínútur hentar
hins vegar betur fyrir sjónvarp.
Þannig að hún verður sýnd einhvers
staðar," segir Þorgeir Guðmunds-
son að lokum, og þá er bara að byrja
að hlakka til.