Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 33 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKÁLDSKAPURINN FLYTUR SANNLEIK SAMTÍMANS BÓKMENNTAHÁTÍÐ verður sett í dag í Norræna húsinu í fimmta sinn og er óhætt að fullyrða að aldrei áður hafí jafnmargir valinkunnir rithöfundar, innlendir og eriendir, tekið þátt í slíkri samkomu hérlendis. Alls koma 16 erlendir höf- undar frá 13 þjóðlöndum til hátíðar- innar, lesa úr verkum sínum og ræða um bókmenntir við skáldbræður sína og systur í vikutíma. íslenskir þátttak- endur í hátíðinni eru nær 30. Þekkt- astur í þessum hópi er án efa nóbels- verðlaunahöfundurinn Gunther Grass þó segja megi að nafn hans sé þekkt- ara en verkin hans hérlendis; aðeins þrjár bóka hans hafa verið þýddar á ís- lensku, 3 bindi Blikktrommunnar, þeirrar bókar er hann hlaut Nóbels- verðlaunin fyrir á síðasta ári. Vafalaust velta einhverjir því fyrir sér hvers vegna sé verið að halda bók- menntahátíð. Eru bókmenntir ekki bara lesnar, þarf að stefna höfundum saman og láta þá ræða um verk sín og hugmyndir eins og prangara á markaðstorgi; selja bækur sínar útá sjálfa sig og verða þeir þá verst úti sem erfíðast eiga með að koma fram í eigin persónu og tjá sig munnlega? Sumir í hópi rithöfunda geta heldur ekki hugsað sér að koma fram yfír- höfuð og gerðust einmitt rithöfundar vegna þess að önnur tjáningarform hentuðu ekki. Ekki er þó verið að gefa í skyn að bókmenntahátíð sé sölutorg, vafalaust er tilgangurinn sá að vekja áhuga hins almenna lesanda á fjöl- breytni hins skrifaða orðs, hversu margir og ólíkir einstaklingar fást við skáldskap vítt og breitt um heiminn enda hefur útbreiðsla skáldskapar milli landa og heimshluta aldrei verið jafnmikil og nú. Samtímis þessu hefur þeirri hugsun vaxið fískur um hrygg að menning og tunga einstakra landa og svæða sé þess virði að varðveita; samhliða fjöl- þjóðahyggju í fjölmiðlun og hagkerfi heimsins hefur áherslan á skáldskap beinst í hina áttina, skáldskapur svo- kallaðra jaðarsvæða, lítilla málsvæða og smárra menningarsvæða hefur náð fótfestu í umræðunni og bókmennta- hátíð hér uppi á íslandi undirstrikar einmitt þetta. Sú staðreynd að hér á íslandi þrífst blómlegt samfélag rit- höfunda er til marks um þetta, í annan stað er áhugi erlendra þjóða á bók- menntum okkar sífellt að aukast og í þriðja lagi er öflug alþjóðleg bók- menntahátíð með svo fjölbreyttu vali rithöfunda frá ýmsum svæðum verald- arinnar haldin þessu til staðfestu. Forstjóri Norræna hússins og for- maður framkvæmdanefndar bók- menntahátíðarinnar, Riitta Heinámaa, benti á það í samtali við Morgunblaðið að íslendingar væru öðrum þjóðum fyrirmynd í málverndarstefnu sinni. Gróskumiklar samtímabókmenntir, hvort heldur er prósi, ljóð eða leikrit, eru ein meginforsendan fyrir því að þjóðin haldi menningarlegri sjálfsvit- und sinni og fylgir þá fast í kjölfarið heilbrigður áhugi á skáldskap annarra þjóða gagngert til að auka skilning sinn á umheiminum og dýpka eigin menningarlega vitund en elta ekki uppi gagnrýnislaust allt sem borið er á borð erlendis frá og getur sem best talist menningarlegur skyndibiti. Eitt af meginþemum bókmenntahá- tíðar varðar framtíð bókarinnar sem prentgrips, en ýmis önnur ráð eru þegar fyrir hendi um dreifíngu texta og er þá helst vísað til rafræns forms. Vafalaust á það eftir að ryðja sér enn frekar til rúms en nú er, margir munu vilja sækja sér lesefni um tölvur og net, en þó er óhætt að fullyrða að ekk- ert muni koma í stað lesturs bókar í vönduðu broti og fallega prentaðri, að ekki sé minnst á þá ánægju sem