Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Systir okkar og mágkona, BRYNDÍS ZOÉGA, fv. forstöðukona Drafnarborgar, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 2. september. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 12. september kl. 15.00. Áslaug Zoega, Inga Zoega, Geir Agnar Zoéga, Kristín Zoéga, Gunnar Zoéga, Hebba Herbertsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir, ÁRNI SIGURÐUR ÁRNASON, frá Akranesi, Hlíðarási 8, Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 7. september. Hrafnhildur Jónsdóttir, Karl Alex Árnason. t Konan mín, móðir okkar og systir, HALLDÓRA JÓHANNESDÓTTIR, Stúfholti, andaðist á Vífilsstaðaspítala föstudaginn 8. september. Kjartan Ólafsson og fjölskylda, Sturlaugur Jóhannesson. t Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÞÓREY EINARSDÓTTIR, frá Hvalsá, Dalbraut 20, Reykjavík, sem andaðist laugardaginn 2. september, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 12. september kl. 13.30. — Ágúst Benediktsson. Guðbjörg Gunnarsdóttir, Benedikt Ágústsson, Jóna Guðlaugsdóttir, Ingi Ágústsson, Svala Marelsdóttir, Óskar Ágústsson, Margrét Sigurðardóttir, Svavar Ágústsson, Sumarrós Jónsdóttir, Gísli Ágústsson, Hrafnhildur Björgvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR S. ÓLAFSSON rennismiður, Álfheimum 29, Reykjavík, sem lést aðfaranótt fimmtudagsins 31. ágúst á hjúkrunarheimilinu Skjóli, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 12. september kl. 15.00. Sóley Tómasdóttir, Jakob H. Óiafsson, Steinunn Theódórsdóttir, Jón V. Ólafsson, Kristín Elva Bragadóttir, Jóhannes Ó. Ólafsson, Ingveldur Pálsdóttir, Borgar V. Ólafsson, Hildur Eyjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför STEFÁNS SIGURJÓNSSONAR klæðskerameistara, Hringbraut 111, Reykjavík, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudag- inn 11. september kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Fyrir hönd skyldmenna, Þórir Björnsson. + Hálfdán Ingason fæddist í Reykja- vík 26. desember 1965. Hann lést á heimili sínu 4. sept- ember síðastliðinn. Hann var yngstur þriggja barna Inga Ingvarssonar, f. 22.4. 1937 í Vestmanna- eyjum og Helgu Mar- grétar Guðmunds- déttur, f. 15.5. 1943 í Reykjavík. Systkini Hálfdáns eru 1) Friðrik Ingason, f. 13.11. 1961, kvæntur Steinunni Emilsdóttur, f. 5.7. 1962. Dætur þeirra eru Steingerð- ur, Helga Margrét og Eyrún Agla. 2) Jóhanna Ingadóttir, f. 8.3.1963, gift Reyni Erlingssyni, f. 3.7. 1960. Synir þeirra eru Ingi Karl og Erling. Hálfdán ólst upp í Reykjavík og gekk þar í skóla. Að loknu grunn- skólanámi vann Hálfdán við verkamannastörf. Útför Hálfdáns fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 11. september og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. „Já - Hanna. Hvað segir þú gott? Ég ætlaði bara að láta þig heyra í mér“. Á þennan hátt hófust öll okk- ar símtöl sem ég fékk frá Hálfdáni bróður mínum undanfarin ár. Alltaf var hann rólegur og yfirvegaður í röddinni, þótt misskýr væri. Hálfdán átti við erfiðan sjúkdóm að stríða er að lokum dró hann til dauða. Hans lífshlaup varð ekki langt í árum talið en mikil þrautaganga. Mig langar til að minnast Hálf- dáns bróður míns og þá vil ég helst muna hann eins og hann var þegar við vorum lítil börn. Hálfdán var tveimur árum yngri en ég og yngstur okkar systkin- anna. Hann fæddist fyrir tímann og var óskaplega lítill og veikburða. Eftir að dauða hans bar að hef ég verið að skoða myndir af honum frá því að hann var lítill. Á öllum þess- um myndum er hann skæibrosándi og glettnin lýsir úr augum hans. Alltaf var stutt í hláturinn hjá Hálfdáni þegar hann var barn og hann hafði óskaplega smitandi hlát- ur. En hvað gerðist? Unglingsárin færast yfir og það fer að síga á ógæfuhliðina hjá Hálfdáni. Hann virðist vera ofurseldur áfenginu frá fyrsta