Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 37
;;
i
I
::
I
PÉTUR HAMAR
THORARENSEN
+ Pétur Hamar
Thorarensen
fæddist á Flateyri 28.
júlí 1926. Hann lést á
Landspítalanum 25.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar Péturs
voru Ragnar Daníel
Thorarensen bakari,
f. 31.1.1892, d. 13.11.
1977, og Ingibjörg
Thorarensen, f. 14.1.
1899, d. 12.12. 1987.
Þau ráku bakarí og
verslun á Flateyri
frá 1925-1949.
Systkini Péturs;
Ebba, f. 10.8.1923, Sigrún, f. 9.12.
1927, Anna Ragnheiður, f. 6.1.
1935, Bjarni Páll, f. 24.2. 1936.
Pétur kvæntist árið 1952 Vig-
fúsínu Guðlaugsdóttur ( Lillu) frá
Vestmannaeyjum, f. 27.11. 1934,
d. 26.12. 1994. Foreldrar hennar
voru Ragnhildur Friðriksdóttir, f.
1902, d. 1977, og Guðlaugur Hall-
dórsson, f. 1898, d. 1977. Þau slitu
samvistum. Pétur og Lilla ætt-
leiddu tvö börn; Aníta Yvounne
Thorarensen, f. 3.8. 1957, maki
dr. John Paleos, börn Anítu eru
Pjetur Hamar, f.
1980, og Nikkita
Hamar, f. 1986. Þau
eru búsett í Banda-
ríkjunum. Sigurður
Hamar Pétursson, f.
14.6. 1970, maki
Hrund Guðmunds-
dóttir, böm þeirra
eru Hlynur, f. 1989,
og Þómnn Björk, f.
1998.
Pétur stundaði
nám við Verslunar-
skóla íslands og út-
skrifaðist þaðan
1946. Hann rak
verslanir í Reykjavík og Vest-
mannaeyjum 1959-1973. Hann
var sjómaður á millilandaskipum
í mörg ár og sat í stjórn Sjó-
mannafélags Reykjavíkur 1964-
1972 og gegndi þar stöðu gjald-
kera. Aður var hann trúnaðar-
maður félagsins um borð í
Gullfossi.
Pétur bjó síðustu ár ævi sinnar
á Hrafnistu í Reykjavík.
Útför Péturs fer fram frá Ás-
kirkju mánudaginn 11. september
og hefst. athöfnin klukkan 13.30.
Það voru tveir menn sem aldrei
þekktust. Blóðföður minn man ég
ekki. Hinn kallaði ég pabba. Tvö
mismunandi líf sameinuðust og
mótuðu líf mitt. Annað lífið var
stjarnan mín en hitt var pabbi,
sólskinið mitt. Annar gaf mér líf en
pabbi ól mig upp. Annar gaf mér
þörf á ást en pabbi veitti mér hana.
Annar gaf mér þjóðerni en pabbi
gaf mér nafn. Annar gaf mér hæfi-
leika sem pabbi ræktaði. Annar gaf
mér tilfinningar en pabbi ró og ör-
yggi. Annar sá mitt fyrsta bros en
pabbi öll þau næstu. Annar gat ekki
annast mig á meðan pabbi þráði
barn. Guð bænheyrði hann og leiddi
mig til hans.
Minning um yndislegan föður
mun lifa með mér þar til leiðir okk-
ar liggja saman á ný.
Aníta.
Elsku Pétur.
Takk fyrir yndisleg kynni.
Við áttum svo margar góðar og
skemmtilegar stundir saman. Eg
vildi óska þess að þær hefðu getað
orðið fleiri. Þér hefur verið ætlað
hlutverk á nýjum stað og ég vona
og veit að þér líður vel í nýjum
heimkynnum.
Líður dagur, fríður fagur,
færist nær oss hin dimma nótt,
stjömumar loga bláum á boga,
benda þær andanum vært og hljótt
til að dreymáum hærri heima,
hold á fold meðan blundar rótt.
Dagur fríður, fagur líður.
Föður blíðum sé þakkargjörð.
Glatt lét hann skína geislana sína,
gæzkan hans dvín ei, þó sortni jörð.
Góðar nætur, góðar nætur
gefast lætur hann sinni hjörð.
Eyðist dagur, fríður fagur,
fagur dagur þó aftur rís:
Eilífðardagur ununarfagur,
eilíf skín sólin í Paradís.
Ó, hve fegrí og yndislegri
unun mun sú, er þar er vís.
(V. Briem.)
Og að lokum langar mig, elsku
Pétur minn, að kveðja þig með orð-
unum sem þú kvaddir mig svo fal-
lega með síðustu kvöldstundina sem
við áttum saman.
Guð geymi þig.
Þín tengdadóttir,
Hrund.
Elsku afi Pétur.
