Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Meðalafkoma kúabúa árin 1991-1999 Byggt á reikningum kúabúa hvert ár Upphæðir eru á verðlagi hvers árs Tokjur búsins Gjöld búsins Hagnaður fyrir laun til eigenda Fjöldi búa 203 198 203 221 230 210 215 225 139 Meðalbústærö 85.852 90.254 88.514 91.193 90.776 94.064 97.736 95.578 99.580 (greiöslumark) lítrar lítrar Irtrar lítrar Irtrar lítrar lítrar lítrar lítrar Fjöldi og stærð kúabúa 1993 og 1999 Fjöldi Framleidd Stærðardreifing kúabúa kúabúa mjólk og skipting mjólkurframl. 1993 a buin eftir stærð 909 bú 61% 485 bú 32% I 7% I 1999 549 bú 45% 466 bú 17% Kúabú sem framleiða minna en 75.000 I á ári Kúabú sem framleiða 75-125.000 I ^ á ári Kúabú sem framleiða meira en 125.000 I á ári 1993 1999 Ljósmynd/Áskell Þórisson Þar sem sjálfvirk mjaltatækni er viðhöfð ræður kýrin sjáif hvenær sál- arhringsins hún vill láta mjólka sig. kvóta meðal annars til að nýta þann tækjabúnað og byggingar sem þeir hafa fjárfest í enn betur og ná fram meiri hagkvæmni í rekstrinum. Aðr- ir bændur hafa notað tækifærið og selt mjólkurkvótann til að draga sig í hlé frá búskapnum, en hátt kvóta- verð hefur ýtt undir þá þróun. Það vekur athygli þegar afkomu- tölumar hér að ofan eru skoðaðar að á sama tíma sem búin hafa lítil laun og eru að endumýja tækjabúnað og húsakost eru búin að fjárfesta í kvóta, en verð á honum hefur verið afar hátt að undanfömu eða 200 krónur lítrinn. Menn geta keypt kvóta með því að auglýsa eftir honum eða gera tilboð í það sem auglýst er til sölu. Þeir sem eru að leita eftir að kaupa kvóta geta einnig haft samband við afurðastöðv- arnar eða búnaðarsamböndin sem hafa haft milligöngu um viðskiptin. Mjólkurbúin eiga mikilla hagsmuna að gæta við að halda uppi framleiðslu á viðkomandi svæði. Þau em því að annast alls konar fyrirgreiðslu fyrir bænduma. Búnaðarsamböndin að- stoða hins vegar einstaklinga í þess- um málum einkum með að hjálpa þeim við pappírsvinnuna. Mikilvægast að halda uppi innanlandsmarkaði Miðað við þær forsendur sem hér hafa verið raktar virðist ekki mega mikið út af bregða svo að bændur sem standa í þessum fjárfestingum eigi á hættu að komast í þrot - eða er ekki svo? „Auðvitað er ekki hægt að tryggja neitt í þessum heimi og vissulega era bændur að taka áhættu,“ segir Snorri Sigurðsson. „Bændur fá um 67,70 fyrir iítrann á ári með bein- greiðslunum svo að innkaupsverð kvótans er þriggja ára sala án kostn- aðar. Þeir sem kaupa á þessu verði telja sig væntanlega hafa hag af því. En staðan er sú að ríkið hefur gert samning við kúabændur til ársins 2005 um ákveðnar beingreiðslur. Þær gefa rekstraröryggi til þess árs. Eftir það er enn óvissa með fram- haldið og því líklegt en ekki öruggt að kvótaverð eigi eftir að síga niður eftir því sem styttist í lok þess samn- ings. En mestu hagsmunir bænda felast í því að halda uppi innanlands- markaði íyrir sínar mjólkurvörur og jákvæðri ímynd þeirra. Það hefur tekist ágætlega hingað til. Hver bóndi verður að meta það út frá eigin aðstæðum hversu dýrt hann kaupir kvóta,“ segir Þórólfur Sveins- son. ,Að sjálfsögðu skiptir það miklu máli að framleiðsluaðstaðan sé fyrir hendi. í mjólkurframleiðslu er mikið fjármagn bundið á hverja krónu í veltu. Það skiptir því mjög miklu máli hvemig lánasamsetningin er og vissulega geta einhverjir lent í koll- steypu. Eg veit reyndar ekki um neinn atvinnurekstur sem er svo ör- uggur að ekki sé hægt að lenda í vanda. En spumingin er hvort búið er rekstrarhæfara eftir nokkur ár með því að kaupa kvóta en að láta það ógert.