Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Grundvallarbreytingar eru að verða á kúabúskap og mjólkurframleiðslu hér á landi. Búum er að fækka og þau stækka stöðugt. Víða hefur verið tekin upp sjálfvirkni við fóðrun og mjaltir sem leitt hefur til vinnusparnaðar fyr- ir bændur og sveigjanlegs vinnutíma og má tala um byltingu í þessum efnum. Hildur Einarsdóttir kynnti sér þró- unina sem hefur það meðal annars að markmiði að auka gæði mjólkurafurðanna og lækka verð til neytenda. Verksmiðjubúum fer fjölgandi á kostnað fjölskyldubúanna þar sem eru tugir eða hundruð þúsunda gripa á hverju búi. Fleiri ástæður má nefna eins og að framundan eru tímar aukinna al- þjóðlegra viðskipta og ljóst er að ís- lenskir bændur þurfa að standa sig í þeirri samkeppni sem skiptir einnig miklu máli.“ Betrí afkoma hefur aukið bjartsýni kúabænda Ýmsar ráðstafanir voru gerðar til að ýta undir það að bændur gætu endurskipulagt framleiðslu sína, en töluvert auknar tekjur komu inn í greinina haustið 1998-99 þegar mjólkurbúin tóku þá ákvörðun að borga fullt verð fyrir alla mjólk um- fram greiðslumark sem þýddi aukn- ar heildartekjur fyrir þá sem eru í mjólkurframleiðslu. „Betri afkoma jók bjartsýni bænda, en kyrrstaða hafði lengi ríkt í greininni, meðal annars í rekstrarbyggingum," segir Jón Viðar Jónmundsson, landsráðu- nautur í nautgriparækt. ,Á fjölmörgum býlum hefur stað- an verið sú að rekstrarbyggingar eru komnar til ára sinna og þarfnast gagngerra endurbóta eða endur- byggingar og ef framleiðsluréttur er jafnhliða takmarkaður hljóta menn að vega og meta hvort sé skynsam- legra að draga sig út úr framleiðsl- unni eða ráðast í nýframkvæmdir," segir JónViðar. Nútíma tölvutækni nýtt í síauknum mæli Samhliða því að búin hafa stækkað hefur þörfm fyrir aukna tækni til að létta mönnum bústörfin aukist. Nú- tíma tölvutækni er nýtt í síauknum mæli, t.d. við framleiðslustjómun og eftirlit auk þess sem afkastameiri tæki eru nýtt við búreksturinn. Kúabændur hafa líka farið í aukn- um mæli út í endurbætur á fjósum og nýbyggingar og við þessar fram- kvæmdir hefur aðbúnaður gripa og vinnuhagræðing verið höfð að leiðar- ljósi. Lárus Pétursson, verkefnisstjóri hjá Rannsóknarstofnun landbúnað- arins, lýsir því hvernig tæknin er upp byggð og hvemig hún hefur breytt vinnuaðstæðum bænda og gert þeim mögulegt að stækka bú- reksturinn og hagræða hjá sér: „Hingað til hafa svokölluð básafjós verið lang algengust en nú er aðal- áherslan á svokölluð legubásafjós þar sem kýrnar ganga lausar. I þeim fjósum era kýrnar mjólkaðar í mjaltabásum sem er lang algengasta mjaltaaðferðin ennþá en á nokkram bæjum hafa verið tekin upp sjálfvirk mjaltatæki. Kjamfóðurgjöf er einnig hægt að hafa sjálfvirka í legubásafjósum," segir Láras. „Það býður upp á ná- kvæmari fóðran og skilvirkari vegna þess að hægt er að dreifa henni yfir sólarhringinn. Tækni við gróffóður- gjöf hefur einnig fylgt þessum breyt- ingum og þá hafa menn einkum horft á tækni sem auðveldar fóðran á rúll- um. Menn hafa líka verið að þreifa sig áfram með byggingu ódýrari fjósa. Þá meðal annars nýtt það sem fyrir er á búunum, til dæmis með því að breyta hlöðum í fjós og einnig hafa verið gerðar tilraunir með köld fjós, en slík fjós era ekki mikið einangr- uð.