degi og enginn fær við neitt ráðið. Einstaka sinnum heyrði maður örla fyrir þessum hlátri sem hann bjó yfir eða bregða fyrir kímnis- glampa í augum hans. Ég man þá tíma er ég var að blása á honum hárið og greiða í hann glæsilegar greiðslur. Hann mótmælti aldrei og hafði bara gam- an af. Einnig er mér minnisstætt þegar ég var að segja honum hvað mig langaði í í jólagjöf og jafnvel segja honum hvað hann ætti að kaupa og þá helst tvær til þrjár jólagjafir handa mér. Hann sam- þykkti þetta möglunarlaust en sjálfsagt hefur honum þótt nóg um tilætlunarsemi systur sinnar. Hálfdáni var alla tíð umhugað um fjölskyldu sína. Alltaf spurði hann mig um strákana okkar tvo og honum þótti miður að hafa ekki kynnst þeim betur. Einnig talaði hann oft um hve þakklátur hann var fyrir að íjöl- skyldan hafði ekki snúið við honum baki, þrátt fyrir erfiðleikana. Aldrei heyrði maður illa talað um Hálfdán eða honum hallmælt á nokkurn hátt. Allir sem ég heyrði til báru hon- um gott orð og töluðu um að hann væri góður drengur. Hann var sjálfum sér verstur. Nú hefur hann fengið hvíld en hana hefur hann þráð á einn eða annan hátt um langa hríð. Við sem stóðum Hálfdáni næst erum búin að syrgja hann í mörg ár. Það er ólýsanleg sorg að horfa upp á náinn ástvin fara illa með sig og fá ekkert að gert. Oft hefur mér fundist ég vera óskap- lega vond við hann en það var gert í þeirri trú að það gæti orðið honum til góðs. Að lokum langar mig fyrir hönd fjöl- skyldu Hálfdáns til að þakka öllum sem hafa sýnt Hálfdáni vinsemd og rétt honum hjálp- arhönd á hans grýttu göngu og kveð hann með bæninni góðu. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því, sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Hanna. Elskulegi Dáni. Mig langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Ég á bara svo erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Bara nokkrir dagar síðan að við vorum að ræða dauðann. Það kom nú til af því að Elvar vinur okkar væri týndur og hvað hugsanlega gæti hafa komið fyrir hann. Við báðum fyrir honum og að hans verustaður mundi von- andi finnast fljótt - en þegar ég sit hér og skrifa kveðjuorð til þín er hann enn ófundinn. Sumum finnst svona kveðjuorð hljóma sem sendibréf til þeirra sem látnir eru, en þetta er mín leið að skrifa mig frá þeim söknuði sem ég finn í hjarta mínu. Við ræddum líka um að núna um sl. mánaðamót ætluðum við að fara upp í Grafar- vog með blóm á leiðið hennar Guð- mundu vinkonu okkar. Allt slokkn- aði svo um sl. helgi. Ég var vön að heyra frá þér næstum daglega þótt þú ættir ekki nema einn tíkall léstu mig vita af þér. Hringt var til mín á sunnudag 2. þ.m. og verið að leita að þér hjá mér því þú hafðir ekki komið í her- bergið þitt sem þú leigðir. Ég hringdi síðan um kvöldið og bað um að það yrði farið þar inn til að gá að þér en ákveðið var að bíða til morg- uns því kannski værir þú hjá ein- hverjum vinum að skemmta þér, en ekki var neinn í húsinu var við þig. Svo var farið inn til þín á mánu- dagsmorgun og þar lást þú í rúm- inu þínu og hafðir sofnað svefnin- um langa. Mig langar að senda þér þetta ljóð eftir Stein Steinarr því upp á það síðasta varstu oft að hrasa og voru ýmsar hreyfingar þínar orðn- ar erfiðar og allt annað en eðlileg- ar. Víst er þetta löng og erfið leið, og lífið stutt og margt, sem út af ber. En tigið gegnum tál og hverskyns neyð skín takmarkið og bíður eftir þér. Hve oft þú hrasar, oft þig brestur mátt, hve undarlega er gott að sitja kyrr. Samt kemstu á fætur, réttir höfuð hátt, og hraðar þér af stað sem áður fyrr. Svo styttist þessi ganga smátt og smátt, og seinast stendurðu einn við luktar dyr. Við vorum góðir vinir öll árin sem við þekktumst. Ég er hér með fyrir framan mig logandi á kerti fallega kortið sem þú gafst mér fyrir fáeinum dögum með fallegum blómum. Það sem þú