Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Bandaríska sjónvarpsfréttastöðin CNN hefur látið undan síga í harðri samkeppni í Bandaríkiunum
BANDARÍSKA fréttast-
öðin CNN, Cable News
Network, hefur undan-
farin ár barist við sífellt
minna áhorf þar í landi í
kjölfar harðnandi samkeppni. Stöðin
hefur ráðist í ýmsar skipulagsbreyt-
ingar til að ráða á þessu bót, en ekki
haft erindi sem erfiði. Fyrir skömmu
var tilkynnt uppstokkun í yfirmanna-
hópnum. Á næstu mánuðum kemur í
ljós hvort sú breyting nær að koma
stöðinni á réttan kjöl.
CNN fréttastöðin var einstök í
sinni röð þegar Ted Tumer setti
hana á laggirnar fyrir réttum tutt-
ugu árum. Hann opnaði fréttastofur í
öllum helstu borgum Bandaríkjanna,
auk útibúa hér og þar um heiminn, og
hóf fyrstur manna látlausar útsend-
ingar á íréttum í sjónvarpi, allan sól-
arhringinn, alla daga ársins. Stöðinni
óx fljótlega fiskur um hrygg og hún
náði óskiptri athygli heimsins í
Persaflóastríðinu árið 1991, með
beinum útsendingum frá írak.
Á síðustu árum hefur hallað undan
fæti. Fox-sjónvarpsstöðin hóf út-
sendingar á fréttarás sinni, Fox
News Channel, árið 1996 og sama ár
hófst fréttasjónvarp MSNBC og við-
skiptafréttasjónvarp CNBC.
Onnur helsta fréttarás CNN,
CNN Headline News, varð fyrst fyr-
ir barðinu á samkeppninni. Fyrir
tveimur árum var þegar ljóst að
áhorfendur voru að snúa baki við rás-
inni. Sem dæmi má nefna að þegar
Clinton Bandaríkjaforseti bar vitni í
eigin hneykslismáli, í ágúst 1998,
jókst áhorf helstu fréttarásanna um
77 til 92%, en á sama tíma jókst áhorf
CNN Headline News aðeins um
30%, sem var forráðamönnum CNN
mikið áfall. Fjórum árum áður hafði
áhorfið á Headline News rokið upp
um 90% þegar stöðin fylgdist með
akstri O.J. Simpson á ákaflega hægf-
ara flótta undan lögreglu.
Headline News tók
fyrsta skellinn
Haustið 1998 viðurkenndu CNN-
menn að vissulega gengi reksturinn
brösuglega, til dæmis hefði sam-
keppnin við MSNBC og Fox News
skaðað þá verulega. Allt í einu var
Headline News ekki eina rásin þar
sem sjónvarpsáhorfendur gátu geng-
ið að almennum fréttum, íþrótta-
fréttum og viðskiptafréttum allan
sólarhringinn alla daga vikunnar.
Aðrir sögðu skýringuna vera þá, að á
Headline News væru eingöngu frétt-
ir, ekki fréttaskýringar eða umræðu-
þættir, en slíka þætti leitaði fólk uppi
þegar stórfréttir væru í loftinu, til að
fá nánari skýringar á gangi mála.
Þrátt íyrir að CNN Headline
News léti á sjá stóð aðalrás CNN enn
sæmilega að vígi í samkeppninni.
Dreifendur kapalefnis héldu áfram
að dreifa Headline News, rétt eins og
aðalrásinni, enda voru rásimar
spyrtar saman í markaðssetningu,
svo í raun var óhagstæðara íyrir þá
að kaupa CNN eina en CNN og
Headline News saman, auk þess sem
kaup á báðum rásunum tryggðu af-
slátt á öðrum rásum Turner-sam-
steypunnar, s.s. TNT, TBS og Car-
toon Network.
Sumir urðu til að benda á það árið
1998, að dvínandi áhorf Headline
News sýndi að rásin tæki á sig allan
skaðann af aukinni samkeppni, en
sjálf aðalrásin, CNN, héldi sínu og
vel það. Þetta hefði alltaf verið til-
gangurinn með stofnun Headline
News árið 1982.
