Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aðilar í byggingariðnaði telja ekki að krafa um vottun skapi vandræðaástand Flest lagnaefni með vottun erlendis frá AÐILAR sem tengjast byggingariðn- aði og lagnamálum telja ekki að ákvörðun byggingafulltrúa Reykja- víkur muni skapa vandræðaástand í byggingariðnaði, en hann hefur sent lagnahönnuðum, pípulagningameist- urum og lagnaefnasölum bréf, þar sem fram kemur að eftir 1. desember nk. verði ekki samþykktir uppdrættir af lagnakerfum nema á þeim sé vísað til vottaðrar vöru og að lagnakerfi muni ekki hljóta úttekt nema sannað sé að efni hafi hlotið vottun. Ljóst er að einungis örlítið brot af lagnaefnum hefur löggilta íslenska vottun og að engin íslensk framleiðsla lagnaefna hefur hlotið slíka vottun. Gísli Gunnlaugsson, formaður Fé- lags pípulagningameistara, segist ekki vilja h'ta svo á að vandræða- ástand skapist eftir 1. desember, enda telur hann það óþarfa fjaðrafok að setja þessi mál í uppnám núna, á meðan umhverfisráðuneytið sé að vinna að nýrri reglugerð varðandi vottun lagnaefna. Hann segir þó að lögum um vottun efna sé ekki fylgt eftir í dag, og að nú skelli holskefla af nýjum lagnaefnum yfir sem valdi byggingafulltrúum að sjálfsögðu vandræðum. Gísli bendir þó á að flest þessara efna séu vottuð erlendis frá, enda hafi íslendingar sjálfir engar aðstæður til að útbúa vottanir fyrir slík efni. „Auðvitað er það þannig, að menn eiga að nota vottuð efni, en það er spuming hvaða vottun er farið eftir og hvort við getum ekki notað vottuð efni sem koma frá Norðurlöndunum. Meira að segja eru þessar vottanir héma heima þannig, að þetta era vottanir utanfrá sem em þýddar hér.“ Engin vottun á íslenskri framleiðslu Grétar Leifsson, framkvæmda- stjóri hjá ísleifi Jónssyni, segir að ástandið sé þannig í dag, að örfá lagnaefni hafi vottun frá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins, sem tók upp vottun á lagnaefnum fyrir nokkruin árum. En þá er einungis um að ræða vottun á innfluttum eftmm, því íslensldr framleiðendur hafi ekki séð ástæðu til þess að fá vottun á neina af þeim lagnavörum sem fram- leiddar em hérlendis. „En almennt séð, ef við tökum sem dæmi okkar fyrirtæki, þá reynum við að hafa vörur á boðstólum sem era markaðssettar með vottun á Evrópu- sambandssvæðinu, og fyrst og fremst frá Skandinavíu og Þýskalandi." Að sögn Grétars er almennur skiln- ingur á því hérlendis, líkt og innan Norðurlandanna, að hafi efni fengið viðurkenningu frá einu landinu, sé jafnframt hægt að nota það í öðm landi. „Það er hin almenna regla og sá skilningur sem verið hefur lengi, að efni, sem t.d. er vottað í Danmörku, sé óhætt að nota hérlendis, eftir því sem vottunin greinir á um. Þannig höfum við skilið þetta i mörg ár. Ef sá skiln- ingur væri ekki væri ástandið mun óljósara." Pétur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri byggingaverktakafyr- irtækisins Eyktar hf., segir að ákvörðun byggingafúlltrúa muni ekki valda íyrirtækinu vandkvæðum. Eykt hefúr að mestu verið með undir- verktaka í pípulögnum og þeir hafa nánást eingöngu notað vottuð efni. I dag er einungis verið að ræða um vottun lagnaefna, en Pétur segir að menn þurfi jafnframt að undirbúa sig í byggingariðnaðinum varðandi vott- un efna almennt, því kröfur um slíkt eigi eftir að verða háværari varðandi fleiri efni en lagnaefni. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Islandsbanka-FBA, ávarpar gesti í upphafi námstefnu. 35j} konur á námstefnu Islandsbanka-FBA UM 350 konur úr starfsliði fslands- banka-FBA sóttu námstefnu í gær sem fyrirtækið stendur fyrir í tengslum við verkefnið Auður í krafti kvenna. Að sögn Áslaugar Bjartar Guðmundardóttur, verkefn- isstjóra Auðs í krafti kvenna hjá Islandsbanka-FBA, var mjög góð stemmning á námstefnunni. Fyrirlestrar á námst efnunni vora af ýmsum toga. Fjallað var um starfsþróun á umbreytingartúnum, kynnt drög nýrrar jafnræðisáætlun- ar bankans og mikilvægi jafhvægis milli starfs, fjölskyldu og eigin þarfa. Þá kynntu konur sem vora á frumkvöðlanámskeiði í vor við- skiptahugmynd sem þær þróuðu í kjölfarið og er að verða að veru- leika. Áslaug sagði konurnar á nám- stefnunni vera alls staðar að af land- inu en öllum 670 konum sem starfa hjá Íslandsbanka-FBA var boðið að taka þátt í henni, en alls starfa 900 manns þar. Hlutfóll kynja endur- speglast ekki í stjórnunarstöðum í bankanum. Að sögn Áslaugar eru konur um helmingur stjórnenda á lægri stjómunarstigum en í miklum minnihluta í efstu þrepum stjórn- skipulagsins. Hún vonar að breyting verði þar á. „Sérstaklega í Ijósi þess að það er skýlaus vilji stjóraenda bankans að gefa öllum einstakling- um, sem hafa áhuga, tækifæri til að takast á við stjómunarstörf." Áslaug segir námstefnuna lið í að hvetja konur hjá bankanum til að taka auk- ið framkvæði til stjómunarstarfa og ábyrgð á eigin starfsþróun. Nóbelsverðlaunahafinn Gttnter Grass og Auður Laxness ræða málm í vinnustofu Halldórs Laxness. Morgunblaðið/Jim Smart Gttnter Grass tyllti hönd á skrifpúlt Halldórs Laxness. Gíinter Grass í heim- sókn á Gljúfrasteini ÞÝSKI rithöfúndurinn Giinter Grass, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum á síðasta ári, heimsótti Auði Sveinsdóttur Laxness á heimili hennar á Gljúfrasteini í gær og skoð- aði vinnustofu nóbelsskáldsins Hall- dórs Laxness. Með í för var þýskur útgefandi Grass og Ólafur Ragnars- son, frá Vöku-Helgafelli sem er nú að gefa út þriðja og síðasta bindi Blikktrommunnar eftir Grass. Ekki hefúr verið hreyft við neinu í vinnustofú Halldórs Laxness frá því hann lést í Mosfellsbæ 8. febrúar 1998 og ríkir kyrrð og rósemd inni í vinnustofunni. Halldór Laxness skrifaði alla tíð við skrifpúlt og þann hátt kvaðst Gttnter Grass einnig hafa á þegar hann ynni við skriftir. Á skrifpúltinu er ljósmynd tekin af Halldóri og Auði þegar honum vora afhent Nóbelsverðlaunin 1955. Ljós- myndin gaf Grass tilefni til að minn- ast á hinn mikla hátíðleika og til- stand í kringum verðlaunaafhend- inguna og gerði hann góðlátlegt grín að henni. Hann spurði síðan Auði hvort þetta hefði verið eins þegar Halldóri voru veitt verölaunin og samsinnti hún því. Grass var sýnd fyrsta bók Halldórs Laxness, Bara náttúrannar, sem gefin var út árið 1919 þegar skáldið var 16 ára og einnig skoðaði hann handskrift Halldórs í bókinni um Brauðið dýra sem var myndskreytt af málaranum Asger Jöm. Ölafur Ragnarsson