Morgunblaðið - 27.08.2000, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 41
faðir Eiríks hins rauða sem nam
Grænland.
Þama norður við Dumbshaf er
ákaflega sumarfagurt en veturinn
getur verið afar óblíður, ekki síst
þegar hafísa leggur að landi. Þarna
er land andstæðanna, byggilegt í
góðærum og næsta óbyggilegt þegar
hafísinn er landfastur langt fram á
sumur. í kvæðinu Áfangar eftir Jón
Helgason segir um þetta landsvæði,
Hornstrandir og Strandir:
Kögur og Hom og Heljarvík
huga minn seiða löngum;
tætist hið salta sjávarbrim
sundur á grýttum töngum;
Hljóðabungavið Hrolleifsborg
herðir á stríðum söngum,
meðan sinn ólma organleik
oíviðrið heyr á Dröngum.
Innar við Húnaflóann, á nesinu
milli Ofeigsfjarðar og Ingólfsfjarðar,
er bærinn Seljanes. Þaðan blasa við
Drangaskörðin í norðri yfir Ófeigs-
fjarðarflóann. Á Seljanesi ólst Krist-
inn á Dröngum upp og bjó þar eftir
foreldra sína ásamt eftirlifandi konu
sinni Önnu Jakobínu Guðjónsdóttur
frá Þaralátursfirði. Anna kom að
Seljanesi 1942 frá Bæ í Trékyllisvík,
þá ekkja með fimm dætur. Ánna og
Kristinn eignuðust tíu börn, níu
stráka og eina stúlku, svo margir
voru munnarnir að fæða. Þau bjuggu
á Seljanesi til ársins 1953 og fluttu
þá norður að Dröngum þar sem þau
bjuggu til 1966 að þau fluttu aftur að
Seljanesi. Þar bjuggu þau til 1971 og
fluttu þá til Bolungarvíkur vestur en
aðeins til vetursetu. Nú allra síðast
höfðu þau flutt vetursetu sína suður
til Akraness. Á báðum jörðunum,
Dröngum og Seljanesi, nytjuðu þau
hlunnindi, sel, reka og æðardún, og
sátu frá því snemmsumars fram til
veturnátta ár hvert, jafnvel lengur
eftir að tekið var að nytja útselinn.
Nú síðast sátu þau hjón háöldruð á
Dröngum nú í sumar, Anna fædd
1913 og Kristinn 1912.
Já, mér er eftirsjá að Kristni á
Dröngum. Ég þekkti hann og fjöl-
skyldu hans í áratugi og var tíðum
heimagangur hjá honum bæði að
Dröngum og þegar ég bjó í Bolung-
arvík um níu ára skeið. Alltaf var
tekið jafn-vel á móti mér þegar ég
kom til þeirra hjóna í litla húsið við
Hafnargötuna og má segja að þau
hafi verið mér sem fósturforeldrar
um margra ára skeið þegar erfiðleik-
ar steðjuðu að í lífi mínu um stund.
Þó hitti ég þau hjón allt of sjaldan nú
allra síðustu árin. I júlí í sumar kom
ég að Dröngum með ferðahóp, þrett-
án manns, til þess að dvelja þar dag-
langt og borða sel. Það var síðasti
kópurinn af þúsundum sem Kristinn
fló á langri ævi. Þetta var í síðasta
sinn sem ég sá þessa kempu, því ör-
fáum dögum síðar var hann fluttur
dauðvona suður á Akranes. Mikið
lifandis skelfing þykir mér vænt um
að hafa komið að Dröngum á þessum
síðustu hérvistardögum hans. Þegar
ég gekk í bæinn var mér sagt að
Kristinn lægi fyrir uppi á lofti þvi
hann væri eitthvað slappur. En þeg-
ar við sátum til borðs yfir rjúkandi
selkjöti, uppstúf og ávaxtagraut í
eldhúsinu þar sem Anna tróð reka-
kubbum í eldavélina birtist gamli
maðurinn. Hann settist í öndvegi við
eldhúsborðið, í tilhöggna selskinn-
sklædda rekadrumbinn sem öllum er
svo starsýnt á. Það fyrsta sem hann
spurði um þegar hann gekk inn var
hvort hann Gísli sinn væri kominn.
