Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Harmleikur eða hetju- stund fýrir Ferrari í Monza MIKIÐ mæðir á Michael Schumacher, ökuþór Ferr- ari, í síðasta móti ársins í Formúlu-1 íEvrópu, sem fram fer um helgina hér í Monza, mekka ítalskra akst- ursíþrótta og einni frægustu kappakstursbraut heims. Heiður Ferrari, stolt ítala, er í veði því til að liðið eigi góð- an möguleika á að eignast fyrsta heimsmeistara öku- þóra frá 1979 verður Schumacher að vinna Ítalíu- kappaksturinn. Spenna verður því í loftinu í Monza og annaðhvort verða eld- heitir stuðningsmenn Ferr- ari, svonefndir „tifosi“, í sæluvímu, a.m.k. fram að næsta móti, eða þeir láta sem ragnarök séu skollin á. Morgunblaðið/Júlíus Tæknimenn gera heimsmeistarann Mika Hákkinen tilbúinn fyrir æfingaakstur í Monza. En að tjaldabaki hér í Monza er almennt talið að Ferrari eigi á brattann að sækja; aðstæður í brautinni henti hin- um hraðskreiðu Ásgeirsson silfurörvum McLar- skrifar en betur og Mika frá Monza Hakkinen hafí sál- fræðilegt forskot á Schumacher í keppninni um ökuþóratitilinn eftir hvern sigurinn á fætur öðrum að undanförnu; ekki síst í síðasta móti, er hann náði forystunni af Schumacher á lokasprettinum með framúrakstri sem lengi verður í minnum hafður. „Eins og gefur að skilja er það mjög sérstakt augnablik til að njóta, að vinna Ítalíukappaksturinn á Ferraribíl. Og vegna keppninnar um ökuþóratitilinn yrði sigur hér um helgina enn merkilegri og stundin enn stærri fyrir liðið og stuðningsmenn þess. Þar sem að- eins munar sex stigum á okkur Mika og fjögur mót eru enn eftir er ég bjartsýnn á að við munum áfram eiga möguleika, óháð því hvernig hér fer. Einn sigur eða útafakstur fyrir vertíðarlok af hálfu annars hvors okkar gæti gjörbreytt stöð- unni og jafnvel ráðið úrslitum hvor- um megin hryggjar titilinn hafn- ar,“ sagði Schumacher í Monza í fyrradag. Schumacher hefur tvisvar farið með sigur af hólmi í Monza, 1996 og 1998, og var sá fyrri fyrsti sigur hans í Formúlu-1 eftir að hann hóf að keppa fyrir Ferrari. Tæpast gat staður og stund verið betri fyrir þau tímamót. Hákkinen hefur ekki riðið feitum hesti frá Monza og aldrei unnið hér. Setti þó hraðasta hring mótsins 1997 og 1998. Var og hlutskarpastur í tímatökum í fyrra og með góða og vaxandi forystu er honum urðu á þau afdrifaríku mis- tök að skipta í rangan gír inn í beygju með þeim afleiðingum að mótorinn fór í alltof háan snúning og drap sjálfkrafa á sér. Finnski ökuþórinn sýndi á sér áður óþekkt- ar hliðar. Hafði verið talinn vera með stáltaugar fyrir að sýna nán- ast engin svipbrigði hvað sem á hafði dunið og hlotið viðurnefnið „ísmaðurinn“ fyrir. Er bíll hans nam staðar utan brautar steig hann hins vegar upp úr honum og bugað- ist; brást í grát eitt augnablik. Lauda telur Hákkinen jafnfæran Schumacher Niki Lauda, fyrrverandi heims- meistari í Formúlu-1, telur að Schumacher sé ekki lengur færari ökuþór en keppinautar hans; Hákkinen hafi í austurríska kapp- akstrinum komist á sama stall. Því séu tveir jafnfærir ökuþórar í fyrsta sinn í langan tíma að kljást um heimsmeistaratitil