Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000 47< BJARNI HELGASON + Bjarni Helgason fæddist á Forsæti í Vestur-Landeyjum hinn 29. maí 1930. Hann andaðist á heimili sínu Vallar- braut 4 á Hvolsvelli 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi Bjamason, f. 12. júlí 1888, d. 30. apríl 1959 og María Jónsdóttir, f. 21. október 1895, d. 18. júm' 1972. Þau hjón voru bæði Rangæing- ar, Helgi sonur hjón- anna Gróu Bjarnadóttur og Bjarna Magnússonar á Kálfsstöðum en María dóttir hjónanna Jóns Jóns- sonar og Guðfínnu Damelsdóttur á Forsæti. Bjarni ólst upp á Forsæti, næstyngstur í hópi sjö systkina. Bjami kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni Margréti Björgvins- dóttur, f. 16.8.1934, 25. desember 1959. Þau reistu sér hús á Vallar- braut 4 á Hvolsvelli árið 1955 og hafa búið þar síðan. Þau eiga son, Helga, sem fæddur er 10. apríl Nú hefur Bjami mágur minn kvatt þetta jarðlíf. Samband okkar hefur alltaf verið gott. Ég minnist margs. Til dæmis þegar við hjónin létum byggja sumarhús mældi hann fyrir því og grunnurinn var reistur á ein- um fögrum sumardegi. Svo ramm- lega var gengið frá bitum og stoðum að húsið hefur ekki haggast þótt vind- ar hafi blásið hressilega við Eyjafjöll- in. Þannig hafa verk hans staðist tím- ans tönn. Allt traust og vandað frá hans hendi. Gamalt máltæki segir „Köld er mágaástin“, en það átti ekki við um Bjama. Á ferðum okkar austur kom- um við alltaf við hjá þeim hjónum. Bjami var barngóður og nutu börn okkar þess. Alltaf sama hlýja, fasta handtakið. Alltaf sömu fljótu við- brögðin að hjálpa og gera greiða. Faðir Bjai’na, Helgi á Forsæti, var bóndi og smiður. Hann reisti mörg hús í Landeyjunum og hafði son sinn ungan oft með í verki. Eitt sinn þegar hann var svo önnum kafinn að hann gat ekki orðið við bón bónda eins þar í sveit að byggja hús, bað hann Bjarna að gera það. Bjami fór og mældi fyrir húsinu eftir teikningu og húsið reis, vel byggt. Bjami var þá 17 ára. Það er gaman að þessu. Bjarni var hlédrægur maður, hreykti sér ekki. Hann var greindur vel og hagyrðingur góður. Hugvits- maður var hann og fann upp ýmislegt til vinnuhagræðingar. Bjami og Mar- grét kona hans vora samhent, ferðuð- ust mikið, sungu lengi í Stórólfs- hvolskirkju, unnu saman. Reglusemi og snyrtimennska ríkti á heimili þehTa utan húss sem innan. Það er gott að eiga góða og einlæga vini á lífsleiðinni, við hjónin þökkum Bjama mági fyrir slíka vináttu. Guð blessi hann í sínu ríki. Við fjölskyldan vott- um Margréti systur minni, Helga frænda og hans fjölskyldu og öðram aðstandendum oldtai’ dýpstu samúð. Ingibjörg Björgvinsdóttir. Það er gömul saga, ef hefja á mann til skýjanna, að líkja honum við klett- inn. Þá hefur mér gjaman komið í hug mágur minn, Bjami Helgason, hinn óbifanlegi klettur, traustur og öruggur. í æsku var hann alinn upp við vinnu, kennt að skila sínu dagsverki óaðfinnanlega, láta verkin tala og hafa sem fæst orð um. Þetta var hans vegamesti til framtíðar, sem aldrei var hvikað frá. Og muna má ég orð hans og athæfi, þegar aðstoðar var óskað: „Já, ætli það ekki.