Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 51
I DAG
Arnað heilla
QA ÁRA afmæli. Á
i/ \/ morgun, mánudag-
inn 11. september, verður
níræður Jön Helgason skó-
smíðameistari, Elli- og
hjúkrunarlieimilinu Grund.
Eiginkona hans var Petrón-
ella Pétursdóttir sem lést
1987.
A A ÁRA afmæli. Nk.
OU miðvikudag 13. sept-
ember, verður sextug Þór-
unn Jónsdóttir, Hrísrima 9,
Reykjavik. Hún tekur á
móti gestum kl. 18 á afmæl-
isdaginn í Veisluþjónust-
unni, Glæsibæ.
r A ÁRA afmæli. í dag,
ti\J sunnudaginn 10.
september, verður fimmtug-
ur Bolli Thor Valdimarsson
vélstjóri, Holtsgötu 30,
Sandgerði. Hann er erlend-
is ásamt eiginkonu sinni,
Helgu Herborgu Guðjóns-
dóttur.
BRIDS
Umsjiín liuðniiiiiihir Sv.
Ilerinannsson
ÍSLENSKA bridslandsliðið
sýndi hvað í því býr með því að
komast í úrslitakeppni Olymp-
íumótsins í brids og leggja síð-
an Hollendinga í 16 liða úrslit-
um. í þessu spili sem kom
fyrir í Hollandsleiknum gafst
vei að opna á grandi sem upp-
fyllti ekki alveg ströngustu
kröfur:
Suður gefur, allir á hættu
Noyður
* AKD64
v A4
♦ 10953
+ G6
Vestur Austur
♦982 4.10753
vK7 VDG6532
♦ D2 *8
+ÁKD1092 4.53
Suður
4.G
V1098
♦ÁKG764
+874
Við annað borðið opnaði
Wubbo de Boer í vestur á 1
laufi og eftir það var leiðin
greið fyrir Aðalstein Jörgen-
sen og Sverrir Armannsson
inn á sagnir. Þeir gerðu síðan
vel að komast í 5 tígla sem
voru auðunnir, 600 til Islands.
Eins og sést hefðu 4 spaðar
unnist einnig.
Við hitt borðið sátu Magnús
Magnússon og Þröstur Ingi-
marsson AV. Þar byrjaði
Þröstur í vestur á 1 grandi
sem lofaði 14-16 punktum og
jafnri hönd. Þessi opnun gerði
NS erfitt fyrir. Bart Nab í
norður valdi að passa, og
Magnús í austur sagði 2 hjörtu
sem sýndi hjarta og veik spil;
þeir Þröstur spila svonefndan
tvöfaldan Stayman þar sem 2
tíglar er geimkrafa.
Hefðu AV notað yfirfærsl-
ur, eins og algengast er, og
Magnús sagt 2 tígla hefði
Huub Bertens í suður getað
dobiað til að sýna tígullit. En
nú valdi hann að passa, sama
gerði Þröstur og Nab í norður
sagði 2 spaða. Bertens í suður
sagði þá 3 tígla og þar við sat,
150 til Hollands en 10 stig til
íslands.
Hlutavelta
Þessir duglegu krakkar héldu hlutaveltu til styrktar
Húsavíkurdeild Rauða kross íslands. Þau eru í efri röð
f.v.: íris Grímsdóttir, Huld Grímsdóttir, íris Svein-
björnsdóttir. Neðri röð f.v.: Börkur Guðmundsson,
Selmdís Þráinsdóttir og Kristinn Lúðvíksson.
Þessar duglegu stúlkur, sem búa á Hellu, héldu tombólu
fyrir stuttu. Þær söfnuðu alls 13.290 kr. sem þær gáfu í
kapellusjóð Dvalarheimilisins Lundar á Hellu. Þær
heita Kristín Erla Kjartansdóttir og Fríða Björg Þor-
björnsdóttir.
UOÐABROT
BASLHAGMENNIÐ
Löngum var ég læknir minn,
lögfræðingur, prestur,
smiður, kóngur, kennarinn,
kerra, plógur, hestur.
VELLÍÐANIN
Á daginn kafinn óðaönn
í að fá að lifa.
Stel af nóttu stuttri spönn
stundum til að skrifa.
Stephan G. Stephansson.
ORÐABOKIN
EKKI alis fyrir löngu
minntist kunningi minn á
það við mig, að hann hefði
heyrt í opinberri ræðu talað
um að geta sér góðan orð-
stír. Taldi hann, að hér hefði
ræðumaður mismælt sig
herfilega, því að hann hefði
átt að tala um orðstí í þessu
sambandi. Fáeinum dögum
síðar sá ég bæði á skjá Rík-
issjónvarpsins og í blaði rit-
að svo. Þetta gefur mér til-
efni til þessa pistils.
Nafnorðið orðstír er sam-
sett, og merkir seinni liður
Orðstír
þess, tír, heiður, sæmd.
Þessi liður mun einungis lifa
í no. orðstír í nútíðarmáli.
Annars má sjá í OM
(1983) ýmsar samsetningar,
svo sem tírhönd, hönd sem
veitir virðingu, orðstír. Lo.
tírlaus = ærulaus og tír-
samur = virðingarmikill,
frægur, en þessi orð munu
ekki Iengur mælt mál. í no.
tír er r-ið stofnlægt og helzt
í allri fallbeygingu þess.
Orðmyndin tír er því
óbreytt í öllum follum,
nema -s bætist við ef. Þess
vegna er rétt að tala um góð-
an orðstír, alls ekki orðstí.
Hér er hins vegar á ferðinni
ruglingur við annað nafnorð,
þ. e. týr = hetja, goð. Hér er
r-ið ekki stofnlægt og hverfur
í beygingunni.