skrifaðir til mín var svo fallega sagt. Ég á mörg falleg kort frá þér og þar skrifar þú alltaf hlý orð til mín - þú vissir líka að mér þótti mikið vænt um þig og bið ég Guð um ei- lífa blessun fyrir sálu þinni. Þú varst vel innrættur og góður drengur. Við áttum margt sameig- inlegt, t.d. máttum við ekkert bágt sjá - reyktum ekki - notuðum ekki eiturlyf en áfengið notuðum við oft í óhófi. Það er margt, margt fleira sem var líkt með okkur sem ég tel ekki upp hér. Nú er komið að kveðjustund að sinni. Við trúðum bæði svo sannar- lega á líf eftir dauðann og veit ég að þér líður vel núna. Ég rakst á þetta ljóð sem mér fannst skýra svo margt sem við áttum sameigin- legt og vil ég kveðja þig með þess- um orðum. Dæmdu eigi breyskan bróður, brjóttu ei hið veika strá; lyftu heldur hönd til vamar hverjum þeim, sem aðrir smá. Allt er líf af einum stofni, örlög tvinnuð mín og þín. Undir sora og synda hjúpi sólhrein perla tíðum skín. Hver fær lesið letur hjartans, leynirúnir innra manns? Hver er sá,er kannað geti, kafað sálardýpi hans? Margt í hafsins hyljum djúpum hulið er, sem enginn leit. Margt í sálum manna leynist meira og betra en nokkur veit. Skammt vér sjáum, blindir blínum báðum augum, látum hægt. Hvi skal myrða menn með orðum? Margt er hulið, dæmum vægt. Auðlegð hjartans enginn reiknar eða sálarfátækt manns. Hvar er vog, er vegið geti vonir eða sorgir hans. (Richard Beck.) Elsku Helga, Ingi og fjölskyldur. Innilegar samúðarkveðjur svo og aðrir sem syrgja Dána. Guð gefi okkur öllum styrk og megi minn- ingin um góðan dreng lifa í hjörtum okkar. Sofðu rótt elsku drengurinn minn. Guð geymi þig ávallt. Saknaðarkveðjur frá Helga Þór, James, Magnúsi Torfa og Bergþóri Gunnarssyni. Þín að eilífu vinkona, Guðrún Pétursdóttir. Að kveðja unga menn er alltaf sárt. Ég kynntist Hálfdáni fyrst fyrir rúmum tuttugu árum. Þá var hann 14 ára unglingur, brosmildur og með sérlega smitandi hlátur. Þá var oft hlegið og gert að gamni sínu. Við Hálfdán náðum aldrei að verða nánir, hann hvarf úr mínum heimi og inn í sinn eigin heim, ver- öld sem ég aldrei skildi. Við tókum þó alltaf skák öðru hvoru og alltaf á jólum þegar hann var viðstaddur og höfðum báðir gaman af. Það er þessi tími. Sá tími þegar hans naut við í þeirri veröld, þar sem ég þekki umferðarreglurnar sem ég minnist með hlýhug. Það er sá Hálfdán sem ég saknaði alltaf. Eldri sonur okkar var mjög hrifinn af Hálfdáni sem lítill drengur. Hálfdán var líka skemmtilegur frændi og hafði mjög gaman af að stríða og leika við Inga Karl og skellihlógu þeir oft saman. Hálfdán spurði líka alltaf frétta af systkinabörnum sínum þegar hann lét heyra frá sér. Hann lét sér annt um þau enda hlýr maður og ást- kær. Það er synd að við sem stóð- um nálægt Hálfdáni skulum ekki hafa fengið möguleika á að njóta lengur einhvers af hans mörgu eig- inleikum. En líf Hálfdáns var að stórum hluta mikil píslarganga í annarri veröld en ég lifði í. Maður spyr sjálfan sig á svona stundu hvaða öfl það eru sem forgangsraði gæðum lífsins á milli fólks. Hvað það er sem stýri eða stjórni þessu. Guð segja sumir. Sé það tilfellið þá er Guð ekki mjög sanngjarn. Ég sé enga sanngirni í því að leggja slík- ar álögur á fólk eins og gert var í Hálfdáns tilfelli. Ekki bara hann heldur ekki síður hans nánustu ást- vini. Hver er sinnar gæfu smiður segja aðrir. Ég get ekki metið þetta. Eitt er þó víst að þrauta- ganga Hálfdáns var löng og ströng. Henni er nú lokið. Ég minnist glaðlynds unglings með smitandi hlátur og stríðnis- glampa í augum. Ég minnist frænda sona minna, sem var góður og skemmtilegur frændi, sem lét sér annt um velferð þeirra. Þannig mun ég minnast þín, Hálfdán. Foreldrum Hálfdáns, Inga og Helgu og systkinum, Friðrik og Hönnu votta ég mína dýpstu sam- úð. HALFDAN INGASON Reynir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.