Morgunblaðið - 25.08.2000, Blaðsíða 68
ÍM
Reiknaðu með
framtíðinni
Sameinaöa líftryggingarfélagiö hf.
MORGUNBLAÐW, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREWSLA1691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson
Enn minnkar Kolbeinsey
VARÐSKIPSMENN á Óðni heimsóttu útvörð ís-
lands, Kolbeinsey, heim á dögunum og gerðu
mælingar á stærð eyjarinnar. Kom í ljós að eyjan
lætur enn undan síga fyrir ágangi sjávar og er nú
vart svipur hjá sjón frá því sem var fyrir rúmum
áratug. Vísindamenn hafa spáð því að Kolbeinsey
verði horfin ofan í sjóinn áður en langt verður
liðið á 21. öldina. Á myndinni er Davíð Höskulds-
son, háseti á Óðni, við mælingar í Kolbeinsey.
Umferð-
arátak
bar ár-
angur
LÖGREGLAN í Reykjavík stóð í
gær fyrir umferðarátaki undir yfir-
ski'iftinni „slysalaus dagur“. Mark-
miðið var að fækka óhöppum með
því að hafa lögregluna sýnilegri og
virkja almenning. Hafði lögreglan
meiri viðbúnað við umferðareftirlit
en nokkru sinni fyrr en 50 lög-
reglumenn voru á umferðarvakt á
26 ökutækjum.
Eins og búast mátti við varð
dagurinn ekki óhappalaus. Hins
vegar sýndu tölur um kvöldmatar-
leytið að tekist hefði að fækka
óhöppum frá sama degi í fyrra. Þá
höfðu orðið 15 umferðaróhöpp og
slys á fólki í tveimur tilfellum. I
gær höfðu orðið sjö óhöpp um
kvöldmatarleytið en ekkert slys.
Að meðaltali hafa 16 umferðar-
óhöpp verið bókuð daglega það
sem af er þessu ári.
Karl Steinar Valsson aðstoðaryf-
irlögregluþjónn sagði eðlilegra að
miða við tölur tryggingafélaganna í
fyrra, sem hljóðuðu upp á 39 óhöpp
26. ágúst, þar sem líklegt væri að
lögregla fengi vitneskju um fleiri
óhöpp nú vegna hins mikla viðbún-
aðar. Hvað sem öllu liði væru
óhöpp miklu færri nú en endranær
og því væri tilganginum náð.
■ Slysalaus dagur/6
Orkuveitan og Virki undirrita viljayfírlýsingu
Islendingar leggja
hitaveitu í Beijing
BORGARYFIRVOLD í Beijing,
höfuðborg Kína, hafa undirritað
viljayfirlýsingu við Orkuveitu
Reykjavíkur og Virki hf. um að
fyrirtækin aðstoði Beijing-borg við
lagningu hitaveitu í borginni.
Samninganefnd frá Kína er vænt-
anleg í næsta mánuði og þá er
búist við að skrifað verði undir ít-
arlegra samkomulag um verkefnið.
Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor-
maður Orkuveitunnar, segir málið
enn á frumstigi en er bjartsýnn á
framvindu verkefnisins.
Viðræður milli borgaryfirvalda í
Beijing og íslensku fyrirtækjanna
hófust snemma í sumar fyrir milli-
göngu Ólafs Egilssonar, sendi-
herra íslands í Kína. Alfreð segir
að Kínverjar áformi að leggja hita-
veitu í tveimur borgarhlutum Beij-
ing. Annar þeirra heitir Lishuiqiao,
en þar hyggjast Kínverjar sækja
um að halda Ólympíuieikana árið
2008. Einnig stendur til að leggja
hitaveitu í hverfi Beijing sem ligg-
ur að Kinamúrnum en þar hefur
mikil ferðaþjónusta byggst upp á
síðustu árum. Á hvorum stað mun
hitaveitan þjóna nokkur hundruð
þúsund íbúum. Alfreð segir að ef af
samningum verði muni Orkuveitan
og Virki stýra verkefninu og leggja
til verkfræði- og jarðvísindaþekk-
ingu auk þess sem þau muni út-
vega fjármagn að hluta. Einnig sé
hugsanlegt að þau taki þátt í
rekstri hitaveitunnar og í þjálfun
starfsmanna. „Það sem Kínveija
vantar sárlega er þekking sem Is-
lendingar búa yfir á þessu sviði.“
í Beijing eru lághitasvæði sem
Kínverjar hyggjast virkja. „Það er
töluverð mengun í Beijing. Þeir
hafa verið að nota brúnkol til hús-
hitunar og auk þess hefur mengun
frá bílaumferð aukist," sagði Al-
freð.
Morgunblaðið/Golli
Geir Jón Þórisson yfírlögregluþjónn og Ingimundur Einarsson
varalögreglusljóri voru við umferðareftirlit í gær.
Niðurstaða rannsóknar norræns starfshóps
Mikil neysla koffíns
FRUMSYND I DAG
fl
I
ifli jí
" w í |
s
4
mtm w
:** jí
UGL &■
fiiUltlMi MfUK
eykur líkur á fósturláti
ÞORKELL Jóhannesson, prófess-
or í lyfjafræði og eiturefnafræði,
segir það vera niðurstöðu norræns
starfshóps sem rannsakað hefur
málið að barnshafandi konum sem
innbyrða mikið af koffíni sé frekar
hætt en öðrum við fósturláti fyrir
22. viku meðgöngu. Þorkell segir
starfshópinn byggja þessar niður-
stöður á úrvinnslu gagna sem til
voru á Norðurlöndunum og stend-
ur til að birta skýrslu um niður-
stöðurnar með haustinu.
I rannsóknunum kemur einnig
fram að börn mæðra sem innbyrða
mikið koffín eru léttari en önnur
við fæðingu.
Þorkell segir að þær konur sem
voru rannsakaðar fái að stærstum
hluta koffín úr kaffi. Orkudrykkir,
sem mikið hafa verið í umræðunni,
séu það nýtilkomnir á markaðinn
að þeir séu ekki farnir að hafa áhrif
á rannsóknir. Þorkell segir að þeg-
ar rætt er um mikla koffínneyslu
sé verið að tala um yfir 400 mg af
koffíni á dag. Að hans sögn eru að
meðaltali 85 mg af koffíni í kaffi-
bolla, með talsverðum frávikum,
þannig að mikil koffínneysla telst
vera fimm til sex bollar.
Þorkell segir ekki liggja fyrir
hve marga bolla af kaffi Islending-
ar drekki að meðaltali daglegá,
enda segi þannig tölur litla sögu
þar sem fólk drekki mjög mismikið
af kaffi. Þorkell segir að auk áhrifa
koffíns á barnshafandi konur séu
vísbendingar um að ýmis fylliefni í
kaffi hafi slæm áhrif á hreyfingar
fósturs og hjartslátt.