kveðst ekki telja að Grass og Halldór Laxness hafi nokkura tíma hist. Aldurs- munur hafi verið nokkur milli þeirra því Ilalldór væri orðinn 98 ára ef hann lifði en Grass er 71 árs. Ólafur telur að þetta sé í fyrsta sinn sem annar nóbelshafi kemur í hús íslenska nóbelsskáldsins. Lína.Net Fyrsta áfanga lýkur í september SAMKVÆMT samningi Línu.Nets og Fræðslumiðstöðvar Reykjavík- ur átti fjarskiptatengingum við sex grunnskóla í Reykjavík að vera lokið 1. september. Eiríkur Braga- son, framkvæmdastjóri Línu.Nets, segir nú sé búið að leggja ljósleið- aratengingu í helming skólanna og hann býst við að verkinu ljúki i september. Verkið hafi tafist sök- um þess að nokkuð dróst að undir- rita samninga. Tafðist er samningar drógust Eiríkur segir að upphaflega hafí fyrirtækið gert ráð fyrir því að hefja vinnu við ljósleiðaratenging- una í byrjun ágúst. Það hafi hins vegar nokkuð dregist að undirrita samninga. „Við þessa töf við undir- skrift samningsins létum við verk- takana okkar í önnur verk. Þegar skrifað var undir samninginn lögð- um við fram tímaáætlun fyrir Fræðslumiðstöð Reykjavíkur sem miðaðist við að við hefðum lokið tenginum áður en Fræðslumiðstöð kæmi upp endabúnaði í skólana," sagði Eiríkur. Hreppsnefnd Engihlíðarhrepps Vill sameiningu við Blönduós HREPPSNEFND Engihlíðarhrepps í Austur-Húnavatnssýslu hefúr óskað eftir viðræðum við bæjarstjóm Blönduósbæjar um sameiningu sveit- arfélaganna. Oddviti hreppsins hefur áhuga á að kosið verði um sameining- una í vetur og að hún taki gildi við næstu sveitarstjómarkosningar. Valgarður Hilmarsson, oddviti Engihlíðarhrepps, segir að þessi tvö sveitarfélög eigi ákaflega margt sam- eiginlegt. Nefnir hann aðgang hreppsbúa að leikskólum og annarri þjónustu á Blönduósi. Engihlíðar- hreppur á aðild að Húnavallaskóla með öðram sveitahreppum sýslunn- ar. Styttra er að sækja skóla á Blönduósi, en Valgarður tekur fram að ekkert liggi fyrir um það hvort breytingar yrðu gerðar í skólamálum þótt sveitarfélögin sameinuðust. Engihlíðarhreppur er í neðri hluta Langadals og nær út að Laxá á Refa- sveit. Hreppurinn liggur að Blöndu- ósbæ að norðan og austan. Þeim hluta þorpsins sem er norðan Blöndu var skipt út úr Engihh'ðarhreppi á sínum tíma. Skúli Þórðarson, bæjarstjóri á Blönduósi, segir að erindi hrepps- nefndar Engihlíðarhrepps verði væntanlega tekið fyrir í bæjarstjórn á þriðjudag. Kveðst hann reikna með að bæjarfulltrúr séu því samþykkir að hefja þessar viðræður og vonast til að þær leiði til sameiningar. Tíu sveitarfélög Tíu sveitarfélög era í Austur- Húnavatnssýslu og ekki hefur komið til sameiningar þótt sveitarfélög hafi sameinast í næstu héraðum, Vestur- Húnavatnssýslu og Skagafirði. Mikið hefur verið rætt um stöðu sveitarfé- laganna í sýslunni en þær hafa ekki leitt til sameiningar. Valgarður segir að ekkert hafi gengið að sameina sveitarfélögin og ekki horfur á að það breytist á næstu áram. Skúli segir að því miður hafi enginn árangur orðið í sameiningarmálum en kveðst vona að umræðan nú muni ýta undir frekari aðgerðir. Vill hann ekki útiloka að framtak Engihlíðarhrepps leiði til stærri skrefa í þessa átt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.