Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 21
Þróun smásöluverðs á nýmjólk frá 1990
Smásöluverð í nóvembermánuði, bæði á verðlagi hvers árs
og á verðlagi í ágúst 2000 skv. breyt. á vísitölu neysluverðs
Krónur/litrinn
90 87,5-
80
70
60
50
Verðið á verðlagi í ágúst
árið 2000 skv. breytingu
á vísitölu neysluverðs
1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000
ákvörðun um að fjárfesta í sjálfvirkri
mjaltavél er að menn eru að bíða eft-
ir því að Lánasjóður landbúnaðarins
taki á því hvernig lánafyrirgreiðslu á
þessu tæki verður háttað,“ segir
Magnús. “
Eins og áður segir er hér um nán-
ast byltingu í mjaltatækni að ræða.
Ef við lýsum þessari tækni í stórum
dráttum þá er hún byggð þannig upp
að kýrnar koma að sjálfsdáðum til
mjalta en í fjósinu er klefi þar sem
mjöltunin fer fram. Kýrin er með
hálsband sem í er tölvukubbur sem
gefur boð um að þessi tiltekna kýr sé
komin inn í klefann. Þá ákveður tæk-
ið hvort á að mjólka kúna eða síðar ef
stutt er síðan hún var mjólkuð. Um
leið og kýrin er mjólkuð fær hún
kjarnfóður og sjálfvirkur þvottur
hefst á spenunum. Að þvotti loknum
setur tækið mjaltahylki á spenana en
sérstakur staðsetningarbúnaður
finnur þá og mjaltir hefjast.
Tækið fylgist með nyt og heilnæmi
mjólkurinnar. Þegar júgurhlutar
tæmast eru hylkin tekin af þeim
jafnóðum. Að mjöltum loknum opn-
ast hliðið á klefanum og kúnni er
sleppt út.
Úr færíbandavinnu í gæðastjórnun
Hvað er það sem einkum vinnst
með sjálfvirku mjaltavélunum?
„Menn hafa verið að tala um að
með tilkomu þessa tækis sé vinnu-
spamaður um 30% en það er þó
breytilegt eftir búum,“ segir Lárus.
„Sjálfvirka mjólkurtæknin dregur
því úr líkamlegri vinnu bóndans og
ætti hann því að endast betur.
Fyrir bóndann er þó mesta breyt-
ingin sú að mjaltavinnan breytist úr
því að vera færibandavinna í hreina
gæðastjórnun. Aðal starf bóndans er
eftirlit með kúnum. Þannig hefur
bóndinn meiri tíma til að sinna grip-
unum eða öðram verkum."
„Fyrir utan að vera vinnusparandi
hvetur þessi mjaltatækni bændur til
að fylgjast afar vel með heilsufari
kúnna,“ segir Torfi Jóhannesson.
„Ef við tölum um velferð dýra þá
virðist mér í fljótu bragði að kostirn-
ir ættu að vera meiri, því kýrnar
ráða sér sjálfar, það er ekki verið að
þvinga þær til að koma til mjalta
heldur láta þær mjólka sig á mis-
munandi tímum miðað við hvað þær
mjólka mikið.“
Þar eð kýrin velur sjálf hvenær
hún vill láta mjólka sig á sólar-
hringnum er hægt að auka mjalta-
tíðni sem gera má ráð fyrir að auki
nyt um 10-15%,“ segir Lárus Péturs-
son.
„Þegar eitthvað gerist í mjalta-
búnaðinum sem gerir það að verkum
að búnaðurinn getur ekki haldið
áfram þá lætur hann bóndann vita í
boðtæki. Þá þarf hann að bregðast
við. Bóndinn getur því brugðið sér af
bæ. Vinnutíminn verður þannig
sveigjanlegri."
Magnús Pálsson bóndi að Steinum
I í Rangárvallarsýslu og bróðir hans
Sigurjón reka sameignarbú þar sem
þessi nýja mjólkurtækni er viðhöfð.
„Ástæðan fyrir því að við keyptum
mjaltavélina er sú að við vildum til-
einka okkur nýjustu tækni á þessu
sviði. Helstu kostirnir við hana er
vinnuhagræðing og svo hefur þetta
skilað okkur betri mjólk og afurðum.
Aðspurður kvaðst hann ekki geta
nefnt neina ókosti vélarinnar. „Allt
hefur þetta gengið snurðulaust fyrir
sig síðan við tókum upp þessa
tækni,“ segir hann.
Löng hefð fyrír kynbótum
kúa víða í Evrópu
Það kemur fram í máli þeirra sem
við ræddum við að allt sem tengist
því að fyrirbyggja sjúkdóma og
halda kúnum hreinum skiptir gífur-
lega miklu máli. Reynslan hefur sýnt
að það veitist mörgum bændum sem
búa við sjálfvirka mjaltatækni erfið-
ara en áður að halda stöðugum gæð-
um mjólkurinnar vegna þess að ekki
er verið að skoða spenana á hverri kú
áður en mjólkað er. Þessar sjálfvirku
mæliaðferðir eru ekki ennþá eins
góðar og mannsaugað," segir Lárus.
„En þessi tækni breytir öllum
möguleikum bóndans að safna
gögnum um framleiðsluna og úr-
vinnslumöguleikum á þessum
gögnum þar eð tækið skráir þessar
upplýsingar sjálfvirkt."
