Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Fegurðin gengur í erfdir hjá Elite-stúlkunum Heiddísi og Kristel MYNDBÖND Heiðdís tekur við heillaóskum frá John Casablanca, stofnanda Elite- samtakanna. Elite-sigurvegaramir árið 1983 vom tveir, þær Kristína Haraldsdóttir og Heiðdís Steinsdóttir. Tvær kynslóðir Elite-stúlkna, Heiðdís og Kristel. Myndarlegar mæðgur Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Mærin frá Orleans Sendiboðinn (The Messenger: The Story of Jonn of Arc) D r a m a ★★ Leikstjóri: Luc Besson. Handrit: Luc Besson og Andrew Birkin. Að- alhlutverk: Milla Jovovich, Faye Dunaway, John Malkovich. (160 mfn.) Frakkland 1999. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. í GEGNUM tíðina hefur sagan um Jóhönnu af Örk verið mörgum sinnum kvikmynduð og er t.d. til bandarísk kvik- mynd frá 1899 um þessa frelsishetju Frakka. Leikstjór- ar á borð við Carl Th. Dreyer, Otto Preminger, Ro- berto Rosselini og Robert Bresson hafa komið Jó- hönnu á tjaldið með mismunandi góðum árangri. Kvik- mynd Dreyers er tvímælalaust sú besta en hún fjallar aðeins um rétt- arhöldin ^yfir Jóhönnu og afleiðingu þeirra. A síðasta ári komu a.m.k. tvær myndir um Jóhönnu. Önnur var ágætis sjónvarpsmynd með Leelee Sobieski í aðalhlutverkinu en hin þessi útgáfa Bessons af sögunni. Besson er þekktur fyrir myndir sem hafa glæsilegt útlit en margir deila um hversu innihaldsríkar þær eru. Utlitslega er myndin prýðilega unn- in þótt nokkrir gallar séu þar á, t.d. í búningahönnun. En það sem vantar tilfinnanlega í þessa mynd er sálin því ef kafað er aðeins undir litríkt yf- irborðið leynist varla neitt. Tilraun Bessons að festa þessa nær yfirnátt- úrlegu sögu í raunveruleika með hallærislegri sálfræði (samviska Dustins Hoffmans) og óþarfa ógeði misheppnast að mestu. Það besta við myndina er leikur Millu Jovovich en hún, eins og allar þær sem leikið hafa Jóhönnu, gefur allt í hið sterka kvenmannshlutverk. Ottó Geir Borg Hættuleg áætlun Hryðjuverkasamtökín (Militia) Á haustdögum árið 1983 var Heiðdís Steins- dóttir valin Elite-stúlka ársins við hátíðlega athöfn á Hótel Holti. Nú sautján árum síðar er dóttir hennar Kristel Dögg handhafí sama titils. Jóhanna K. Jóhannesdóttir spjallaði við þessar myndarlegu mæðgur aðeiris nokkrum dögum áður en Kristel ______hélt áleiðis til Sviss til þátttöku_ í úrslitakeppninni. „MÉR finnst þetta frábær upplifun og um leið stíg ég nokkur ár aftur í tímann með því að fylgjast með Kristel því ég hóf minn fyrirsætu- feril þegar ég var á sama aldri og hún eða fjórtán ára nema ég var orð- in tvítug þegar ég hlaut Elite-titil- inn,“ segir Heiðdís, sem virðist ekki hafa elst um einn dag síðan hún vann hinn eftirsótta titil, og brosir með móðurlegu stolti til dótturinn- ar. Heiðdís og Fanndís tvíburasystir hennar voru áberandi í íslenska tískuheimunum hér á árum áður og störfuðu báðar hjá Karon-samtök- unum sem þóttu öfundsverð að státa ekki bara af einni svona afburða- stúlku heldur tveimur og það ná- kvæmlega eins. Heiðdís viðurkennir prakkaralega að þær systurnar hafi einu sinni, „en bara einu sinni“, nýtt sér hvað þær voru líkar þegar önnur fór í stað hinnar í módelverkefni. Þær komust upp með svindlið en endurtóku leikinn aldrei aftur. í dag þykir sjálfsagt að fyrirsætur hefji ferilinn mjög ungar en hvernig var almennigsálitið þegar systumar fóru að sýna, þá rétt nýfermdar? „Fólki fannst við vissulega svolítið ungar en við vorum svo heppnar að Hanna Frímanns og Heiðar Jónsson hjá Karon-samtökunum urðu bara eins og mamma okkar og pabbi og gættu okkar eins og bestu foreldrar. Þau fengu til dæmis alltaf sérstakt leyfi íyrir okkur þegar við sýndum á „fullorðinsstöðum" eins og Holly- wood og Hótel Esju þar sem við fengum sérstakt fylgdarlið inn á staðinn og svo út aftur að sýningu lokinni," segir Heiðdís kíminn. Fannst þér þú vera