Síðan var setið og skrafað og étið los-
tætið. Kvaðst Kristinn vera slappur
og hefði sennilega fengið flensu. En
það kom fljótt í ljós að það var annað
ogverra.
Fyrir réttum tíu árum lenti ég
einnig með hestamönnum sem ég
stýrði um Sjtrandir í selketsveislu á
Dröngum. I þeim hópi voru tveir
Þjóðverjar og einn Bandaríkjamað-
ur. Þegar þeir fengu veður af selnum
neituðu þeir að mæta í matinn. Ég
tók þá út undir vegg og hótaði öllu
illu og kvað það hreina móðgun við
gestgjafana og ófyrirgefanlegt með
öllu ef þeir ekki smökkuðu a.m.k. á
kræsingunum. Þorðu þeir ekki ann-
aðen smakka og varð það til þess að
kópurinn var étinn upp til agna í
þetta sinn eins og reyndar nú í sum-
ar líka.
Þegar Kristinn var fluttur hel-
sjúkur suður vissi hann vel að hverju
dró og var æðrulaus. Þegar hann
sagði samferðafólki sínu að hann
væri að fara suður að deyja spurði
einhver hvort ekki væri við hæfi að
að gera það þarna norður frá sem
hann hafði alið allan sinn aldur. Þá
svarði kempan í glettni sem var hon-
um svo eiginleg: „Það er búið að
banna alla heimaslátrun, því er
verr.“ Það var alltaf sagt um þá
Drangamenn að þeir færu seint á
fætur á morgnana. Þeir færu á fætur
þegar þeir væru búnir að sofa og gat
það verið á hvaða tíma sólarhrings-
ins sem var. Einnig var sagt að þeir
nærðust þegar þeir væru svangir og
fylgdu matmálstímar á Dröngum
ekki klukku eða gangi himintungla.
Þetta er mikið rétt. En það kom ekki
að sök. Þessir karlar unnu sín verk,
gerðu það sem þurfti og nytjuðu
gæði jarða sinna eins og gert hefur
verið síðan á tímum Þorvalds Ás-
valdssonar landnámsmanns.
Tvisvar skammaði Kristinn mig
ótæpilega og átti ég það örugglega
skilið, a.m.k. í fyrra skiptið. Var það
fyrirlestur yfir mér vegna þess hve
ölkær ég var á Bolungarvíkurárum
mínum. Sagði hann Bakkus alltaf
skaða og best væri að mynnast ekki
við hann. Minnti orðræða Kristins
mig á ræðu þá er Sverrir konungur í
Noregi hélt yfir Birkibeinum um of-
drykkju öls og skaða þeim er það
veldur. Ég vissi á mig sökina og sat
undir þessum skömmum þar til þeim
linnti. Verra var þegar ég gekk úr
Alþýðubandalaginu til þess að ganga
í Álþýðuflokkinn. Þá fékk ég aldeiUs
að súpa fjöruna hjá karli því hann
var sósíalisti af gamla skólanum. En
í þeirri ræðu var ekkert perónulegt
hnútukast í mig frekar en í þeirri
fyrri, heldur miklu frekar út í flokk-
inn sem ég var að ganga í. Síðan var
ekki á þetta minnst einu orði.
Ég man líka alltaf hvað hann
Kristinn á Dröngum varð mér reiður
þegar ég, af öllum mönnum, bauð
honum borgun eða ferjutoll íyrir að
flytja í tveimur ferðum ferðahóp
minn frá Seljanesi yfir í Munaðarnes
á trillu hans. Sparaði hann okkur
með þessu nokkurra klukkustunda
gang fyrir Ingólfsfjörð með þunga
bakpoka. Þetta var mikil fyrirhöfn
fyrir hann, að setja ofan bát og setja
hann aftur upp að verkinu loknu.
Þurfti Kristinn, þá orðinn roskinn,
að bera flesta ferðamenn á bakinu
um borð í vörinni á Seljanesi og í
land í vörinni á Munaðamesi, því
flestir voru þeir illa væðir. Á undan
var náttúrlega búið að þiggja veit-
ingar og góðgerðir á Seljanesi og
tveimur dögum áður að Dröngum af
sama fólkinu.
Kristinn var á efri árum einn af
aðalleikurunum í kvikmyndinni Ver-
stöðin Island sem tekin var í Osvör í
Bolungarvík og á utanverðu ísa-
fjarðardjúpi fyrir nokkrum árum.
