Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 43, HANNESPETUR YOUNG + Hannes Pétur Young fæddist í Keflavík 25. aprí! 1971. Hann lést 20. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Steinunn Guðna- dóttir, f. 4. júní 1949 og Neville Young frá Notting- ham í Englandi, f. 17. maí 1945. Bróðir Hannesar er Tómas Viktor, f. 18 maf 1982, unnusta hans er Lilja Ösp Daní- elsdóttir f. 14.5. 1983. Sambýliskona til nokkurra ára var Nína Berglind Sigur- geirsdóttir, f. 12.12. 1972. Barn þeirra er Perla Ósk Young, f. 11.10. 1993. Hannes ólst upp hjá foreldrum sín- um og bróður í Keflavík og stund- aði sína skólagöngu þar. Hann bjó i Reykjavík í nokkur ár og stundaði ýmis störf, er heilsan leyfði, aðallega málarastörf. Utför Hannesar Péturs fer fram frá Keflavíkurkirkju og hefst athöfnin klukkan 14. var ein af þessum frábærlega mynd- arlegu húsmæðrum. Maðurinn henn- ar Irisar, hann Tommi, var mikið að heiman, á sjónum, svo hún þurfti oft á tíðum að vera bæði húsfreyjan og húsbóndinn og fórst það vel úr hendi eins og annað, sem hún gerði. Nú eru bömin okkar beggja upp- komin og búin að stofna eigin heim- ili. Okkur þótti gaman að vera ömm- ur og sögðum hvor annarri gjarna sögur af barnabömunum. Við Iris voram jafnöldrur, fæddar hvor sinn daginn, tveir fiskar. Þegar árin liðu syntum við ekki lengur sama sjó. Við fjarlægðumst hvor aðra án þess að vinátta okkar rofnaði. Þau vináttu- bönd, sem bundin eru í æsku og ofin kærleika, umburðarlyndi og sameig- inlegri reynslu hafa mikla teygju og slitna aldrei. Ég á erfitt með að horfast í augu við þá staðreynd að ég get ekki oftar hringt í írisi og sagt: Mikið er langt síðan ég hef heyrt í þér, segðu mér nú fréttir af þér og fjölskyldunni. Minningamar, sem ég á um líf okkar saman í leik og starfi munu ylja mér hér eftir sem hingað til. Ég votta eiginmanni írisar, Tóm- asi, sonum þeirra og fjölskyldum, mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja þau í sorg þeirra. Selma Jóhannsdóttir. íris Björnsdóttir, vina mín, hefur kvatt þennan heim. Við voram að- eins litlar hnátur þegar við vissum hvor af annarri, báðar úr vesturbæn- um. Hún var æskuvinkona elstu systur minnar sem einnig er látin. Árin liðu, systir mín flutti erlendis, vinabandið milli þeirra lengdist. Hins vegar höguðu örlögin því þann- ig að við íris fluttum báðar upp í Holtin. Þar var stofnað til vináttu sem aldrei rofnaði. Við voram með börn á sama aldri sem ekki spillti fyrir. Drengirnir okkar urðu vinir svo og stór-fjölskyldan öll. Ótaldir era þeir dagar sem við Iris sátum, spjölluðum og munduðu prjóna okk- ar en hún var snillingur í höndunum, sama á hverju hún snerti. Vinkonu mína langaði að verða handavinnukennari, en hún komst aldrei að í skólanum - því miður. Henni var í blóð borið að segja öðr- um til, það get ég vitnað um. Hún kenndi mér það sem ég kann í þeim fræðum. íris var með eindæmum hlý mann- eskja og sama hver í hlut átti. Hún hallmælti aldrei neinum heldur fann allt það góða sem í fólki bjó. Mjög gestkvæmt var á heimili þeirra Tomma, ekki bara á hátíðum heldur flesta daga ársins. Oft var mann- margt við eldhúsborðið, alveg sama hversu mörgum skipstjóranum datt í hug að bjóða heim í bita, húsfreyjan virtist alltaf geta töfrað upp úr pott- um sínum gnótt fyrir alla. Árin liðu, drengirnir þrír flugu úr hreiðrinu en eftir sátu mamma og pabbi, fylgdust með og