Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ Jean-Pierre Chevenement, inn- anríkisráðherra Frakklands (í ljósum frakka), umkringdur fréttamönnum í París í gær. Cheven- ement hótar afsögn Paris. AP, AFP. FRANSKIR stjórnmálaskýrendur töldu í gær flest benda til þess að Jean-Pierre Chevenement, innanrík- isráðherra Frakklands, myndi segja af sér embætti nú í vikunni. Cheven- ement hefur til þessa neitað að styðja áætlanir stjórnarinnar um hvernig koma skuli á friði á Korsíku, en aðskilnaðarsinnar á eyjunni hafa staðið að ofbeldisaðgerðum þar sl. 25 ár. Chevenement hefur látið skýrlega í ljós að hann segi frekar af sér ráð- herraembætti en að samþykkja frið- aráætlun stjórnarinnar frá því í júlí sl. Áætlunin er afrakstur viðræðna frönsku ríkisstjórnarinnar við héraðsþing Korsíku og er þar gert ráð fyrir að eyjan hljóti takmarkaða sjálfsstjórn. Þing Korsíku muni til að mynda geta tekið fyrir viss laga- frumvörp - svo framarlega sem frið- ur ríki á eyjunni. Chevenement er þekktur fyrir að fylgja sannfæringu sinni og hefur hann tvívegis áður sagt af sér ráð- herraembætti. Mun hann funda með Lionel Jospin forsætisráðherra fyrir vikulok og er þá búist við að niður- staða liggi fyrir. Skiptar skoðanir eru um friðaráætlunina meðal þing- manna flokkanna sem standa að frönsku ríkisstjórninni, en flestir vinstrimenn virðast þó vona að Chevenement haldi embætti sínu. „Hann er ómissandi fyrir vinstri stjórnina," sagði Jean Glavany land- búnaðarráðherra við AP-fréttastof- una. Afsögn Chevenements er sögð geta stefnt stjórninni í hættu, en Jospin, sem fer fyrir samsteypu- stjóm vinstriflokka, er sagður þurfa á stuðningi flokks Chevenements að halda. Færður í annað ráðuneyti? í gær voru frönsk dagblöð uppfull af getgátum um hvort Chevenement yrði látinn segja af sér, eða hvort hann yrði færður í annað ráðuneyti. Vom sérfræðingar sammála um að erfitt yrði fyrir Chevenement að sitja áfram í embætti innanríkisráð- herra eftir að hafa hafnað friðaráætl- un Jospins, en sem innanríkisráð- herra ber honum að verja áætlunina fyrir þingheimi. Henri Emmanuelli, forseti fjár- laganefndar þingsins, tók í sama streng og Chevenement í gær og gagnrýndi hann áform stjórnarinnar í viðtali við dagblaðið Liberation. Friðaráætlunin jafnaðist á við að veita vopnum og kjörkassanum sama vægi, sagði Emmanuelli og kvaðst vonast til að Jospin og Chevenement kæmust að niðurstöðu. Undanfarna áratugi hafa ríkis- stjómir Frakklands reynt að binda enda á ofbeldisaðgerðir aðskilnaðar- sinna á Korsíku, en eyjan hefur verið hluti af Frakklandi frá því 1768. FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 23 áluð / Br daqaf- Síðustu via þekktir fyrlr lágt verð þetta gerir alveg utslagið! RflFTftKMliFRZIIIN ISLílMDS Ff - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 ERLENT Verb 5.000 kr. • Safnkortsverb 4.000 kr. Hólf A; B; og I í eldri stúku og R í nýrri stúku. Öll sæti númeruö. Landsbyggðarfólk athugi! Mibapantanir og símgreiösla í 800 4300 (grænt númer). Fjölskyldu og barnahólf J, S og T (börn eba fullorbnir meb börn). Fullt verb, fullorbnir: 5.000 kr. • Safnkortsverb 4.000 kr. Fullt verb, 16 ára og yngri: 1.000 kr. • Safnkortsverö 800 kr. *Mibinn gildir einnig á leikinn vib Norbur-írland 11. október. Forsalan er hafin á ESSO-stöbvunum Ártúnshöfba, Geirsgötu, Gagnvegi, Skógarseli, Ægisíbu, Lækjargötu Hafnarfirbi, Stórahjalla Kópavogi, Skútunni Akranesi, Leiruvegi Akureyri, Abalstöbinni Keflavfk og í Hveragerbi. Essol Olíufélagið hf www.esso.ls HvErjir eru sterkastir? Tveir leikir í undankeppni fyrir HM 2002 ísland - Danmörk Laugardalsvelli 2. september 2000, kl. 18. ísland - Norbur-írland 11. október 2000, kl. 19.30. Einn mibi - tveir landsleikir* Verb 6.000 kr. • Safnkortsverb 5.000 kr. Hólf C og G í eldri stúku og M; N og O í nýrri stúku. Öll sæti númerub.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.