Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Ljósmyndir/Guðmundur Páil Arnarsson
Magnús Magnússon í töfluleiknum við Póiverja.
Púl að
SPILA
á stórum mótum
Magnús Magnússon landsliðsspilari ásamt konu sinni Catarine Midskog.
íslenska landsliðið í bridge náöi þeim glæsilega
árangri að verða í hópi átta efstu liða af 74 á
Ólympíumótinu í Maastrictí Hollandi. Yngsti
spilarinn í liöinu er Magnús Magnússon. Hann
býr í Svíþjóð og lifir þar og hrærist í bridgeheim-
inum, kona hans er bridgekennari ogí sænska
kvennalandsliðnu. Hann sagði Guðrúnu Guó-
laugsdóttur m.a. frá sænskum bridge, spila-
ferli sínum og skoðunum á bridgemálum hér á
landi.
/
ISLENSKA landsliðið í
bridge háði úrslitaleik við
Pólverja til þess að kom-
ast í hóp fjögurra bestu
liðanna af 74 á Ólympíu-
mótinu í Maastriet í Hol-
landi. Þá höfðu þeir
tryggt sér sæti sem eitt af
átta bestu liðunum með
sigri sínum á hollenska landsliðinu.
Leikurinn við Pólverja stóð í tvo
daga og var síðari hluti hans sýndur
á töflu. Magnús Magnússon og
Þröstur Ingimarsson voru í opna
salnum en Þorlákur Jónsson og
Matthías Þorvaldsson í lokaða saln-
um. Þetta var fyrsti töfluleikur
Magnúsar og Þrastar í stórmóti sem
þessu. Honum lauk með sigri Pól-
verja en „Islendingar veittu þeim
verðuga mótspyrnu“ sagði töflu-
skýrandinn í viðurkenningartóni og
það voru orð að sönnu. Pólverjar
sigruðu síðan í fjögurra liða úrslita-
leik sínum og háðu svo harða baráttu
við Itali um Ólympíutitilinn sem enn
stendur þegar þetta er ritað. Þeir
Magnús Magnússon og Þröstur
Ingimarsson spiluðu fyrst saman á
Evrópumóti á Möltu í fyrra og náðu
þá mjög góðum árangri þrátt fyrir
litla samæfingu en nú búa þeir báðir
í Svíþjóð og þeir eiga hægara með
æfíngar, Þröstur starfar þar hjá
OZ.COM en Magnús starfar þar
með konu sinni, Catarine Midskog,
sem er bridgekennari og starfar öt-
ullega að bridgemálum í Svíþjóð á
ýmsum vettvangi.
Sænskt bridge með því besta sem
gerist í heiminum
I samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins sagðist Magnús hafa flutt út
til Svíþjóðar fyrir tveimur árum.
„Sænskt bridge er mjög svipað að
styrkleika og það sem gerist best á
þeim vettvangi í heiminum, t.d. í Pól-
landi, Ítalíu og Frakklandi. Þessar
þjóðir eiga allar marga mjög góða
spilara og gætu þess vegna haft
mörg landslið í gangi á hverjum
tíma,“ sagði Magnús. „Þetta gerir
það að verkum að „standardinn" hjá
þeim er stöðugur, þeir gera það nán-
ast alltaf gott við spilaborðið.
Keppnin er mikil að komast í lands-
liðið. Það er ólaunað starf, en eftir-
sótt. Fimmtán til tuttugu „klassa-
pör“ stefna á komast í landsliðið í
Svíþjóð árlega.“
Svíar kenna bridge í
sérstökum bridgeskólum
En hvernig skyldu Svíar haga
kennslu í bridge?
„Bridge er kennt í sérstökum
brigdeskólum í Stokkhólmi, Malmö
og Gautaborg og kannski víðar. Kon-
an mín, Catarina Midskog, kölluð
Cat, kennir í Stokkhólmi við slíkan
skóla og kennir einnig í nokkrum
framhaldsskólum einu sinni í viku.
Kennslan fer þá fram á daginn eftir
að skólanámi er lokið. Algengast er
að þeir sem fara að spila bridge geri
það fyrir áhrif fjölskyldunnar, þann-
ig er það alls staðar í heiminum,"
sagði Magnús.
Hvað með hann sjálfan, spilar
hann mikið?
„Eg spila einu sinni í viku í bridge-
klúbbi með frúnni og svo æfum við
Þröstur Ingimarsson, makker minn,
í íslenska landsliðinu. Það eru hæg
heimatökin hjá okkur núna, síðan
hann fór að vinna hjá OZ.COM í
Stokkhólmi. Fyrir mótin reynum við
að hafa helstu hluti sem skipta máli á
hreinu. Við spilum einfaldan stand-
ard, nánast úr bók Guðmundar Páls
Arnarsonar, landsliðsfyrirliða.
Byrjaði að spila bridge
af alvöru á Akureyri
Byrjendabók Guðmundar Páls var
raunar höfð verulega til hliðsjónar
þegar ég var að byrja að spila bridge
af alvöru á Akureyri sem ungur
strákur. Þangað flutti ég 1991 með
foreldrum mínum, Hólmfríði Bene-
diktsdóttur og Magnúsi Magnús-
syni, þau eru bæði kennarar.
Við bjuggum lengst af á Húsavík,
nema hvað fjölskyldan var í Banda-
ríkjunum um tíma, í Bloomington í
Indiana. Mamma var þar við söng-
nám í þekktum tónlistarskóla og
gabbi fékk eins árs orlof frá kennslu.
Ég var í skóla þarna og gekk ágæt-
lega; lærði mikið í ensku sem hefur
komið sér vel.
Lærði af því að horfa á þangað
til hann var rekinn í háttinn
Nokkru eftir heimkomu okkar frá
Bandaríkjunum flutti fjölskyldan til
Akureyrar og þar bjuggum við öll
eitt ár og foreldrar mínir kenndu, en
þau fluttu síðan til Húsavíkur aftur,
þar sem ég er alinn upp sem fyrr
sagði og byrjaði minn feril við spila-
borðið með því að horfa á foreldra
mína spila rúbertubridge. Ég lærði
að telja punkta og ýmis undirstöðu-
atriði meðan þau voru að spila á
kvöldin, þangað til ég var rekinn í
háttinn. Pabbi lærði líklega að spila
meðan hann var í Kennaraskólanum,
bæði póker og bridge. Hann tefldi
mikið við mig þegar ég var strákur.
Spilaði nánast öll kvöld og langt
fram á nætur árum saman
Þegar þau fluttu aftur til Húsavík-
ur varð ég eftir á Akureyri og við tók
afskaplega skemmtilegt tímabil í ævi
minni. Ég vann hjá fyrirtækinu
Strýtu og leigði herbergi heima hjá
vini mínum og spilafélaga Stefáni
Stefánssyni fyrstu tvö árin. Nær all-
ar frístundir notuðum við félagarnir
til þess að spila bridge, stundum fór-
um við þó út að skemmta okkur. Við
spiluðum nánast öll kvöld, það þarf
til þess að ná árangri. Ár eftir ár spil-
uðum við til klukkan þrjú á nóttunni
og sváfum oft lítið.