“ Afurðastöðvarnar auðvelda bændum kvótakaupin Til að auðvelda bændum kvóta- kaupin hafa einstaka afurðastöðvar aðstoðað bændur við kaupin með fjárhagslegri fyrirgreiðslu eins og áður segir. Kaupfélag Skagfírðinga hefur til dæmis stutt dyggilega við bakið á bændum í héraðinu við kvótakaup á undanfomum ámm og hefur því safnast umtalsverður kvóti þar á tiltölulega stuttum tíma. „Það var í ársbyrjun 1995 sem við byrjuðum að útvega bændum mjólk- urkvóta. Þá var héraðskvótinn 7,8 milljónir lítra en nú er hann 9,6 millj- ónir lítra,“ segir Geirmundur Valtýs- son fjármálastjóri Kaupfélags Skag- firðinga. „Við lánuðum bændum fjármagn á mjög hagstæðum kjör- um. Ef þeir hefðu þurft að taka hefð- bundin bankalán hefðu þeir ekki get- að stigið þetta skref. Það em tæplega 90 bændur í héraðinu sem framleiða mjólkina og framleiðslan á hvert heimili er um 115 þúsund lítr- ar. Kaupfélagið hefur á undanfömum áram verið að bæta aðstöðu sína og byggði fyrir all mörgum árum stóra ostageymslu. Til þess að nýta þessa fjárfestingu þarf meira hráefni. Þannig kemur aðstoðin við bændur bæði þeim og afurðasölunni til góða,“ segir Geirmundur. Verða framleiðslustyrkir afnumdir árið 2005? Ymislegt bendir til þess að Evrópusambandið muni leggja það til að dregið verði úr framleiðslu- styrkjum til mjólkuriðnaðarins eða hann lagður niður í aðildarlöndum þess árið 2005 en hvaða áhrif mun það hafa á stefnu okkar íslendinga í þessum efnum? „Þessi umræða hefur ekki haft vemleg áhrif á kvótasöluna, enda ekkert ákveðið um þetta hjá Evrópu- sambandinu,“ segir Þórólfur. „Eg er þeirrar skoðunar að ef samfélagið setur einhverjum umsvifum skorður í formi kvóta þá sé það nánast óhjá- kvæmilegt að kvótinn eða réttindin sem í honum felast geti færst á milli einstaklinga fyrir þeirra eigin til- verknað. Almenn stefnumörkun innan ESB er að minnka þessa styrki,“ segir Torfi. „í staðinn hefur verið rætt um að taka upp styrki sem myndu gagn- ast sömu aðilum eða svæðum til ann- arra nota eins og að rækta skóg eða vernda grunnvatn svo dæmi séu tek- in. Mér finnst ekkert ólíklegt að sjá svipaða þróun hér á landi.“ Of mikill mjólkurkvóti á of fáar hendur? Þegar horft er til framtíðar vakna fleiri spumingar um kvótamálin. Með stækkun búanna kemst mikill mjólkurkvóti á hendur tiltölulegra fárra bænda. Þar eð stuðningur er greiddur beint á kvótann þá er verið að versla með ríkisstuðning. Eigum við ef til vill eftir að upplifa svipaða umræðu í landbúnaðargeiranum og í sjávarútvegnum þar sem menn em að gagnrýna kvótasölu til örfárra að- ila? „Gagnrýni í sjávarútvegnum er fyrst og fremst bundin því að ein- staklingar geti farið með of mikið fjármagn út úr greininni, svo og mik- il samþjöppun aflaheimilda á fáar hendur. Þessi umræða getur komið upp í landbúnaði líka, en upphæðim- ar em á gjörólíku plani svo að þessu verður