Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Hermann St. Björgvinsson fæddist í Reykjavík 9. nóvember 1919. Hann lést á Landspítalanum háskólasjúkrahús við Hringbraut hinn 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björgvin Hermanns- son, húsgagnasmiður frá Fremra-Seli í Hróarstungu, Norð- ur-Múlasýslu, f. 10. júlí 1884, d. 12. jan- úar 1971 og Sigurrós Böðvarsdóttir, húsmóðir frá Skarði i Haukadal, f. 9. desember 1889, d. 8. febrúar 1974. Hermann átti sjö systkini og var hann fjórði i röðinni. Hinn 9. nóvember, 1943 kvænt- ist Hermann eftirlifandi eiginkonu sinni Kristínu Fjólu Þorbergsdótt- ur, f. 22 júní 1924. Hún er dóttir hjónanna Jósefínu Katrínar Magn- Elsku Hemmi minn. Ég sendi þér kæra kveðju, núkominerlífsinsnótt Rg umveiji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví, þú laus ert úr veikinda viðjum, þínverölderbjörtáný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þáauðnuaðhafaþighér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þótt þú sért horfmn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þin minning er ljós sem lifir og lýsir umókomnatíð. (Þórunn Sig.) úsdóttur verkakonu og Þorbergs Gunn- arssonar bakara. Eignuðust þau fjórar dætur en fyrir átti Hermann tvo syni: Björgvin, f. 27. júní 1938, maki Sig- ríður Jóhannsdóttir, f. 17. ágúst 1943, Sig- urður Ágúst, f. 16. janúar 1940, d. 15. dcsember 1988, maki Amdís Erlendsdótt- ir, f. 16. janúar 1943, Katrín, f. 19. júní 1943, maki Ingvar Signrbjömsson, f. 25. september 1940, d. 8. maí 1997, Unnur, f. 6. október 1945, maki Jón B. Aspar, f. 3. febrúar 1942, Stella, f. 7. ágpíst 1951, Sigurrós, f. 19. nóvem- ber 1958, maki Olgeir S. Sverris- son, f. 25. mars 1950. Baraabörain eru 14 og baraabamabömin 22. Útför Hermanns fór fram í kyrrþey. Nú ert þú laus við allar þær miklu þjáningar sem þú leiðst, elsku vinur. Þú varst ljúfur og hetja í öllu þessu stríði. Nú veit ég að þér líður vel og ég veit að hann Siggi okkar og allir okk- ar kæru ástvinir hafa tekið vel á mótd þér. Og þið bræðumir urðuð samferða til þeirra allra, elsku Hemmi. Guð geymi þig og blessi. Hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst mér í lífínu. Þín Kristfn Fjóla. Það er mér ljúft að minnast tengdaföður míns, Hermanns Björgvinssonar, fyrrverandi bruna- varðar, sem lést eftir langvarandi veikindi á Landspítalanum hinn 23. ágúst síðastliðinn. Hann var svo lánsamur að kynnast konu sinni, Kristínu Fjólu, í Reykja- vík árið 1942 og giftu þau sig ári seinna. Fjóla er mikil sæmdar- og kærleikskona og það hefur verið mér mikill lærdómur að fá að kynnast þeim. Þau eignuðust fjórar dætur, en fyrir átti Hermann tvo syni. Hermanni kynntist ég fyrir liðlega ellefu árum eða þegar ég fór að stíga í vænginn við hana Sigurrósu, dóttur hans. Eg man þegar ég heimsótti þau hjónin í Hólmgarð 30 að ég var hálf hikandi í fyrstu. Það kom fljótlega í ljós að það var algjör óþarfi, því mér var tekið af mikilli gestrisni. Hermann var vænn maður, stór á velli og mikill reglu- maður. Fljótlega kynntist ég því hversu ábyggilegur hann var og hversu gott það var að eiga með honum samveru- stundir. Hermann hafði gaman af að rifja upp sögur hðinna tíma og sagði hann mér oft sögur af samferða- mönnum sínum og sjálfum sér og höfðum við gaman af. Hermann starfaði hjá Slökkviliði Reykjavíkur í hðlega 40 ár og var far- sæll í því hættulega og oft á tímum erfiða starfi. A þeim tímum gat verið erfitt hjá honum, sérstaklega eftir að hann kom úr erfiðum