Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR10. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ iV ( , , f . ijlj SlliWÍfilÍÍ jij || | i Morgunblaðið/Jónas Erlendsson F.v. Ivar Páll, Guðmundur Pátur og Sveinn. STAÐSETNINGIN ER EKKIVANDAMÁL eftir Guðmund Guðjónsson STARFSSVIÐ BVT er víðfeðmt og uppbygging fyrirtækisins ekki með þeim hætti sem menn eiga að venj- ast. Forsprakkarnir eru þrír, Guð- mundur Pétur Guðgeirsson, sem starfar sem framkvæmdastjóri og sinnir bókhaldsþjónustu, sbr. b-ið í nafninu fyrirtækisins, Sveinn Páls- son sinnir verðfræðiverkefnum, sbr. v-ið og ívar Páll Bjartmarsson sem er tölvumaður fyrirtækisins, sbr. t-ið. í vor tók BVT síðan við póstdreifingu í Mýrdalshreppi og keypti stærra húsnæði undir starf- semi sína, enda segir Guðmundur Pétur að starfsemin sé að vinda upp á sig og velta fyrirtækisins hafi verið að aukast jafnt og þétt síðan fyrirtækið var stofnað 26. apríl 1998. Þeir félagar, Guðmundur Pétur, Sveinn og Ivar Páll eru allir fæddir og uppaldir Víkverjar, Guðmundur fæddur 1962. Hann lauk Samvinnu- skólaprófi frá Bifröst 1981 og hefur starfað sem verslunar- og skrifstofustjóri hjá KS, við eigin rekstur fjarvinnslustofunar Víst, sem verslunarstjóri KÁ og aðalbók- ari hjá sýslumanninum í Vík uns hann stofnaði BVT með félögum sínum. Guðmundur Pétur er giftur Þorgerði Einarsdóttur og eiga þau 3 börn. Sveinn er fæddur 1961. Hann er stúdent frá ML 1981, lauk bygging- artæknifræðinámi frá Tækniskóla íslands 1987, MSc-byggingarverk- fræðinámi frá Lunds Tekniska Högskola í Svíþjóð 1991 og hefur 'síðan starfað sem tæknifræðingur hjá Byggðarverki, verkfræðingur hjá Centerlöf & Holmber í Svíþjóð og sem verkfræðingur og bygging- arfulltrúi hjá Mýrdalshreppi. Sveinn er giftur Soffíu Magnús- dóttur og eiga þau 3 syni. Tölvukarlinn í hópnum, ívar Páll, var í upphafi kokkur, lauk námi við Hótel- og veitingaskóla íslands VœSHPTlfflVINNUlJF ÁSUNNUDEGI ►Það er alltaf athyglisvert að hiyóta um fyrirtæki í ðrum vexti úti á Iandsbyggðinni, ekki síst í byggðarlögum sem eiga undir högg að sækja vegna skorts á atvinnutækifærum og fólksflótta á mölina í beinu framhaldi. í Vík í Mýrdal er eitt slíkt fyrirtæki, BVT ehf. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Póstdreifingin skipulögð. 1989 og var síðan matreiðslumaður á Pottinum og pönnunni og víðar næstu árin. Skrifstofutæknir hjá Stjórnunarfélaginu og Nýherja um skeið uns hann hélt aftur til Víkur og var aðalgjaldkeri hjá sýslu- manninum í Vík til árisns 1998. Þá fór hann í alhliða tölvunám hjá Tölvu- og viðskiptaskólanum vetur- inn 1998-99, stundaði tölvukennslu fyrir Tölvufræðslu Akureyrar og BVT, innheimtufulltrúi hjá Sýslu- manninum í Kópavogi frá 1999 og sama ár netumsjónarmaður hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni. Sambýliskona ívars Páls er Sigrún Lilja Einarsdóttir og eiga þau eina dóttur. Samræming Þremenningarnir voru sum sé hver í sínu horni, en þar sem þeir þekktust allir frá gamalli tíð kvikn- aði áhugi hjá þeim að reyna á nýtt afbrigði af þekktu fyrirkomulagi. „Okkur datt í hug hvort við gætum ekki komið okkur saman, samnýtt krafta okkar, aðstöðu og búnað. At- huga hvort við gætum ekki laðað að aukin verkefni með því að bjóða svo margþætta þjónustu í sama fyrir- tækinu," segir Guðmundur Pétur. En hvernig kemur það út þegar einn kemur kannski með meiri pen- ing inn heldur en næsti maður? „Þetta hefur ekki verið vandamál hjá okkur. Sjáðu til, að ef við tökum Svein sem dæmi, þá er hann mjög virtur í verkfræðigeiranum og fær næg verkefni. Hann er flinkur í sínu fagi og er ánægðastur að geta sökkt sér ofan í verkin. En honum hefur aldrei þótt varið í að læra bókhald eða að standa í að rukka fyrir vinnu sína. Við þekkjum dæmi um að nokkrir aðilar í sömu grein samnýta aðbúnað og