Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 31
ggijgg)
1970 er lóranstöðin á Reynisfjalli
var aflögð. Þar með misstu 10 til 12
manns vinnuna og höfðu að engu að
hverfa í staðinn. Síðan hefur verið
að reytast af okkur og síðustu ár
hafa menn verið að berjast við að
snúa þróuninni við. Samdrátturinn
er hrópandi. Hér voru einu sinni
tvö vélaverkstæði sem þjónustuðu
alla sveitina. Nú gera bændur við
sjálfír. Aður voru hér tvær alhliða
matvöruverslanir, nú er bara ein.
Svona mætti áfram telja. Það sem
reynist okkur erfíðast nú orðið er
það sem kallað er hagræðing í opin-
bera og hálfopinbera geiranum. Ef
einhver segir upp eða flytur, þá er
hagrætt og ekki ráðið í starfið á ný.
Það má hugsa sér hvað er til ráða
í þessum málum almennt og það
hefur verið gripið til þess ráðs að
flytja heilu stofnanirnar út á lands-
byggðina, nú síðast Landmælingar
ríkisins til Akraness. Þarna eru
rótgrónar stofnanir teknar upp og
fólkið með nauðugt viljugt og óhjá-
kvæmilegt að hluti af mannauðnum
verði eftir á höfuðborgarsvæðinu,
fólk með reynslu og þekkingu.
Svona aðgerðir eru mér ekki að
skapi. Miklu fremur teldi ég æski-
legt að hið opinbera ætti að bjóða
landsbyggðinni í auknum mæli upp
á þau störf sem til boða eru og geta
tæknilega séð verið unnin hvar sem
er. Það er mikill misbrestur á slíku
og þannig séð er hið opinbera ekki
sjálfu sér samkvæmt."
Þenslan
Þú telur sem sagt að fólk á lands-
byggðinni eigi fremur að berjast
fyrir tilvist sinni í dreifbýlinu held-
ur en að leita starfa í höfuðstaðn-
um?
„Það er mikil þensla í Reykjavík
og mikil vinna. Vel má vera að fólk
fái vinnu og enn fremur jafn vel
launaða vinnu og það hafði heima
fyrir. En vegna þenslunnar þá eru
viðbrigði mikil. Ef ég myndi t.d.
ákveða að fara til Reykjavíkur
núna þá þyrfti ég að selja einbýlis-
húsið mitt fyrir 'Æ af þvi sem sam-
bærilegt hús kostar í Reykjavík í
dag og það húsnæði sem ég fengi
fyrir sama verð í Reykjavík væri
allt annað og minna og hentaði
minni stóru fjölskyldu illa. Ég
þyrfti að steypa mér út í skuldir til
að kaupa hentugt húsnæði eða fara
á svimandi dýran leigumarkað þar
sem einnig er húsnæðishörgull og
ekki á vísan að róa. Ég fengi
kannski vinnu við það sem ég geri
vel, en góðar líkur væru á því að ég
væri ekki aðeins yngsti starfsmað-
urinn, heldur sá reynsluminnsti.
Væri því fyrstur til að fjúka um leið
og einhver samdráttur ætti sér
stað. Þetta myndi ef til vill ekki
ganga eftir, en atvinnuöryggið væri
ekki fyrir hendi og ofan á það bætt-
ist nýi skuldahalinn. Ég er ekki að
segja að fólk eigi ekki að freista
gæfunnar í Reykjavík. Ég er hins
vegar að segja að ég er hræddur
um að margir flytja úr heimahög-
unum haldandi að í Reykjavík séu
gull og grænir skógar fyrir alla. Ég
er viss um að margir fara úr ösk-
unni í eldinn og ef fólk ætlar að rífa
sig upp þá verða forsendurnar að
vera traustar og mjög góðar. Þetta
er kannski ekki annað en það sem
menn ræða sín á milli yfir kaffi-
borðinu, en samt sem áður er þarna
blákaldur veruleikinn á ferðinni.“
Þið félagarnir eruð að sýna fram
á eina tegund vaxtarbrodds, hvað
gæti annað komið sveitunum til
bjargar, svo við höldum okkur við
atvinnumálin?
„íslendingar eru hugvitssamir og
uppátækjasamir. Það eru alls kon-
ar möguleikar fyrir hugmyndaríkt
fólk. Fjarvinnsla hefur verið nefnd
og við höfum t.d. verið í viðræðum
við íslenska miðlun. Verkefni eru
fyrir hendi, en það er enn nokkur
stífla að koma þeim út á lands-
byggðina hvað sem síðar verður.