sjúkravitjun- um. Hann hefir oft þurft að bera harm innra með sér, því þá var ekki til sú góða hjálp sem kallast áfalla- hjálp. Eitt sirín slasaðist Hermann þó í eldsvoða. Sagði hann mér frá því hvemig og hvar það gerðist. Kom þá í ljós að ég sjálfúr hafði kveikt þann eld á háaloftinu heima hjá mér, þá fjögurra ára gamall og þótti okkur það undarleg tilvhjun. Hermann veiktist af berklum árið 1969 og var frá vinnu í tvö ár. Voru það mjög erfið ár hjá honum. Síðan þá hefur hann verið frekar heilsulíthl, þótt oft hafi verið erfitt að átta sig á því, þar sem hann bar sig sérlega vel og var hann sannkölluð hversdags- hetja. Hermann var félagslyndur og gegndi félagsstörfum hjá slökkvilið- inu í mörg ár, var m.a. gjaldkeri og í skemmtinefnd. Hann átti mjög gott með að laða að sér börn, var glettinn og góðlátlega stríðinn við þau og höfðu bömin gaman af. Hann hafði gaman af að ferðast og fór hann með Fjólu margar ferðir tii New York til að hitta hana Stellu, mágkonu sína. Einnig fóru þau marg- ar ferðir til Svíþjóðar á meðan dætur hans, þær Stella og Rósa, bjuggu þar. Hann lagði allan sinn metnað í að búa fjölskyldu sinni gott og öruggt heimili og bar það þess glöggt merki hversu vel var til þess vandað. Eg kveð góðan vin sem var svo sárt að horfa á þjást. Það var okkur mikil huggun að sjá hvað hann gat haldið glettninni allt fram að kveðju- stundinni. Einnig þótti mér gott að sjá hversu mikill kærleikur ríkti milli hjónanna á þeirri erfiðu stundu og alla tíð. Olgeir S. Sverrisson. Þegar ég fylgdi mági mínum, Her- manni Björgvinssyni, til grafar fann ég að þau þungu spor munu líða mér seint úr minni. Þó vissi ég að hann var mikið veikur. Þegar ég hugsa til liðinna ára kem- ur svo margt upp í hugann. Eg man þegar ég kom fyrst í heimsókn frá Bandaríkjunum með mín fimm böm, öll ung að aldri, hve þau Hermann og Fjóla tóku vel á móti okkur. Vorum við hjá þeim í tvo mánuði. Hemmi tók bömunum mínum svo vel að það var eins og þau væm hans eigin böm. Hann passaði og lék við þau, enda þótti þeim mjög vænt um hann. Það var alltaf mikil tilhlökkun hjá mér og bömunum mínum þegar von var á þeim Hemma og Fjólu til Bandaríkjanna, sem var alloft. Þá þurfti nú mikið að tala við hann Hemma og fara með hann og sýna honum hitt og þetta. Það var eins og HERMANN ST. BJÖRGVINSSON þeirra eigin faðir væri kominn, svo vænt þótti bömunum um hann. Það var okkur mikil sorg þegar Fjóla hringdi í mig og sagði mér að Hemmi hefði kvatt þetta jarðlíf. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og góðu kynni afalhugþökkumþér. Knnkærieikiíverki var gjöf sem gleymist ekki. Oggæfavarþaðölium sem fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Við sendum Fjólu og fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúðar- kveðju. Guð blessi minningu Hermanns Björgvinssonar. Stella Singer, börn og tengdaböm. Elsku langafi. Nú hefur þú kvatt þetta líf og hana Fjólu langömmu sem er búin að hjúkra þér svo vel í þínum erfiðu veikindum. Eg man að þú sagðir að þú gætir ekld fengið betri hjúkrunar- konu en hana ömmu. Nú líður þér vel og ég trúi því að þú sért hjá honum Ingvari afa mínum. Eg sakna ykkar sárt. Þegar ég var lítil og átti heima hjá Katrínu ömmu og Ingvari afa mínum í Hólmgarði 10 þá hjólaði ég oft til Fjólu langömmu og Hermanns langafa í Hólmgarði 30. Þá tók Her- mann langafi á móti mér og Torfa, sem var dúkkan mín og hann sagði: „Ertu komin og hvað, er hann Tobbi með þér?“ og þá svaraði ég á móti: „Nei afi, þetta er hann Torfi.