Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN INGI HRAFNSSON |; bmgi@mbl.is Skrifaði BA-ritgerð um fósturbörn í Reykjavík á fyrri helmingi aldarinnar Saga sem að mestu er enn ósögð Vísindamaðurinn NÁFN: Njörður Sigurðsson, f. 1974. FORELDRAR: Sigurður Einar Magnússon vélsmiður, f. 1933 og Borghildur Traustadóttir húsmóðir, f. 1941. MAKI: Kolbrún Vilhjálmsdóttir kennaranemi, f. 1976. BARN: Danfel Njarðarson, f. 1999. MENNTUN: Grunnskólapróf frá Grunnskóla Hveragerðis, 1990. Stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, 1994. B.A.-próf í sagnfræði með stjórnmálafræöi sem aukagrein frá Háskóla íslands, 2000. STARF: Skjalavörður á Borgarskjalasafni Reykjavíkur frá júnf 2000. Greiðslur vegna meðlaga fóstur- barna yngri en sextán ára í Reykjavík námu allt að 7% heildarútgjalda Reykjavíkur fyrstu fjóra áratugi ald- arinnar. Feður óskilgetinna bama voru skyldir til að greiða meðlög með bömum sínum, en ef greiðslan var komin í vanskil átti íramfærslumaður rétt á því að sveitarfélagið greiddi út meðlagið. Atti það svo endurkröfu- rétt á hendur föðumum. Aðeins brot af meðlögunum var jafnan endurgreitt og athyglisvert að eftir því sem leið á öldina hækkaði greiðslubyrði bæjarins vegna þessa málaflokks, enda þótt fósturbömum færi fækkandi. Má það vitaskuld rekja til hækkunar á meðlagsgreiðsl- unni. ÞETTA var mjög skemmtilegt rannsókn- arverkefni og um leið spennandi,“ segir Njörð- ur Sigurðsson, 26 ára gamall Hvergerðingur, sem sl. vor útskrifaðist með BA-próf í sagnfræði frá Háskóla íslands. Loka- verkefni hans til tíu eininga, Fóstur- börn í Reykjavík 1901-1940, var skrifað undir handleiðslu Guðmundar Jónssonar, lektors. Rannsókn Njarðar beinist að fóst> urbömum í Reykjavík á fyrrgreindu árabili, 190W0, en við hæfi þótti að setja tímamörkin við upphaf 20. ald- ar, þar sem miklar breytingar urðu á því tímabili á þeirri löggjöf sem sneri að fósturbömum með setningu fá- tækralaganna 1905. Seinni tíma- mörkin ákvarðast hins vegar af her- námi Islands, en þá urðu sem kunnugt er miklar breytingar á ís- lensku samfélagi, svonefnt ástand hélt innreið sína og bömum sem fæddust í lausaleik fjölgaði mjög. Njörður segir að hugmyndin að verkefninu hafi orðið til í samtali við Guðmund, en hann hafí bent sér á að upplýsingar skorti um þessi málefni. „Við urðum ásáttir um þetta efni og í ljós kom að lítið sem ekkert hefur verið skrifað um þessi mál hér á landi, hvað þá rannsakað svo neinu nemi,“ segir hann. Samkvæmt fátækralögum, sem gildi tóku hér á landi árið 1905, átti hið opinbera að sjá um framfærslu þeirra sem ekki gátu séð fyrir sér á annan hátt. Foreldralaus böm töld- ust t.d. til þessa hóps, svo og böm sem áttu foreldra og sett höfðu verið í fóstur. Njörður segir að erfitt hafi reynst að finna heimildir um fjölda fóstur- bama, enda séu heimildir gloppóttar og þá hafi ekki öll fósturbörn verið í bænum. Aukinheldur sé nánast ómögulegt að sjá hversu mörgum bömum hafi verið komið fyrir án nokkurra afskipta bæjaryfirvalda, en gera megi ráð fyrir að umtalsverðum fjölda bama hafi ávallt verið komið í fóstur af foreldrum og þá jafnvel án meðgjafar. Fósturböm skráð með ýmsu móti í manntölum „Fósturbömin vom ýmist skráð sem fósturböm, tökuböm, tökuböm með meðgjöf, uppeldisböm, sveitar- ómagar, niðursetningar eða ættingj- ar á heimili,“ segir Njörður um skrán- ingu fósturbama í þeim manntölum sem gerð voru á þessu tímabili. Fjöldi fósturbama í Reykjavík hélst svipaður fram eftir öldinni, en um 1930 tók tala þeirra að lækka mjög. Leiðir Njörður líkur að því að mannúðlegri fátækralöggjöf haíi ráð- ið þar einhverju, en í lögunum 1927 var tekið fyrir að böm mætti taka frá foreldrum án leyfis, nema um illa meðferð væri að ræða. Erfið staða einstæðra mæðra Fram kemur í niðurstöðum Njarð- ar að meðlögin með hverju bami vora ekki há. Þannig má sjá að meðlagið hafi rétt náð rúmlega helmingi fram- færslukostnaðarins. Arið 1939 var framfærslukostnaður á hvert barn áætlaður 771 kr. en taxti meðalmeð- lags var mikið mun lægri, eða 413 kr. Lágar meðlagsgreiðslur vora enda aðalkvörtunarefni framfærendanna. Stór hluti fósturbamanna kom frá einstæðram mæðram sem ekki var kleift að sjá bömum sínum farborða. .Aðstaða þeirra