Ferðaþjónusta er annað. Hún leys-
ir ein og sér ekki allan vandann, en
samt hefur verið gífurleg upp-
sveifla í þeirri grein á þessum slóð-
um og upp hafa komið nokkrir
mjög stórir ferðaþjónustubændur.
Þetta ýtir undir betri tíð, en samt
eru heilsársstörf allt of fá og þeim
þarf að fjölga.“
Nú voruð þið að bæta við starf-
semina?
„Já, við höfum alveg frá byrjun
verið opnir fyrir því að bæta við
verkefnum eins og ég hef komið að
og ekki hvað síst einhverju gerólíku
því sem við höfum verið að sýsla.
Þannig bar það til að Pósturinn
ákvað að hætta rekstri póstaf-
greiðslunnar í Vík á eigin vegum og
leita eftir verktökum til að sjá um
verkið. Við duttum fljótt inn í ferlið
og útkoman varð sú að við sömdum
við Póstinn um dreifmguna. Þetta
hafði miklar breytingar í för með
sér. Við vorúm áður í tveimur her-
bergjum á efri hæð Búnaðarbanka-
hússins í Vík og Pósturinn var í
húsi við hliðina á bankanum. Á
sama tíma var Landsbankinn að
leggja upp laupana á Vík og Búnað-
arbankinn keypti húsnæði hans.
Við keyptum þá Búnaðarbankahús-
ið allt, alls 340 fermetra á tveimur
hæðum, fluttum okkar starfsemi og
póstþjónustuna á neðri hæðina þar
sem bankinn hafði verið, en erum
síðan að innrétta íbúð til útleigu á
efri hæðinni. Með póstdreifingunni
bættust auk þess við tvö stöðugildi
í fyrirtækinu."
Ertu að segja mér að það sé
hægt að leigja út íbúðir í þorpi þar
sem fólksfækkun er vandamál?
„Já, eins og það hljómar undar-
lega. Hér hefur fólki fækkað mikið,
en samt er húsnæðisskortur. Það
er vegna þess að fjölskyldur brott-
fluttra eða látinna Víkverja vilja oft
og iðulega ekki selja húsin heldur
hafa þau fyrir sumarhús. Það er
talsvert af slíkum húsum í Vík. Það
verður því ekki vandamál að leigja
þessa íbúð og þótt fleiri væru.“
Að lokum, hvað gerist á næstu
misserum?
„Eins og ég gat um áðan þá erum
við að búa okkur undir sókn eftir
nýjum tækifærum. Við verðum að
gæta þess að vera tilbúnir þegar
við göngum á menn. Ef menn eru
ekki tilbúnir þá vantar alla sann-
færingu og þá væri betur heima
setið,“ segir Guðmundur Pétur
Guðgeirsson.
1a ivif9lil mál
illlftillAft llfttti
Við faara lánum þér það
og þú sparar 100.000 kr.
(
1
\
SECUR TAS
Öryggi í stað áhœttu
Nú er engin afsökun fyrir því að vera ekki með öryggiskerfi.
Síðastliðin 5 ár hefur SECURITAS gert fólki kleift að fá öryggiskerfi á heimilið án nokkurs
stofnkostnaðar. Og í dag eru yfir 2000 heimili á landinu með Heimavörn.
SECURITA5 býður þér að fá fullkomið öryggiskerfi að láni - HRINGDU NÚNA.
HEIMAVÖRN SECURITAS er í senn innbrota- og brunaviðvörunarkerfi,
það er samsett af ákveðnum fjölda skynjara.
Kerfið er sett á með einu handtaki þegar heimilið er yfirgefið eða þegar gengið er
til náða og eftir það er varsla þess í öruggum höndum SECURITAS
- EINFALT MAL!
Með Heimavörninni fylgja einnig slökkvitæki og eldvarnarteppi.
Mánaðarlegt þjónustugjald felur í sér útköll, viðhald og þjónustu við kerfið
allan sólarhringinn.
ima vorn
Þú getur að sjálfsögðu
fengið Heimavörn
^ eftir að þjófarnir eru farnir
- en hitt er hetra.
Síðumúla 23 ■ 108 Reykjavík
Simi 580 7000 ■ Fax 580 7070
sala@securitas.is • www.securitas.is