Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA ÍDAG Æskulýðs- leiðtoginn Séra Friðrik Friðríksson, stofnandi KFUM, var stefnuviti margra þúsunda unffra manna til farsæls lífs. Stefán Friðbjarnarson telur þörfína fyrir æskulýðsstarf í anda KFUM enn brýnna í dag en áður. „EF einhver spyrði mig nú, á fullorðinsárum mínum, hvort ég væri trúhneigður, mundi ég svara játandi. Það eru áhrif úr bernsku, frá manni, sem þó tal- aði aldrei við mig um trúmál.“ (Gylfi Þ. Gíslason, fv. mennta- málaráðherra, um stofnanda KFUM, séra Friðrik Friðriks- son). Æskulýðsleiðtoginn séra Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM, var „goðsögn" þegar í lifanda lífi. Enn í dag stafar ljóma af minningu hans og starfi meðal þjóðarinnar. Gylfi Þ. Gíslason, prófessor og fv. menntamálaráðherra, lýsir séra Friðriki með þessum orðum í „Bókinni um séra Friðrik" (Skuggsjá 1968): „Hann var há- menntaður, ekki aðeins í guð- fræði, heldur fyrst og fremst í sígildum fræðum, rómverskum, grískum og íslenzkum. En hann hafði einnig áhuga á raungrein- um, einkum talnafræði og stjörnufræði. Og síðast en ekki sízt var hann trúmaður, svo ein- lægur trúmaður og svo gagn- tekinn af trú sinni, að hún mót- aði allt líf hans, ölí orð hans og allar gerðir. Kristin trú var ekki þáttur í sálarlífi hans, ekki hluti af honum, heldur hann sjálfur, hann allur.“ Séra Friðrik lagði þúsundum ungra manna, íslenzkra og danskra, til það vegarnesti, sem entist þeim til ævilangrar trúar- vissu, farsæls lífs og ævistarfs. Vestur-íslendingurinn og ráð- herrann Valdimar Björnsson kemst svo að orði í tilvitnaðri bók: „Áhrif séra Friðriks á löngum æviferli hafa styrkt kristna trú og innleitt guðsorð og góða siði hjá ótal þúsundum manna, ungum og gömlum." Valdimar vitnar til samtals séra Friðriks við páfann í Róm árið 1923, sem fram fór á latínu, en þar stakk íslenzki presturinn og æskulýðsleiðtoginn því að páf- anum, að Jón Ogmundsson væri verðugastur þess íslenzkra manna að vera talinn dýrlingur. Ráðherrann endar frásögn sína á þessum orðum: „íslendingar hafa, í raun og veru, gert séra Friðrik að dýrlingi - og geri aðrir betur." Sigurbjörn biskup Einarsson, sá mikli andans leiðtogi þjóðar- innar, komst svo að orði í kveðjuorðum í dómkirkjunni í Reykjavík við útför séra Frið- riks 18. marz 1961: „Vér gjörum enga að dýrlingum í vorri kirkju. En eigi mun samtíð séra Friðriks deila um það, að hann hafi verið jafnoki þeirra, sem helgir voru kallaðir. Og í huga kristinnar alþýðu mun hann taka sæti með Guðmundi góða og Þorláki, meistara Jóni og Hallgrími. Og það skulu menn vita, þegar líða tekur frá og menn fara að skoða persónuna í skuggsjá verka hennar og áhrifa, að maðurinn sjálfur var nákunnugum sannarlegt ævin- týri og aldrei fremur en undir lokin, guðdómlegt ævintýri. Vér geymum það margir sem dá- samlega reynslu að hafa verið við dánarbeð dýrlegs manns og Séra Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM í Reykjavík. fengið að sjá hinn heilaga ljóma af ásjónu hans, þegar hann þreyði í forgarði eilífðar." Á mótum árþúsunda búa Is- lendingar við betri efnahag, lengri meðalævi, fullkomnara heilbrigðiskerfi, meiri menntun, fjölþættari listir og hraðari al- hliða framfarir en nokkru sinni fyrr í meira en 11 alda sögu sinni. En það eru, því miður, fleiri hliðar á þessari nýju gull- öld þjóðarinnar og lýðræðis- og markaðsríkja heims en góðar teljast. Nú, þegar tæknin hefur nátengt álfur, lönd og þjóðir í eitt „heimsþorp", flýtur það illa með hinu