var gjörólík því sem við þekkjum í dag. Erfitt var að koma bömum þeirra í fóstur meðan móðirin sinnti vinnu sinni og dag- heimili urðu ekki algeng fyrr en nokkuð var liðið á öldina. Einstæðar mæður urðu því að vinna einar fyrir fjölskyldunni, borga húsaleigu og fæða og klæða sig og bömin. Laun kvenna vora lág og erfitt að lifa af þeim,“ segir Njörður. Fátækrahjálpin var eina aðstoðin sem einstæðum mæðram sem engan áttu að stóð til boða. Ekkjur vora í svipaðri stöðu, þótt ekkjum sjómanna landsins væra tryggðar dánarbætur frá 1903. Aðrar nutu ekki viðlíka réttinda og lög um almannatryggingar vora ekki sett fyrr en árið 1936. Því urðu marg- ir hópar illa úti þegar slys bar að höndum. Fósturbörn skv. manntölum í Reykjavík 1901-1939 Fósturbörn 133 # 1 68 116 78 34 7 ættingjar á heimili 13 niðursetningar 8 sveitarómagar 6 uppeldisbörn Flokkunin fer eftir því hvernig börn undir 16 ára eru skráð eftir stöðu á heimili * f 13 4 5 5 9n Q3=L 1901 1913 1922 1931 1939 50 3 tökubörn með meðgjöf 61 Tökubörn 57 n1 33 t 15 1901 1913 1922 1931 1939 1901 1913 1922 1931 1939 • „Litla stúlkan ... sem hjá okkur hefur dvalið í 7 ár og er á framfæri er nú farin að þurfa og gjöra meiri kröfur til lífsins en þegar hún var 4 ára bæði hvað föt og skófatnað snertir. Því flestum mun kunnugt hvað það hefur stigið á þessum árum. Því vil ég mælast til að meðlag hennar sé fært úppí þrjátíu krónur um mánuðinn ...“ Vr bréfi til fátækranefndar, 1918. • „Henni dettur í hug að gefa ungbarnið, þá mundi fara betur um það. Hún auglýsir, og tuttugu manns koma i litla herbergið til þess að líta á barnið. En hún fær sig ekki til þess að láta það. Neyðin sverfur að, og henni er ráðlagt að koma barninu á barnaheimili. Það getur það verið þangað til að ef til vill verði hægt að finna því heimili.“ Úr blöðum Laufeyjar Valdimarndiktur. Unga móðirin átti tvö börn og varð að gefa frá sér bæði. Enginn vildi hjálpa henni. í skjölum Borgarskjalasafns er að finna örlagasögu móður með sex börn sem misst hafði mann sinn sem drakknaði við hafnarvinnu í Reykja- vík árið 1913. Fjölskyldan náði að lifa á líftryggingu heimilisföðurins í þrjú ár, en þá var hún uppurin. Vegna bama sinna, sem árið 1916 vora á aldrinum 3 til 11 ára, gat móðirin ekki sótt vinnu og unnið þannig fyrir heimilinu. Því varð hún að beiðast sveitarstyrks fyrir sjálfa sig og börn- in sex. I árslok 1921 var skuld hennar við fátækrasjóð orðin 18.827 kr. Móðirin veiktist síðan illa og þurfti að leggja hana inn á Vífilsstaðaspítala og koma bömum hennar í fóstur. Móðirin lést í nóvember árið 1921 en systkinin vora öll í fóstri á mismunandi stöðum. Dvalarstaðimir mismunandi Dvalarstaðir fósturbama á þessum tíma vora jafn mismunandi og þeir vora margir. Þeir vora ekki eingöngu staðsettir innan bæjarmarka Reykja- víkur, heldur virðist þeim hafa verið komið fyrir alls staðar á landinu. Af 120 dvalarstöðum sem þekktir vora á tveggja ára tímabili á árunum 1937-1939, vora aðeins 33 í Reykja- vík, en allir aðrir utan hennar. Af þessum 33 stöðum í Reykjavík vora tíu pláss á vegum bamahælisins Vor- blómsins við Skólavörðustíg og síðar við Grand við Kaplaskjólsveg. Það þýðir að aðeins 23 fjölskylduheimili í Reykjavík tóku að sér fósturböm á vegum bæjarins á þessum tíma. Af dvalarstöðum utan Reykjavíkur vora átta á bamahælum, sjö á Sól- heimum í Grímsnesi en einn á Sil- ungapolli, sumarheimili fyrir böm. Bömum var oftast komið fyrir í ná- grenni bæjarins, t.d. í Gullbringu- og Kjósarsýslum en einnig kom fyrir að þau væra sett í vist í Borgarfirði eða Amessýslu. Eftir því sem leið á annan og þriðja áratug aldarinnar varð enn ljósari þörfin fyrir barnaheimili. Nokkrar konur höfðu tekið sig til og haft frum- kvæði í þeim efnum, en hið opinbera var seinna að taka við sér. „Eg set þá kenningu fram að ástæðan fyrir tilkomu bamaheimil- anna á umræddu tímabili hafi verið sú að þéttbýlið og minni fjölskylduein- ingar í Reykjavík en tíðkaðist áður í sveitum hafi orðið til þess að fólk átti erfiðara að taka fósturböm inn á heimili sín í Reykjavík. Því hafi kraf- an um barnahæli eða munaðar- leysingjahæli orðið háværari vegna þéttbýlisþróunarinnar," útskýrir Njörður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.