Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 27 Landssamtökin Heimili og skóli kynna niðurstöður símaþjónustu Dæmi um að börn séu utan skóla svo mánuðum skiptir Morgunblaðið/Þorkell Jónína Bjartmarz, formaður landssamtaka Heimilis og skóla, kynnir nýjan bækling um einelti. DÆMI eru um að böm sem rekin hafa verið úr skóla hafi verið utan skóla svo vikum eða mánuðum skiptir. Þetta kom fram á blaðamannafundi lands- samtakanna Heimilis og skóla í gær. Þar var kynntur nýr bæklingur um einelti, símaþjónusta samtakanna og svokallað- ur foreldrasamningur. Jónína Bjartmarz, for- maður Heimilis og skóla, sagði að samtökin aðstoð- uðu m.a. foreldra barna sem lent hefðu utan skóla en ekki væri um mjög mörg tilfelli að ræða. Hún sagði að í þeim tilfellum, sem komið hefðu inn á borð til sam- takanna, væri einkum um það að ræða að bami hefði verið vikið úr sín- um hverfisskóla og ekki fengið skóla- vist annars staðar. Það væri hlutverk viðkomandi sveitarfélags að finna nýjan skóla handa bömum sem lentu í þessu en fyrir kæmi fyrir misbrest- ur yrði á því og í nokkrum tilfellum hefðu böm þurft að vera utan skóla í nokkrar vikur eða mánuði. Jónína sagði að í nýrri reglugerð um aga og skólareglur, sem sett hefði verið af menntamálaráðuneytinu í byrjun árs, væri reynt að koma í veg fyrir að þetta gæti gerst. 20% hringja vegna erfiðleika einstakra barna Heimili og skóh em samtök for- eldra barna í grann- og framhalds- skólum, sem hafa það að markmiði að bæta hag fjölskyldna og uppeldis- og menntunarskilyrði bama og ungl- inga. Samtökin hafa frá upphafi boðið fólki upp á upplýsingar og ráðgjöf og hafa t.d. rekið símaþjónustu. í fjiigur ár hafa símtölin verið skráð og vora niðurstöður skráningarinnar kynntar á fundinum í gær. Þar kom í ljós að að meðaltali hafa fjórir hringt á skrif- stofuna hvem virkan dag með erindi af ýmsum toga sem snerta skólamál. Þeir sem oftast hringja eru foreldr- ar, bekkjarfulltrúar eða forsvars- menn foreldarfélaga eða foreldra- ráða. Flestir, eða um 31%, hringja vegna málefna er lúta að stjómun skóla, stefnumótun og framkvæmd og um 30% hringja vegna mála er snúa að foreldrastarfi o.þ.h. Um 20% þeirra sem hringja í heim- ili og skóla gera það vegna erfiðleika einstakra bama og er algengast að það sé vegna eineltis en einnig vegna námserfiðleika eða brottrekstrar nemenda. Vegna þess hversu ein- elti virðist vera útbreitt hafa samtökin í samstarfi við Hagkaup gefið út bækling um einelti og verður honum dreift í verslanir Hagkaups en einnig má nálgast hann á skrifstofu samtakanna á Laugavegi 7. Hann er ætlaður foreldrum jafnt þolenda sem gerenda og er t.d. fjaUað um einkenni í hegðun sem gætu verið vísbending um að bam sé lagt í einelti og ráðleggingar um hvemig réttast væri íyrir foreldra að bregðast við. Um 14% þeirra sem hringja í síma- þjónustu Heimilis og skóla era að afla upplýsinga um kennslu, námsaðstoð og kennsluhætti. Foreldrasamningur A fundinum var einnig fjallað um foreldrasamning, sem ætlað er að auka samskipti foreldra. Þannig geta foreldrar innan ákveðinnar bekkjar- deildar sameinast um ákveðnar reglur og viðmið og skapað þétt ör- yggisnet um böm og unglinga. Heim- ili og skóli hafa látið útbúa vinnugögn íyrir þá sem vilja taka höndum saman um velferð bama sinna með foreldra- samningi og geta þeir nálgast gögnin á skrifstofu samtakanna. Allir saman nú við Sóltún 26 Nú er öll starfcemi Fijálsa fjárfesöngarbankans og Fijálsa Iffeyrissjóðsins komin undir sama þak, í nýju húsnæði við Sóltún 26. Við hlökkum öl að fá þig I heimsókn I höfuðstöðvar okkar þar sem við getum veitt þér enn betri og persónulegri fjármálaþjónustu. Komdu I heimsókn eða hafðu samband í sima 540 5000. B I I: ; í * m Sóltún 26 - sími 540 5000 -www.ftjalsi.is C 1 FRJÁLSI FjÁRf’ESTINGARBANKINN » 5 www.fenger.is Englakoddaver með barnabæn Engl teiknikeppni Hrafnagili 2000 Vinningshafar: Bergdís Jóna Viðarsdóttir, Reykási 28,110 Reykjavik Ari Már Egilsson, Kjalarsíðu 16A, 603 Akureyri Lena Gunnlaugsdóttir, Hjarðarholt 14, 300 Akranes Margrét Anna Magnúsdóttir, Hamragerði 7, 600 Akureyri Vinningar Koddaver með eigin verðlaunateikningu og eftirlætiskríli verða send vinningshöfum. Simi 891 9818 m w f m - einkatímar - 12 vikna námskeið fyrir alla aldurshópa byrjendur og lengra Skráning er haf WvrgTT«J gítarskóli - Síðumúla 31, sími 581 1281, netfang torfi.t komns n. 3@centrum.is - L J SLANDS Barna og unglingastarf Hún var ung en náði tökum á vandanum. Freyja hefur misst 36 kfló á námskeiðum Gauja iitla. Skemmtilegt aðhald fyrir börn og unglinga þar sem tekið er á vandanum á ákveðinn, jákvæðan og árangursríkan hátt. Við tökum á einelti og byggjum upp einstaklinginn á sál og líkama í náinni samvinnu við foreldra. Námskeiðin hafa verið haldin í 2 ár með góðum árangri. 14. september hefjast námskeið fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára þar sem í boði eru spinningtímar, taibo, hipp hopp dans, stöðvaþjálfun, leikræna tjáning, styrking sjálfsmyndar, kynlífsfræðsla og margt fleira. 19. september hefjast námskeið fyrir börn á aldrinum 7-9 ára og 10-12 ára. Á þeim námskeiðum bjóðum við lokaða tíma í taibo, jóga, leikræna tjáningu, sjálfseflingu, skauta, keilu og margt fleira. 36 AÖ námskeiðunum koma læknir, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur, félagsráðgjafi, íþróttakennari, kennari, næringarráðgjafi, næringarfræðingur ásamt ýmsum þekktum gestakennurum. Öllum börnum og unglingum á námskeiðum Gauja litla í vetur býðst að sækja íþróttaskóla Gauja litla í Danmörku í samvinnu við Úrval-Útsýn næsta sumar. Heiltufarður Gauja lida REYKJAVÍK - AKUREYRI Upplýsingar og skráning í síma 561-8585
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.