Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Herforingjastjórnin í Búrma þaggar niður í stjórnarandstöðunni
Telja sig
vera örugga
/ •
i sessi
Herforingjaeinræði hefur ríkt í Búrma í
áratugum saman og eru ráðamenn sagðir
flæktir í fíkniefnasmygl en atvinnulíf er
allt á brauðfótum. Leiðtogar stjórnar-
andstöðunnar eru múlbundnir og blá-
fátækur og kúgaður almenningur eygir
litla von um að úr rætist.
IN RÆÐISSTJÓRN hefur
verið við völd óslitið síðan
á sjöunda áratugnum í
Búrma sem einnig er
nefnt Myanmar. Stjómin hefur
ávallt boðað sósíalisma af einhverju
tagi, í reynd hefur stjómarstefnan
undanfarinn áratug einkennst af því
að einstakir ráðamenn hafa notað
tækifærið til að auðgast með hvers
kyns spillingu og glæpastarfsemi en
atvinnuvegirnar hafa drabbast nið-
ur. Búrma er nú eitt af fátækustu
löndum Asíu.
Lífskjör em afar slæm, menntun,
mannréttindi og allir innviðir samfé-
lagsins með þeim hætti að örvænting
ríkir meðal unga fólksins sem hvergi
sér vonarglætu nema í hæglátri
konu á sextugsáldri, Aung San Suu
Kyi. Hún er leiðtogi stjómarand-
stöðunnar og hefur frá því að hún hóf
afskipti af stjómmálum þjóðar sinn-
ar á níunda áratugnum alltaf beðið
stuðningsmenn sína um að beita frið-
samlegu andófi. Enn sem komið er
hefur árangurinn enginn órðið, her-
foringjar sitja sem fastast og telja
sig ömgga í sessi.
Umheimurinn virðist ekki á þeim
buxunum að stugga við þeim. Jafnvel
Evrópusambandið íhugar að draga
úr andstöðu við einræðisstjórnina. í
Bmssel ræða menn um að áhrifarík-
ara geti verið að vinna traust herfor-
ingjanna og auka samskipti við þá í
von um að þeir dragi úr kúguninni og
geri umbætur í efnahagsmálum.
Ekki em nein merki um að sú von
rætist. En eitt helsta áhyggjuefnið
er að nokkur hémð í Búrma em mik-
ilvægasti hlutinn af hinum svonefnda
Gullna þríhymingi ÍTkniefnanna í
Suðaustur-Asíu, svæðinu þar sem
mikið af heimsframleiðslunni á fíkni-
efnum eins og ópíumi og heróíni fer
fram og er síðan dreift um allan
heim. Varan streymir í vaxandi mæli
um Miðausturlönd til Evrópu.
Fíkniefnasmygl óáreitt
Tekist hefur að fá grannþjóð
Búrmamanna, Taflendinga, til að
berjast gegn fíkniefnahringunum en
herforingjarnir í Búrma hafna í
reynd allri samvinnu. Þeir hafa fyrir
því gildar ástæður; margir þeirra
em sagðir flæktir í fíkniefnaviðskipti
en auk þess era beinar og óbeinar
gjaldeyristekjur landsins af þessum
viðskiptum miklar.
Aðrar atvinnugreinar í Búrma era
svo aftarlega á merinni að þær era
illa samkeppnishæfar á alþjóðlegum
mörkuðum og vegna stjórnarfarsins
og meðferðarinnar á Suu Kyi gengur
hægt að fá ferðaþjónustu til að
blómstra. Fjárfesting erlendra fyrir-
tækja er einnig mun minni en í öðr-
um Asíulöndum. Stjórrtarandstaðan
hefur beitt sér gegn þeim á þeirri
forsendu að þær styrki herforingj-
ana í sessi.
Samtök Suðaustur-Asíuríkja, AS-
EAN, veittu Búrma aðild fyrir þrem
ámm og herforingjarnir hafa ára-
tugum saman átt afar vinsamleg
samskipti við Kínverska alþýðulýð-
veldið og Indland. Að auki hafa her-
foringjamir sýnt mikil klókindi í að
notfæra sér landfræðilega legu
landsins, á mörkum Indlands og
Kína. Þeim hefur oft tekist að etja
þessum stórveldum saman, hafa
stýrt atburðarásinni. Nú mun að
sögn tímaritsins The Economist
Reuters
Yfirmaður leyniþjónustu
Búrma, Khin Nyunt hershöfð-
ingi, sést hér (t.v.) með Sai Lin
héraðshöfðingja, sem talinn er
stunda fíkniefnaviðskipti.
Búrma
■ Stærð: 6676.552 ferkílómetrar.