“ Svo birtist hinn trausti verkmaður á vinnustað með sinn hamar og önnur smíðatól, spurði aðeins hvað gera ætti og hóf svo verkið. Linnti ekki fyrr en lokið var. Og allt fór vel. Ekki veit ég hvort Bjama er það nokkurs virði, að ég þakki honum nú fyrir veitta aðstoð fyrr og síðar. Reyndar fannst mér áð- ur sem honum þætti ekki skipta máli, 1954. Hann er kvæntur Rögnu Bimu Baldvinsdótt- ur og eiga þau börn- in Ragnheiði og Bjarna. Árið 1946 hóf Bjami störf á véla- verkstæði Kaupfé- lags Rangæinga á Hvolsvelli. Hann gekk í Iðnskólann á Selfossi og lauk það- an prófí í vélvirkjun. Bjarni vann í Vél- smiðjunni Héðni í Reykjavík árið 1954 til að ná sér í meistararéttindi í sinni iðngrein. Hann vann óslitið í Vélsmiðju Kaupfélags Rangæinga til ársins 1972, en þá hætti hann þar sem verkstjóri og tók að sér vélasölu og vinnuseðlabókhald. Árið 1996 hóf hann vinnu hjá KR þjónustunni, arftaka vélsmiðjunn- ar, og má því segja að hann hafi verið á sama vinnustaðnum í 53 ár. Útför Bjama fer fram frá Stór- ólfshvolskirkju á Hvolsvelli í dag og hefst athöfnin klukkan 14. hvort þakkað væri fyrir hjálpina. Kannski var það liður í því að hafa sem fæst orð um, heldur skila sínu hlutverki með sóma og án endur- gjalds. Vel má vera að honum hafi undir niðri þótt þakklæti svo sjálfsagt að ekki þyrfti á að minnast. Til að vera viss þakka ég honum mér veitta aðstoð. Við klettinn má finna skjól í veðri og vindum. Sá smæsti á auðveldara með að finna það en sá sem hærra gnæfir. Það er mér vel í minni hve Bjarni ljómaði af ánægju, þegar hann átti samskipti við börn. Brosti sínu ljúfasta brosi. Bömin mín, sem alltaf voru böm í hans huga, nutu þess. Fyrir hans velvild í garð þeirra og fjölskyldu minnar þakka ég. Aftur á móti þótti honum ekki eins mikið til þess koma sem meira mátti sín og hreykti sér. Ekki held ég að honum hafi þótt sér samboðið að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur. Það var fleira en vinnusemi, sem Bjami lærði í æsku. Eitt með öðra var að vera framsóknarmaður. Frá þeirri hugsjón var aldrei hvikað. Það er háttur klettsins. Og þó. Eitt sinn í prófkjöri sjálfstæðismanna taldi Bjami sér skylt að hafa áhrif og gerð- ist virkur sjálfstæðismaður. Nú var illa komið fyrir klettinum mínum. Búinn að svíkja sinn málstað. Við nánari athugun varð ég þess fullviss, að hann var sjálfum sér samkvæmur. Vinátta hærra skrifuð en stjórnmál. Ja, hvort það er. Það væri fjarri mér að láta sem allt, sem að klettinum lýtur sé í plús. Kletturinn getur líka verið harður og hrjúfur. Svo má líka segja um Bjama. Honum vai’ ekki að skapi að láta sinn hlut fyrir einum eða neinum og gat því verið harður í hom að taka. Ég vii’ði hann fyrir það, því „réttu“ máli skal ekki halla. Ekki nenni ég að kanna, hvort ég man rétt eða eftir hvem kviðlingurinn er, sem hann kenndi mér og var honum greinilega að skapi og lýsir hans afstöðu vel: Ekki er furða þótt á hlaupi snurða vom örlagaþráðinn, þá hrekkvísir slinnar og hópur af flónum á heimsrokkinn spinna með öfugum klónum. Já, vel á minnst. Kletturinn minn var fjölhæfur listamaður líka. Hann var leikari. Já, gamanleikari ofan í kaupið. Þó ekki sá besti á landinu. Ungur að árum kvað sonur minn upp þann úrskurð eftir leiksýningu með einum besta gamanleikara landsins. „Ég held bara að hann hafi verið betri en Bjarni." Man nokkur Bjarna standa í góðra vina hópi aðeins mildan og syngja sinni skæra tenórrödd: Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur? Já, það var gaman að lifa og glatt á hjalla og drottning listanna ótæpilega blótuð. Hins vegar söng Bjarni með kóram og kvartettum svo lengi sem honum sjálfúm þótti nægilega vel gert. Til hátíðabrigða var hann stundum feng- inn til að tóna í kirkjunni fyrir prest- inn. Hann var ljóðskáld. Haldi einhver, að vantað hafi rím, stuðla eða höfúð- stafi sem prýða má ekta Ijóð, þá fer hinn sami villur vega. Þeir era öf- undsverðir, sem kastað geta fram vísu við tækifæri án þess að tefja. Einhverju sinni á samkomu ávítaði veislustjóri Bjama og félaga hans, sem höfðu kveikt á kerti áður en tími var til kominn. Þá kvað Bjarni: Ein orðsending hér allra hlustir