fylgir því að eiga vísan góðan bókaskáp þrunginn góðum skáldskap. Hvort áhrif hins ritaða orðs, skáld- skaparins, munu aukast eða minnka á nýrri öld, verður ekki séð fyrir en skáldin munu vafalaust fínna réttu leiðina að hjarta lesenda sinna, því þörf skáldsins fyrir lesanda er engu minni en lesandans fyrir skáldið; leitin að sannleik samtímans er sá drifkraft- ur sem rekur skáldið áfram við sköpun sína og áhugi og viðbrögð lesandans eru mælikvarði á gildi þeirrar leitar á hverjum tíma. Ritstjórnargreinar Morgunblaðsins 10. sept. 1970: „Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, flutti ræðu um skattamál í fyrradag á landsþingi Sam- bands íslenzkra sveitarfé- laga. í ræðu þessari kom fjármálaráðherra víða við, og hefur efni hennar vakið verulega athygli. Magnús Jónsson gerði að umtalsefni í ræðu sinni þá fullyrðingu, sem oft er hald- ið á lofti, að skattabyrði sé þyngri hér á íslandi en í ná- lægum löndum. Fjármála- ráðherra kvaðst hafa látið framkvæma rækilega athug- un á íslenzka skattakerfinu fyrir tveimur árum og hefðu verið fengnir til þess sér- fræðingar frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum. Sagði Magn- ús Jónsson, að athugun þessara sérfræðinga hefði leitt í ljós, að ríki og sveit- arfélög taka ekki hærri hundraðshluta af tekjum einstaklinga, heldur en þær þjóðir, er næstar okkur standa. Að vísu væru óbeinir skattar hærri hér en í ná- grannalöndunum, en það raskaði ekki þessari niður- stöðu.“ 10. sept. 1980: „Orðhákarn- ir, Baldur Óskarsson og Ólafur Ragnar Grímsson, vinna að því með margvís- legum hætti að skapa tor- tryggni í garð Flugleiða. Viðtál við Baldur ðskarsson í útvarpinu í gær var fullt af hálfkveðnum vísum og dylgjum. Ólafur Ragnar Grímsson hringir í síðdegis- blöð og býður fram þær skoðanir sínar, að greinar- gerð Flugleiða um fjárhags- stöðu fyrirtækisins sé auglýsingaplagg byggt á fölsunum. Það er vissulega orðið umhugsunarefni fyrir dagblöð, hvort þau eigi að láta þessa málaliða komm- únista komast upp með að nota sig með þessum hætti. íslenzkur flugrekstur hefur frá upphafi verið byggður upp af einstaklingum, sem fremur hafa verið hugsjóna- menn en fjáraflamenn. Þessir hugsjónamenn og brautryðjendur eru enn í forystu Flugleiða, menn eins og Örn Johnson og Alfreð Elíasson. Framtak þessara einstaklinga og samstarfs- manna þeirra hefur skapað það ævintýri, sem íslenzkur flugrekstur hefur verið. Neikvæðir stjórnmálamenn og orðhákar hafa ekki komið þar við sögu. Nú ætla þeir á einhverjum mestu erfið- leikatímum, sem yfir ís- lenzkan flugrekstur hafa gengið, að nota tækifærið til þess að koma höggi á þetta einkafyrirtæki og leggja í rúst starf þess mikla fjölda fólks, sem byggt hefur upp flugreksturinn á íslandi." REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 9. september ÞINGMENN Vinstri-grænna hafa tekið furðulega afstöðu til útboðs á farsímarásum, ef marka má grein eftir Stein- grím J. Sigfússon og Jón Bjarnason hér í Morguri; blaðinu sl. fimmtudag. í grein sinni vikja þeir að því, að þrjú Norðurlandanna, Noregur, Finnland og Svíþjóð hafi ákveðið að bjóða ekki út rásir fyrir nýja kynslóð farsíma heldur verði þeim úthlutað með tilteknum hætti. Síðan segja þeir: „Þau fyrirtæki hreppa hnossið, sem bjóða öflugasta uppbyggingu dreifikerfis, sem taki til landsins alls á sem stystum tíma og sem bjóða bestu og ódýrustu þjónustuna að slíkum skiiyrðum upp- fylltum." Þeir Steingrímur J. Sigfússon og Jón Bjarna- son rekja síðan rökin íyrir því að hafa þennan hátt á og segja: „Fyrirtækin losna við gríðarleg útgjöld