Þegar verið er að fjalla um hvern-
ig megi bæta hagkvæmni í búrekstri
og bæta samkeppnisaðstöðuna er
ekki út vegi að minnast á innflutning
erfðaefnis. „Ástæðan fyrii’ því að við
sóttum um að fá að setja inn erfða-
efni í íslenskar kýr úr norskum kúm
er sú að við viljum gera samanburð á
hvort hagkvæmara sé að framleiða
mjólk með því að nota erfðaefni úr
norsku kúnum og þannig auka af-
urðagetuna,“ segir Snorri Sigurðs-
son, framkvæmdastjóri Landssam-
bands kúabænda. „Við hyggjumst
standa að samanburðartilraun þar
sem verða bornir saman kostir og
gallar þessara tveggja kynja. Niður-
stöður tilrauna munu ekki liggja fyr-
ir fyrr en eftir 7 ár og þá verður
ákveðið um framhaldið. Við rann-
sóknina verður einkum horft til af-
urðasemi, mjöltunareiginleika og
mjólkurgæða. Ef niðurstaðan verður
sú að hagkvæmara verður að nota
erlent erfðaefni munum við væntan-
lega vinna áfram að því að rækta upp
þá eiginleika sem taldir eru betri,“
segir Snorri.
Það kom fram í máli Torfa Jó-
hannessonar að í Danmörku og víðar
í Evrópu er löng hefð fyrir að kyn-
bæta þarlendar mjólkurkýr með
erfðaefni frá öðrum löndum og
heimsálfum. Það sé því spurning
hvers vegna við hér á Islandi ættum
ekki að geta gert hið sama?
Rekstrarafkoman hefur batnað
Félagslegar og menningarlegar
ástæður hafa vafalaust einnig haft
áhrif í þá veru að bændur hafa sumir
hverjir hætt búskap og þá um leið
stuðlað að fækkun og stækkun
búanna.
„Mín tilfinning er sú að margir
bændur séu að hætta af félagslegum
ástæðum," segir Torfi. „Tæknivæð-
ingin er orðin mikil. Verið er að að
fjárfesta í nýjum tækjabúnaði því
tæknin er ódýrari en vinnuaflið sem
þýðir að innan búsins er færra fólk.
Einnig fækkar í sveitunum og þýðir
þetta stóraukna félagslega einangr-
un fyrir bændur.“
Rekstrarafkoma sérhæfðra kúa-
búa á síðastliðnum tveim árum hefur
batnað samhliða þeim breytingum
sem hér hefur verið lýst. Sé litið á
rekstur sömu kúabúa á árunum 1998
og 1999 má sjá að búin fara stækk-
andi en innvegin mjólk jókst að jafn-
aði um 5.082 lítra og námu 105.150
lítrum að meðaltali á árinu 1999.
Samfara þessari þróun má sjá að af-
koman tekur breytingum til batnað-
ar sem má rekja til aukinna tekna.
Þannig jukust búgreinatekjur að
jafnaði um 5,3% að raungildi á árinu
1999 á meðan breytilegur kostnaður
jókst um 1,7% á sama tíma. Fram-
legðin fór úr 62,1% á árinu 1998 í
63,4% 1999.
Fjárfestingar þessara kúabúa juk-
ust að raungildi um 25,5% á árinu
1999 aðallega vegna aukinna fjár-
festinga í greiðslumarki og bygging-
um. Það sem eftir stendur fyrir
bóndann fyrir eigið vinnuframlag og
ávöxtun eigin fjár af búrekstri er að
meðaltali 1.951 þúsund krónur á ár-
inu 1999 og jókst að raungildi um
3,6% frá árinu á undan. Afkoman af
búrekstri samsvarar að eftir stendur
um 162 þúsund krónur á mánuði fyr-
ir bóndann á árinu 1999 en í flestum
tilfellum eru það hjón sem þar koma
við sögu.
Þegar bornar eru saman heildar-
skuldir í hlutfalli við heildartekjur
búanna árin 1998 og 1999 kemur í
ljós að hlutfallið hefur hækkað úr
96,9% í 99,8% á milli ára.
Hátt kvótaverð ýtir undir það að
bændur bregði búi
Kvótakerfi í kúabúskap hefur við-
gengist síðan 1980 þótt það hafi tekið
nokkrum áherslubreytingum á tíma-
bilinu. Var það upphaflega sett á til
að minnka hættuna á offramleiðslu
og halda framboði á mjólkinni stöð-
ugri og minnka verðsveiflur á henni.
Skiptar skoðanir komu fram á
ágæti kvótakerfisins í máli þeirra
sem við töluðum við. Þeir bentu á að í
mjólkuriðnaði í nágrannalöndum
okkar væri alls staðar mjólkurkvóti
en sala hans færi fram á mismunandi
hátt. Til dæmis er mjólkurkvótinn í
Danmörku seldur með fyrirkomu-
lagi sem heldur verðinu niðri. Á Is-
landi höfum við frjálsan markað á
kvóta. Hefur þetta kerfi virkað
þannig að hluti bænda hefur nýtt sér
þann möguleika að kaupa meiri
TILBOÐSD
A R
Stafrænar tölvutengdar Ijósritunarvélar
Myndvarpar
Faxtæki
Stafrænar myndavélar
Opið laugardag 10-14
mán-fös 9-18
HTT
Heildorlousnir í tölvu- & tæknibúnoði
SÆTUNI 8 • SIMI 569 1500