Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
„Má ég kynna háttvirtan þingmann Vinstri-grænna og þetta er háttvirtur þingmaður
Samfylkingarinnar og þetta er hæstvirtur..."
Líffræðingur deilir á andstæðinga erfðabættra grjóna
Abyrgir fyrir dauða
2 milljóna barna
EIN heitasta fregnin innan líftækn-
innar í dag, að margra mati, var til
umræðu á fyrirlestri sem Líftækni-
stofa, Rannsóknastofnun landbúnað-
arins, RALA, og Iðntæknistofnun
stóðu fyrir á fostudag. Fyrirlesturinn
flutti prófessor Ingo Potrykus frá
Swiss Federal Institute of Techno-
logy. Fjallaði hann um hin svokölluðu
gullnu hrísgrjón og erfðatæknina í
þágu fátækra í þróunarlöndunum.
Hrísgrjón eru einmitt aðalfæðan í
þessum löndum en hafa til þessa þótt
heldur næringarsnauð. Hrísgrjóna-
plöntumar framleiða sjálfar betak-
arótín í grænum hlutum plöntunnar
en ekki í sjálfum grjónunum. Potryk-
us hefur, ásamt samstarfsmönnum
sínum, tekist með rannsóknum og
beitingu erfðatækni að auka verulega
næringarinnihald hrísgijóna með því
að stýra betakarótínframleiðslu inn í
Morgunblaðið/Jim Smart
Ingo Potrykus
sjálf grjónin, en betakarótín er for-
veri A-vítamíns. Með því fæst næg-
uppsöfnun efnisins til að mæta fullri
dagsþörf A-vítamíns í einni máltíð.
Skortur A-vítamíns er alvarlegt
vandamál í þróunairikjunum. Talið
er að yfir 130 milljónir barna þjáist af
þessum skorti, sem minnkar mót-
stöðuafl gegn sýkingum og er megin-
orsök blindu bama í þróunarlöndun-
um.
Rannsóknir prófessorsins hafa
vakið heimsathygli á sviði líftækni,
matvælairæði og þróunarhjálpar.
Potrykus sagði í viðtali við Morg-
unblaðið að hann hefði varið síðustu
tíu árum í rannsóknir og sá tími hefði
oft verið þrautaganga sökum al-
mennrar andstöðu víða í heimum við
framleiðslu erfðabættra matvæla.
Potrykus sagði hindranir einkum
vera tvær. Sú fyrri sneri að einka-
leyfum á afurðum rannsókna erfða-
tækninnar.
„Mitt markmið er að binda rann-
sóknimar ekki einkaleyfum þannig
að t.d. fátækir bændur fái þessar af-
urðir sér að kostnaðariausu. Við er-
um alveg að komast yfir þessa hindr-
un. Önnur hindrunin, og sú erfiðari,
er andstaðan við erfðavísindin. Sú
andstaða er vel skipulögð og fjár-
mögnuð. Andstæðingamir vilja koma
í veg íyrir að gullnu gijónin komist í
umferð því að þeir óttast að þau muni
opna leiðir fyrir aðrar erfðabættar af-
urðir á markaðinn,“ sagði Potrykus.
Hann sagðist reikna með að gullnu
gijónin verði fyrst ræktuð í Kína og á
Indlandi. Þar væri andstaða við
erfðabætt matvæli lítil, stjórnvöld á
Indlandi væm afar jákvæð.
Þörfin afar brýn
Potrykus sagðist eiga erfitt með að
skilja sjónarmið andstæðinga gullnu
gijónanna: „Þörfin er afar brýn. Við
teljum að 134 milljónir barna í heim-
inum þjáist af skorti á A-vítamíni. Við
eram með þessari tækni að reyna að
bjarga lífum um 2 milljóna bama á
ári hverju. Andstæðingar skella
skollaeyram við þessu. Eg tel þá í
raun ábyrga fyrir dauða 2 milljóna
bama og blindu um 500 þúsund ann-
arra.“
Rykbomba
Vampyr 5020
Orkusparandi vél
1.300 W
Fimmfalt filterkerfi
• Tveir fylgihlutir
BRÆÐURNiR
QlORMSSON
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is
Myndatökur af rörum og lögnum
Bíll með auga ek-
ur um lagnirnar
Rögnvaldur Guðmundsson
MIKIL umsvif hafa
verið á fasteigna-
markaði og í
byggingarframkvæmdum,
svo og opinberam fram-
kvæmdum ýmiss konar.
Oft koma upp stórar
spumingar hvað varðar
lagnir undir húsum og í
götum, eða frárennslis-
kerfum yfirleitt. Sú tækni
að mynda frárennsliskerfi
hefur létt mönnum fram-
kvæmdir mjög mikið, ekki
síst þar sem engar teikn-
ingar era til af lögnum,
eins og oft er raunin, til
dæmis um gömul hús sem
verið er að endumýja.
Rögnvaldur Guðmundsson
hefur síðari ár fengist við
að mynda lagnir. En
hvernig er þessi tækni
nánar til tekið?
„Til þess arna era notaðir stórir
sendibílar fullir af tölvubúnaði.
Vélarnar sem við notum t.d. til að
ljósmynda götuæðar, era stórir
drekai- sem eru sjálfkeyrandi með
fjarstýringum frá bílnum og inn í
lagnh-nar. í bílnum sitja menn svo
við sjónvarpsskjái og skoða lagn-
irnar. Síðan getum við ef menn
óska skilað frá okkur myndatök-
unni á vídeóspólum eða ljósmynd-
að einstaka staði, t.d. þar sem
skemmdir era.“
- En hvernig faríð þið að þegar
engar teikningar eru fyrír hendi,
t.d. undirgömlum húsum?