glöddust yfir velferð þeirra. Barnabörnin vora umvafin kærleika ömmu og afa sem ekkert létu ógert til að þeim liði sem best. Fyrir nokkrum áram festu þau hjónin kaup á jörð vestur á Skógar- strönd og þar áttu þau bæði anna- sama og gleðiríka daga. Alltaf fullt hús af gestum, þar á meðal vorum við Guðmundur sem áttum þar ljúfar ánægjustundir. Lífið er alltaf að breytast. Vinirnir, sem fóra saman í hálendisferðir á áram áður breyttu um lífsstíl. Hættu að notast við Herragarðinn, en það var tjaldið okkar. Fyrir örfáum vikum komum við í heimsókn og þá var verið á fullu í heyskap. Sjórinn, eyjarnar og landið var baðað í sól svo fagurt var um að litast. Búið að klæða húsið að utan og mála skyldi þakið blátt eins og glugga og útihurðir. Já, það var gaman að koma í sumarhöllina þeirra. En skjótt skipast veður í lofti. Elsti sonur þeima, Svavar, hringdi í okkur upp í sumarbústað og færði okkur þá sorgarfregn að mamma hans hefði orðið bráðkvödd þá um morguninn. Við sem vorum búin að flagga voram fljót að draga fánann í hálfa stöng og kveikja á kerti fyrir vinu mína. Eg bið góðan guð að geyma þig, íris mín, og styrkja alla fjölskylduna. Herdís Björnsdóttir (Dísa). Elsku pabbi minn. Það er erfitt fyrir mig að trúa því að þú sért farinn frá mér. Núna veit ég að þér líður vel og finnur ekki lengur til því þú ert uppi hjá Guði. Ég veit að þú verður alltaf við hliðina á mér og passar mig. Ég ætla alltaf að muna eftir þér og biðja fyrir þér, elsku pabbi. Við hliðið stend ég eftir ein, ó, elsku pabbi minn, og tárin mín, svo heit og hrein, þau hníga á gangstíginn. En höndin veifar, veifar ótt. Þú veist ég sakna þín. Ó, komdu aftur, komdu fljótt, æ, komdu þá til mín. (Tólfti september.) Sólargeislinn þinn, Perla Ósk. í dag kveðjum við þig elsku Hannes okkar. Það verður stórt skarð í okkar litlu fjölskyldu. Nú verður bróðir þinn sem einbirni og vitum við að það er erfitt hlutverk. Það vill til að við eram hluti af mjög stórri fjölskyldu sem þjapp- ast saman og hjálpast að á stund- um eins og þessum sem við erum að ganga í gegnum núna. Elsku Hannes, minningarnar um þig sem barn og ungling ryðjast fram. Framtíð þín var björt. Þú varst alltaf svo hress og kátur, við heyrum enn dillandi hlátur þinn. Þú varst líka svo hjartahlýr og ein- lægur og vildir öllum vel. Vinsæll varstu sem sýndi sig best á stóra vinahópnum sem þú áttir. Minning- arnar um öll ferðalögin sem þú fórst með okkur í, út í lönd frá því að þú varst ungabarn geymast vel í hjörtum okkar. Þér fannst þau stórkostleg, við voram dugleg að taka myndir og það hjálpar okkur við að geyma minningarnar um þig. Um tvítugsaldurinn lét sjúkdóm- ur sá, sem nú dregur þig til dauða, fyrst á sér kræla. Við og allir þínir nánustu ættingjar og vinir vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið, þetta var eitthvað sem við höfðum aldrei kynnst. í fyrstu var talið að þetta væri ekki varanlegt og þú varst svo lánsamur að eignast fjöl- skyldu, fallegt heimili og stærsta sólargeislann í lífi þínu, hana Perlu litlu. Með árunum fór sjúkdómur þinn, örlyndi-þunglyndi, sem er geðhvarfasjúkdómur, að ágerast og við þurftum öll að horfast í augu við hann. Það var erfitt, mest þó fyrir þig sjálfan enda spurðir þú oft grátandi, af hverju ég? Við spurðum okkur líka en það var fátt um svör. Við trúum því núna að þetta hafi verið hlutverk sem okk- ur var ætlað að takast á við