“ „Já, Tobbi,“ sagði hann þá. Langafi minn var nefnUega svo stríðinn, en við náð- um vel saman og áttum margar góðar stundir saman. Leiddumínalitluhendi ljúfi Jesú þér ég sendi bæn frá mínu bijósti sjáðu blíðiJesúaðmérgáðu. Takk fyrir allt, langafi minn. Elúi Fjóla. ÞORUNN ÁSGEIRSDÓTTIR + Þórunn Ásgeirs- dóttir fæddist á Ósi í Hrófbergs- hreppi í Stranda- sýslu 8. maí 1919. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 26. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akranes- kirkju 1. september. Elsku amma Tóta, nú ertu farin frá okkur yfir á annað tilverustig og ég veit að afi hefur tekið á móti þér. Hann var búinn að bíða í 30 ár eftir elsk- unni sinni. Æviminningar mínar tengjast þér og Bárugötunni, ég lítil stelpa að koma í jólaboðin að borða góða mat- inn sem þú eldaðir svo ég tali nú ekki um nammið sem var á hverju borði svo að stúlkunni fannst nóg um. Þú úti í garði að dytta að blómunum þín- um, þú inni við prjónavélina. Iðin inni í stofu, prjónandi í höndum, heklandi töskur úr niðurklipptum mjólkurpokum. Ég held svei mér þá að þér hafi aldrei fallið verk úr hendi. Formáli minn- ingargreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær, sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálfum. Allt sem þú bjóst til lof- aði meistarann. Þú safnaðir ótrúlegustu hlutum því þeir gátu komið að notum þótt síðar væri. Hjarta þitt var stórt en það var stundum erfitt að kom- ast inn fyrir skelina en þegar inn var komið þá sá maður og fann að þar logaði stórt kær- leiksbál, ást og um- hyggja fyrir öllum þín- um og meira til. Þessu kynntist ég sérstakiega vel árið sem þú dvaldir á Höfða, þar sem ég vinn. Þá gátum við spjallað um allt milli himins og jarðar. I þessu spjalli okkar kom vel fram hve umhyggja þín fyrir öllum þínum var sterk. Mér þykir sárt að fá ekki að sjá þig koma með stuðn- ingskerruna þína eftir ganginum, fá eitt bros því þú brostir svo fallega með öllu andlitinu, fá ekki aftur að bera á þreytta fætur þína eða kyssa þig góða nótt. En, elsku amma mín, ég veit að ég á eftir að hitta þig aftur en á meðan ætla ég að nota vel það sem ég erfði frá þér, spékoppana, hlýja faðmlag- ið, húmorinn og kærleikann. Ég vill færa ykkur samstarfs- stúlkum á Höfða innilegar þakkir fyrir umhyggjuna sem þið sýnduð henni Þórunni ömmu minni. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertirmigogkvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hiæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífrnu. (Höfiók.) Bless, elsku engillinn minn. Þín Svandís Ásgeirsdóttir. Hvort skiljast leiðir fyrir fullt og allt, í Qarlægð er þú burtu hverfur skjótt? En allar stundir mun ég minnast þín, jafnt morgun, kvöld og dag sem rauða nótt Ég á ei neitt, sem gefið þér ég get, er gleðisól á vonarhimni dvín. í leit að hnossum lífsins er þú ferð, - eitt h'tið tár er gjöfm mín til þín. Ég get ei rétt þér hlýja vinar hönd, né heldur flutt þér kærleiks þrunginn brag. Eitt h'tið tár er lokakveðjan mín, er lætur skipið þitt úr höfn í dag. (Bragi Jónsson frá Hoftúnum (Refur bóndi).) Þórunn Ásgeirsdóttir er látin. Öldruð kona en svo ung í anda. Tóta pijónakona var hún kölluð hér á Skaga. Trúlega hefur hún pijónað á flesta Skagabúa, sérstaklega þegar ullarnærföt voru í tísku á smáfólkið. Hún var jafnframt hönnuður eins og það heitir í dag. Tóta var elskuleg hversdagshetja, hlý með fallegt bros og djúpa spékoppa sem gerðu hana svo fallega og krullað, grátt hár. Eitthvað svo tignarleg sat hún í stólnum sínum í stofunni