aldrei með réttu líkt saman,“ segir Þórólfur Sveinsson. „Ætli með- al kúabúið sé ekki með ríflega 100 þúsund lítra kvóta og skuldi um 10 milljónir króna. Ef við gefum okkur að kvótaverð sé 200 krónur, ætti þetta bú 10 milljónir króna eftir fyrir skatta ef allur kvótinn væri seldur. Að því er varðar að versla með stuðning ríkisins, þá var það og er stefna ríkisins að rekstrareiningar í mjólkurframleiðslu geti eflst. Sam- þjöppun er leið að því marki. Það má heldur ekki gleyma því að sum kúa- búin þar sem verið er að selja kvót- ann em í raun komin í þrot. Væri kvótinn ekki seljanlegur, væru sumir þessara aðila gjaldþrota. Að því er varðar að setja skorður við stækkun búa, þá tel ég að slíkt komi helst til greina úr frá umhverfís- og öryggis- sjónarmiðum. Það er mikilvægt að hafa í huga að þegar kvóti var settur vom aðstæður töluvert öðmvísi en nú eru,“ segir Torfi. „Greiðslumark var sett til að minnka offramleiðslu og laga fram- leiðslu að innnanlandsmarkaði. Þau markmið hafa náðst og eðlilegt að menn velti fyrir sér hvort að kvótinn í núverandi mynd sé heppilegt stjómtæki." Vínnslustöðvamar hafa verið að færast í hendur framleiðenda Aukin samkeppni milli bænda hef- ur endurspeglast í háu kvótaverði þar sem kvóti veitir aðgang að mark- aði. Þetta hefur vakið upp spurningu um eignarhald bænda að afurða- stöðvunum sem em reknar sem sam- vinnufélög. Vinnslustöðvar hafa ver- ið að sameinast eða lagt upp laupana sem hefur þrýst á skýrar línur um eignaraðild. Að því leyti finnst ýms- um samvinnufélagsformið ekki hent- ugt þar eð eignaraðild er óljós. Vinnslustöðvamar hafa á undan- fömum árum verið að færast í hend- ur framleiðendanna en í þessum fyr- irtækjum em gífurlegar eignir. „Um 60% af mjólkinni em lögð inn í af- urðastöðvamar sem era að fullu í eigu bænda,“ segir Þórólfur. „Þetta eru Mjólkursamsalan í Reykjavík og Mjólkurbú Flóamanna og nær svæði þeirra frá Hornafirði í austri og í vestri til og með að Blöndósi. Þó er samlagið á ísafirði sjálfstætt. Hinar afurðastöðvamar era flestar ýmist í eigu kaupfélaga eða sameign kaupfé- lags og framleiðenda. „Það er stefna framleiðenda að hafa full yfirráð yfir afurðastöðvunum. Það sem kemur í veg fyrir það eru fjárhagslegir hags- munir annarra eignaraðila. Á Eyja- fjarðar- og Þingeyjarsýslusvæðinu hefur verið náð samkomulagi milli framleiðenda og KEA um samstarf og eignaskiptingu. Vonandi mun sú þróun halda áfram að afurða- stöðvarnar haldi áfram að færast í eigu framleiðenda vegna þess að þá er ekki hætta á árekstrum milli þess að greiða eigendum arð af eigin fé og þess að greiða besta verð fyrir hrá- efni.“ Er ekki ástæða til þess að breyta um rekstrarform afurðastöðvanna svo að bændur sem hafa byggt af- urðastöðvarnar upp með margvís- legum hætti geti ef þeir vilja selt þessa eign sína? „Nei, ég tel ekki ástæðu til að breyta rekstrarformi þessara fyrir- tækja,“ segir Þórólfur. „Það er margföld reynsla hérlendis og er- lendis að besta félagsformið fyrir af- urðastöðvarnar er að þær séu fram- leiðendasamvinnufélög. Það er eina formið sem tryggir til lengri tíma að þær haldist í eigu bænda og það tryggir líka aðgang þeirra sem starfa í greininni á hverj- um tíma að afurðastöðinni, án þess að til endurfjármögnunar þurfi að koma. Ef til endurfiármögnunar kemur er ljóst að bóndinn er ekki sá sem best býður og þar með missa bændur yfirráð yfir afurðastöðvun- um.