Hjartans þakkir fyrir allar
skemmtilegu og góðu stundimar
sem við höfum átt saman. Þær eru
dýrmætar.
Við vitum að amma Lilla hefur
tekið vel á móti þér og þér líður vel
núna.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Minningarnar um þig munum við
geyma í hjarta okkar um ókomna
tíð.
Hlynur og Þórunn Björk.
Hann Pétur frændi minn er lát-
inn eftir erfiða en stutta sjúkdóms-
legu. Það er undarlegt að hugsa sér
að hann skuli vera horfinn svo stutt
er síðan hann var að undirbúa
ferðalag til dóttur sinnar Anítu.
Pétur var alltaf kær frændi, nálæg-
ur og fjarlægur í senn. Lengst af
starfaði hann sem farmaður á Gull-
fossi, þegar utanlandsferðir heyrðu
til undantekninga og ljóma stafaði
af þeim örfáu mönnum sem sigldu
um flest heimsins höf. í landlegu
kom hann ætíð færandi hendi til
fjölskyldunnar með varning sem þá
fékkst einungis í ævintýraheimum
erlendis. Hann var sá sem alltaf var
í reglulegum tengslum við Gunnu
föðursystur sína, en hún bjó öll sín
fullorðinsár í miðborg Kaupmanna-
hafnar.
Mér er einkum í fersku minni all-
ir gamlársdagarnir þegar Pétur
frændi ók okkur Anítu, dóttur sinni
og mér, út um alla borgina og bar
okkur á höndum sér með þeirri
innilegu hlýju og glettni sem ein-
kenndi hann í hvívetna. Reyndar
fylgdi hann mér eins og verndari
lengur en minningin nær því hann
var sá sem gaf mér fyrstu vögguna
sem ég hvíldi í sem ungbarn.
Þá voru sögurnar sem mamma
sagði mér af þessum eftirminnilega
bróður sínum eins og óaðskiljanleg-
ur hluti af manninum. Hann var
einu ári eldri en hún og fylgdi hún
honum á unga aldri við hvert fótmál
á Flateyri þar sem þau ólust upp í
stórum og hamingjusömum systk-
inahópi; barna Ingibjargar og
Ragnars, en hann rak verslun og
bakarí á staðnum. Sem morgunhan-
arnir í fjölskyldunni voru þau Pétur
og mamma alltaf komin á fætur um
dagmál og horfin ofan í beitinga-
skúrana við höfnina þar sem púls-
inn var í athafnalífi þorpsins. Það
hljóta að hafa verið sannkölluð for-
réttindi að fá að alast upp á slíkum
stað sem Flateyri var í þá daga.
Leiðir þeirra systkina og Péturs
skildu á sumrin þegar hann var í
sveit í Tungu í Onundarfirði. Þar
dvaldi hann við leik og störf og undi
hag sínum hið besta. En þar kom að
þau mamma urðu samferða suður,
þar sem hann hóf nám í Verslunar-
skólanum en mamma í Ingimars-
skóla, í húsi Franska spítalans
neðst við Frakkastíg. Þannig fylgd-
ust þau að gegnum tilveruna, sam-
í’ýnd eins og bestu félagar, og var
hann henni ávallt til halds og.
trausts.
Þannig naut ég nærgætni Péturs
og velvildar sem dóttir náinnar
systur hans. Hið sama gilti um börn
hans, tengdabörn og barnabörn.
Hann var þeim öllum stoð og stytta
enda voru þau honum eitt og allt.
Á stundu sem þessari votta ég
þeim öllum innilegustu samúð mína.
Tign er yfir tindum
ogró.
Angandi vindum
yfir skóg
andar svo hljótt.
Söngfugl í birkinu blundar.
Sjá, innan stundar
sefur þú rótt.
Mér finnst viðeigandi, kæri
frændi, að kveðja þig með þessum
fleygu orðum Goethe, í þýðingu
Helga Hálfdanarsonar. Fyrir mér
ertu vegfarandinn kominn heim.
Margrét Árnadóttir Auðuns.
Góður vinur er fallinn frá.
Það eru nokkrir mánuðir síðan
hann greindist með þann sjúkdóm
sem svo hafði yfirhöndina. Pétur
hafði ákveðið að heimsækja Anítu
dóttur sína og hennar fjölskyldu til
Ameríku og var kominn þangað
þegar hann veiktist. Aníta fylgdi
honum heim og kom aftur síðar
ásamt Nikkítu dóttur sinni. Hann
var sæll að hafa fólkið sitt hjá sér
og tengdasonurinn John kom einnig
til að kveðja. En einn er sá sem
ekki hitti afa sinn í þetta síðasta
sinn, það er hann Pjetur Hamar
sem býr einnig í Ameríku. Ég er
sannfærð um að hann saknar afa
mjög og á erfitt með að vera svo
langt £ burtu á þessum erfiða tíma
saknaðar.