“ Sjálfvirk mjaltatækni stórstígasta framförín Það kom fram í máli viðmælenda okkar að stórstígasta framförin á þessu sviði er notkun sjálfvirku mjaltavélanna. Tvö bú hafa tekið upp þessa tækni hér á landi en þau era að Steinum I og Bjólu, sem era í Rang- árvallasýslu. Þrjú önnur bú hafa pantað mjaltatækin og margir fleit'i era að spá í þessa fjárfestingu að sögn Magnúsar Sigurgeirssonar, sölustjóra hjá Vélum og þjónustu, sem selja mjaltavélar frá hollenska fyrirtækinu Lely Industries. „Það sem hefur meðal annars valdið því að íleiri hafa ekki tekið Sjálfvirk kúabú - aukin samkeppnishæfni ÖR ÞRÓUN hefur verið í kúabúskap og mjólkurframleiðslu undanfarin tvö ár hér á landi. Kúabúum er að fækka og þau stækka stöðugt. Sam- kvæmt upplýsingum frá Hagþjón- ustu landbúnaðarins reyndust lög- býli með greiðslumark í mjólk vera 1.126 talsins í árslok 1999 en vora á sama tíma árið áður 1.202. Þetta er fækkun sem nemur 6,3% en reyndist til samanburðar vera 3,5% milli ár- anna 1997 og 1998. Fækkun inn- leggjenda á árinu 1999 samsvarar því að 1,5 bú hætti mjólkurfram- leiðslu á viku, sem er nokkuð örari þróun en verið hefur undanfarin ár. Bændur hafa á sama tíma verið að tileinka sér nýja og vinnuléttandi tækni við fóðurverkun, fóðran og mjaltir, en einnig er mjög víða verið að vinna að því að stórlaga umhverfi kúnna með því að útbúa legubása í fjósum í stað hefðbundinna bása. Þau bú sem menn era að byggja núna eru fyrir 40-50 kýr sem þýðir að 500 bændur gætu annað lands- neyslu hérlendis. „Ég sé ekkert í fljótu bragði sem getur stoppað þá þróun sem þegar er hafín að búin stækki og þeim fækki,“ segir Torfi Jóhannesson rannsóknarstjóri á Hvanneyri. Áhríf neytenda á framleiðsluþróunina sífellt að aukast Astæðurnar fyrir þessari þróun era margar og samverkandi eins og kom fram hjá viðmælendum okkar og hafa það að markmiði að koma til móts við auknar gæðakröfur, koma í veg fyrir offramleiðslu, bæta erfiðar vinnuaðstæður bænda og lækka verðið. „Nautgriparækt er atvinnurekst- ur og það er sami drifkraftur að baki stækkun búa og stækkun rekstrar- eininga í öðram atvinnurekstri. Ætli „Sjálfvirka mjaltavélin hefur leitt til aukinnar vinnuhagræðingar og skilað okkur betri mjólk og afurðum," segja bræðurnir Magnús (t.v.) og Siguijón Pálssynir. Hér fylgjast þeir og Gísli, sonur Siguijóns, með mjaltavél- inni vinna sitt verk í fjósinu á Steinum. tæknin sé ekki áhrifamest í þessu efni,“ segir Þórólfur Sveinsson for- maður Landssambands kúabænda. „Tæknin létth' störf og eykur afköst en kostar fjármagn. Til að hún sé hagkvæm er nauðsynlegt að nýta hana vel og það kallar á stærri rekstrareiningar, stærri bú.“ Markaðurinn hefur einnig haft mikið að segja í þá vera að bændur leituðu leiða til hagræðingar eins og kemur fram í máli Torfa Jóhannes- sonar. „Á síðustu 40-50 áram hafa bændur verið að upplifa að áhrif neytenda á framleiðsluþróunina hafa aukist mjög. Þetta á sér stað alls staðar í hinum vestræna heirni." Fjölskyldubúin að stækka „Smásalan hefur einnig verið að færast á mjög fáar hendur hér sem annars staðar í nágrannalöndunum sem þýðir að það er mjög auðvelt fyrir neytendur í gegnum þessar stóra einingar að þrýsta verðlagi nið- ur,“ heldur Torfi áfram. „Til að geta lækkað verð afurða frá fjölskyldubú- unum þarf bóndinn að geta stækkað rekstrareininguna til að gera hana sem hagstæðasta og auka tæknina. í stóram hluta Evrópu hefur sú þróun átt sér stað að fjölskyldubúin sem rekstrareiningar hafa verið að stækka. í Bandaríkjunum höfum við verið að sjá enn stærri rekstrarein- ingar. Þar hefur mjólkurframleiðsl- an verið að færast frá norðurfylkjun- um til Suðvesturríkjanna og þar sjáum við breytt rekstrarform:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.