Þrátt fyrir þetta var gripið til ým-
issa ráða til að gera Headline News
meira heillandi. Fleiri fréttir voru
; sagðar á hverri klukkustund en áður
‘ og viðskiptafréttimar „mýktar“ svo
að þær féllu betur að smekk hins al-
j menna áhorfanda. Loks var ráðist í
byggingu á nýju myndveri og allt við-
! mót rásarinnar hannað upp á nýtt.
Fréttarás í fréttaleysi
Það átti hins vegar eftir að koma í
ljós að Headline News tók ekki á sig
allan skaðann, heldur fór smám sam-
an að síga á ógæfuhliðina hjá CNN.
Sjónvarpsstöðin byggði afkomu sína
á stanslausum fréttaflutningi, en
hvað átti að taka til bragðs þegar lítið
var um stórfréttir? CNN hafði þegar
' COUHT23 / it.
BREAKING NEWS
WESTMiNSTER, CALIFORNiA
AP
Þegar mikið er um að vera fylgjast margir með fréttaþjónustu CNN. Vandi stöðvarinnar hefur hins vegar ekki
síst verið sá, hvernig bregðast eigi við þegar lítið er í fréttum.
CNN horfír til
þráðlausrar
framtíðar
Minnkandi áhorf á fréttarásir CNN í
Bandaríkjunum hefur valdið yfírmönnum
þar á bæ miklum heilabrotum. Hörð sam-
keppni annarra rása hefur velt CNN úr
sessi sem helstu fréttarásinni, þrátt fyrir að
fyrirtækið hafí enn mjög sterka stöðu á al-
þjóðamarkaði. Ragnhildur Sverrisdóttir
segir að nú hafí verið stokkað upp í stjórn-
endahópnum og CNN ætli sér forystuhlut-
verk sem fréttarás í þráðlausum heimi.
áhyggjur af þessu árið 1997, eftir
mjög harða samkeppni í eitt ár, og
réð Richard Kaplan, fyrrverandi yf-
irmann hjá ABC News, til að stýra
CNN í Bandaríkjunum. Hlutverk
Kaplans var að móta CNN upp á
nýtt, svo að stöðin réði við „gúrkutíð"
í fréttum, þ.e. þegar lítið sem ekkert
fréttnæmt var á seyði.
Kaplan leitaði auðvitað í eigin
smiðju og ákvað að koma á laggirnar
unnum fréttaþætti á borð við Night-
line, sem hann hafði haft umsjón með
hjá ABC. Sá þáttur naut umtals-
verðra vinsælda og Kaplan taldi enga
ástæðu til að ætla annað en að hið
sama yrði uppi á teningnum hjá
CNN.
Nýi fréttaþátturinn sem Kaplan
skapaði hjá CNN bar nafnið
NewsStand og var unninn í sam-
vinnu við tímaritin Time, Fortune og
Entertainment Weekly, en fyrirtæk-
ið Tumer Broadcasting System, sem
Ted Turner stofnaði m.a. um rekstur
CNN, var þá komið í eina sæng með
tímaritunum undir hatti nýrra eig-
enda, Time Wamer. Þátturinn fór
hins vegar hörmulega af stað, þvi
CNN þurfti að draga fyrstu stór-
fréttina, þar sem Bandaríkjaher var
sakaður um að hafa varpað eiturgasi
á eigin hermenn í Víetnam, til baka
og biðja áhorfendur sína afsökunar.
Það kom líka í ljós að erfitt var að
halda þættinum úti þegar stórfrétt-
imar létu loks á sér kræla. Þá ætluð-
ust áhorfendur til að geta fengið allar
fréttir samstundis á CNN, en ekki
unninn fréttaþátt. Þátturinn átti að
bjarga stöðinni þegar ekkert var að
frétta, en þvældist fyrir þegar frétt-
næmir atburðir gerðust. Kaplan var
því í töluverðri klemmu, auk þess
sem hann sá fljótlega að erfitt yrði að
vinna NewsStand sess, því CNNhef-
ur ekki aðgang að auglýsingatímum í
fjölbreyttri dagskrá leikinna sjón-
varpsþátta og kvikmynda eins og t.d.