tæki á sama hátt og gera það af því að það er hagstæðara heldur en að stunda einyrkju. Því skyldi það ekki ganga upp hjá okkur þótt sviðin séu ólík? Dæmið sem ég nefndi sýnir hvað svona samkrull getur verið hag- stætt. Næg verkefni Guðmundur Pétur segir að hver um sig hafi nóg á sinni könnu, en þó ekki meira en svo að þeir vilji gjarnan fá fleiri verkefni, enda sé enn svigrúm til viðbóta og svo hafi þeir félagar augastað á snjöllu fólki til samstarfs ef tekst að landa fleiri verkefnum. Sjálfur hefur Guð- mundur auk framkvæmdastjórnar fyrirtækisins séð um færslu bók- halds og gerð ársreikninga fyrir Víkurprjón hf., Trévík ehf. og Hót- el Dyrhólaey ehf., gerð ársreikn- inga fyrir ýmis félagasamtök á svæðinu og framtalsgerð fyrir ein- staklinga og aðila í rekstri, m.a. í samstarfi við KPMG-endurskoðun á Selfossi. Sveinn hefur gjarnan fengið verkefni frá verkfræðistofum á höf- uðborgarsvæðinu, sérstaklega Hönnun hf, en fyrir þá hefur hann m.a. tekið þátt í hönnun stálgrind- arhúsa fyrir álverið á Grundar- tanga og inntak fyrir Vatnsfells- virkjun. Þá hefur hann hannað burðarvirki stórbyggingar í Portú- gal fyrir Límtré, stálgrindur í mót- tökubyggingu Hótel Skaftafells fyrir Verkfræðiþjónustu Jóns Guð- mundssonar, burðarvirki undir verksmiðjubakarí í Mosfellsbæ, auk hönnunarverkefna og gerð út- boðsgagna og kostnaðaráætlana fyrir Skaftárhrepp og fleiri. Eitt af því sem BVT lagði upp með í upphafi var kaup á nokkrum sterkum og notadrjúgum tölvum sem leigðar hafa verið hreppnum og notaðar í tölvuveri Víkurskóla og til námskeiðahalds á svæðinu. Utan um það hefur ívar Páll haldið, auk þess að setja upp og hanna vef Mýrdalshrepps og önnur smærri verkefni, m.a. vefsíðugerð. Eru sveitungar ykkar sæmilega tölvuvæddir? Guðmundur Pétur brosir að þessari spurningu og svarar því þannig að tölvuvæðing í sveitinni sé með ólíkindum. „Ivar hefur haldið talsvert af námskeiðum og það er nóg að gera og tölvur út um allt. Fólk hér ætlar sér ekki að ein- angrast í þessum efnum.“ Staðsetningin og atvinnumálin Guðmundur Pétur er spurður út í hvort staðsetning fyrirtækisins standi því ekki fyrir þrifum og hann svarar þannig: „Þvert á móti, nú á dögum skipta fjarlægðir sára- litlu máli. Tæknin sér til þess. Nú þegar er mikið af verkefnum fyrir- tækisins komin frá höfuðborgar- svæðinu, ekki síst verkfræðiverk- efnin. Við erum að heita má einir á stóru svæði hér á miðju Suðurlandi og það tryggir okkur á heimaslóð- um og gefur okkur forskot á þá sem fjær eru staddir. Sóknarfærin eru úti um allt. Þótt við séum á Vík, er ekki langt síðan að við vorum með mann í vinnu fyrir okkur á Ak- ureyri. Staðsetning fyrirtækisins gefur okkur einnig ögrandi möguleika á því að laða til Víkur fólk með sér- þekkingu, umfram okkar eigin. Þannig gæti fyrirtæki á borð við okkar komið til með að styrkja at- vinnulífið á staðnum og veitir ekki af. Við höfum verið að hugsa stærra að undanförnu og ætlum að sjá hvaða möguleikar eru í stöð- unni. Við höfum nóg á okkar könnu, það er langur vegur frá því að við séum að drepast úr verkefnaskorti. En við getum líka auðveldlega bætt við okkur og stefnum að því.“ Kannski fyrirmynd fyrir aðra í öðrum byggðarlögum með versn- andi stöðu í atvinnumúlum? „Einmitt. Ef þetta er hægt hér hví þá ekki annars staðar. Reyndar veit ég vel að atvinnumál á lands- byggðinni eru ekki alls staðar slök af sömu ástæðum. Hér í Vík bygg- ist t.d. allt á landbúnaði á sama tíma og á Aust- og Vestfjörðum byggist allt á útgerð. Ef við getum byggt eitthvað upp í dreifbýlinu þá er ekki öll von úti. Hér í Vík hefur ástandið verið erfitt og síðustu misseri hefur margt fólk flutt burt. Það hefur eitthvað örlítið hægt á þessari þróun hin allra síðustu ár, en mesta blóðtakan kom upp úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.