vegna kaupa á leyfum í upphafi. Þau hafa því meira fé handa á milli til fjárfestinga í dreifikerfinu. Auðveldara er að ná fram kröfum um að dreifi- kerfið taki til allra landsmanna og raunhæft að gera kröfu um að það gerist fyrr en ella. Notendur munu njóta þessa fyrirkomulags í formi lægri afnotagjalda. Peningarnir koma nefnilega ekki af himnum í útboðum heldur er að sjálfsögðu ætlunin að sækja þá í vasa notenda framtíðarinnar. Samkeppnisstaða landsins eða svæðisins í þessu tilviki Skandinavíu verður sterkari, jafnt einstaklinga, sem fyrirtækja. Síðast en ekki sízt er á það bent, að þetta sé einfaldlega skynsamleg og raunsæ niðurstaða í Ijósi smæðar markaðarins. Norðurlöndin eru jú stór og strjálbýl lönd borið saman við Bretland og Miðevrópu." Loks víkja þingmennimir tveir að framtíðar- þróun fjarskiptageirans og segja: „Við erum and- víg einkavæðingu Landssímans og viljum beita honum, sem opinberu þjónustufyrirtæki til að halda áfram að byggja upp fjarskiptakerfi í fremstu röð sem þjóni öllum landsmönnum jafnt hvað varðar undirstöðuþætti, aðgang, gæði og verð. Sömu markmið á að leggja til grundvallar á þeim sviðum fjarskipta þar sem samkeppni er komin til sögunnar og hvað innleiðingu nýrrar tækni snertir." Sú afstaða Vinstri-grænna, sem hér hefur ver- ið lýst er furðuleg og allt að því bamaleg. Þegar horft er til þróunar í fjarskiptaþjónustu á allmörgum undanförnum áram og jafnvel á síð- ustu tveimur til þremur áratugum vekur þrennt mesta athygli: I fyrsta lagi: símafyrirtæki um allan heim hafa unnið frábært starf í tæknilegri uppbyggingu á fjarskiptakerfum. í öðru lagi: símafyrirtækin hafa nýtt þessa að- stöðu til þess að taka til sín ofsagróða af milli- landasamtölum. í þriðja lagi: símafyrirtækin hafa nýtt þessa aðstöðu til þess að taka til sín ofsagróða af far- símasamtölum. Allt á þetta við um Landssíma íslands, áður Póst og síma með sama hætti og það á við um langflest símafyrirtæki í öllum heimsálfum. Þessi framkoma símafyrirtækjanna var lengi þoluð af þeirri ástæðu, að flest þeirra vora í opin- berri eigu og þess vegna var þrýstingur frá al- menningi um lækkun á gjöldum ekki jafnmikill og sennilega hefði orðið ef um einkafyrirtæki hefði verið að ræða. Vissulega vora starfandi einkafyrirtæki t.d. í Bandaríkjunum og þar var gripið til þess ráðs að brjóta hið stærsta þeirra upp í mörg fyrirtæki með lögum til þess að tryggja aukna samkeppni. Fyrir u.þ.b. áratug var forystumönnum í at- vinnulífi um heim allan farið að ofbjóða hvað símafyrirtækin tóku mikið til sín vegna milli- landasímtala, sem vora orðin stór kostnaðarliður í rekstri fyrirtækjanna. Hið virta brezka dagblað, Financial Times, sem enginn vænir um fjandskap í garð atvinnulífsins, lagði þá gífurlega vinnu í að afhjúpa það sem kalla mátti samsæri símafyrir- tækjanna í heiminum um að okra á millilanda- samtölum. í einstökum greinaflokki fletti blaðið ofan af símafyrirtækjunum og sýndi fram á hvað væri að gerast. Á svipuðum tíma héldu dagblöð víða um heim uppi þungri gagnrýni á símafyrir- tækin vegna þessarar verðlagningar. Þeir sem vilja kynna sér þessa sögu geta m.a. lesið harða gagnrýni í Morgunblaðinu á þessum tíma á Póst og síma fyrir okurverð á millilandasamtölum, en blaðið talaði þá fyrir daufum eyram og varð heldur fyrir ónotum af hálfu stjómmálamanna af þessum sökum en að það nyti stuðnings þeirra við þessar ábendingar. Að hluta til var það vegna þess, að ríkissjóður sá sér leik á borði að innheimta mikil gjöld af Pósti og síma, sem skilaði gífurlegum hagnaði á þessum tíma. Símafyrirtækin