Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Þorkell
Emökc segir landslagið á Islandi minna sig um margt á landslagið í Norðvestur-Kanada.
Tengsl Manitoba-háskóla við Island
LIFANDIHJARTA
HÁSKÓL ALÍFSIN S
Manitoba-háskóli hefur ætíð haft sérstök tengsl við
ísland. Anna G. Ólafsddttir króaði rektorinn Emöke
— -
Szathmáry af í stuttri Islandsheimsókn og vildi fá
að vita meira um háskólann, samskiptin við
✓ /
Háskóla Islands og Island almennt.
MANITOBA-háskóli þarf eins og
Háskóli fslands að standa sig
vel á öllum sviðum. Einna
helst væri hægt að segja að
sérstök áhersla væri lögð á
raunvísindasviðið. Raunvísindi stuðla að
framförum og þar með betra lífi fyrir okkur
öll. Á hinn bóginn væri lífíð lítils virði án hins
mannlega. Tengslin við ísland sjá háskólalíf-
inu fyrir lifandi hjarta,“ segir Emöke J.E.
Szathmáry, rektor Manitoba-háskóla, áköf á
svip og lítur út um gluggann á Jarðfræðihúsi
Háskóla íslands. Hingað kom hún í boði rekt-
ors Háskóla íslands til að vera viðstödd há-
skólahátíð á föstudag. Emöke var fyrst spurð
að því hvaðan hið fjarræna nafn væri komið.
„Foreldrar mínir voru Ungverjar og komu til
Kanada árið 1951. Eg var sjö ára og talaði
fyrst um sinn aðeins ungversku því við byrj-
uðum á því að flytja í flóttamannabúðir og
töluðum litla ensku. Eins og gerist og gengur
með börn var ég fljót að ná tungumálunum og
var bæði orðin altalandi og skrifandi á enska
tungu þremur árum síðar. Hin íslenska arf-
leifð var kynnt fyrir okkur krökkunum í skól-
anum um svipað leyti. Við vorum látin lesa
frásagnir af köppum á borð við Eirík rauða
og Leif heppna og sagt að þar færu víkingar.
Nokkur ár liðu þar til mér varð Ijóst að verið
var að fjalla um íslendinga."
Almennur áhugi á fslandi
Emöke segir talsvert hafa verið sótt í ís-
landsdeild Manitoba-háskóla undanfarin ár.
„Deildarstjórinn, Kirsten Wolf, hefur unnið
lofsverða rannsóknarvinnu við deildina und-
anfarin ár. Annars skiptist námið gróflega í
tvö sviði, þ.e. íslenskunám og bókmenntir.
Nemendahópurinn í íslensku hefur verið
frekar fámennur en stöðugur undanfarin ár.
Áhuginn á bókmenntunum kemur meira í
sveiflum. Núna er hægt að segja að áhuginn
sé í uppsveiflu, enda er talsvert fjallað um
ísland í fjölmiðlum í Kanada í tengslum við
landafundaafmælið. Yngri kynslóðin hefur
áhuga á lifandi tengslum í gegnum bókmennt-
irnar og óneitanlega kemur sér vel að búið er
að þýða Islendingasögurnar á enska tungu.
Annars er áhuginn á Islandi mjög almennur.
Almenningur hefur ekki aðeins áhuga á að
kynnast íslenskri menningu. ísland nútímans
heillar, næturlífið, jarðfræðin og sjálfbær nýt-
ing náttúruauðlinda, svo fátt eitt sé talið.“
Islenska bókasafnið við Manitoba-háskóla
er næststærsta íslenska bókasafnið í Norður-
Ameríku, aðeins íslenska bókasafnið við
Cornell-háskóla er stærra. „Bókakosturinn
fer hraðvaxandi og ekki hvað síst vegna góðra
gjafa frá íslandi. Bókasafninu hafa borist
bókagjafír frá íslenska ríkinu, Háskóla Is-
lands og Eimskipafélaginu fyrir meira en 55
milljónir íslenskra króna á síðustu þremur ár-
um. Nú er svo komið að bókasafnið hefur
sprengt utan af sér húsnæðið og er unnið að
því að innrétta meira rými undir bókakostinn.
Með þvi móti vonumst við til að geta tekið
betur á móti gestum safnsins og ekki bara
stúdentum því safnið er töluvert sótt af al-
menningi."