í þessu lífi. Þetta var erfitt hlutverk en hefur gefið okkur mikla lífsreynslu, breikkað sjóndeildarhringinn og opnað fyrir okkur áður óþekktan heim. Við lásum okkur mikið til og leit- uðum ráða hjá fagfólki. Þessu reyndum við að miðla til þín og vissum að með hjálp lækna og lyfja hefðir þú átt að geta lifað eðlilegu lífi, það fer enginn í gegnum líf áfallalaust. í þínum huga var fram- tíðin ekki björt og þegar myrkrið varð æ meira í þínum huga minnk- aði sjálfsmatið og vonin með hverj- um degi. Elsku Hannes, nú vitum við að þú ert laus við þínar þjáningar og kominn á meðal engla alheimsins. Við biðjum góðan Guð að geyma þig og vitum að það verður tekið vel á móti þér af báðum ömmum þínum og öfum ásamt öðrum nán- um ættingjum sem við höfum misst. Farðu í friði elsku sonur. Mamma og pabbi. Elsku besti bróðir minn. Nú ertu farinn. Farinn frá mér og öllum þínum ástvinum. Sorgin er gríðar- leg og söknuðurinn ólýsanlegur. Það fyrsta sem mér dettur í hug eftir að hafa fengið sorgarfréttirn- ar era allar stundirnar sem við upplifðum saman, en þó líka allar þær stundir sem við ætluðum að upplifa saman. Þú varst mér ekki bara besti bróðir, sem hægt var að hugsa sér, heldur líka besti vinur minn. Það var alltaf svo gott að tala við þig og svo þægilegt að hlusta á þig. Þú sýndir svo mikinn áhuga á öllu sem ég var að stússast í, á körfuboltanum, tónlistar- mennskunni, skólanum, vinunum og mínum framtíðaráfonnum. Þú varst með allt á hreinu í lífi mínu. Stærsta áhugamál mitt, tónlistin, var líka stærsta áhugamál þitt. Ef við vorum fjarri hvor öðrum vissi ég að þú værir líka að hlusta á tónlist og þannig höfðum við stöð- ugt samband án þess að þurfa að talast við eða sjást. Við upplifðum svo margar gleði- stundir en aftur móti varstu mér og fjölskyldunni líka stundum erf- iður í gegnum veikindin sem þú háðir baráttu við. Veikindi þín vora óútskýranleg og svör við þeim verða sennilega aldrei fengin. En þau voru þó á sinn hátt eitt það besta sem hefur hent mig. Þau hafa ekki bara gert mig þroskaðari og skilningsríkari og að betri manni, heldur líka andlega sterk- ari. Hlutirnir eru allir sagðir fyrir- fram ákveðnir og sjúkdómurinn þinn og veikindin var eitthvert fyr- irbæri sem þú, ég og allir í kring- um okkur áttum að ganga í gegn- um með þér og gera okkur að betra fólki og opna okkur nýjan heim. Góðu stundirnar mun ég geyma í mínu hjarta og taka með mér í gröfina en þeim erfiðu ætla ég að gleyma og leiða framhjá huga mínum. Eins og sagt er, allt það erfiða í lífinu sem við göngum í gegnum gerir ekkert annað en að styrkja okkur. Á vissan hátt þakka ég fyrir að hafa gengið í gegnum þetta með þér, því það hefur gefið mér mikla lífsreynslu. Orð fá varla lýst tilfinningunum sem ég bar til þín. Þú varst svo einlægur, fyndinn, vinsæll, ástkær og hlýr. Hlátur þinn var svo smit- andi og einstakur að hann mun lengi hljóma í huga mínum. Þú varst ástin og umhyggjan uppmál- uð. Þú varst Perlu Osk svo góður faðir og öllum svo góður vinur. Ég veit að þér líður miklu betur þar sem þú ert núna. Að vita það er mín eina huggun. Mér líður eins og annar helmingurinn af mér sé farinn, en ég reyni að vera sterkur. Sterkur fyrir þig. Sem betur fer eigum við fjölskyldan góða ætt- ingja og góða vini sem eru búin að sýna okkur ótrúlegan stuðning og styrk í gegnum þessar sorgar- stundir. Elsku besti bróðir, þú munt allt- af eiga