„Þar byrjum við á að komast í
lögnina, t.d. í gegnum klósettstút,
svo getum við myndað út frá hon-
um. Tækin sem við erum með gera
okkur kleift að staðsetja beygjur
og kortleggja gamlar lagnir með
mjög mikilli nákvæmni."
-Setjum svo að fólk vilji t.d.
setja niður klósett þar sem það
hefur ekki veríð, og vill fá að vita
hvemig það kemst í stói-a lögn,
hvaðgerið þið þá?
„Þá reynum við að kortleggja
hvar lagnimar era í húsinu og
finna hvar styst er í tengingu við
stóra lögn. Þetta getum við séð
með myndavélunum.“
- Hvað um nýlagnir, nýtist
þetta vel í því sambandi?
„Já, þetta er mjög sniðugt til
þess að taka út nýlagnir áður en
gengið er frá slitlagi á götunni,
vegna þess að ef að eitthvað er að
þá er hægt að gera við það áður en
endanlegur frágangur er unninn.“
- Hvaðan kemur þessi tækni?
„Þetta er mjög gömul tækni í
Þýskalandi en þessar vélar hafa
tekið geysilegum framföram á síð-
ari áram. Vélarnar sem við erum
að vinna með era með myndgæði á
við finustu sjónvörp. Myndavél-
inni fylgir kapall sem tengist í vél-
ina og í bílinn. Kapallinn tengist í
lítinn bíl sem hægt er að aka eftir
lögnunum. Ef lagnimar eru með
óhreinindum í þurfum við að
hreinsa þær áður en við myndum
þær. A bílnum er auga sem við
getum snúið í 36 gráður, bæði lóð-
rétt og lárétt og þannig séð
ástandið á lögnunum mjög vel.“
-Hvenær var faríð
að nota svona tæki hér?
„Það var árið 1989.
Þá komu fyrstu svona
myndavélarnar, þær
voru frá Pierpont í
Bretlandi. Upphafs-
maðurinn að þessu var
Valur Helgason, hann
ílutti þess vél inn og ég keypti af
honum vélina stuttu seinna og
þessa íyrstu vél notaði ég í fjögur
til fimm ár, þá endurnýjaði ég með
fullkomnum vélum frá Ibak í
Þýskalandi. Alveg nýjar vélar frá
sama fyrirtæki fékk ég í haust.“
- Er breytingin mikil frá fyrstu
► Rögnvaldur Guðmundsson
fæddist 18. september 1958 í
Dalasýslu. Hann lauk prófi sem
rafvélavirki frá Iðnskólanum í
Hafnarfirði árið 1977. Hann
starfaði hjá Svavari Fanndal í
fjögur ár og var einnig nokkuð í
akstri hjá Teiti Jónassyni, en ár-
ið 1983 hóf hann rekstur fyrir-
tækisins Holræsahreinsunin hf.
sem hann rekur enn. Rögnvaldur
er kvæntur Laufeyju M. Sigurð-
ardóttur húsmóður og eiga þau
samtals fjögur börn.
vélinni?
„Já, hún er geysilega mikil.
Framfarimar era svo miklar,
bæði í myndgæðum og möguleik-
um á að kanna lagnirnar og skila
frá sér upplýsingum á myndrænu
formi.“
- Sinna mörg fyrirtæki svona
verkefnum?
„Tvö önnur, Hreinsibílar og
Bólholt, þau era í könnunun á
stórum lögnum, en svo era nokkuð
margir aðilar sem eru að mynda
litlar húsalagnfr."
- Og eru verkefnin næg?
„Já, það er töluvert mikið að
gera hjá mér, ég þjónusta stóran
hlutan bæjarfélaga um allt land
hvað lagnir snertir."
- Era verkefnin miserfið?
„Við höfum t.d. verið að mynda
borholur, hitavatnsborholur norð-
ur í landi. Það era mjög sérstök
verkefni. Við föram þá allt niður á
50 metra dýpi og könnum holuna
og geram úttekt á klæðningu á
veggjum hennar. Við höfum einn-
ig myndað vatnslagnir, hitaveitu-
lagnir.“
- Sjáið þið mikið af kísilútfell-
ingum á myndum ykkar?
„Við voram talsvert í svona
myndatökum á háhitasvæðum t.d.
í Hveragerði, en þetta er ekki orð-
ið vandamál í Reykjavík og ná-
grenni ef marka má fyrirspurnir
til okkar, líklega vegna endurhit-
unar.“
- Hver eru algengustu verkefni
ykkar?
„Það eru myndun á götulögn-
um. Mikið er verið að skoða gaml-
ar lagnfr þegar verið er að endur-
nýja götur. Athuga
hvort þarf að leggja
nýjar lagnir. Einnig er
mjög algengt að ef ít-
rekað koma upp vanda-
mál í götum þá er mjög
þægilegt að geta rennt
vél í lögnina og athugað
hvað er að.“
-Komið þið með tillögur um
lagfæringar?
„Við leggjum gögn fram en
verkfræðingar taka svo afstöðu til
þess sem gera þarf. Eins er með
gömul hús, pípulagningamenn
taka ákvörðun um hvað best er að
gera í hverju tilviki."
Mikið er verið
að skoða
gamlar lagnir
þegar verið er
að endurnýja
götur