Emöke segist reyndar eiga von á góðum ís-
lenskum gesti til að opna nýja safnið í októ-
ber. „Davíð Oddsson forsætisráðherra verður
sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við háskólann
19. október nk. Hann ætlar að opna nýja
bókasafnið daginn eftir. Ekki kæmi heldur á
óvart að hann yrði viðstaddur hátíðarhöld í
tilefni af 125 ára afmæli landnáms Islendinga
við Winnipeg-vatn í Gimli þriðja daginn. Saga
fyrstu Islendinganna í Manitoba er reyndar
talsvert átakanleg. Hópurinn hraktist hingað
eftir eldsumbrot á vestanverðu íslandi rétt
fyrir vetrarbyrjun. Rétt eftir að lagt var að
landi á Winnipeg-vatni fæddist fyrsti íslend-
ingurinn í Manitoba, hinn 21. október árið
1875. Eflaust hefur líf barnsins ekki verið
neitt sældarbrauð fyrstu árin. Hins vegar var
töggur í hópnum og afkomendurnir hafa orðið
ófáir í gegnum tíðina. Islendingarnir gleyma
ekki forferðum sínum og halda upp á Islend-
ingadaginn á hveiju ári. Hátíðarhöldin vekja
alltaf talsverða athygli og vekja með íslend-
ingunum stolt í brjósti."
Stúdenta- og kennaraskipti
Emöke vekur athygli á því að íbúar í
Manitoba séu 1,3 milljónir og búi tveir af
hverjum þremur í Winnipeg. Ræturnar liggja
víðar en á íslandi. Innflytjendur hafa sótt til
Manitoba frá löndum eins og Rússlandi og
Ukraínu og fleiri löndum. Forvitnilegt er að
160.000 íbúanna geta rakið ættir sínar til
Úkraínu. Háskólinn býður upp á vítt námsval
og hefur náð góðum árangri í vísindarann-
sóknum. „Bestum árangri höfum við náð við
tvö rannsóknarverkefni. Fyrri rannsóknin er
frá árinu 1968. Með rannsókninni var unnið
að aðferð til að koma í veg fyrir alvarlegar af-
leiðingar blóðflokkamisræmis móður á
nýbura. Að hinni rannsókninni stóð ásamt
öðrum Vestur-íslendingurinn Baldur Stef-
ánsson á árabilinu 1970 til 1975. Með henni
tókst að útiloka eiturefni úr repjufræi í þeim
tilgangi að búa til repjuolíu (canola-olíu).
Uppgötvunin hefur haft geipilega þýðingu
fyrir efnahag Manitoba undanfarin ár.“
Undirritaður var sérstakur samstarfs-
samningur á milli Manitoba-háskóla og Há-
skóla Islands í nóvember í fyrra. „Samning-
urinn er afar þýðingarmikill fyrir Manitoba-
háskóla og felur m.a. í sér bæði stúdenta- og
kennaraskipti. Stúdentaskiptin fela í sér að ár
hvert fá tveir stúdentar við Háskóla íslands
tækifæri til að stunda hluta af námi sínu við
Manitoba-háskóla og öfugt. Annar liður í
samningnum felur í sér að háskólamir halda
ráðstefnu um sameiginleg hugðarefni annað
hvert ár. Fyrsta sameiginlega ráðstefnan
verður haldin um menningartengsl íslands og
Manitoba í Manitoba í október,“ segir Emöke
og tekur fram að hún hafi áhuga á því að
fjallað verði um hin aðskiljanlegstu málefni á
ráðstefnunni, t.d. í tengslum við læknavísindi
og erðafræði.
Emöke er sjálf líffræðilegur mann-
fræðingur. Hún var spurð að því hvort hún
hefði fylgst með umræðum um íslenska
gagnagrunninn á heilbrigðissviðinu. Hún
kinkar kolli. „Sú staðreynd að lítil blöndun
hefur orðið meðal þjóðarinnar gerir Island að
frábæru landi til rannsókna á orsökum og þar
með lækningu á sjúkdómum. Núna skilst mér
að umræðurnar snúist einkum um hvort afla
eigi upplýsts samþykkis eða ekki. Ég held ég
láti vera að blanda mér inn í þær umræður,"
segir hún áður en hún heldur ásamt eigin-
manni sínum, dr. George A. Reilly, áfram
skoðunarferð sinni um háskólann. Emöke
flutti hátíðarávarp á háskólahátiðinni á föstu-
dag.
Gunnlaugur Scheving. Sigling. Olía á striga.
LISTMUNAUPPBOÐ
í KVÖLD KL. 20.00 Á RADISSON SAS, HÓTEL SÖGU, SÚLNASAL
Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold,
Rauðarárstíg 14-16, í dag kl. 12.00-17.00.
SELD VERÐA UM 100 VERK, ÞAR Á MEÐAL FJÖLMÖRG VERK GÖMLU MEISTARANNA.
Rauðarárstíg 14
sími 551 0400
www.myndlist.is