Skreytir mynd af honum auglýsinga-
plakat myndarinnar. Fjallar myndin
um útróðrarmenn í Ósvör og var róið
á áraskipi eins og tíðkaðist um aldir
á íslandi. Kristinn þurfti ekki að
leika. Hann passaði inn í myndina
eins og hann kom fyrir, svo ramm-
vestfirskur var hann, forn í útliti og
jafnmyndarlegur og hann var á velli.
Guðjón sonur hans var einnig í
áhöfninni á skipinu.
Ég átti ótal stundir með þeim
hjónum, Kristni og Önnu, hér áður
fyrr, bæði við litla eldhúsborðið við
Hafnargötuna í Bolungarvík og við
stóra borðið í eldhúsinu á Dröngum.
Ég mætti aldrei öðru en gestrisni og
hlýju þeirra í minn garð og þeirra
vina minna og samferðamanna sem
ég dró með mér í rann þeirra að
Dröngum á fararstjóraárum mínum
um óbyggðirnar norðan Isafjarðar-
djúps. Eg minnist þessara samveru-
stunda með söknuði.
Nú hvflir Kristinn í kistu sem syn-
ir hans gerðu honum úr svellhörðum
rauðaviði af Drangarekanum. Hún
mun seint fúna í jörðu. Á efri árum
smíðaði Kristinn sér þilfarsbát úr
þessari sömu viðartegund. Var skip-
ið vandað og nefndi hann það Örkina.
Kannski eftir Örkinni hans Nóa eða
eftir fjallstindinum Örkinni uppi yfir
Kjörvogshlíð á Ströndum og má það
einu gilda hvort heldur er. En þótt
líkaminn hvfli á Akranesi veit ég að
sálin hans Kristins er löngu komin
norður að Dröngum og Seljanesi.
Hann hefur strax og hann varð allur
ýtt úr vör á Skipaskaga og siglt mik-
inn á sinni Rauðsíðu norður á þær
slóðir sem hann sleit bamsskóm og
ól sinn aldur allan.
Maðurinn hrærðist í náttúmnni
og lifði af henni. Hann var eitt með
lífríkinu. En eftir því sem vit manns-
ins og tæknikunnátta hafa vaxið er
eins og hann hafl meir og meir fjar-
lægst uppmna sinn. Það er orðin gjá
milli hans og náttúrannar. Þessi firr-
ing er ráðandi í nútímanum og hún
er ógnun við það líf sem við höfum
hingað til lifað á Vestfjarðakjálkan-
um. Borgarbamið þekkir ekki nátt-
úruna og þá lífsbaráttu sem henni
tilheyrir. Fjarlægðin við náttúrana
hefur brenglað hugsunarhátt þess.
í I. Mósebók segir svo: „Þá mynd-
aði Drottinn Guð af jörðinni öll dýr
merkurinnar og alla fugla loftsins og
lét þau koma fyrir manninn til þess
að sjá, hvað hann nefndi þau. Og
hvert það heiti, sem maðurinn gæfi
hinum lifandi skepnum, skyldi vera
nafn þeirra.“ Það var maðurinn sem
valdi nöfn á dýrin í náttúrunni. Með
því segir í biblíunni að maðurinn eigi
að vera herra jarðarinnar. Hans
hlutverk sé að drottna yfir lífríkinu.
Hann sé eins konar ráðsmaður yfir
því sem Guð hefur búið til. I náttúr-
unni er hver lífvera annarri háð.
Fiskar lifa á svifi í sjónum. Stærri
fískar éta þá minni. Og maðurinn
veiðir þá svo sér til matar. Þannig
ætlaði Guð þetta frá upphafi. AHar
lífverur era hver annarri háðar.
Grasið nýtur sólarinnar, vatnsins og
húsdýraáburðarins. Kindur og kýr
bíta grasið og maðurinn nýtir sér
skepnurnar til lífsviðurværis. Nátt-
úran er lífið sjálft og maðurinn á að
lifa á henni. Þess vegna er náttúra-
vemd hluti af mannvemd. Við erum
ábyrg hvert fyrir öðra. Við eigum að
vernda lífið. Óg ekki aðeins mannlíf-
ið, náttúran er líka á okkar ábyrgð.