hafa neyðst til þess smátt og smátt að lækka verð á millilandasamtölum, sem þó eru enn alltof dýr, þótt ekki sé lengur hægt að tala um okur. Næsta gullnáma símafyrirtækjanna var far- símarnir og þá sérstaklega GSM-símarnir. Þing- menn Vinstri-grænna hljóta að hafa aðstöðu til þess í krafti umboðs frá kjósendum sínum að fá upplýsingar um hagnað Pósts og síma og síðar Landssímans af GSM-samtölum. Þá mundu þeir uppgötva að fyrstu árin naut þetta ríkisfyrirtæki ofsagróða af GSM-símtölunum. Það er svo önnur saga, sem ekki verður farið út í hér, að Sam- keppnisstofnun hefur þvælst fyrir því, að GSM- símtölin, sem vissulega hafa lækkað í verði und- anfarin misseri eftir að samkeppni kom til sög- unnar, gætu lækkað enn meir. Svo furðulegt sem það kann að virðast er það gert í nafni þess að tryggja að samkeppni sé til staðar. Nú vill svo til, að símaíyrirtækin, sem bjóða GSM-þjónustu á íslandi, hafa fengið leyfi frá stjórnvöldum til þess að reka þessa starfsemi. Stjórnvöld geta ekki úthlutað hveijum sem er þessum leyfum. Af tæknilegum ástæðum er sá fíöldi leyfa sem hægt er að úthluta takmarkaður. Þess vegna era þetta takmörkuð gæði, sem stjórnvöld era að úthluta til einstakra fyrirtækja. Það var lofsverð ákvörðun hjá Halldóri Blöndal, þáverandi samgönguráðherra, að stíga íyrsta skrefið til þess að láta leyfishafa greiða gjald fyrir leyfin. Það var og er ekki hátt gjald en engu að síður fólst í þeirri ákvörðun þáverandi samgönguráðherra ákveðin stefnumörkun á þessu sviði. Þótt Póstur og sími haf! í upphafi ekki þurft að borga neitt fyrir GSM-rásir voru símagjöldin í kerfinu himinhá og era enn, þótt þau hafi lækkað umtalsvert. Þessi gjöld hins ríkisrekna íslenzka símafyrirtækis byrjuðu ekki að lækka fyrr en samkeppni kom til sögunnar. Þegar fyrirtækið sá fram á samkeppni byrjaði það að lækka verð. Þessi reynsla sýnir, að neytendur hafa ná- kvæmlega enga tryggingu fyrir því, að þeir njóti þess í lægri gjöldum, þótt símafyrirtækin fái út- hlutað rásum fyrir nánast ekki neitt. Samkeppni á milli símafyrirtækja gæti tryggt hagsmuni neytenda að einhveiju leyti, en þó ekki nema að takmörkuðu leyti. Reynslan sýnir, að fyrirtæki í sömu grein hafa einstakt lag á að halda uppi verði og á svipuðu stigi án þess að hægt sé að sanna á þau ólöglegt samráð. Þeir Steingrímur J. Sigfússon og Jón Bjama- son telja, að með því að úthluta farsímaleyfum í stað þess að bjóða þau uppi losni fyrirtækin við mikil útgjöld og hafi því meira fé aflögu til þess að leggja í uppbyggingu dreifikerfa. Ekki er þetta reynslan hér. Þrátt fyrir að Landssíminn hafi haft gífurlegan hagnað á und- anfömum áram af GSM-símtölum er það svæði, sem símarnir eru nothæfir á ótrúlega takmarkað. Þetta þekkja allir, sem hafa farið með þessa síma út fyrir þjóðvegi og ætlað að byggja fjar- skiptatengsl á þeim. Þingmönnunum tveimur er t.d. ráðlagt að aka út af þjóðveginum við Skóga undir Eyjafjöllum og prófa að hringja í GSM- síma þaðan. Það þarf ekki lengri leið út frá þjóð- vegi! Þótt hér sé fyrst og fremst vikið að Lands- símanum á þetta að sjálfsögðu við Tal í enn ríkara mæli. Með tilvísun til okkar eigin reynslu af far- símakerfum á undanfórnum áram er ljóst, að þeir Steingrímur J. Sigfússon og Jón Bjamason hafa í grandvallaratriðum rangt fyrir sér í þeim mál- flutningi, sem fram kemur í grein þeirra hér í blaðinu sl. fimmtudag. En það era fleiri hliðar á þessu máli. Hvemig á að- úthluta tak- mörkuðum réttindum? ÞEGAR um er að ræða í lýðræðisþjóðfélagi að út- hluta réttindum, sem að einhverju leyti era tak- mörkuð koma upp