Pétur hafði mikið yndi af barna-
börnunum sínum og þau sem eiga
heima hér á landi, þau Hlyn og Þór-
unni Björk, hitti hann oft.
Hann var afinn sem kom í heim-
sókn og lék við litlu stúlkuna sína.
Hann var afinn sem spjallaði við
prinsinn sinn um heima og geima.
Hann var afinn sem sagði að
barnabörnin væru yndisleg.
Hann var afinn sem barnabörnin
sakna sárt.
Hann var afinn sem svo mikið
hefði gefið fyrir að fá að vera með
börnunum sínum og barnabörnum.
Ég undirrituð var stundum með
þeim í heimsóknunum á Hrafnistu
þegar hann var á sjúkradeildinni
þar. Það leyndi sér ekki sú vænt-
umþykja sem hann bar í brjósti til
þeirra. Það var hamingja í svipnum.
Hvernig er svo sem annað hægt
þegar slíkar perlur eru annars veg-
ar? Pétur var gestur okkar á að-
fangadagskvöld og gamlárskvöld í
nokkur ár. Þá vorum við saman öll
fjölskyldan. Það eru ógleymanlegar
samverustundir sem við þökkum
fyrir nú.
Einnig þakka Elín og Guðjón í
Seljahlíð góða viðkynningu, en
hann lét sér mjög annt um þau.
Það er komið að kveðjustund.
Mig langar til að kveðja með erind-
um úr ljóðinu í Klausturgarðinum
eftir Tómas Guðmundsson.
Því minning einhvers, sem mér hafði
láðst að gleyma,
frá morgni lífsins vitjaði mín á ný.
Það var í þessari veröld, sem ég átti
heima.
Þau voru eitt sinn mín, þessi gullnu ský.
Þá rétti ég síðast til himins biðjandi
hendur.
Og handan við glataða daga að augum
mér bar
minn sæ, mín fannhvítu segl, mínar
gullnu strendur.
Og sjá, þú stóðst í fjörunni og beiðst
mín þar.
Ó heilaga móðir, ég veit að mig var ekki
að dreyma.
Það var kannski önnur mynd en þín,
er ég sá
í ásýnd þinni á altaristöflunni heima,
sem einmana hryggur drengur kraup
forðum hjá.
Elsku vinur.
Hjartans þakkir fyrir allt.
Góða ferð.
Álfheiður Guðjónsdóttir.
+
Útför
INDRIÐA G. ÞORSTEINSSONAR
rithöfundar og fyrrv. ritstjóra,
verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
12. september kl. 13.30.
Jarðsett verður frá Goðdalakirkjugarði
föstudaginn 15. september kl. 14.00.
Bióm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem
vilja minnast hans, er bent á Sjúkrahús Suðurlands.
Friðrik Indriðason,
Þorsteinn G. Indriðason, Elín Bára Magnúsdóttir,
Arnaldur Indriðason, Anna Fjeldsted,
Þór Indriðason
og barnabörn,
Hrönn Sveinsdóttir.
i
i
i
I
í
+
Elskuleg móðir, dóttir, systir, mágkona og
frænka,
ANNA STEINUNN ÁSLAUGSDÓTTIR,
Norðurvegi 10,
Hrísey,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
mánudaginn 4. september, verður jarðsungin
frá Hríseyjarkirkju þriðjudaginn 12. seþtember
kl. 14.00.
Ásrún Ýr Gestsdóttir,
Áslaugur Jóhannesson,
Valgerður Áslaugsdóttir, Einar Pétursson,
Ingibjörg Áslaugsdóttir, Jóhann Alfreðsson,
Jóhannes Ásiaugsson, Marína Sigurgeirsdóttir,
Baidvin Áslaugsson, Friðrika Björk lllugadóttir,
Heimir Áslaugsson
og systkinabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUNNAR STEFÁNSSON
bóndi,
Norður-Eyvindarstöðum,
Álftanesi,
sem lést sunnudaginn 3. september á
Hrafnistu í Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá
Bessastaðakirkju mánudaginn 11. september
kl. 13.30.
Magnea G. Sigurjónsdóttir,
Erla K. Gunnarsdóttir, Örvar Sigurðsson,
Svavar Gunnarsson, Stella S. Karlsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
LILJA TH. INGIMUNDARDÓTTIR,
Grensásvegi 60,
sem lést laugardaginn 2. september sl., verður
jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðju-
daginn 12. september kl. 13.30.
f
j
j
1
Helgi ívarsson, Jónína Steiney Steingrímsdóttir,
Rannveig fvarsdóttir, Otti Kristinsson,
Guðbjörg ívarsdóttir, Þórarinn Guðmundsson,
barnaböm og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR,
Löngubrekku 7,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðju-
daginn 12. september kl. 11.30.
Fjölskyldan.
1
s
l
i
É
i