Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 11
FRÉTTIR
> *
Málþing Náttúrulækningafélags Islands um framtíð heilsutengdrar ferðaþjdnustu á Islandi
Mikilvægt
að kynna
sérstöðu Is-
lands vel
Með aukinni vitund um mikilvægi heil-
brigðs lífernis fer spurn eftir heilsutengdri
ferðaþjónustu ört vaxandi. Birna Anna
Björnsdóttir sat málþing þar sem fram kom
að slík þjónusta gæti orðið mikil tekjulind
fyrir Island í framtíðinni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Málþing Náttúrulækningafélags íslands bar yfirskriftina ísland sem heilsulind.
HEILSUTENGD ferðaþjónusta er
vaxandi atvinnugrein hér á landi
sem erlendis því samfara aukinni
vitund íbúa Vesturlanda um mikil-
vægi heilbrigðs lífernis hefur spurn
eftir slíkri þjónustu aukist mjög.
Þetta er meðal þess sem fram kom
á málþingi Náttúrulækningafélags
íslands um framtíð heilsutengdrar
ferðaþjónustu á íslandi, undir yfir-
skriftinni „Island sem heilsulind".
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis-
ráðherra ávarpaði málþingið og er-
indi fluttu Arni Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Heilsustofnunar
NLFÍ, Hrefna Kristmannsdóttir,
deildarstjóri jarðefnafræðideildar
Orkustofnunar, Anna G. Sverris-
dóttir, rekstrarstjóri Bláa lónsins,
Sigmar B. Hauksson, verkefna-
stjóri hjá Reykjavíkurborg, Jónína
Benediktsdóttir, eigandi Planet
Pulse og Erna Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar. í ávarpi sínu sagði Ingi-
björg Pálmadóttir að friður og ró
væri nokkuð sem fólk fengi aldrei
nóg af. í nútímasamfélagi væri
nauðsynlegt að minnka streitu og
spennu í dagsins önn, bæði til að
auka vellíðan og forðast sjúkdóma.
Hún sagði að markaður fyrir
heilsutengda þjónustu væri ekki
síður til staðar hér innanlands því
íslensk fyrirtæki fjárfestu í síaukn-
um mæli í vellíðan starfsfólks síns.
Ingibjörg sagði að við kynningu á
heilsutengdri ferðaþjónustu á Is-
landi erlendis væri skynsamlegt að
leggja áherslu á það sem íslending-
um líkar best sjálfum. Einnig benti
hún á að vandvirkni yrði að vera i
fyrirrúmi í allri ferðaþjónustu, slíkt
spyrðist út og skilaði hagnaði til
langs tíma litið á meðan fyrir-
hyggjuleysi og tilraunir til stundar-
gróða skiluðu tapi.
Markhópurinn hefur
mikið fé milli handanna
Árni Gunnarsson sagði að með
aukinni heilsuvitund á Vesturlönd-
um færi spurn eftir heilsutengdri
ferðaþjónustu vaxandi. Þarflr
þeirra sem sækjast eftir slíki-i
þjónustu mætti flokka í þrennt,
sumir sæktust eftir lækningu, aðrir
hvíld og enn aðrir afþreyingu. í
markhópnum væri fólk á öllum al-
dri. Ungt fólk væri að verða sér sí-
fellt meira meðvitandi um mikil-
vægi þess að huga að heilsunni og
halda streitu í lágmarki. Eftir-
launaaldur væri að lækka og því
sæktist fólk upp úr miðjum aldri í
auknum mæli eftir heilsutengdri
ferðaþjónustu, fólk sem gjarnan
hefði mikið fé milli handanna og því
væri þetta ein arðbærasta tegund
ferðaþjónustu sem til væri.
Arni sagði nauðsynlegt að átta
sig á þvi hvað ísland hefði upp á að
bjóða sem önnur lönd hefðu ekki.
Hann nefndi sem dæmi hreint loft
og vatn, jarðefni eins og leir, lækn-
ingajurtir eins og fjallagrös, hrein
og góð matvæli, óspillta náttúru og
mikið landrými. Það helsta sem
mætti telja ferðaþjónustu hér til
trafala sagði hann vera skort á
fjármagni til rannsókna, markaðs-
setningar og uppbyggingar að-
stöðu.
Nauðsynlegt að
efla rannsóknir
Hrefna Kristmannsdóttir sagði
að þrátt fyrir að margar rannsókn-
ir hefðu verið gerðar á náttúru og
náttúruauðlindum landsins væri
brýn þörf á því að gera fleiri rann-
sóknir. Til dæmis þyrfti að rann-
saka betur hver áhrif efnainnihalds
jarðhitavatns væru og einnig þyrfti
að gera fleiri rannsóknir á fersku
neysluvatni og lofti og eiginleikum
jarðhitaúrfellinga. Hrefna benti á
að þeir sem leituðu eftir heilsu-
tengdri ferðaþjónustu hefðu ólíkar
þarflr og mælti með því að hver
staður, sem byði upp á slíka þjón-
ustu, skilgreindi til hvaða hóps
væri verið að höfða og einbeitti sér
að því að sinna honum vel.