Góður veiðimaður gengur vel um
veiðilöndin. Hann reisir við leiðar-
merki. Hann gleðst yfir að heyra æð-
urinn úa á vorin og fylgist með því
hvernig kollan safnar ungunum
kringum sig. Góður veiðimaður dáist
að náttúranni og gengur vel um
hana. Hann veit að veiði hans og af-
koma era undir því komin að jafn-
vægi ríki í náttúranni og gæðum
landsins sé ekki spillt. Góðir veiði-
menn era börn náttúrunnar. Ást á
náttúranni og veiðar, þetta tvennt
fer saman þegar maðurinn lifir í sátt
við sjálfan sig og umhverfi sitt.
Ég veit að þar sem sál þessa
merka manns, Kristins á Dröngum,
er nú á reiki mun nóg vera um sel,
fugl og svellharðan rauðavið til
skipasmíða til þess að fara á selafar,
safna dún eða reka eða bara sigla
beggja skauta byr með himinströnd-
um og kanna ókunn lönd. Þangað inn
er öfgamönnum úr hópi friðunar-
sinna nefnilega ekki veitt innganga.
Ég þakka Kristni og Önnu og
þeirra fólki allt það sem þau hafa
gefið mér í áranna rás. Sannleikur-
inn er sá að þau gáfu mér svo miklu,
miklu meira en ég gaf á móti. Farðu
heill heiðursmaður og við eigum eftir
að hittast aftur þótt síðar verði, ég
veit það.
Gísli Hjartarson, ritstjóri
Skutuls á Isafirði.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi út-
prentuninni. Það eykur öryggi í
textameðferð og kemur í veg
fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að
senda greinarnar í símbréfi
(569 1115) og í tölvupósti
(minning@mbl.is). Nauðsyn-
legt er, að símanúmer höfund-
ar/sendanda fylgi.
t
Minningarathöfn um föður minn, fósturföður,
son okkar og bróður,
VALGEIR VÍÐISSON,
sem lést 19. júní 1994 fer fram frá Grafarvogs-
kirkju mánudaginn 28. ágúst kl. 15.00.
Óðinn Freyr Valgeirsson,
Inga Birna Halldórsdóttir,
Víðir Valgeirsson, Jakobína Sigurbjörnsdóttir,
Unnar Víðir Víðisson,
Sturla Arnarsson,
íris Ósk, Ingólfur Snær
og aðrir vandamenn.
t
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN ANNA ODDSDÓTTIR,
Byggðarenda 16,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 29. ágúst kl. 15.00.
Oddur Sæmundsson, Unnur Jóna Sigurjónsdóttir,
Páll Sæmundsson,
Ingi Sæmundsson, Steinunn Bjarnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Bróðir minn og frændi okkar,
BJÖRN GUÐMUNDSSON,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 29. ágúst kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á dvalarheimilið Höfða, Akranesi t
eða Sjúkrahús Akraness.
Sigurdís Guðmundsdóttir,
Kristjana Ragnarsdóttir,
Guðmundur Ágúst Sveinsson.
t
Útför föður okkar, tengdaföður og afa,
JÓHANNESAR ÓLA GUÐMUNDSSONAR
gullsmiðs,
frá Gnýstöðum, Vatnsnesi,
Ásvallagötu 35,
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. ágúst kl. 13.30.
Aðalheiður Jóhannesdóttir,
Svanhildur Jóhannesdóttir,
Valur Jóhannesson, Sigrún Pétursdóttir
og barnabörn.
t
Bróðir okkar og mágur,
GUÐMUNDUR SKARPHÉÐINSSON
frá Minna-Mosfelli,
Mosfellssveit,
verður jarðsunginn frá Mosfellskirkju, þriðju-
daginn 29. ágúst kl. 14.00.
Skúli Skarphéðinsson, Þuríður Hjaltadóttir,
Sigurður Skarphéðinsson, Guðrún Karlsdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, stuðning og vináttu við andlát og útför
elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa,
JÓNASAR SVEINSSONAR,
Berjarima 3,
sem lést sunnudaginn 13. ágúst.
Svanhildur Fjóla Jónasdóttir, Ásmundur Vilhjálmsson,
Dagmar Lilja Jónasdóttir, Kári Hallsson,
Maríanna Björk, Rebekka Sól og
Pétur Már.