góða yfir landamæri: eiturlyf, fordómar, hryðjuverk, öfgastefnur og margs konar lestir. Æska Islands býr, þegar grannt er gáð, við fleiri og verri hættur en gengnar kynslóðir. Þörfin fyrir æskulýðsleiðtoga og trúboða á borð við séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM á íslandi, og þann boð- skap er hann stóð fyrir, er enn brýnni nú en á hans dögum. Sem betur fer halda KFUM, KFUK, kirkjan og kristnir söfnuðir uppi því trúarmerki, sem séra Friðrik lét eftir sig í höndum viðtakenda. En merg- urinn málsins er að enginn ábyrgur einstaklingur, ekkert ábyrgt heimili, enginn ábyrgur skóli má skerast úr leik í fyrir- byggjandi starfi til að forða ein- staklingum frá viðblasandi hættum samtímans. Ævistarf æskulýðsleiðtogans, séra Friðriks, og sá árangur, sem það bar í lífi þúsunda, ís- lenzkra og annarra þjóða, vekur vonir um það að hið góða megi sigra það illa í samtíð okkar - og bjarga þeim, sem við hættur búa. Sigurbjörn biskup talaði í kveðjuorðum sínum um tvo ein- staklinga „sem víðast og dýpst hafa orpið geisla af Islandi inn í hugi erlendra manna“ á fyrri hluta 20. aldarinnar, prestana Friðrik Friðriksson og Jón Sveinsson (Nonna). Við munum þá þakklátum huga. Stöndum vörð um þann boðskap, þá kristnu menningararfleifð, sem var þeim eitt og allt. VELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þessi mynd er að öll- um líkindum tekin ár- ið 1936. Ekki er vitað hvar hún var tekin. Kannast einhver við myndirnar? Á ÞRIÐJA og fjórða ára- tugnum ferðuðust töluvert margir útlendingar um Is- land. Meðal þeirra voru þrír ungir Þjóðverjar, Hans Kuhn, Reinhard Prinz og Bruno Schweizer. Þeir fóru gangandi og ríðandi um landið, tóku ljósmyndir og héldu dagbækur. Þeir höfðu auga fyrir ýmsum sérkenn- um í íslensku mannlífi, vinnubrögðum, húsakynn- um og verkfærum, sem þá voru að hverfa úr sögu og Islendingum sjálfum datt síður í hug að taka myndir af. Bókaútgáfan Örn og Ör- lygur óskar eftir upplýsing- Þessi mynd er tekin af Bruno Schweizer árið 1936. Konurnar eru að virða fyrir sér danskt herskip sem fylgdi danska konungsskipinu, en konungurinn var hér í heimsókn. Þessi mynd er tekin af Bruno Schweizer árið 1935. Myndin er tekin hjá Melavellinum í Reykjavík. um um hverjir séu á með- fylgjandi myndum og hvar þær eru teknar. Sími bóka- útgáfunnar er 588-2013 og heimilisfangið er Hjarðar- hagi 54,107 Reykjavík. Tapað/fundið Silfurlitað tvíhjól hvarf frá leikskóla LÍTIÐ silfurlitað tvíhjól af gerðinni Pacific, hvarf frá leikskólanum Grandaborg, miðvikudaginn 6. septem- ber sl. Ef einhver getur gef- ið upplýsingar um hjólið, vinsamlegast hafið sam- band í síma 562-1968 eða 8981168. Fundarlaun. Dýrahald Lítil læða fannst í Mosfellsbæ LÍTIL rauðbröndótt læða fannst í Helgalandshverfinu í Mosfellsbæ, fimmtudaginn 7. september sl. Upplýsing- ar í símum 566-7233, 566- 7380, 552-7342 eða 699- 7233. Kettlingur týndist frá Njálsgötu KETTLINGUR (3ja mán- aða gamall) týndist laugar- daginn 2. september frá Njálsgötu. Þetta er þrílit bröndótt læða með gulan blett á hausnum og er ómerkt. Ef einhver hefur séð hana eða er með hana þá vinsamlega hafið samband í síma 551-8389 eða 437-0015. Mía litla er týnd MIA sem er svört og hvít læða týndist frá Geithálsi fyrir u.þ.b. þremur vikum síðan. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 561-4418. Með morgunkaffinu SKAK llmsjón llelgi Áss Grétarsson STAÐAN kom upp á Pentamedia stórmeistara- mótinu sem lauk á Ind- landi fyrir skömmu. Enn einu sinni er Bin-Sattar Reefat (2467) í aðalhlut- verki enda maður næmur fyrir fléttum. Hann hafði hvítt gegn Chanda Sandip- an (2446). 