Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 29 REYNT AÐ HAFA MEÐ- LAG MEÐ HVERJU BARNISEM LÆGST Guðmundur Jónsson,lektor í sagnfræði, segir að rannsókn Njarðar Sigurðssonar vai-pi at- hyglisverðu ljósi á að- stæður efnalítils fólks hér á landi fyrr á öld- inni. „Ég hef á undan- förnum árum unnið að rannsóknum á íslenska velferðarríkinu, sérstaklega mótunartíma þess frá lokum 19. aldar og fram á miðja 20. öldina að almannatryggingakerfíð kemst á laggirnar 1947. Vegna skorts á heimildum varð úr að Njörður ákvað að kanna sér- staklega einn hóp sem velferð- arríkið á að veita þjónustu - fósturbörnin," segir hann. „Sérstaðan við þetta við- fangsefni er að þarna hefur ver- ið algjör eyða í okkar þekkingu en jafnframt er mjög erfítt að rannsaka það. Heimildir eru mjög af skornum skammti og þær sem þó eru til, t.d. í Borg- arskjalasafni, eru lokaðar vegna persónuverndar. Sagnfræðingar eiga hins vegar ekki að láta slíkar hindranir koma í veg fyr- ir að fjallað sé um mikilvæg svið á borð við félagslega hópa sem orðið hafa undir í samfélaginu." Guðmundur segir að rann- sókn Njarðar gefi greinargott Guðmundur Jónsson lektor. yfirlit yfir þennan mála- flokk, þ.e. hversu stórt vandamál hafi verið um að ræða. Þá fjalli hann um viðhorf til fóstrunar og gefi mjög góða mynd af þeim opinberu úrræð- um sem notuð hafi verið til að mæta þessari þörf. „Vel kemur í ljós hversu Reykjavíkurbær hefur verið vanþróaður. Allt er í gamla farinu langt fram á 20. öldina, útgjöld til þessarar þjónustu voru af mjög skornum skammti og reynt að hafa meðlag með hverju barni sem lægst. Þetta þýddi að fólk í sæmilegum efnum vildi alls ekki taka að sér þessi börn og því varð það hlutskipti fátækasta fólksins. Það átti ekkert og sá því vonarglætu í því lítilræði sem fylgdi með fósturbaminu. Þar voru hins vegar eðlilega ekki alltaf bestu aðstæðurnar til að ala upp fósturbörnin," segir hann enn fremur. Guðmundur bendir að lokum á að rannsóknin sýni vel hversu seint félagsleg úrræði á borð við barnaheimili hafi þróast hér á landi og þá hafi verið að frum- kvæði einstakra atorkusamra kvenna, eins og Sesselju Sig- mundsdóttur í Sólheimum og Þuríðar Sigurðardóttur í Vor- blóminu. Mikill leyndarhjúpur „Fátækt var almenn og ríkjandi og fólk skammaðist sín vegna aðstæðna sinna,“ segir Njörður en hann segist hafa rekið sig á að mikill leyndarhjúp- ur sé ríkjandi um þessi mál og svo hafi raunar verið um langt árabil. „Það var geysilega erfitt að komast í einhveijar heimildir um þessi mál. Ég þurfti t.d. að bíða eftir aðgangi að skjölum á Borgaskjalasafninu í tvo mánuði og komst ekki þar inn fyrr en milli jóla og nýárs. Þá var ég reyndar farinn að örvænta enda átti ég að skiia ritgerðinni í janúai-,“ segir hann. En af hverju stafar þessi leynd? „Margt af því fólki sem rannsóknin fjallar um er enn á lífi eða á fjölmarga afkomendur sem vilja ekki að slíkar upplýsingar séu bornar á torg. Af þeim sökum koma engin nöfn við sögu í þessum rannsóknum rnínurn." Forsenda þess að vísindamannin- um gæfist aðgangur að skjölunum forboðnu var nefnilega sá að fara með viðkvæmar upplýsingar sem algjört trúnaðarmál og með þeim hætti að ekki yrði persónugreinanlegt. Það er því alls ekki aðeins í erfðafræðinni sem tekist er á um persónuvemd ein- staklinga og rétt til upplýsinga og rannsókna. Ótrúlega stutt síðan Njörður segist helst undra sig á því eftir að hafa unnið að þessari rann- sókn, að svo stutt sé síðan aðstæður voru jafn bágbornar hjá mörgum borgarbúum og raun bar vitni. „Fátækt fólk hafði í raun ekkert val um að halda bömum sinum, enda kom lítil sem engin hjálp frá samfé- laginu. Af þessum sökum urðu margir að gefa frá sér bömin, jafnvel á heim- ili sem vom í engu betur stödd, en fengu þó örlítinn lífeyri með fóstur- baminu. Þessi fósturböm eignuðust vita- skuld siðan sína fjölskyldu og mörg hver em enn á M í dag og hafa eflaust brennandi áhuga á uppruna sínum og íyrstu æskuáranum. Þetta er í raun saga sem að mestu er enn ósögð.“ Lýsing hf. Ti 1kynning um skráningu skuldabréfa á Verðbréfaþi ng Islands hf. 1. flokkur 2000 Lýsing hf. Útgáfudagur: 20. júni 2000 Áv.kr. á fyrsta söludegi: 7,40% Grunnvísitala: Nvt. 198,4 Vextir: 6,00% ársvextir Flokkur: 1. flokkur 2000. Flokkurinn er opinn en verður að hámarki 2,5 milljarðar króna Fyrsti gjalddagi: 25. ágúst 2001 Einingar bréfa: 5 m.kr. og 10 m.kr. Skráning: Upplýsingar og gögn: Söluaðili: Umsjón með útgáfu: Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að setja skuldabréfin á skrá og verða þau skráð 15. september 2000, enda verði öll skilyröi skráningar uppfyllt. Skráningarlýsingin og önnur gögn sem vitnað er til í skráningar- lýsingunni liggja frammi hjá Landsbanka islands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík og á skrifstofu Lýsingar hf., Suöurlandsbraut 22. 108 Reykjavík. Landsbanki íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Landsbanki íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík. þegar þér hentar. Kvlt\a(c^K Þ fl R 5 E Mjfil J H R T H fl 5 L Œ R Landsbankinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.