Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 25
Landslið íslands í opnum flokki fer yfir niðurstöður úr leik í ráðstefnuhöllinni í Maastrict. F.v.: Aðalsteinn Jörgensen,
Matthías Þorvaldsson, Þröstur Ingimarsson, Þorlákur Jónsson, Sverrir Ármannsson og Magnús Magnússon.
Fyrsti makkerinn minn á Akur-
eyri var Sigurbjörn Þorgeirsson.
Hann var mjög metnaðargjarn spil-
ari. Við spiluðum mest í heimahús-
um, makker Stefáns félaga míns var
Skúli Skúlason.
Var nokkur ár í unglingalandsliðinu
Ég fór að fara út á bridgemót fyrir
yngri spilara árið 1994. Þá fór ég til
Arnheim í Hollandi og spilaði á
Evrópumóti fyrir yngri spilara. Síð-
an spilaði ég á alls konar mótum,
m.a. á tveimur Evrópumótum þar
sem við urðum í í sjöunda sæti, sem
var góður árangur og unnum eitt
Norðurlandamót. Makkerar mínir á
þessum tíma voru Stefán Jóhanns-
son, Steinar Jónsson og Sigurbjörn
Haraldsson. Við Sigurbjörn spiluð-
um saman á tveimur Norðurlanda-
mótum.
Arið 1997 var ég orðinn 25 ára, of
gamall í unglingalandsliðið.
Fjórða mótið í opna landsliðinu
Arið eftir fór ég í landslið opna
flokksins og spilað þar síðan. Þetta
Olympíumót er fjórða mótið sem ég
spila með landsliðinu. Fyrsta mótið
var í Noregi og urðum við í öðru
sæti, síðan fór ég í fyrra til Möltu á
Evrópumót, það gekk illa. A Norður-
landamótinu á Hótel Örk urðum við í
þriðja sæti og hér í Maastricht kom-
umst við sem sagt í átta liða úrslit.
Við töpuðum fyrir Pólverjum, það
var eðlileg þeir eru ennþá betri en
við.
Kynntist konunni sinni
á sumarmóti í Bandaríkjunum
Árið 1998 kynntist ég konunni
minni, Catarina Midskog, sem er í
sænska kvennalandsliðinu. Við
kynntumst á sumarmóti í Bandaríkj-
unum, þar sem ég spilaði á móti Jóni
Baldurssyni. Cat var að spila þarna í
kvennakeppni. Við hittumst í afmæli
hjá Hjördísi Eyþórsdóttur sem er
besti kvenspilari okkar íslendinga.
Hún býr og spilar sem atvinnumaður
í Bandaríkjunum, gift þarlendum at-
vinnuspilara. Cat og Hjördís eru vin-
konur.
Ég fór heim eftir þetta sumarmót
og var heima í viku, þá skrapp ég í
heimsókn til Svíþjóðar að hitta Cat
ojg þá ákváðum við að flytja saman.
Ég flutti alfarinn frá Islandi tíu mán-
uðum seinna.
Unglingabrídge, kennsla
ogtvö fyrirtæki tengd brídge
Cat er eins og fyrr sagði bridge-
kennari og hefur verið það í a.m.k.
tíu ár. Hún sér líka um unglinga-
bridge í Stokkhólmi, sem er 80%
starf, kennslan er 60% vinna, þannig
að hún vinnur mikið. Og að auki er
hún með tvö fyrirtæki. Annað þeirra
heitir Cat Rezor og er ferðafyrirtæki
og stendur m.a. árlega fyrir tveimur
utanlandsferðum til sólarlanda. Spil-
að er þá í viku og er það mest eldra
fólk sem sækir í þessar ferðir, fólk í
sumar- eða vetrarfríum. Svo eru
farnar tvær sumarferðir í Svíþjóð.
Leigðir eru sumarbústaðir þar sem
fólkið gistir í viku og spilar bridge og
fer í leiki, svo sem minigolf og fleira.
Oftast er ekki spilað meira en fjóra
tíma á dag.
Ég hjálpa Cat í öllum þessum
ferðum, er keppnisstjóri, sé um að-
drætti og flutninga og ýmislegt ann-
að sem tilheyrir mótunum.
Hitt fyrirtækið erum við að byrja
með. Það heitir Cat Bridge. Þar ætl-
um við að vera með alls konar sölu-
varning sem tilheyrir bridge, svo
sem bækur, sagnbox, bridgetölvu-
forrit og fleira. Við erum að kaupa
þetta fyrirtæki af sænskum bridge-
manni og er ætlunin að ég annist það
að mestu.
Flestir hafa gaman af
að spila brídge sem læra spilið
Ég les mikið um bridge, helst
bækur frá stórum mótum með spil-
um frægra spilara, það er mjög lær-
dómsríkt að mínu viti að pæla í gegn-
um hvað pörin gera á mótum við
hinar ýmsu aðstæður í spilinu.
Flestum finnst gaman að spila
bridge sem á annað borð læra spilið
og ná grunntökum á því. Fólk spilar
þá svona einu sinni í viku sér til
ánægju og tekur ef til vill þátt í létt-
um mótum. Þetta gera menn um all-
an heim. Á íslandi er t.d. mikið spil-
að í heimahúsum og í vinnu þegar
frístundir gefast.
Til þess að ná langt í spilinu þarf
hins vegar að leggja mikið á sig og
einnig að hafa vissa hæfileika.“
Mikilsverðustu eiginleikar
brídgespilara?
Hvað skyldu vera mikilsverðustu
eiginleikar bridgespilara að mati
Magnúsar?