tilbúin til að takast á við fyrirsætuheiminn á sín- um tíma? „Ég held að ég hafi aldrei hugsað um þetta með einhverjum alvörutón. Ég leit meira á þetta sem skemmt- un, jafnvel eins og ég væri bara að taka þátt í leikriti eða einhverju álíka skemmtilegu. Það var líka ekki jafnmikil samkeppni á þessum árum á milli stúlknanna eins og maður heyrir af í dag - þetta var allt miklu minna í sniðum og persónulegra þar sem allir sem tengdust bransanum þekktust og störfuðu reglulega sam- an. Við systurnar unnum saman í fyrstu en svo fékk Fanndís samning hjá Ford-fyrirsætuskrifstofunni í New York og ég fór að starfa á veg- um Elite í Hamborg. Þó mörgum finnist starfsævi fyrirsætunnar stutt þá þarf hún alls ekki að vera það - ég er til dæmis enn að,“ segir Heið- dís og skellihlær. Háværustu gagnrýnisraddirnar sem heyrast í dag segja að þetta sé harður heimur og táningsstúlkur þurfí að hafa sterk bein í nefínu til að takast á við fyrirsæ t us tarfið. Kristel Gnnst þér þú verajafntUbúin og mamma þín var á sama aldri? „Já, já, ég stend líka ekkert ein í þessu því Kolla (Kolbrún Aðal- steinsdóttir framkvæmdastjóri Elite á íslandi) sendir konu með okkur Malin, sem er Elite-stúlka Færeyja, í stóru keppnina í Genf, hana Elínu Guðmundsdóttur sem verður okkur til halds og trausts allan tímann í keppninni úti.“ Þú býrð auðvitað að reynslu mömmu þinnar sem er alveg ómet- anlegt. En, Heiðdís, svo ég spyrji þig sömu spumingar, fínnst þér Kristel vera tilbúin? „Já, við Kolla gerum okkar besta með að leiðbeina henni. Skólinn gengur svo auðvitað fyrir þar sem hún er bara fjórtán ára og allt sem hún kemur til með að gera verður að vera í fullu samræmi við stunda- skrána." Dreymdi Kristel alltaf um að feta ífótspor mömmu sinnar? „Nei, ég hafði aldrei spáð í það,“ svarar Kristel samstundis með geislandi brosi á vör, „ég er líka al- veg nýbyrjuð að „módelast" svo þetta heftir allt gerst mjög hratt og ég hef eiginlega ekki haft neinn tíma til að hugsa um þetta.“ Hvert er svo leyndarmál fegurð- arinnar sem mæðgurnar virðast þekkja svo vel? „Að lifa heilbrigðu lífi og borða hollan og góðan mat, ekki reykja og ekki drekka og ég ætla til dæmis bara að borða nammi á laugardög- um,“ segir Kristel sem er með fyrir- myndarlífemi á hreinu og mamma hennar bætir við „nægur svefn get- ur líka gert kraftaverk". Kristel fer með farteskið fullt af góðum heilráðum til Genfar í Sviss og ferðin verður bæði spennandi og lærdómsrík eins og Heiðdís veit manna best. „Fyrirsætustarfið er mjög þroskandi og stúlkurnar læra fallega framkomu og réttan lík- amsburð sem nýtist þeim alla ævi. Þær eignast líka ógleymanlegar minningar um skemmtilegt ævin- týri, sem er ómetanlegt." S p e n n u m y n d ★ Leikstjóri: Jim Wynorski. Handrit: Steve Latshaw. Aðalhlutverk: Dean Cain, Stacy Keach, Jennifer Beals. (85 mín.) Bandaríkin. Góðar stund- ir, 2000. Bönnuð innan 16 ára. ÞESSI glænýja sjónvarpsmynd frá HBO-stöðinni fjallar um starfs- mann andhryðjuverkadeildar leyni- þjónustunnar (ATF), sem kemst í innsta hring ofstækisfullra hryðjuverkasam- taka. Aætlun þeirra er að stela farmi af miltis- brandsgasi til þess að halda Banda- ríkjunum í gísl- ingu. Dean Cain leikur aðalhlutverk- ið í þessari mynd en hann varð nokkuð frægur sem Ofurmennið í sjónvarpsþáttunum „Lois and Clark“. Cain hefur lítið g;ert eftir þá þætti og ef þessi ómerkilega mynd gefur okkur hugmynd um þau hlut- verk sem honum standa til boða ætti hann frekar að leggja leiklistina á hilluna en að verða sér til frekari skammar. Stacey Keach og Frede- rick Forrest ofleika sín hlutverk eins og þeim er oft lagið en sýna hand- ritinu þó engu meiri virðingu en það á skilið. Leikstjórinn Jim Wynorski hefur oftast leikstýrt erótískum spennumyndum - myndum sem eru flestar mun merkilegri en þetta rusl. Ottó Geir Borg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.