snerti því afsökunar biður lítið kerti, sem fegið vildi láta ljós sitt skína og lýsa gestunum við drykkju sína. Ekki er ég alveg viss um að höf- undi hafi þótt ástæða til að biðjast af- sökunar, þótt vísan sé svona. Bjami og faðir minn vora vinir og ræddu um skáldskap og fleira. Ein- hverju sinni bar á góma hve mörg hross maður nokkur ætti. Bjama þótti við hæfi að segja álit sitt með þessum orðum: Þó ég ætti hundrað hross oghefðiölltilreiðar, ækiégumáemnidross- íu miklu greiðar. Ekki minnkaði virðing föður míns fyrir Bjama fyrir vikið. Bjami var hugvitsmaður, sem fann upp og smíðaði vélar og tæki til að létta bændum störfin. Frá bændum var hann kominn og meðal bænda var hans starfsvettvangur. Á banabeðinu var Bjami hinn sami klettur og fyrr. Æðraðist hvorki né hafði orð um, þótt honum væri full- Ijóst að hverju dró, heldur raðaði öllu og ráðstafaði eins og vandi hans var. Ég endurtek þakkir mínar fyrir að fá að kynnast Bjama og kveð hann með sömu orðum og hann kvaddi mig síðast er við hittumst: „Vertu bless- aður, vinur.“ Og enn voru traustar þær hendur, sem tóku mína. Þannig vil ég muna Bjama Helgason. Filippus Björgvinsson. Lífíð er fljótt, hkt er það elding, sem glampar um nótt, ljósi sem tindrar á tárum, titrarábárum. Þannig komst klerkurinn og sálmaskáldið í Odda, Matthías Jochumsson, að orði þegar hann velti fyrir sér lífinu. I hvert eitt sinn sem samferðamaður kveður þessa jarð- vist vekur það okkur til umhugsunar um það hve lífið líður í raun fljótt og minningar hrannast upp. Það er sem tíminn stöðvist stundarkorn. Á uppvaxtaráurm mínum á Hvols- velli vai’ samfélagið fámennt. Flestir íbúanna vora frumbyggjar þessa unga staðar. Það era forréttindi og gott veganesti út í lífið að fá að alast upp í slíku umhverfi, þar sem mannlíf er gott og íbúarnir eru sem ein stór, samhent fjölskylda. I tímans rás kveður einn og einn þeirra er skópu þetta samfélag. Eftir stöndum við og horfum til baka með þakklæti. I dag kveðjum við sómamanninn og völundinn Bjama Helgason sem svo sannarlega átti sinn þátt í sköpun samfélagsins okkar. Enda var Bjarni félagslyndur maður og um árabil sveitarstjórnarmaðui’ á Hvolsvelli. Hann lagði drjúan skerf til uppbygg- ingar þorpsins og var kappsamur fyr- ir byggðarlagsins hönd. Bjarni var söngvinn en hann hafði fallega tenór- rödd og söng lengi í kirkjukór Stór- ólfshvolskirkju. Bjami var gæddur leiklistarhæfileikum og tók oft þátt í uppfærslum á sínum yngri áram. Hann var einstaklega handlaginn og vel gefinn maður, nam jámsmíðar og vélvirkjun og var lengi yfirmaður jámsmiðju Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli. Hann fann upp og hannaði vélar og tæki sem notuð voru um land allt í landbúnaði. Mestri útbreiðslu náði hin svokallaða baggatína. Bjami var af þeirri kynslóð sem fór ekki í langskólanám, þótt hann hefði alla burði til slíks, en margur tækni- og verkfræðingurinn gæti verið stoltur af útsjónarsemi og tækniþekkingu þeirri er Bjami tileinkaði sér. Þar réð ekki ríkjum hangnaðarvon hans sjálfs því í samviskusemi sinni var hann að hanna vöra sem skapaði starfsmönn- um Vélsmiðju KR verkefni um leið og hann létti undir með bændum lands- ins. Bjami kvæntist Margéti Björg- vinsdóttur og byggðu þau sér mynd- arlegt hús við Vallarbraut á Hvols- velli. Snyrtimennskan var þeim í blóð borin og er garður þeirra marg- rómaður verðlaunagarður og lýsandi tákn um iðjusemi þeirra og atorku. Þau hjón vora svo sannarlega með græna fingur. Sonur þeirra er Helgi, kennari og viðskiptafræðingur,í Reykjavík en hann er einnig formað- ur kórs Langholtskirkju og erfði svo sannarlega tónlistargáfu