ABC-sjónvarpsstöðin hefur til að
auglýsa Nightline-þætti sína, sem
eru þar að auki sýndir í fastri dag-
skrá. Niðurstaðan varð því sú að
NewsStand varð samsuða af fréttum
dagsins og fyrirfram unnum fréttum,
en allt mátti það víkja ef stóratburðir
gerðust.
Kaplan vísaði líka til þess, að CNN
væri með fréttastofur í 34 borgum
um allan heim og engin ástæða væri
til að setja upp einhveija spjallþætti.
Hann gæti ekki ímyndað sér neitt
verra en að CNN drægi saman seglin
í fréttaöflun.
Breyttir og þráðlausir tímar
Richard Kaplan tókst hins vegar
ekki það ætlunarverk sitt að móta
nýtt hlutverk CNN á breyttum tím-
um og bandarískir áhorfendur héldu
ekki tryggð við stöðina í síauknu
framboði fréttarása. Kaplan hefur
hins vegar fengið hrós fyrir að gera
framsetningu frétta á CNN betri og
nútímalegri en áður, auk þess að ráða
þekkta fréttahauka til starfa.
í lok ágúst sl. tilkynnti CNN mikla
uppstokkun í yfirmannaliði, sem m.a.
fól í sér að Kaplan hvarf af vettvangi.
í frétt CNN af eigin breytingum kom
m.a. fram að yfirstandandi ár var
fremur tíðindalítið í fréttaheiminum,
samkeppni frá öðrum fréttarásum
jókst enn og Netið sér nú mörgum
fyrir fréttum, sem áður leituðu
þeirra í sjónvarpi. CNN ætlar því að
einbeita sér að því að samnýta enn
frekar sjónvarpsrásir sínar og vef-
síður, auk þess að markaðssetja
fréttarásimar af hörku um allan
heim.
Það er athyglisvert að CNN skuli
m.a. nefna rýran fréttamat sem
ástæðu fyrir slæmu gengi í ár, þegar
kosinn er nýr forseti Bandaríkjanna.
Stöðin útnefndi sjálfa sig „höfuð-
stöðvar kosningabaráttunnar" og
lagði í samræmi við það mikla
áherslu á stjómmálafréttir. Þar hafði
CNN ekki erindi sem erfiði, til dæm-
is var áhorf útsendinga frá lands-
þingi repúblikana 27% minna í ár en
fyrir fjómm ámm. Hver furðulega
ákvörðunin á fætur annarri rak
stjóm útsendinga, til dæmis ákvað
CNN að sýna ekki nema hluta ræðu
Jesse Jackson á landsþingi demó-
krata og missti þar með auðvitað af
þeim hluta sem fréttnæmur þótti.
Kaplan var sjálfur við stjómvölinn
þegar sú ákvörðun var tekin.
I fréttum kom fram að tilfærslur á
yfirmönnum stæðu í beinu sambandi
við yfirvofandi sammna Time Warn-
er og America Online. Haft var eftir
Terence McGuirk, stjórnarformanni
Tumer Broadcasting System, að nú
væri tækifæri til að nýta sér allar
hugsanlegar nýjungar í fréttaflutn-
ingi, t.d. á Netinu, um farsíma og
símboða. McGuirk sagði að nýir tím-
ar kölluðu eftir nýjum vinnubrögð-
um, sem menn innan CNN yrðu að
temja sér og það yrði næsta stóra
verkefnið.
Tom Johnson, stjómarformaður
CNN, tók undir þetta og benti til
dæmis á viðtal við George W. Bush,
forsetaframbjóðanda repúblikana,
sem var sent út samtímis á CNN, al-
þjóðlegri rás CNN, útvarpsrásum
CNN og þar að auki var hægt að sjá
það á heimasíðu CNN. Hann sagði að
í framtíðinni yrði til dæmis hægt að
sjá beinar fréttaútsendingar CNN
um borð í Boeing-farþegaþotum og
fyrirtækið ætlaði sér að taka þátt í
þráðlausum samskiptum, hvaða
nafni sem þau nefndust.