■ íbúar: 45.570.000 (skv.
manntali 1996)
■Stjórnarfar: Hervald.
■ Höfuðborg: Rangoon (Yangon).
■ Efnahagur: Landbúnaður er
helsta atvinnugreinin, og starfa
66% vinnandi fólks við hana.
■ Saga: Bretar gerðu Búrma að
nýlendu sinni á 19. öld og heyrði
hún undir stjórn þeirra á Indlandi
til 1937 þegar Búrma fékk eigin
stjórn. Það fékk sjálfstæði frá
breska heimsveldinu 1948.
Ne Win, hershöfðingi, réði lögum
og lofum í stjórnmálum frá 1962 til
1988, er hann lét af völdum eftir
miklar mótmælaaðgerðir gegn
stjórnvöldum. Náinn samstarfs-
maður hans, Saw Maung, hers-
höfðingi, tók við stjórnartaumum.
Fyrstu fjölflokkakosningar í 30 ár
fóru fram 1990. Helsti stjórnarand-
stöðuflokkurinn, sem Aung San
Suu Kyi fylgdi að málum, vann
afgerandi sigur, en herstjórnin
virti kosningaúrslitin að vettugi.
KRT og Mbl.
Reuters
Andstæðingur herforingjanna heldur á spjaldi mcð mynd af leiðtoga
stjórnarandstöðunnar í Búrma, Aung San Suu Kyi. Maðurinn tók þátt í
mótmælum í liðinni viku við sendiráð Búrma í Bangkok í Taílandi.
vera í bígerð að Kínverjar selji
Búrmavopn.
Blóðugar minningar
Árið 1988 kom til mikilla mótmæla
á götum úti í höfuðborginni, Rangún
og fleiri borgum og vom stúdentar
þar fremstir í flokki. Milljónir manna
tóku þátt í aðgerðunum og kröfðust
lýðræðis, allsherjarverkfall lamaði
landið, hvarvetna vom á lofti myndir
af Aúng San Suu Kyi. En nokkrir
herforingjar ákváðu að nóg væri
komið, þeir stofnuðu nýtt ráð er
stjórna skyldi landinu. Sett vom her-
lög og vopnaðar sveitir sendar gegn
fólkinu. Þúsundir manna féllu enda
andstæðingar herforingjanna vopn-
lausir; á hinn bóginn hafa lengi verið
virkir skæraliðahópar í austurhluta
landsins.
Arið 1990 vora stjórnarherrarnir
samt orðnir svo sjálfsöruggir að þeir
leyfðu fólki að kjósa. Niðurstaðan
varð yfirburðasigur stjórnar-
andstöðunnar sem fékk um 90% at-
kvæða. Meginfylking hennar er
Þjóðarhreyfingin fyrir lýðræði,
NLD. Herforingjamir, sem undan-
farin þrjú ár hafa nefnt stjórn sína
Ráð stöðugleika og friðar, ákváðu að
hundsa úrslitin og sitja áfram.
Síðan hefur herforingjastjómin
beitt ýmsum ráðum til að þagga nið-
ur í andstæðingum sínum. Suu Kyi
hlaut friðarverðlaun Nóbels árið
1991 og virðist sem þeir hafi ákveðið
að ekki dygði að storka umheiminum
um of. Látið var duga að halda henni
í stofufangelsi fram til 1995, síðan
hefur hún haft nokkur ferðafrelsi en
innan ákveðinna takmarka.
Kom það í ljós 1998 er hún reyndi
að hitta stuðningsmenn sína á lands-
byggðinni og aftur núna í ágúst er
hún reyndi að leika sama leikinn.
Þykir líklegt að hún hafi viljað nota
tækifærið er haldinn var mesti leið-
togafundur sögunnar í New York og
vekja athygli á ástandi mála í
Búrma. Hún hafi viljað minna á að
enn væra öll mannréttindi þar fótum
troðin og ekkert bólaði á lýðræði.
Fulltrúar ASEAN vora á fundi í
Manila á Filippseyjum er Suu Kyi
hóf aðgerðir sínar og gagnrýndu Taí-
lendingar og Filippseyingar hart
framferði herforingjanna og reyndu
ekki að leyna andstyggð sinni. En
samkvæmt reglum samtakanna eru
á hinn bóginn innanlandsmál aðild-
ari'íkjanna ekki gagnrýnd á sjálfum
fundunum.
Annað sem menn velta fyrir sér er
hvort Suu Kyi hafi viljað kanna hvort
hún gæti nýtt sér misklíð í röðum
herforingjanna en Than Shwe hers-
höfðingi, sem er talinn æðstur, er
orðinn mjög aldraður og ekki búið að
velja arftaka.