ökuþóra en að hans mati er David Coulthard hjá McLaren fallinn úr leik í þeim slag. Því muni tæknilegir kostir keppnisbíla McLaren og Ferrari líklega ráða úrslitum um niður- stöðu heimsmeistarakeppninnar í ár. „í þeim efnum stendur Ferrari hallari fótum og vindur farinn úr tæknilegri þróun bílsins nú þegar sigið er á seinni hluta keppnis- tímabilsins. Lið þróa bílana jafnan allt árið meira og minna eftir fastri og fyrirfram ákveðinni áætlun og þegar menn standa verr að vígi en helsti keppinauturinn á þessu stigi vertíðar, eins og Ferrari nú, verður enn ílóknara að ráða fram úr vand- anum,“ segir Lauda. Hann bætir við að nú stefni hins vegar allt á einn veg hjá McLaren; upp á við. Ferrari muni þó ugglaust gera allt sem í þeirra valdi stendur og jafn- vel vonast eftir kraftaverki til þess að þurfa ekki að þurfa upplifa þá andlegu neyð sem því myndi fylgja að tapa enn einu sinni af heims- meistaratitli ökuþóra. Öllu fórnað svo sigur megi hafast Tæknimenn Ferrari hafa lagt nótt við dag frá síðasta móti við að reyna að bæta skarlatsrauða fák- inn. Mun hann skarta nýjum og 10 hestöflum aflmeiri mótor, nýjum fram- og afturvængjum sem eiga að auka skilvirkni loftflæðis og jafnvel útblástursstrompum eins og prýtt hafa McLaren-bílana. Þá ætlar liðið í fyrsta sinn að kæla nið- ur bensínið á bílana sem talið er auka kraft bílanna um 3-4 hestöfl. Á máli forstjóra Ferrari, Luca di Montezemolo, má heyra að nú sé að duga eða drepast; öllum trompum verði spilað út og áhættumesta sögn tekin í von um góðan afrakst- ur. „Við höfum ekki haft við McLar- en-bílunum í síðustu tveimur mót- um og við höfum lagt okkur mjög fram og rúmlega það síðustu tvær vikur til að reyna að brúa bilið. Eigum á brattann að sækja en það er ekki öll nótt úti enn og við gef- umst ekki upp fyrr en í fulla hnef- ana. Ég held að þetta mót ráði ekki úrslitum en hagstæð úrslit gætu vissulega gert okkur lífið léttara og slæm erfiðara. Við gerum allt til að ná settu marki á árinu,“ sagði Schumacher. Hann segir áhuga stuðningsmanna Ferrari fremur hvatningu en byrði. Eftir eigi að koma í ljós hvort það auki hraða bílsins svo hann hafi í við McLaren. Skúrkur eða hetja En altént má gera ráð fyrir því að Schumacher verði annaðhvort hetja á sunnudag eða skúrkur í augum hinna eldheitu áhangenda Ferrari, sem a.m.k. hálfítalska þjóðin er talin vera. í hugum þeirra verður mótið annaðhvort harmleik- ur eða hetjustund; ekkert þar á milli. Fari Hakkinen með sigur af hólmi verður hann kominn með traust tak á heimsmeistarabik- arnum þriðja árið í röð og góðri leið með að skipa sér á stall með Juan Manuel Fangio, Argentínu- manninum sem er sá eini er orðið hefur heimsmeistari í Formúlu-1 þrjú ár í röð. Skjottu a urslitin og þú getur unniö glæsilega vinninga ir I Skjóttu■ á -úrsWtin Þú getur skotið á úrslit leikjanna í hverri umferö. Vikulega verða dregnir út símar frá Simanum-GSM ásamt GSM Frelsi og miðum á leikina i Landssímadeildinni. i lokaumferðinni verður svo dreginn út óvæntur og glæsilegur vinningur. mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.