„Menn þurfa að hafa góða athygl-
isgáfu því bridge er mikil sálfræði-
íþrótt. Menn þurfa að vera vakandi
fyrir öllu sem gerist við borðið, geta
sett sig í spor andstæðingsins þegar
teknar eru mikilvægar ákvarðanir í
spilinu. Einnig þurfa menn að hafa
gott minni. Þeir bestu eru góðir í sál-
fræðihliðinni, þaðan koma sigurveg-
ararnir að mínu mati.
Bridge er öðruvísi en skák, að því
leyti að hugsunin beinist minna að
útreikningi, meira að því að lesa and-
stæðingana og spilin. Þetta tekur
mörg ár að læra. Til eru þó auðvitað
fjölmargir mjög góðir bridgespilarar
sem eru meira í útreikningunum og
minna í sálfræðihliðinni. Þeir bestu
hafa líklega hvort tveggja.
Bridgespilarar þurfa líka að vera
mjög taugasterkir til að halda út
löng mót. Mér finnst erfiðara að bíða
eftir að fara að spila heldur en setj-
ast við borðið og spila. Strax þegar
ég er byrjaður fer mér að líða bet-
ur.“
íslenskir brídgespilarar
þurfa að spila meira
Hvað geta Islendingar gert til að
ná enn betri árangri í bridge?
„Það þarf að gefa okkar bestu
mönnum tækifæri til að spila meira.
I Svíþjóð spila bestu mennimir í
klúbbum sínum a.m.k. einu sinni
viku. Þetta gildir líka um þá sem eru
búnir að vera að skiptast á um að
vera í landsliðinu kannski í þrjátíu
ár. Þeir mæta alltaf samviskusam-
lega í sínum spilaklúbbum. Sænskir
spilarar spila að lágmai-ki einu sinni
til tvisvar í viku fyrir utan æfingar
og mót fyrir landsliðið.“
Spilar mikið á Netinu
Skyldi Magnús spila mikið sjálfur?
,Auk þess að spila í spilaklúbbum
og æfa með landsliðinu j)á spila ég
mikið bridge í tölvunni. Eg hef mjög
gaman af að spila á Netinu. Það er
t.d. gaman að hafa samband við ís-
lenska bridgespilara í gegnum Net-
ið. Almenningur getur líka spilað á
þennan hátt. O.K. bridge á Netinu er
langstærsti spilaklúbbur í heimi, þar
eru skráðir um 20 þúsund manns.
Þetta er skemmtispilamennska. Það
er hins vegar engin afslöppun að
spila á stórum mótum, það er púl.“
VIII gjaman spila áfram
í íslenska landsliðinu
Hvað með framtíðarsýnina?
„Ég ætla mér að búa með minni
konu í Svíþjóð og vinna að bridge-
málum þar. Auðvitað er enginn sjálf-
valinn í landsliðið en ég vildi gjamati
spila áfram í íslenska landsliðnu. Það
þyrfti eitthvað mikið að kom til, svo
ég færi að spila fyrir hönd Svíþjóðar
í þeirra lándsliði."
. ,
LANDSPILDA í EIGU ÁRBORGAR
Sveitarfélagiö Árborg auglýsir til sölu landareign sína í Grímsnes-
og Grafningshreppi og óskar eftir kauptilboði í hana. Landið er
33,5 hektarar að stærð og skal það selt sem ein heild. Eignin er
skammt austan við Kerið í Grímsnesi og á henni má m.a. finna
mikið af beiti- og bláberjalyngi, birki, gulvíði og loðvíði. Landið er
með hæðum og lægðum og á nokkrum stöðum standa hraunborg-
ir upp úr því. Útsýni til suðurs yfir Öndverðarnes, Flóann og Ing-
ólfsfjall er einstaklega fagurt.
Landið er nú, í gildandi svæðisskipulagi, skilgreint sem landbúnað-
arland en er tilvalið til byggingar frístundahúsa enda eru skilyrði til
slíkrar landnotkunar óvíða betri en á þessu svæði. Stutt er til
sterkra þjónustukjarna eins og Selfoss og Hveragerðis, vinsælar
veiðiár eins og Sogið og Hvítá eru í næsta nágrenni og Þingvellir,
Geysir og Gullfoss skammt undan.
Þeir sem áhuga hafa á því að kaupa land þetta geta fengið frekari
upplýsingar um málið hjá Karli Björnssyni, bæjarstjóra Sveitarfé-
lagsins Árborgar, eða hjá Oddi Hermannssyni hjá Landform ehf. á
Selfossi. í tilboði skal tilgreina heildarandvirði kauptilboðs og
greina skýrt frá greiðsluskilmálum (upphæð útborgunar, lengd
skuldabréfs, vöxtum skuldabréfs og tryggingum þess) ef ekki er
um staðgreiðslu að ræða. Tilboð skulu hafa borist Landform ehf.,
Austurvegi 3-5, 800 Selfoss, eigi síðar en fimmtudaginn 28. sept-
ember 2000, kl. 11. f.h. og verða þau opnuð þar að viðstöddum
þeim er það kjósa. Tilboð í lóðina eru bindandi í 21 dag frá opnun-
ardegi. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna
öllum.
Sveitafélagið ÁRBORG
Viðbjóðum , | -
uppidans
■ M
£vrópumeistaramh
julrkQOgSirp^0010
í nóvember
Barnadansar
Mambó
Samkvæmisdansar
Unglingadansar
Dans drsins- La Luna
Nýjustu tískudansarnir
Tjútt
Kennslustaðir
• Bolholt 6, Reykjavík
• Fjölnishúsið Dalhúsum 2, Grafarvogi
Innritun og upplýsingar
553 6645 og 568 5045 alla daga kl. 12-19.
Systkinaafsláttur • Fjölskylduafsláttur
<Ú>
DANSSKÓLI
Jóns IYiturs ogKöru