15.Bf6! Þekkt stef í Sikileyjarvörninni en nú undir afar hagstæðum kringumstæðum. 15...Kh8 15...bxc4 væri snot- urlega svarað með 16. Dh6! og hvítur mátar 16.Hg4 Bxf6 17. gxf6 g5 18.h4! e5 19.hxg5 Rxe4 20. Hhl Bf5 21. Hgh4 og svartur gafst upp. Skákin í heild sinni tefldist svona: l.e4 c5 2.Rf3 d6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 Rf6 5.Rc3 Rc6 6.Bc4 e6 7.Be3 Be7 8.De2 0-0 9.0-0-0 a6 lO.Hhgl De8 U.g4 Rd7 12.g5 Rc5 13.Dh5 Rxd4 14.Bxd4 b5 og nú er staðan á stöðu- myndinni komin upp. Svæðamót Norðurlanda, 10. september kl. 14:00 í félagsheimili Taflfélagsins Hellis, önnur umferð, bráðabanaskák Já, hann hefur setið þarna og beðið síðan ég lenti í óhappinu með eyrað hans van Goghs. það þyrfti að hressa svoh'tið upp á þig. Dömurnar fyrst!! Víkverji skrifar... KUNNINGI Víkverja þurfti á dögunum að reiða sig á þjón- ustu hraðflutningafyrirtækisins DHL vegna skjalasendingar frá Reykjavík til Kaliforníu í Bandaríkj- unum og til baka aftur. Allajafna læt- ur kunninginn nægja að notast við póstþjónustuna í tilfellum sem þess- um, en nú bar svo við að póstsending sömu leið hafði ekki skilað sér eftir tveggja vikna bið og þar sem lá á að koma skjölum til undirskriftar og fá þau svo aftur var afráðið að nýta sér þjónustu hraðflutningafyrirtækisins sem starfar í flestum löndum heims. xxx EKKI getur kunninginn gefið þeirri þjónustu sem hann fékk góða einkunn. Sendingin var þó ekki nema þrjá daga á leiðinni vestur yfir haf, en þar sem þannig hitti á að hús- ráðendur á áfangastað höfðu brugðið sér stundarkom af bæ, frestaðist af- hending hennar fram yfir helgi. Voru skjölin undirrituð og send aftur um hæl, en engu að síður tók viku í við- bót að fá þau afhent í Reykjavík. Þetta var í engu samræmi við þá hraðþjónustu sem viðkomandi flutn- ingafyrirtæki stærir sig af í auglýs- ingum og alls ekki í samræmi við væntingar kunningjans um þjónustu þessa. Nú er það svo að DHL gefur upp númer hverrar sendingar svo unnt sé að fylgjast með ferð hennar á Net- inu. Það var gert samviskusamlega í þessu tilviki og svo undariega bar til að sendingin var sögð komin til Reylgavíkur einum tveimur dögum áður en hún loks fékkst afhent! Kalla menn það virkilega hraðþjónustu? xxx AGSKRÁ Stöðvar 2 á morgnana er í hávegum höfð á heimili Víkverja eftir að morgunsjónvarp stöðvarinnar hófst. Þykir heimilis- fólki þægilegt að kveikja á sjón- varpstækinu í bítið og vinna svo morgunverkin með morgunsjón- varpið í bakgrunni. Ekki svo að skilja að setið sé fyrir framan tækið allan tímann, því fer fjarri, en jafn- þægilegt er að hlusta á þáttinn og renna svo augum á skjáinn þegar ástæða er til. Áður en morgunsjónvarpið hóf göngu sína kveikti Víkverji stundum á morgunþáttum þeirra erlendu sjónvarpsstöðva sem finna má á Fjölvarpinu. Þannig komst hann upp á lag með sjónvarpsefni sem hvar- vetna nýtur vinsælda, en morgun- þættir eru víða meðal vinsælasta efnis í sjónvarpi. XXX ER RÉTT að nota tækifærið og hvetja stöðvarfólk til að halda uppteknum hætti með þennan dag- skrárlið. í upphafi óttaðist Víkveiji nefnilega að morgunsjónvarpið þryti örendi áður en langt um liði, en þær hrakspár hans hafa ekki ræst, sem betur fer, og nú er svo komið að um- sjónarfólkið - og áhorfendur - hafa vanist þessum tíma sólarhringsins vel og mikil synd væri að gera ein- hveija breytingu á því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.