Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 43 SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR + Sigríður Jóns- dóttir fæddist á Meiðavöllum í Kelduhverfi 26. júlí 1909. Hún lést í Heil- brigðisstofnun Húsa- víkur 29. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Sig- urgeirsson, f. á Smjörhóli í Oxar- firði, 11.12.1884, d.á Tóvegg 19.5.1954 og Halldóra Jónsdóttir, f. á Ingveldarstöðum í Kelduhverfi, 24.2. 1886, d. á Húsavík 18.4. 1967. Þau bjuggu á Meiða- völlum 1906-1928 og í Sultum 1928-1930 en síðan á Tóvegg og áttu þar heima til dauðadags. Al- systkini Sigríðar voru átta: Krist- björg, f. 31.12.1907, d. 30.10.1982; Oskar Jón, f. 15.10. 1911, d. 14.7. 1916; Sveinungi, f. 29.1. 1915; Jónína, f. 4.4. 1918, d. 16.6. 1998; Sigurður, f. 24.12. 1919; Adam, f. 14.9. 1921; Rósa Elísa- bet, f. 1.1.1926; Hólm- fríður, f. 26.4. 1927, d. 14.9. 1991. Hálfbróðir Sigríðar var Guð- mundur Jónsson, f. 13.3. Sigríður var heimil- isföst hjá foreldrum sínum til ársins 1940. Það ár fór hún sem ráðskona í Krossavík 2 í Þistilfirði til Jónasar Gottskálkssonar, f. 16. nóvember 1902, d. 25. júní 1989. Þau gifust 28. júní 1942. Þau Sig- ríður og Jónas eignuðust saman þijú böm en áður hafði Sigríður átt Ásdísi, f. 13.1. 1936. Ásdís á tvær dætur og tvö bamaböm. Börn þeirra Sigríðar og Jónasar eru Sigurður, f. 12.2. 1946 og býr í Reykjavík, kvæntur Huldu Guð- mundsdóttur. Þau eiga fjögur börn og tvö barnabörn; Rósbjörg, f. 12.3. 1948, býr á Akureyri, gift Birgi Sveinbjörnssyni. Þau eiga þrjú börn og tvö bamaböm og Jón Níels, f. 16.10. 1949. Hann lést af slysförum 17.4. 1971 ásamt sam- býlismanni Ásdísar, Víði Sigurðs- syni. Sigríður og Jónas fluttu 1971 frá Krossavík í Viðarholt á Árskógs- sandi. Árið 1983 fluttu þau til Húsavíkur, fyrst í Þórshamar, en síðar í nýbyggt hús í skjóli Hvamms, Litla-Hvamm 5, þar sem Sigríður átti heima þar til fyrir tveimur árum að hún fór sem vist- maður í Hvamm. Á meðan Sigríður bjó í Þistilfirði tók hún þátt í fé- lagsstörfum eftir því sem aðstæð- ur og fjarlægðir Ieyfðu. Hún starf- aði mikið í Kvenfélagi Þistilfjarðar og var þar heiðursfélagi. Útför Sigríðar fór fram frá Garðskirkju í Kelduhverfl 9. sept- ember. GUÐRUN BJORK GÍSLADÓTTIR + Guðrún Björk Gísladóttir fædd- ist í Reykjavík 22. apríl 1983. Hún Iést af slysförum 10. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogs- kirkju 16. ágúst. Kalliðerkomið, kominernústundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnirkveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guðþerritregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarímoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við sendum fjöl- skyldu og vinum inni- legustu samúðarkveðju og biðjum Guð að veita þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Minningin um góða stelpu lifir. Starfsfólk 11-11. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð bama þinna. Þú vildir rækta þeirra ættaijörð. Þannig yrkir Davíð Stefánsson m.a. um móður sína og þessi orð áttu einnig vel við um tengdamóður mína, Sigríði Jónsdóttur frá Krossa- vík sem lést á höfuðdaginn. Hún hafði verk að vinna og varð að vera sjálfri sér hlífðarlaus og hörð til að komast af. Hún bjó í 30 ár á blóma- skeiði ævi sinnar við aðstæður sem nútímafólk getur vart hugsað sér. Lélegar eða engar samgöngur nema fararskjótar postulanna og misþýðir brúkunarhestar og klukkutíma gangur á næsta bæ. Helstu ljósgjaf- ar voru Aladdín-lampinn og fjósa- luktin og mikið framfaraskref var stigið þegar stóra kokseldavélin kom í eldhúsið í Krossavík. Sigríður Jónsdóttir ólst upp við fátækt í stór- um systkinahópi við erfiðar aðstæð- ur og basl. Að sveitafólks sið tók hún snemma þátt í bústörfum og strax og hún hafði aldur til fór hún að vinna fyrir sér með vinnukonustörfum. 1940 fór hún sem ráðskona til Jónasar Gottskálkssonar í Krossa- vík 2 í Þistilfirði. Þau giftust í Ás- byrgi í Kelduhverfi 28. júní 1942 en skömmu áður hafði Jónas tekið al- farið við búinu af móðurbróður sín- um Sigurði Árnasyni. Aldrei var búið stórt, mest um 100 kindur og kýr og hestar til heimilisnota. Reynt var að ná saman endum með ýmsu móti. I Krossavík var sæmileg lend- ing og stutt að sækja á sjóinn. Einn- ig var reki nýttur svo og varpið í björgunum í kring. Erfiðar sam- göngur voru framan af við Krossavik og allir aðdrættir þungir. Ef um meiri háttar flutning var að ræða svo sem kol eða áburð varð að treysta á sjóleiðina allt fram til ársins 1962 þegar vegurinn loksins kom. Þótt Krossavík væri afskekkt var Sigríð- ur dugleg að vinna utan heimilisins. Hún fór gjarnan til sængurkvenna og sá um heimilin meðan þær lágu á sæng, hjálpaði til á heimilum í slát- urtíðinni og stundaði um tíma það sem nú væri kallað heimilishjálp. Þá vann hún meðal annars nokkur haust á sláturhúsinu á Kópaskeri. Hún tók einnig að sér böm yfir sum- artímann og voru mörg börn búin að vera hjá henni í Krossavík. Á heimil- inu var hún dugleg að vinna ull í fat eins og sagt var. Hún prjónaði, saumaði og spann og um tíma átti hún heljarmikinn vefstól sem hún óf í alls konar efni bæði til fata- og lín- gerðar. Eftir fráfall Jóns Níelsar var gmndvöllur undir frekari búskap þeirra Sigríðar og Jónasar brostinn því Jón hafði verið þeirra stoð og stytta við búskapinn. Þau fluttu því burtu úr Krossavík haustið 1971 og bjuggu um tíma á Árskógssandi. Eftir að Jónas missti sjónina fluttu þau hjón enn um set 1983 og settust að í Þórshamri á Húsavík, litlu húsi rétt við Hvamm en þremur árum síðar í nýbyggt hús í skjóli Hvamms, Litla-Hvamm 5. Þar áttu þau saman þrjú góð ár. Síð- ustu árin sem Jónas lifði var hann al- veg blindur og allan þann tíma naut hann frábærrar umhyggju Sigríðar sem varla vék frá honum og leið- beindi honum alla tíð í myrkrinu. Eftir dauða Jónasar bjó Sigríður áfram í Litla-Hvammi 5 ásamt bræðmm sínum Adam og Svein- unga. Síðastliðin tvö ár var hún á dvalarheimilinu í Hvammi. Sigríður hafði góða heilsu lengst af og andlegum kröftum hélt hún uns yfir lauk. Hún var gestrisin og fréttafús, glaðlynd og jafnlynd og hefði gjam- an viljað ferðast meira en hún hafði tækifæri til. Hún var frændrækin, ættfróð og vinaföst. Stóm sólargeisl- amir í lífi hennar síðustu árin vom barnabörnin og barnabamabörnin og ljómaði hún ætíð er hún frétti af þeim eða fékk þau í heimsókn. Hún var trúuð kona og löngu ferðbúin til brottfarar af þessu tilvemstigi og hafði von um góðar viðtökur annars staðar. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum - eins og þú. (Dav. Stef.) Blessuð sé minning Sigríðar Jóns- dóttur. Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Birgir Sveinbjörnsson. Armúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033 0PIÐ HÚS Engjasel 87 Opið hús hjá Þórhildi og Kristjáni í dag, sunnudag milli frá kl. 15- 17. Um er að ræða 114 fm 4ra herbergja íbúð á 2. hæð ásamt stæði í bílgeymslu. Verð 12,8 millj. Barðastaðir 15 Opið hús hjá Halldóri í dag, sunnudag frá kl. 14-16. Um er að ræða virkilega vandaða 92 fm þriggja herbergja íbúð á 3. hæð með frábæru útsýni. l'búð- inni fylgir 29,2 fm bílskúr. Verð 14,5 millj. Blásalir 9 Opið hús hjá Kristjönu og Svav- ari í dag, sunnudag frá kl. 14-16. Um er að ræða 100 fm 3-4 her- bergja íbúð á 1. hæð með glæsi- legu útsýni. Háaleitisbraut 26 Opið hús hjá Rósu í dag sunnu- dag, frá kl. 14-16. Um er að ræða 68 fm 3ja herbergja enda- íbúð á 1. hæð. Verð 8,9 millj. MAKASKIPTALISTINN w Ingibjörg leitar að 3ja herb. sérbýli/sérhæð m/vinnuaðstöðu t.d í kjallara i skiptum fyrir 3ja herb. íbúð í vesturbæ (H.B) Jón er með 100 fm íbúð á 3.hæð i Lindarhverfi og óskar eftir einbýli, par- eða raðhúsi í vesturbæ Kópavogs alit að 22. millj. (K.H) *■ Valdís óskar eftir rað- eða parhúsi í rimahverfi i Grafarvogi. Er með 5-herb. ibúð í sama hverfi. (K.A) *•- Dís óskar eftir séreign í hjallahverfi í Kópv. i skiptum fyrir 5.herb. íbúð i Engihjalla. (H.B) *• Jón óskar eftir hæð eða 3ja herb. íbúð í Hafnarf. / Kópav. um 100-120 fm í skiptum fyrir einbýli i Garðabæ. (K.H) w Hjördís óskar eftir sérhæð / raðhúsi í Hamra eða Foldahverfi. Er með einbýli í Foldahverfi. (H.B) m- Anna er með sérhæð + bílskúr í smáíbúðarhverfi og óskar eftir einb./par- eða raðhúsi í Hamra eða Foldahverfi. (H.B) »• Elina óskar eftir 2ja ibúða húsi á höfuðborgarsvæðinu i skipt- um fyrir um 130 fm ibúð á l.hæð + 20 fm bílskúr í austurbæn- um. (K.A) Harpa óskar eftir par/raðhúsi eða hæð m/stórum bilskúr í Seljahverfi (Kópv.megin) í skiptum fyrir raðhús i Grafarvogi -borgir. (H.B) Lovísa óskar eftir 100-130 fm íbúð m/bílskúr í Hafnarf. Er með einbýli í Hafnarfirði. (K.H) Jóhanna leitar að 2-3ja herb. ibúð í Hafnarf. i skiptum fyrir 2ja herb. ibúðina sina í Rvk. (H.B) <•' Ólöf óskar eftir um 100 fm ibúð i austurbæ (nálægt Laugar- dalnum). Er með 3ja herb. ibúð i neðra Breiðholti á l.hæð. (H.B) w Hallur óskar eftir rað-eða parhúsi í Grafarvogi í skiptum fyr- ir 5. herb íbúð á 3.hæð+bilskýli i Grafarvogi. (K.A) SKRÁÐU ÞIG Á MAKASKIPTALISTANN OKKAR OG ÞÚ NÆRÐ AÐ SLÁ TVÆR FLUGUR i EINU HÖGGIH Vorum að fá í einkasölu í þessu fallega fjölbýli 3ja herb. íbúð á fyrstu hæð, með sér- garði + 25 fm bílskúr. Rúm- góð og björt stofa. Þvottahús í íbúð. Stutt I alla þjónustu og útivistarparadísina Elliðaár- dalinn! Verð 12,9 millj. Þau Jóhann og Rut bjóða ykkur velkomin til sín í dag á milli kl. 14-17. VALHÚS FASTEIGNASALA Armúla 38 sími 530 2300 fax 530 2301 www.valhus.is valhus@Valhus.is Valgeir Kristinsson hrl., lögg. fasteigna- og skipasali Kristján Axelsson sölumaður, Kristján Pórir Hauksson sölumaöur Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali Ólafur Sævarsson sölustjóri atvinnuh. Klukkuberg 13 OPIÐ HÚS SKÓGARÁS 2 - OPIÐ HÚS Falleg 4ra herb. íbúð á tveimur hæðum í fjölbýli á stórkostleg- um útsýnisstað. Parket og flís- ar á gólfum. Rúmgóð og björt stofa. Suðursvalir. Verð 12.8 millj. Hún Gyða Hrönn býður ykkur velkomin til sín í dag á milli kl. 15 - 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.