Eftir meira en viku þóf var beitt
valdi og Suu Kyi og samferðamenn
hennar þvinguð til að aka á ný til
Rangún. Síðustu daga hefur verið
þjarmað enn meira að stjómar-
andstöðunni og hún sökuð um að
vera leiguþý erlendra undirróðurs-
afla, einkum Breta, einnig er hún
sögð stunda undirróður og eiga sam-
starf við hryðjuverkahópa. Leiðtog-
ar stjórnarandstöðunnar eru nú í
reynd allir í stofufangelsi og ekki
hægt að ná við þá símasambandi.
Móðir og tákn andófsins
Helst vildu ráðamenn að Su Kyi
yfirgæfi landið og gerðist útlagi.
Hún er 55 ára gömul, dóttir þjóðhetj-
unnar Aung San sem var myrtur
skömmu eftir strið. Hann barðist á
sínum tíma fyrir sjálfstæði landsins
en Búrma var lengi bresk nýlenda.
Suu Kyi hlaut háskólamenntun í
Bretlandi, giftist þarlendum
menntamanni, Michael Aris og eign-
uðust þau tvo syni. Aris er nú látinn.
Suu Kyi ákvað á sínum tíma að
þiggja ekki boð herforingjanna um
að fara til Bretlands þegar búið var
að berja niður mótmæli stjórnarand-
stöðunnar og kosningaúrslitin voru
hundsuð. Hún taldi hlutverk sitt
meðal þjóðarinnar svo mikilvægt að
hún yrði að fórna samskiptunum við
fjölskylduna, gæti ekki yfirgefið þjóð
sína.
I Glæsileg og vönduð bók
Rh'v'IQAMK MALAKANN*
RnKJAVÍK OF riF PyNlTiM
Hér birtast 40
myndverk eftir
34 Listamenn sem
túlka margvislegar
ásjónur borgarinnar
í hundrað ár.
Myndunum fylgir
fróðleg umsögn
á íslensku, ensku
og þýsku.
Kynningarverð
4.990 kr.
[XyVKlAVÍK iFR ððAL®
Mál og menning
malogmenning.is
n
Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síöumúla 7 • Sími 510 2500
Dularfullur sjúkdómur í kjölfar uppgraftar
Rakinn til veiru í gömlu
líki á Svalbarða
Þrándheimi. Morgunblaðið.
NORSK kona telur sig liafa smitast
af alvarlegri veiru af 100-300 ára
göinlu líki er hún tók þátt í forn-
leifauppgrcftri á Svalbarða árið
1984. Frá þessu var sagt á vefsíðu
norska dagblaðsins Verdens Gang.
Fimm árum eftir leiðangurinn til
Svalbarða fannst alvarleg sýking í
taugakerfi konunnar sem veldur
nokkurs konar flogaveikiseinkenn-
um. Málið hefur verið tekið alvar-
lega af læknum og hefur Norska
flogaveikimiðstöðin beðið um að
kannað verði hvort að konan hafi
verið í smithættu í leiðangrinum fyr-
ir sextán árum. Konan fullyrðir að
hún hafi ekki komist 1 beina snert-
ingu við lík á meðan á leiðangrinum
stóð. En á þeim slóðura sem upp-
gröfturinn fór fram eru nokkur af
férnarlömbum hinnar svokölluðu
spænsku vciki grafin og hefur kon-
an ýmis einkenni dæmigerð fyrir þá
banvænu innflúensu. Enn hefur ekki
tekist að sjúkdómsgreina konuna
eða slá því föstu að hún hafl smitast
á Svalbarða. Áður þarf að rannsaka
aðra sem þátt tóku í leiðangrinum.
Norska heilbrigðiseftirlitið hefur
gefíð út tilkynningu þess efnis að
ekki sé vitað til þess að bakteríur og
veirur geti verið lifandi eftir 300 ár
en að öllum likindum verði sá mögu-
leiki nú kannaður til hlítar.
Árið 1998 var fariim leiðangur til
Svalbarða f þeim tilgangi að taka
vefsýni úr Iikum manna sem létust
úr spænsku veikinni ogiárangurs-
laust leitað veirunnar sem olli inflú-
ensufaraldri í Evrópu árið 1918.
Tom Bergen, einn leiðangursmanna
efast um að konan sé smituð af
þeirri veiru er olli spænsku veikinni.
„Ef uppgröfturiim hafði sýkinguna í
för með sér er mun líklegra að hún
hafi smitast af einhverju sníkjudýri
sem valdi þessum einkennum," segir
Bergan.