Allir kannast við goðana-
fnið Týr og svo mannanöfn
eins og Hjálmtýr og Valtýr og
fleiri með týr sem seinni lið.
Hér er það týr í nf., en svo
ekkert r í hinum follunum.
Því er talað um Hjálmtý, vera
hjá Hjálmtý og fara til Hjálm-
týs. - J.A. J.
STJÖRJYUSPA
eftir Frances llrake
MEYJA
afmælisban} dagsins: Þú átt
auðvelt með að afla þér vina
en ert of kærulaus og missir
þájafnfljótt frá þér aftur.
Hrútur
(21.mars-19. apríl) ''M
Þú getur skerpt á markmið-
um þínum með því að ræða
þau við einhvem nákominn.
Settu þér skynsamleg mörk,
því annars er hætt við að allt
misheppnist.
Naut
(20. apríl - 20. maO
Það ríður á miklu, að þú dreif-
ir ekki kröftum þínum um of.
Veldu þau verkefni, sem þér
henta bezt, og láttu aðra um
að ganga frá hinum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú kemst ekld hjá því að hug-
leiða vandlega hvaða afstöðu
þú átt að taka til þeirra hluta,
sem máli skipta. Vertu svo
trúr þinni sannfæringu.
Krabbi
(21.júní-22. júlí)
Láttu ekki vinnufélaga þína
draga þinn í deilur, sem koma
þér ekkert við. Þegar mold-
viðrinu slotar, stendur þú
uppi með hreinan skjöld.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) M
Láttu sjálfselskuna ekki ná
svo sterkum tökum á þér að
þú verðir óalandi og ófeij-
andi. Leggðu þig þvert á móti
fram um að vingast við aðra.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) (SSL
Þótt ýsmum skrýtnum hlut-
um sé stungið að þér, skaltu
gæta þess að láta ekki hafa
þig að leiksoppi. Vertu á verði
og gættu sjálfsvirðingar
þinnar.
Vog
(23.sept.-22.okt.)
Dagarnir eru hver öðrum lfk-
ir og þú þarft að brjóta þá
upp og skapa tilbreytingu í líf
þitt. Það er undravert hvað
lítil breyting getur gert.
Sporðdreki
(23. okt.-21. nóv.)
Þú ert í aðstöðu til þess að
láta til þín taka og þarft því að
að vera vel undirbúinn, þegar
þú flytur mál þitt. Billegir
brandarar skemma fyrir.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.) fUiO
Þú þarft að leggja höfuðið í
bleytið og fmna fleiri fjáröfl-
unarleiðir. En tækifærin eru
mörg svo þú átt ekki að vera í
neinum vandræðum.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) mSÍ
Það eyðileggur bara meira
fyrir þér að vera þverskallast
við að viðurkenna mistök þín.
Sýndu stórlyndi og réttu
fram sáttahönd.
Vatnsberi
(20. jan. -18. febr.) CSS
Þú átt greiðan aðgang að
vinnufélögum þínum, ef þú
bara vilt. Það þýðir hins veg-
ar ekki að slá um sig með
blekkingum, þær springa
bara í fangið á þér.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Hafðu blýant og blað við
hendina til að skrá drauma
þína. Það getur gefið þér
ýmsar vísbendingar sem þú
lærir með tímanum að skilja.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Trölladeigsnámskeið
fyrir byrjendur og lengra
komna. Úrval hugmynda.
9 ára reynsla.
Aldís, sími 698 5704
Meðvirkni
Námskeið um meðvirkni, samskipti,
tjáskipti og tilfinningar verður haldið
föstudagskvöldið 15. september og
laugardag 16. september 2000
í kórkjallara Hallgrímskirkju.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800.
Stefin Jóhannsson, MA,
JjölskyldurdSgjofi
Taktu mér eins og ág er, svo ég geti lært hvaö ég get orðið
ki
LÆRÐU SJALFSDALEIÐSLU
A ■ Næstu nátnskeift hcfiast 13. o» 14, sept.
Einkatímar • sími 694 5494 •Námskeið
Frábær árangur
Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og
ójafhvægi og aukið getu þína og jákvæða
uppbyggingu á öllum sviðum.
Hringdu núna
Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur.
Ghesilegt úrvol
afsamkvœmiskjólum
Ný sending
Allir fylgihlutir
m \
:L.
\\
9
Fataleiga Garðabæjar, sími 565 6680.
Opið virka daga frá kl. 10 til 18, laugardaga kl. 10 til 14.
BRIDSSKOLINN
Námskeið
á haustönn
(V) (§.
Byrjendur: Hefst 26. september og stendur yfir í 10
þriðjudagskvöid, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20-23.
Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni
kunnáttu og ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga.
Það geta allir iært að spila brids, en það tekur svolítinn tíma að
ná tökum á grundvallarreglum Standard-sagnkerfisins. Það er
fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem sækir skólann.
Kennslubók fylgir námskeiðinu.
Framhald: Hefst 28. seplember og stendur yfir í 10
fimmtudagskvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20-23.
Standard-sagnkerfið verður skoðað í smáatriðum, en auk þess
verður mikil áhersla lögð á varnarsamstarfið og spilamennsku
sagnhafa. Ný bók, Nútíma brids, eftir Guðmund Pál Arnarson,
verður lögð til grundvallar. Kjörið fyrir þá sem vilja tileinka sér
nútímalegar aðferðir og taka stórstígum framförum. Ekki er
nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga.
Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247
milli kl. 13 og 18 virka daga.
Bæði námskeiðin eru haldin í húsnæði Bridssambands
íslands, Þöngiabakka 1 í Mjódd, þriðju hæð.