stað í hjarta mínu, Guð geymi þig. Þinn bróðir, Tómas Viktor. Elskulegi frændi. Það var sárt að fá þær fréttir að þú værir allur, en það kom ekki al- veg á óvart, þú varst búinn að heyja svo erfiða baráttu við sjúk- dóm þinn og líklega ekki séð þér batavon. Ég varð reiður þegar ég var búinn að átta mig á að þú vær- ir dáinn en fyrirgaf þér fljótt þegar ég fór að hugsa um allt sem þú gekkst í gegnum síðastliðin tíu ár. Við höfum átt saman yndislegar stundii’ í gegnum tíðina og þá ekki síst í sameiginlegu áhugamáli, snókernum. Ég valdi þig sem um- sjónarmann Knattborðsstofunnar þegar ég opnaði hana, það var úr stórum hópi að velja en þú varðst fyrir valinu, ekki sökum frændsemi heldur vegna ýmissa kosta þinna. Mig langar að þakka þér sér- staklega fyrir tímann sem við átt- um saman á Knattborðsstofunni, þú skilaðir þar góðu verki, það gekk allt svo vel þegar þú sást um stofuna, alltaf svo þrifalegt hjá þér og gott að koma þangað, fólk sog- aðist að þér, þú varst svo vandað- ur, sjarmerandi og hafðir heillandi og fallega framkomu. Þú varst glæsilegur maður og alltaf snyrtilega til fara. Það var gaman að sjá hve vel þú gekkst um alla hluti, myndavélina þína, kjuð- ann og allt annað, þar hefði ég mátt læra af þér. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar á Heiðarveginn, ég sóttist eftir félagsskap ykkar feðga, þar sem hláturinn ríkti. I fjölskylduboðum sótti ég í hóp ykk- ar þar sem stutt var í hláturinn, sérstaklega hjá þér og Eika heitn- um frænda þegar pabbi þinn sagði okkur svo skemmtilega frá, á sinn sérstaka hátt á ensk-íslenskunni sinni. Nú ertu kominn til ömmu og afa og annara úr fjölskyldunni og þar getið þið Eiki hlegið saman á ný-, Ég heyrði síðast í þér þegar þú hringdir í mig þegar ég var á leið í veiði fyrir mánuði, þá ætlaði ég mér að veiða minn fyrsta flugulax, þér fannst ég bjartsýnn og hlóst að mér, það lá vel á þér og við töluð- um um stóru fiskana sem þú hafðir veitt á flugu, þú ætlaðir að heyra í mér aftur og heyra hvernig mér hefði gengið, af því varð ekki. En ég get sagt þér núna að það tókst, þessi dagur í Stekknum verður mér kær minning tengd þér. Hannes minn, við ætluðum að vinna meira saman, þú ætlaðir að koma til mín í málninguna, en af því varð ekki, þú hefur fengið ann- að hlutverk. Ég veit að þér líður vel núna og vil enn og aftur þakka þér allar góðu stundirnar. Elsku Perla, Steinunn, Neville og Tommi, þetta hafa verið erfiðir tímar, þið hafið gert allt sem í ykk- ar valdi stóð til að hjálpa Hannesi í gegnum veikindi hans. Ég bið góð- an guð að styrkja ykkur í sorginni, þið eigið margar ljúfar minningar um góðan föður, son og bróður sem hjálpa ykkur á erfiðum stundum. Börkur Birgisson. Kæri frændi. Það var erfitt að meðtaka þær fréttir að þú værir farinn frá okkur Hannes minn en ég veit að þú ert kominn á stað þar sem þér líður betur og allir draumar þínir geta ræst. Mér finnst erfitt að hafa ekki hitt þig svona lengi eða síðan við komum heim um áramótin en við fylgdumst með og fengum fréttir af þér að heiman. Eg hélt alltaf í von- ina um að þér myndi batna og hlakkaði til að hitta þig núna eftir að við erum komin heim aftur. Ég man svo vel þegar þú fædd- ist, þá var ég tíu ára og nýbúin að eignast litla systur sem ég var svo montin af, eitthvað hefur fjölskyld- unni fundist þurfa að fjölga mann- kyninu því þetta árið fæddust, auk ykkar Aspar