foreldra sinna. Við Helgi eram jafnaldrar og bemskuvinir og það var talsvert æv- intýri að fá að leika sér á loftinu á Vallarbrautinni. Þar urðu m.a. til hin- ir rómuðu skíðasleðar, en okkur krökkunum þótti sú uppfinning og framleiðsla Bjama sýnu merkilegri en nokkuð annað sem hann bjó til enda var hægt að breyta þeim með einu handtaki í magasleða, hvílíkt undratæki því engir sleðar fóra hrað- ar! Þá vora ósjaldan hljómsveitaæf- ingar í bílskúmum þeirra Margi’étar og Bjama sem alltaf var falur þrátt fyrir ýmis sérkennileg hljóð sem það- an bárast, enda var þetta á blóma- skeiði bítlatímabilsins og vel greiddir ungir menn stunduðu æfingar af kappi með stóra drauma um frægð og frama þótt ekki væri nema í Landeyj- unum og Fljótshlíðinni. Því hvað er lífið án drauma? Bjami var oft ansi kímileitur þegar ungu tónlistarmenn- imir vora við æfingar í bílskúmum hans svo ekki sé nú talað um þegar þeir vora komnir í bítlafötin, rauð- köflóttu buxurnar og með gulu bindin og þar var Margrét handtakagóð við saumaskap þeirra búninga. Ég met mikils þolinmæði þeirra hjóna í garð okkar bílskúrstónlistarmannanna og lýsir hún vel umhyggju þeirra fyrir okkur ungu mönnunum. Bjami var bamgóður maður og framsýnn. Flest leiktækin á fysta róluvellinum á Hvolsvelli smíðaði hann en það var stór stund í lífi okkar bamanna þegar leikvöllurinn var tekinn í notkun. Sumir róluðu svo mikið fyrsta daginn að lá við sjóveiki svona lengst uppi í landi. Bjami flíkaði ekki tilfinningum sín- um. Hann átti við mikil veikindi að stríða seinni árin. Hann var svo sann- arlega vinur vina sinna. Það kom vel í ljós þegar samstarfsmenn hans áttu stórafmæh. Þá orti Bjami til þeirra drápur en á seinni áram gerði hann mikið af því að yrkja og var hann ágætis hagyrðingur. Út úr skáldskap hans skein gjarnan fín kímnigáfa og næmi fyrir mönnum og málefnum. Þar mátti einnig lesa út afstöðu hans til lífsins og tilverannar. Það gladdi mig mjög þegar hann sendi mér vísur sem tengdust gjaman atburðum úr þjóðlífinu og þinginu. Að leiðarlokum þakka ég Bjama tryggð og umhyggju fyrir okkur bömum frambyggjanna á Hvolsvelli og votta Margréti, Helga og fjölskyldu hans mína dýpstu sam- úð. Minningin um genginn heiðurs- mann lifír. Megi ný lífssól Bjarna Helgasonar risa hátt og lýsa upp tindrandi bárur á öðra tilverustigi. ísólfur Gylfí Pálmason. Bjama Helgasyni kynntist ég fyrir mörgum árum. Var Bjami giftur Margréti frænku minni og bjuggu þau hjón í næsta húsi við æskuheimili mitt á Hvolsvelli. Sem ungur drengur fann ég fljótt að í Bjama bjó traustur og góður nágranni enda fór ég fljót- lega að venja komur mínar til þeirra hjóna, oftast undir því yfirskyni að ég væri góður nágranni og vildi hjálpa til við garðverk. Ekki var þó hægt að segja að mikil þörf væri fyrir mína krafta við garðverkin hjá Bjama og Margréti því garðurinn var, líkt og annað hjá þeim hjónum, snyrtimenn- skan uppmáluð og gat ég jafnan merkt það að sumar væri í vændum þegar sláttuvélin fór í gang hjá Bjarna, fyrstum manna á Hvolsvelli. Rölti ég þá yfir til Bjama og fékk að fljóta með í heyskapnum og gjarnan að sitja í hjá honum þegar hann fór með heyið og dreifði því snyrtilega á sandeyramar við Þverá. Bílskúrinn hans Bjama vakti líka óskipta athygli mína. Snyrtilegri bílskúr hafði ég aldrei augum litið og skildi ég ekkert í því hvemig hægt var að halda bfl- skúmum svona fínum. Samt vora í skúmum tól og tæki sem ég vissi að Bjami hafði smíðað sjálfur þótt ekki þætti mér það trúlegt í fyrstu að menn smíðuðu slíka kostagripi og það án þess að nokkurs staðar sæist ryk eða svarf. Taldi ég því lengi vel að^ . Bjami beitti mig einhveijum brögð- um og hlyti bflskúrinn a.m.k. stund- um að vera fullur af drasli, eins og bílskúrar eru jafnan hjá flestum sem eitthvað láta að sér kveða við smíðar. Sætti ég þess vegna oft lagi og laumaðist til að kíkja á gluggann á bflskúmum hans Bjarna þegar ég gekk framhjá í því skyni að grípa hann glóðvolgan með drasl í skúrn- um. En ekki varð mér kápan úr því klæðinu og gafst ég fljótlega upp á þessum gluggagægjum því jafnan var allt í röð og reglu hjá Bjama. Rann það líka fljótt upp fyrir mér aðt'- Bjami var með eindæmum heiðar- legur og traustur maður og slfldr menn eru ekki gripnir glóðvolgir, hvorki með gluggagægjum né öðra pukri. Bjarni var hæfileikamaður á mörg- um sviðum og var hann liðtækur við ljóðagerð og var ég honum afar þakk- látur þegar hann samdi ljóð tfl síns gamla nágranna á góðri stundu fyrir um tveimur áram. Með fráfalli Bjama er höfðingi að velli lagður langt um aldur fram. Þykir mér sárt til þess að hugsa að eiga ekki eftir að sjá til Bjarna í garðinum og heyra niðinn í sláttuvélinni hans. Víst er þó að himnafaðirinn hefur fengið til sín góðan liðsmann til æðri verka og hjá okkur hinum mun minningin um góð- an dreng lifa. Margréti frænku minni, Helga og öðrum aðstandendum sendi ég og fjölskylda mín samúðarkveðjur. Aðalsteinn Ingvason. Það syrtir að er sumir kveðja. Þannig varð mér innanbijóst þegar Magga vinkona mfn hringdi í mig og sagði mér lát Bjama, mannsins síns. Minningamar hrönnuðust upp. Það era víst orðin 44 ár síðan við hjónin fluttum úr Reykjavík með ' drengina okkar þrjá og einn kött á Hvolsvöll. Við þekktum þar engan og voram hálfkvíðin fyrir framtíðinni. Nýafstaðin veikindi Hálfdánar, mannsins míns, ásamt viðvarandi húsnæðisleysi með ung böm, olli því að við stigum þetta skref sem okkur iðraði ekki. Er skemmst frá því að segja að á Hvolsvelli kynntumst við góðu fólki sem átti eftir að vera vinir okkar æ síðan. Sumir af þessum vin- um era nú horfnir af þessu tilveru- stigi. Nú síðast Bjami Helgason. Ekki ætla ég að rekja ætt hans né upprana en get þó ekki stillt mig um að láta hér fylgja lýsingu Bjarna sjálfs á upprunanum. „Kominn er af Kláða-Hreini kappinn sá að illu reyndur. Um hann framar ekkert greini utan, hann er lítið greindur.11 Bjarni var vel hagmæltur, söng- maður mjög góður og ágætur leikari. Hann var líka afbragðs starfsmaður og uppfinningamaður. Heimili þeirra hjóna var viðbragðið um snyrti- mennsku sem bar þeim fagurt vitni. Þau höfðu sérstakt lag á bömum sem mín nutu góðs af. Yngsti sonurinn kallaði þau afa og ömmu þótt þau væru reyndar yngri í árinu en við for- eldramir. Árin okkar á Hvolsvelli urðu nú bara 5 en árið 1957, eða svo, tókum við upp sið sem lengi hélst. Við héld-r. _ um áramót saman þrenn hjón, við Hálfdán, Bjami og Magga og Guðrún Sveinsdóttir og Guðmundur Pálsson á meðan hann lifði, ásamt bömum okkar og síðar tengdabörnum og bamabömum. 35 eða 36 áramót héld- um við saman. Bömin okkar minnast þessai-a veisluhalda með mikilli ánægju. Ekki síst þegar áramóta- sálmurinn var sunginn kl 12 á mið- nætti. Magga og Bjarni sungu bæði afar vel en okkar undirtektir urðu bömum okkar sífellt aðhlátursefni. Svo kom að því að Bjami treysti sér ekki lengur vegna veikinda. En' minningamar tekur enginn frá okk- ur. Og nú er hann Bjami vinur okkai’ allur. Hann hafði marga kosti en fyrst og fremst var hann drengur góður og vinur vina sinna. Við hjónin og allir okkar afkomendur sendum Möggu, Helga, Bimu og bömum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Anna Margrét Jafetsdúttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.