Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ mDDGnsuon FÓLK í FRÉTTUM Góður ferðafélagi fyrír meltingarfærín SKólavöröustlg, Kringlunni, Smáratorgi Katrín Sigurðardóttir kynnir netverk sitt i dag á café9.net í Hafnarhúsinu ORÐABí FYRIR A1 Katrín Sigurðardóttir kynnir verk sitt, allnýstárlega orða- bók, í café9.net í dag frá 16:00 til 18:00. Unnar Jónsson spurði hana aðeins út í verkið og að- dragandann að því. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Katrín Sigurðardóttir verður við orðabókina sína í café9.net í dag. ÚT FRÁ hverju gengur þitt verk ? „Verkið sem ég kynni í Hafnar- húsinu á sunnudaginn heitir einfald- lega „dictionary" eða orðabók á ís- lensku. Verkið er aðgengilegt öllum sem komast á Netið á slóðinni http://www.takesyou.to/dietionary. Hugmyndin er mjög einföld - þetta er gagnagrunnur sem hægt er að skrifa í og lesa á Netinu, sem sagt opin orðabók sem allir geta bætt orðum í. Hugmyndin er sprottin frá þeirri staðreynd að orðabækur eru yfirleitt ekki skrifaðar af almenningi heldur af útvöldum hópi fagmanna. Þó að tungumálið sjálft sé raunveru- lega „samið" af okkur öllum og orðabækur notaðar af allflestum þá er þessi fagmannlega sía á því hvað af okkar máli telst rétt mál. Við notum flest fullt af orðum sem aldrei mundu komast inn í Orðabók Háskólans. Ég er ekkert að lýsa frati á orðabókarsmíð heldur kannski bara að beina athyglinni að því að orðabækur geta verið ýmiss konar og allar þjóna þær einhverri pólitík. Orð eru lyklar að hugsun og þess vegna segi ég að það geti verið pólitískt mál að útiloka sum orð. Og í rauninni líka listrænt mál - vegna þess að orðasmíð getur verið eins og skáldskapur í sjálfu sér.“ Enginn ritstjóri Er orðabókin búin að vera lengi í undirbúningi? „Þessi orðabók er búin að vera í smíðum í tvö ár. Ég útbjó gagna- grunninn fyrst fyrir haustið 1998 og síðan þá hefur verið hægt að bætast í hann. Ég ímynda mér að þetta orðasafn eigi varla nokkurn tímann eftir að virka eins og hefðbundin orðabók en það skiptir ekki máli heldur það að einhvers staðar sé til skrýtið safn af orðum sem allir geta tekið þátt í að móta og þar sem enginn hefur vald til að segja hvað megi vera með og hvað ekki. Þegar ég fór að vinna með Netið fyrir nokkrum árum sá ég að hér væri hinn fullkomni vettvangur fyr- ir þetta safn vegna þess hve auðvelt er fyrir almenning að skrá orð. Þessi gagnagrunnur rekur sig að mestu leyti sjálfur, ég kem ekkert nálægt honum frá degi til dags. Það má segja að það sé enginn ritstjóri. Og þó að ég hafi upphaflega útbúið þennan grunn get ég ekki sagt að ég sé beinlínis höfundur þessa verks. Augljóslega eru allir þátttakendur höfundar." Tilraunamennska á Netinu tímabær Hvernig snýr það að áhorfend- um? „Verkið virkar einfaldlega þannig að notandinn getur farið inn á vef- síðuna sem ég nefni hér að ofan, val- ið þar hvort hún/hann vill skrifa í orðabókina eða lesa í henni. Síðum- ar eru á ensku en hægt er að bæta inn orðum á hvaða máli eða „ómáli“ sem notandinn vill. Það er að sjálf- sögðu hægt að bæta inn fleiri en einu orðiog eins er hægt bæði að lesa og skrifa í bókina. Þó þessi at- burður verði niðri í Hafnarhúsi á sunnudaginn þá er þetta fyrst og fremst netverk sem þýðir að hver sem er, hvar sem er getur skoðað og skráð í verkið svo fremi að viðkom- andi hafi aðgang að Netinu. Hvað íinnst þér um þetta verk- efni café9.net? „Mér finnst café9.net hugmyndin mjög jákvæð og sérstaklega finnst mér gott að þetta verkefni skuli hafa fengið samastað innan Lista- safns Reykjavíkur. Það er kominn tími til að líta á ýmsa tilrauna- mennsku á Netinu í listrænu sam- hengi eða alla vega sem mikilvæga menningarsköpun. Listamenn hafa alltaf verið tilbúnir til að gera til- raunir með nýja tækni og café9.net sýnir fram á þetta með ýmsum verkum þátttakenda sinna. En um leið er þessi tilraunamennska á Net- inu ekki eingöngu listræn og þess vegna vona ég að þetta verkefni nái að efla samskipti á milli fólks, burt- séð frá þjóðemi, móðurmáli, starfs- sviði og áhugamálum. OKKAR MENN ERU Á STAÐNUM Fylgstu með Formúlunni á mbl.is. Blaðamaður og Ijósmyndari eru í Monza á Ítalíu og senda inn fréttir, viðtöl, lýsingar og myndir. Smelltu þér á mbl.is og fylgstu með fréttunum um leið og þær gerast. FCRDASKnirsTOFÁr REYKJA VIKIJR a Nýjustu fréttir a Nýjustu úrslitin □ Úrslit fyrri móta □ Staðan í stigakeppni □ Keppni bílsmiða DUpplýsingar um hvert lið □ Upplýsingar um ökuþóra □ Myndir af ökuþórum, bílum og hjálmum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.