með pijónadótið og marglita paufa á borðinu. Horfði á sjónvarpið, spjall- aði við okkur vinkonur dóttur sinnar, Mummu, svo og aðra heimalninga. Við vorum ávallt velkomin, fengum skonsur og rúgkökur á gamlárskvöld ogjafnvel nesti á áramótaballið. Ég minnist hennar með söknuði og kveð með þakklæti fyrir allt og allt. Niðjum Þórunnar votta ég mína dýpstu samúð. Með kveðju, Svala Braga, Akranesi. AGUSTA SIGURJÓNSDÓTTIR + Ágústa Sigur- jónsdóttir fædd- ist að Holti í Innri- Njarðvík 16. septem- ber 1899. Hún lést að Garðvangi, Garði, 28. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkur- kirkju 4. september. Agústa Siguijóns- dóttir, eða Gústa eins hún var kölluð, var nágranni foreldra minna á Hafnargötunni í Keflavík til fjölda- margra ára. Hún var tíður gestur hjá móður minni og tóku þær oft tal sam- an, þó svo að Gústa stoppaði stutt í hvert sinn, enda ekki í hennar eðli að vera að slóra neitt. Gústa var fædd og uppalin í Innri- Njarðvíkum, en bjó megnið af ævi sinni í Keflavík, einkum á Hafnargötu 51, eða þar til hún flutti fyrir allnokkr- um árum á Dvalarheimilið Hlévang við Faxabraut og síðar út í Garðvang í Garði. Síðustu árin sem hún var á Hafnargötunni gisti hún hjá Asdísi dóttur sinni. Þannig hófust kynni mín af Gústu í eldhúsinu á æskuheimili mínu, en seinna átti Pétur, dótturson- ur hennar, eftir að verða bæði æsku- félagi og skólabróðir minn. Vinátta okkar Péturs leiddi síðan til þess að við fórum oft saman í heimsókn til Gústu og lékum okkur þar með tvinnakefli, sem Gústa átti marga kassa af. Gústa saumaði í mörg ár fyr- ir Sjúkrahúsið í Keflavík og hafði hún safnað tvinnakeflunum sem til féllu, þannig að úr varð heilmikið af góðu byggingarefni fyrir unga drengi. Margar stundimar áttum við Pétur hjá Gústu þar sem heilu hallirnar og byggðarlögin voru byggð um öll gólf. Gústa var falleg kona og að jafnaði með uppsett hár. Ástæðan hefur væntanlega verið sú að hárið var firnasítt og fallegt. Þetta þótti mér meriri- legt sem dreng, enda var Gústa komin um sjötugt þegar ég kynn- ist henni. Heimili henn- ar allt bar vott um natni og ræktarsemi. Blómin mörg og fogur innan dyra, og í garðinum stóra var mikill og góð- ur rabarbari, sem ég og fjölskylda mín nutum reglulega góðs af. Fyrir mér var Gústa ein af þeim örfáu fuH- orðnu vinum sem mér finnst ég hafa átt sem bam og um leið ein af þeim manneskjum sem tóku þátt í að móta mig og þroska. Gústa var nægjusöm kona og vinnusöm. Ekki held ég að hún hafi orðið rík á að sauma lín fyrir sjúkrahúsið. Litla hús- ið hennar á Hafnargötunni var heldur ekki hlaðið gersemum og alltaf man ég hvað mér þótti það merlrilegt að hún átti ekki ísskáp. En Gústa komst af án ísskáps og tii hvers þá að eyða peningum í það? Gústa kunni hins vegar að meta annars konar ríkidæmi og oft talaði hún um hvað foreldrar mínir væru ríkir.Gústa varð 100 ára síðastliðið haust og lifði hún því tvenn aldamót. Með henni er farin mikil þekking á fólki og aðstæðum á Suður- nesjum á fyrri hluta aldarinnar, enda vom Keflvíkingar og Njarðvíkingar ekki margir í upphafi aldar. Með láti hennar er einnig farin ein af okkar merkustu konum, því þótt Gústa færi ekki um með látum var tilvera hennar og atgervi fjölmörgu fólki til góðs. Með þessum minningarorðum vil ég og fjölskylda mín þakka Gústu fyr- ir samfylgdina í gegnum öll árin og senda Siggu, Ásdísi og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Ágústu Siguijónsdóttur. Páll Skaftason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.