ýmiss konar vandamál. Það á ekki sízt við í fámennu þjóðfélagi eins og okkar en það á við alls staðar. Hvernig á að úthluta þessum réttindum? Á fyrstu áram íslenzka lýðveldisins vora ann- ars konar réttindi en nú er rætt um takmörkuð. Þá höfðu menn ekki leyfi til þess að flytja inn vör- ur til landsins að vild. Þá máttu menn ekki byggja hús ef þeim sýndist svo. Og þá máttu menn ekki flytja inn bíla, ef þeir höfðu löngun til. Það þurfti sérstök leyfi fyrir þessu öllu. Hvernig var þeim úthlutað? Því er fljótsvarað. Þeim var úthlutað á grandvelli flokkstengsla og persónulegs klíku- skapar. Yfirleitt var reglan sú, að Samband íslenzkra samvinnufélaga fékk helming leyfanna og einka- fyrirtæki helming. Fáir aðrir komust að. í sumum tilvikum seldu þeir sem fengu, leyfin Morgunblaðið/Sverrir til annarra og högnuðust veralega á þeim við- skiptum. Það fóra fram viðskipti með innflutn- ingsleyfi og það fóra fram viðskipti með bílaleyfin og vafalaust fjárfestingarleyfin að einhveiju leyti. Aðstaða til þess að fá þessi leyfi, þ.e. kunn- ingsskapur eða tengsl við stjórnmálaflokka, aðal- lega Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, réð því hvort fyrirtækin gátu vaxið og dafnað. Þeir sem stóðu utan við þennan innsta kjarna þjóðfé- lagsins höfðu enga möguleika á að byggja upp at- vinnurekstur. Þetta er liðin tíð en hefur endurspeglast á þessum áratug að hluta til í kvótakerfinu. Öll þjóðin veit, að þeir, sem fengu úthlutað kvóta fyr- ir ekki neitt, hafa í sumum tilvikum ájiessum ára- tug selt hann fyrir milljarða króna. Ut í þá sálma verður ekki farið frekar hér. Þegar samgönguráðuneytið tilkynnti fyrir nokkram misseram að fleiri GSM-leyfi yrðu veitt kom í Ijós, að það var bara einn umsækjandi á því stigi um slíkt leyfi fyrir utan Landssímann. Þar var um að ræða bandarískt fyrirtæki, sem hefur byggt upp Tal í samvinnu við íslenzka fjárfesta. Tal hefur náð ótrúlega góðum árangri í því að skapa sér markaðsstöðu hér á íslandi. Fyrirtæk- ið birtir ekki reikninga sína en miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja er ekki ofmælt að verðmæti þess hafi fimm- til sexfaldast á undan- förnum misseram. Að sjálfsögðu er það ekki ein- göngu vegna farsímaleyfisins heldur ekki síður vegna snjallrar markaðssetningar. En leyfið er grundvöllurinn og forsendan. Vegna þess árangurs, sem Landssíminn og Tal hafa náð er fyrirsjáanlegt að fleiri verða um hit- una, þegar kemur að því að úthluta rásum fyrir nýjar kynslóðir farsíma. Hvernig á að gera það ef ráðum Steingríms J. Sigfússonar og Jóns Bjarnasonar er fylgt? Á grandvelli kunnings- skapar? Á grandvelli flokkstengsla? Þeir munu vafalaust segja, að þeir eigi að fá leyfin, sem verða tilbúnir til að byggja upp sem öflugast dreifikerfi um allt land. En hvað ef allir umsækj- endur verða tilbúnir til þess? Hvernig á þá að velja á milli þeirra? Stefna Vinstri-grænna mundi leiða til þess, að gífurlegur hagnaður mundi myndast hjá eigend- um fjarskiptafyrirtækjanna. I ljósi þess, að fyrir- tækin byggjast á því að fá úthlutað frá stjórn- völdum réttindum, sem af tæknilegum ástæðum era takmörkuð réttindi væri út af fyrir sig hægt að hugsa sér að þetta gæti verið eðlileg leið til að dreifa hluta hagnaðarins beint til þeirra sem út- hluta réttindunum, þ.e. til þjóðarinnar, ef yfir- gnæfandi meirihluti íslendinga væri hluthafar í þessum fyrirtækjum. Um það er hins vegar ekki að ræða. Tal hf. er að meirihluta í eigu erlends símafyrirtækis og stærsti minnihlutaeigandinn er íslenzkt einkaiyrirtæki. Landssíminn er að vísu enn í opinberri eigu