systur, Nonni og- Hanna Rún. Þið frændsystkinin voruð svo skírð saman öll fjögur og einnig fermd saman, man ég vel eftir þessari fjölmennu fermingar- veislu ykkar. Þú varst fallegt bam og þroskaðist í glæsilegan mann. Þú hafðir heillandi framkomu, varst alltaf svo snyrtilegur og smekklega til fara. Við áttum mikil samskipti þegar þú vannst á Knattborðsstofunni hjá Berki bróður og ég sá um peninga- málin, það vora góðir tímar og þú stóðst þig vel. Þú varst frændræk- inn og komst oft við á Kirkjuvegin- um þegar þú áttir leið um. Það var alltaf gaman að spjalla við þig, þú varst svo einlægur og góður dreng- ur, þú áttir þér svo marga drauma sem þú sagðir mér frá og þig lang- aði svo margt. Mér er svo minnis- stætt þegar Perla litla fæddist hversu stoltur og ánægður þú varst og bauðst okkur systkinabörnunum öllum til skírnar hennar í gömlu kirkjunni í Árbæjarsafni. Það er erfitt að sætta sig við þegar fólk sem stendur manni nær veikist eins og þú veiktist, maður veit ekki nógu vel hvernig maður á að takast á við svona andlega erfið- leika. Þú varst búinn að reyna margt, Hannes minn, og ég veit að það var erfitt að burðast með þenn- an óvin, sjúkdóm þinn, á bakinu. í veikindum þínum áttir þú oft erfitt, þú fórst þá stundum fram úr þér og við hin gátum ekki fylgt þér eftir, þú skilur okkur núna, það vildu þér allir vel. Elsku frændi, þakka þér sam- fylgdina, ég veit þér líður vel núna. Elsku Perla, Steinunn, Neville og Tommi, ég bið góðan guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um, þökkum allar góðu minning- arnar og látum þær ylja okkur um hjartarætur. Sóley Birgisdóttir. Sorgin, sem settist að í hjörtum okkar hjóna þegar við fréttum af andláti Hannesar, síðastliðinn sunnudagsmorgun verður ekki í letur færð. Fátt er erfiðara en að sjá á eftir börnum sínum yfirgefa þennan heim. Vinahópur konu minnar fylgdist grannt með barneignum hinna stelpnanna í öndverðu og Hannes var elstur í þessum barnahópi. Við vorum öll ung þegar hann fæddist og komum auðvitað í heimsókn til að sjá frumburðinn hjá SteinunnP*- og Neville. Þau bjuggu þá hjá for- eldrum Steinunnar, Guðna Magn- ússyni og Hansínu Kristjánsdóttur á Suðurgötu 35, og Hannes var upp í risi, barn í vöggu. Mér era ógleymanleg, eftir nær 30 ár, lífs- gleðin og brosið sem breiddist yfir andlit barnsins þegar ég sá hann fyrst. Myndarbarn, eins og hann átti kyn til. Síðan liðu árin, börnin uxu úr grasi og urðu að fullorðnu fólki. Svo var með Hannes. Hann festi ráð sitt og eignaðist síðan yndis- lega dóttur, Perlu Ósk, sem nú er sex ára gömul og augasteinn afa og ömmu. Við Hannes höfum ekki sést mikið síðustu ár, en í síðustu viku hittumst við þar sem hann var með dóttur sinni og móður. Það var sól- ríkur dagur og og ég man að ég hugsaði hvað þau feðgin væra fal- leg saman og hvað Hannes væri myndarlegur ungur maður. Hann var að ala dóttur sína upp og segja henni að hún ætti að gera svona en ekki hinsegin. Það var greinilega gott samband milli dóttur og föður, og allt leit vel út. Mér fannst við hin í vinahópnum eiga dálítið í hon- um. . Þetta eru mín kveðjuorð tiP Hannesar, þar sem ég get ekki fylgt honum. Ég bið honum guðs blessunar og megi hann hvíla í friði. Elsku Steinunn, Neville, Tommi og Perla, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur svo og öðrum aðstandendum. Páll V. Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.