“ En hvernig sjá íslenskir mjólkur- framleiðendur fyrir sér framtíðina? „Sú þróun að búum fækki og þau stækki á eftir að halda áfram næstu misseri," segir Þórólfur. ,Auðvitað skiptir atvinnuástand og eftirspurn eftir landi talsverðu máli líka en við emm ekki komin á neinn leiðarenda að því er varðar framfarahug í bænd- um og það er bóndinn sem ber uppi þróunina. Til þess að mjólkuriðnaðurinn dafni þarf hráefni hér eftir sem hing- að til að vera gott og starfsmöguleik- ar á markaði þurfa að vera góðir. Þar hafa stjómvöld síðasta orðið, því verðmyndun á landbúnaðarvörum í heiminum er með þeim hætti að óvarðir lifum við ekki af. Að sjálfsögðu þarf mjólkuriðnað- urinn einnig að stunda öfluga vöru- þróun eins og hann hefur gert og auka þarf hagkvæmni í rekstri.“ Sveigjanleiki iykilatriði í framtíðinni „Síðustu 30-40 ár hafa einkennst af stöðugleika, á tíðum svo mikfum að jaðrað hefur við stöðnun," segir Torfi Jóhannesson. „Verðlagning hefur verið stöðug og fyrirsjáanleg. Markaðurinn hefur verið nokkuð föst stærð og óskir neytenda um framleiðsluaðferðir og eiginleika vörunnar hafa verið einsleitar og til- tölulega fyrirsjáanlegar. Þetta tíma- bil er á enda. Við tekur tími þar sem sveigjanleiki er lykilatriði. Innflutn- ingur mjólkurvara á eftir að aukast, útflutningur gæti hafist, verðsveiflur gætu aukist og óskir markaðarins munu ekki verða jafn einsleitar og áður. Þegar rætt er um vöruþróun þá sé ég fyrir mér að hluti bænda fari út í að framleiða eftir nýjum framleiðslu- aðferðum í landbúnaði en markaður- inn er þegar farinn að spyrja eftir slíkum vörum. Þessir neytendur em ekki endi- lega að horfa á verðið. Þetta getur tengst umhverfisvænum fram- leiðsluaðferðum, sérstökum eigin- leikum vömnnar eða dýravelferð." Eyðing sveitanna vandamál „Önnur leið fyrir bóndann út úr því ástandi að allir séu að framleiða það sama á sem ódýrastan hátt er framleiðsla á svokallaðri matvæla- merkjavöm. Slíka vöm sjáum við í miklum mæli í Miðjarðarhafslöndun- um þar sem uppmni vörannar skipt- ir miklu meira mála en við þekkjum hér hjá okkur. Eyðing sveitanna er ákveðið vandamál vegna þeirrar félagslegu og menningarlegu einangmnar sem það hefur í för með sér fyrir bændur. Hér á landi vantar heildarstefnu þar sem lögð er áhersla á að landbúnað- ur sé ekki eina tækið til að halda uppi blómlegri byggð. Það er spurning hvemig við get- um til dæmis fengið fólk til að fara út í sveitirnar þó ekki væri nema hiuta úr ári. Sumarbústaðaeigendur gætu hjálpað til í þessum efnum þó þeir séu ekki nema aðeins hluta af árinu í sveitinni. Eg er mjög bjartsýnn á framtíð ís- lenskrar mjólkurframleiðslu," segir Snorri Sigurðsson. „Ég trúi því að neytendur muni styðja áfram við ís- lenskan landbúnað með því að kaupa góðar vörur. Einnig hljóta að vera sóknarfæri á erlendri gmndu fyrir sérvörur eins og til dæmis osta. ísland hefur á sér gæðaímynd sem gagnast við sölu ís- lenskra framleiðsluvara.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.