en verði af einkavæð- ingu hans er langlíklegast að stærsti eigandinn verði að því loknu erlent símafyrirtæki. Ef menn á annað borð vildu núa þingmönnum Vinstri-grænna því um nasir, væri hægt að segja að þeir væra að ganga erinda erlendra stórfyrir- tækja með málflutningi sínum! ■ ÞAÐ ER ekki endilega Útboðin víst, þegar um er að ræða úthlutun takmarkaðra gæða, að útboð eigi við í öllum tilvikum. Það er hægt að tryggja rétt þeirra, sem ýmist eiga við- komandi auðlind beint, eins og íslenzka þjóðin á fiskimiðin við Island, lögum samkvæmt eða út- hluta réttindum samkvæmt lögum eða alþjóða- samningum, með öðrum hætti en beinum útboð- um. En það er fráleitt að úthluta slíkum réttindum án þess að eðlilegt gjald komi fyrir í einhverri mynd. I kjölfar útboðsins í Bretlandi hófust miklar umræður um það, að símafyrirtækin hefðu boðið alltof hátt verð og gætu ekki staðið undir því. Hlutabréfin í fyrirtækjunum væru að lækka o.s.frv. Það er ósköp eðlilegt að hlutabréfin í fyr- irtækjunum lækki í verði, þegar vonir fjárfesta um sambærilegan ofsagróða og þeir hafa fengið af fyrri leyfisveitingum bresta. Við hverju öðra búast menn, þegar peningarnir fara i sameigin- legan sjóð brezku þjóðarinnar í stað þess að fara til fjárfestanna? En það er jafnframt athyglis- vert, að blaðamenn á Financial Times hafa geng- ið hart fram í því að hrekja þær röksemdir að símafyrirtækin hafi boðið of hátt. Því var m.a. haldið fram, eftir útboðið í Bret- landi að nú mundu símafyrirtækin sjá að sér og bjóða lægra verð í farsímaleyfin í Þýzkalandi. Hver var reynslan? Þau buðu enn hærra verð! Halda menn, að forsvarsmenn þessara fyrir- tækja séu að gera tóma vitleysu í hverju landinu á fætur öðra? Hverjir era þeir spekingar hér sem ætla að hafa vit fyrir þessum mönnum? Eru það þeir, sem á undanfornum áram hafa talað mest um forræðishyggju annarra?! I Frakklandi var rásunum úthlutað með öðram hætti en þar var símafyrirtækjunum, sem fengu úthlutun gert að greiða sennilega um 75% af því verði, sem fyrirtækin borga í Bretlandi og þegar tekið er tillit til ýmissa skilmála, sem fyrirtækin í Frakklandi þurfa að uppfylla, er ekki ósennilegt að þau þurfi að borga nálægt því verði, sem greitt er í Bretlandi. Á Spáni liggur ríkisstjórnin nú undir þungri gagnrýni vegna þess, að þar hefur símafyrirtækj- um verið úthlutað leyfum fyrir brot af því gjaldi, sem þarf að borga á Bretlandi, í Þýzkalandi og Frakklandi. Ekki er ósennilegt að spænska ríkis- stjórnin þurfi að taka málið upp til nýrrar skoð- unar. Hér skal ekkert fullyrt um hvers vegna ríkis- stjórnir Noregs, Svíþjóðar og Finnlands tóku ákvörðun um að fara aðra leið. En þetta era til- tölulega fámenn samfélög. Getur hugsast að póli- tísk tengsl og persónuleg tengsl í þessum fá- mennu samfélögum ráði þar einhverju um? Vinstri grænir geta auðvitað trúir sínum sós- íalísku lífsviðhorfum verið þeirrar skoðunar, að það eigi ekki að einkavæða Landssímann. En jafnvel þótt þeir taki þá afstöðu er illskiljanlegt hvers vegna þeir telja þá ekki eðlilegt að ríkis- rekið símafyrirtæki verði að keppa við einkafyr- irtæki á þessu sviði á markaði um leyfi til að reka nýjar tegundir farsímarása. Sannleikurinn er auðvitað sá, að stefnumörkun Vinstri-grænna í þessum efnum er vanhugsuð og það stendur ekki steinn yfir steini í röksemda- færslu þeirra. „Ef menn á annað borð vildu núa þing- mönnum Vinstri- grænna því um nas- ir, væri hægt að segja að þeir væru að ganga erinda er- lendra stórfyrir- tækja með mál- flutningi sínum!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.