Ánna G. Sverrisdóttir sagði að
gestum í Bláa lónið hefði fjölgað
mjög að undanförnu, í fyrra hefðu
þeir verið um 250.000 og það sem
af er þessu ári hefðu meira en
200.000 manns þegar heimsótt lón-
ið. Hún sagði íslenskum gestum
hafa fjölgað mjög síðan nýja að-
staðan var tekin í notkun og nú
stæði til að bæta enn frekar við
húsakost staðarins, með byggingu
150 herbergja heilsu-
lindar-lúxushótels, með fjölbreyttri
þjónustu og möguleikum til afþrey-
ingar.
Reykjavík kynnt sem
heilsusamleg borg
Sigmar B. Hauksson sagði frá
því að Reykjavíkurborg hefði hafið
markvisst kynningarstarf erlendis,
þar sem Reykjavík væri lýst sem
heilsusamlegri borg. Hann sagði að
erlendum ferðamönnum í Reykja-
vík færi fjölgandi, en um 17% fleiri
hefðu heimsóttu höfuðborgina í júlí
á þessu ári en í júlí í fyrra. Samt
virtist sem þeir hefðu ekki alveg
nógu mikið við að vera í borginni
því samkvæmt könnun ferðamála-
ráðs væri vinsælasta afþreying er-
lendra ferðamanna í Reykjavík að
fara í dagsferð frá Reykjavík.
Næstvinsælasta afþreying ferða-
manna væri ferð í sundlaugarnar
og sagði hann að til stæði að bæta
aðstöðu flestra lauga borgarinnar.
Einnig stæði til að byggja enn
frekar upp aðstöðu til sjóbaða í
Nauthólsvík og útivistarsvæði á
Nesjavöllum. Þá væru uppi hug-
myndir um að Reykjavík gæti orðið
eins konar griðastaður þeirra sem
þjást af frjóofnæmi því þegar sem
mest frjó væri í lofti í Evrópu og
Norður-Ameríku, í apríl og maí,
væri lítið sem ekkert frjó í lofti hér.
Jónína Benediktsdóttir sagði að
uppbygging heilsulinda væri iðnað-
ur sem færi mjög hratt vaxandi úti
í heimi. Hún sagðist telja mikil-
vægt að þær auðlindir sem hér eru,
hreina vatnið, loftið og vel menntað
fólk, yrðu nýttar til að byggja upp
heilsulindir og þjónustu tengda
þeim. Ef góð aðstaða yrði byggð
upp og unnið af metnaði gæti Is-
land orðið í fremstu röð meðal
þeirra sem bjóða upp á góðar
heilsulindir en mikilvægt væri að
stjórnvöld gerðu sér grein fyrir
hversu stór atvinnugrein heilsu-
tengd ferðaþjónusta gæti orðið hér
og fjárfestu í henni.
Erna Hauksdóttir sagði að með
því að leggja aukna áherslu á
heilsutengda ferðaþjónustu mætti
fá hingað fleiri ferðamenn utan há-
annatíma og einnig auknar tekjur á
hvern ferðamann en það hefði sýnt
sig undanfarin ár að þótt ferða-
mönnum hingað hefði fjölgað hefðu
tekjur á hvern ferðamann minnkað.
Sá hópur sem reynt væri að höfða
tO með heilsutengdri ferðaþjónustu
væri eldra fólk sem gjarnan hefði
mikla peninga milli handanna og
sagði Erna að þetta væri sá mark-
hópur sem fólk í ferðaþjónustu úti
um allan heim reyndi í síauknum
mæli að laða til sín. Því ætti Island
ekki að láta sitt eftir liggja við að
kynna vel sérstöðu sína og leggja
metnað í uppbyggingu góðrar að-
stöðu og ekki síður góðrar þjón-
ustu.
Bygg-
ingar-
krani féll
ágötu
BYGGINGARKRANI féll á
Kársnesbraut í Kópavogi um
hádegi í gær og lokaði göt-
unni fyrir allri umferð. Tals-
vert rok var þegar þetta
óhapp varð.
Engin slys urðu á fólki en
að sögn lögreglunnar í Kópa-
vogi munaði minnstu að
kraninn félli á bifreið sem
var ekið um götuna.
Atvikið varð á móts við
Kársnesbraut 61. Rúmlega
þrjár klukkustundir liðu þar
til tókst að fjarlægja kranann
og hleypa umferð á að nýju.
Á meðan var umferð strætis-
vagna beint um Vesturvör.
Lögreglan kannar nú til-
drög slyssins ásamt vinnueft-
irlitinu.
Morgunblaðið/J6n Svavarsaon
Kraninn lokaði Kársnesbraut í rúmlega þrjár klukkustundir.
Handtekn-
ir vegna
líkams-
árásar
RÁÐIST var á karlmann á Háaleitis-
braut rétt fyrir klukkan fjögur í fyrri-
nótt.
Þegar lögreglan fékk tilkynningu
um atvikið virtist sem manninum
hefði verið kastað út úr bíl og því
næst gengið í skrokk á honum. Þegar
lögreglan kom á vettvang lá maður-
inn blóðugur í götunni en var með
meðvitund. Hann var nokkuð slasað-
ur og fluttur með sjúkrabíl á slysa-
deOd Landspítalans. Lögreglan
handtók síðan þrjá menn í bfl á
Miklubraut í tengslum við málið og sá
fjórði var handtekinn í Grafarvogi.
Þeir fengu allir að gista fangageymsl-
ur lögi-eglunnar og voru yfirheyrðir í
gær.
Við yftrheyrslur kom í Ijós að
manninum hafði verið hleypt út úr
bflnmn á Háaleitisbraut, en ekki kast-
að út úr honum eins og fjT.st var talið.