Of seint í rassinn gripið?
í fréttaskýringu LosAngeles Tim-
es fyrir rúmri viku eru leidd að því
rök að CNN hafi þegar misst af þráð-
lausu byltingunni og framtíðinni. Yf-
irmenn CNN hafi haft um það mörg
orð að nú myndu þeir upplifa nýja
tíma, en ekki nefnt einu orði að CNN
hefði mistekist herfilega að laga sig
að þegar breyttum aðstæðum.
Haft er eftir innanbúðarmönnum
að CNN hafi aldrei sinnt markaðs-
starfi að neinu marki og nefnt því til
stuðnings, að það var ekki fyrr en á
síðasta ári áð fyrirtækið lagði í fyrstu
umfangsmiklu auglýsingaherferð
sína, heiluiii þremur árum eftir að
samkeppnisaðilar byrjuðu rekstur
fréttarása. Aðrir innanbúðarmenn
segja litla markaðssókn ekki söku-
dólginn, hún sé aðeins skálkaskjól
um leið og áhorf minnkar.
í fréttaskýringunni er enn fremur
fjallað um það eilífa vandamál frétt-
arásarinnar, hvað eigi að taka til
bragðs þegar ekkert stríð eða flug-
slys er til að ná áhorfendum að skján-
um. Haft er eftir Jeff Greenfield,
stjórnmálaskýranda CNN, að þenn-
an vanda verði að yfirstíga. „Eg er
alls ekki að vonast til þess að þriðja
heimsstyrjöldin skelli á, efnahagslíf-
ið hrynji eða það bijótist út kyn-
þáttaóeirðir. Ég er tilbúinn að takast
á við þá staðreynd að við lifum á frið-
artímum og það geri málin erfiðari.“
Bent er á að Fox-fréttarásinni hafi
tekist ágætlega að koma undir sig
fótunum þrátt fyrir fréttaleysi á frið-
artímum, með blöndu af alvarlegum
fréttum, léttmeti og umræðuþáttum.
Enn er nefndur til sögunnar vandi
í rekstri CNN; sá að menn þar á bæ
hafi alltaf verið með ólíkindum sam-
ansaumaðir. Kaplan hafi vissulega
náð að ráða nokkra hæfileikaríka
menn til starfa hjá CNN, eins og til
dæmis Jeff Greenfield sem áður var
hjá ABC, en nískan hafi ávallt staðið
fréttarásinni fyrir þrifum. Haft er
eftir starfsmanni að yfirmenn CNN
geri sér alls ekki grein fyrir hve
nauðsynlegt það sé að fá besta fólkið
til starfa. í samanburði við helstu
keppinautana sé fréttateymi CNN í
eldri kantinum og ekki eins fram-
sækið. Það breytist kannski eitthvað
á næstunni, a.m.k. er búið að boða
þátt um stjómmál sem verður í hönd-
um stjómenda í yngri kantinum.
Gagnrýnendur segja einnig að
skrifræði sé umtalsvert innan CNN,
sem geri erfitt fyrir um allar breyt-
ingar, auk þess sem stundum rekist
hvert á annars horn, þar sem sumir
þáttagerðarmenn eigi að vera ábyrg-
ir gagnvart þessum yfirmanninum,
en kollegar þeirra gagnvart hinum.
Fréttaskýrandi Los Angeles Tim-
es virðist ekki bjartsýnn á miklar
breytingar hjá CNN, enda em allir
„nýju“ yfirmennirnir eftir uppstokk-
unina menn sem hafa starfað innan
fyrirtækisins í áraraðir og hljóta að
bera nokkra ábyrgð á því hvernig
komið er.
Það er ljóst að eigendur og stjórn-
endur CNN eiga erfiða tíma fram-
undan. Hins vegar fer því íjarri að
hægt sé að afskrifa risann CNNþótt
samkeppni fréttarása í Bandaríkjun-
um neyði hann til að endurskoða
reksturinn þar. Fyrirtækið er eitt hið
þekktasta í heiminum og hefur sífellt
sótt í sig veðrið utan Bandaríkjanna,
hvað sem áhorfendur heima í héraði
segja.