Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
KRISTÍN
ÞORLÁKSDÓTTIR
+ Kristúi Þorláks-
dóttir frá Veiga-
stöðum á Svalbarðs-
strönd fæddist í
Grjótárgerði í Bárð-
ardal, S-Þingcyjar-
sýslu, 3. janúar 1908.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Skjóli 1.
september síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Þorlákur
Marteinsson, bóndi í
Grjótárgerði og síðar
á Veigastöðum á
Svalbarðsströnd, f. 8.
apríl 1880, d. 6. júní
1963 og Sigríður Kolbeinsdóttir,
húsfreyja í Grjótárgerði, siðar á
Veigastöðum á Svalbarðsströnd,
f. 23. aprfl 1873, d. 27. nóvember
1957.
Kristrn var ógift og barnlaus.
Hún lauk stúdentsprófi frá
Mcnntaskólanum á Akureyri 1932
og síðar kennaraprófi frá Kenn-
araháskóla íslands 1933. Þá lauk
hún cand.phil. prófi frá Háskóla
íslands 1938. Kristrn hóf störf sem
heimiliskennari á Reykjum í Mos-
fellssveit 1933-34 og kenndi við
barnaskólann á Brúarlandi í Mos-
fellssveit 1934-35.
Hún var stunda-
kcnnari og forfalla-
kennari við Austur-
bæjar- og Miðskól-
ann í Reykjavík
1935-41 en einnig
tók hún að sér auka-
kcnnslu í hjáverkum
í marga áratugi eftir
það. Kristín hóf störf
hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur 1942 og
vann þar aðallega
við bókhald, allt til
ársins 1979 er hún
fór á eftirlaun. Hún
sinnti félags- og trúnaðarstörfum
hjá Starfsmannafélagi Reykja-
víkurborgar frá 1950-66, lengst af
sem ritari í stjórn félagsins og þá
var hún fyrsti fulltrúi deildar
lífeyrisþega í fulltrúaráði félags-
ins eftir að hún hætti störfum.
Kristúi bjó í Eskihlíð 6a en síðustu
þijú árin bjó hún á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli.
Útför Kristínar fer fram frá
Fossvogskirkju mánudaginn 11.
september og hefst athöfnin
klukkan 10.30.
Mig langar með fáeinum orðum
að minnast Kristínar en hún var í
miklu og góðu vinfengi við fjöl-
skyldu mína sem stóð um langt ára-
bil. Hittumst við oft í góðum fögnuði
á hátíðastundum, um jól og áramót
svo og í afmælum hjá henni í Eski-
hlíðinni og hjá fjölskyldu minni í Álf-
tamýrinni og seinna í Hvassaleiti.
Fræddi hún okkur um og sagði frá
fjölmörgum ferðum sínum utan-
lands og innan enda mjög víðförul.
Kynni mín af Kristínu eru þó öllu
lengri. Þau hófust er ég, aðeins sjö
ára gamall, var sendur í sveit til for-
eldra hennar sem þá bjuggu á
Veigastöðum á Svalbarðsströnd.
Aðdragandinn var sá að Kristín
settist í 1. bekk í Menntaskólanum á
Akureyri en vegna mikillar aðsókn-
ar í vetrarbyrjun fékk hún ekki inni
á heimavistinni og bauðst henni þá
að dveljast þennan fyrsta vetur á
heimili foreldra minna á Eyrar-
landsvegi 20, aðeins snertispöl frá
skólanum. Stjúpi minn, Jóhannes,
tók henni strax vel enda hafði hann
verið í vinnumennsku hjá frændfólki
Kristínar á Bjarnastöðum, þá ungur
maður.
Um þetta leyti ílutti Kristín alfar-
in suður til Reykjavíkur en kom þó
alltaf norður á Veigastaði á hverju
sumri til að hjálpa foreldrum sínum
við heyskaparstörfin en að þeim
gekk hún ávallt af mikilli atorku og
dugnaði. A þessum árum voru þessi
hefðbundnu sveitastörf, ekki síst
heyskapurinn, mjög erfið og lýjandi
þar sem allir búskaparhættir voru
gjörólíkir þeim sem nú tíðkast. Allt
var slegið með orfi og ljá, hey full-
þurrkað og bundið í bagga sem sett-
ir voni upp á klakk og fluttir heim í
hlöðu eða uppsettir. Einnig voru þar
votlendar mýrar sem slegnar voru
og þurfti að flytja heyið votabandi
heim að bæ á betri þurrkvöll. Engja-
heyskapur var oft mjög erfiður og
tafsamur þar sem skákir voru marg-
ar og dreifðar í höllum og brekkum
og varla nema ein heysáta á hverj-
um stað. Fljótlega eftir komu mína í
Veigastaði fór ég að una mér vel
enda atlæti og allur viðurgjörningur
húsbænda mjög góður. Kristín hafði
fljótlega gott lag á að virkja mig til
að hjálpa til við heyskapinn og hafði
hún sitt sérstaka lag á að halda mér
að verki en það sem ég man best var
að hún sagði mér stuttar og
skemmtilegar þýddar endursagnir
úr þýsku og ensku sem hún kunni
utanbókar og átti hún það til að
segja við mig: „Ef við klárum þenn-
an flekk færð þú endursögn að laun-
um.“ Þá var mikil tilhlökkun að fá
engjakaffið úr flösku sem vafin var í
ullarsokk en bakkelsið var soðið
brauð og sykraðar lummur. Auk
heyskaparins þurfti mörgu öðru að
sinna, svo sem mótekju, smala-
mennsku, rúningi og ullarþvotti og
er líða tók á haustið var komið að
kartöfluupptöku.
Með því skemmtilegasta sem ég
man eftir frá veru minni á Veiga-
stöðum voru hinar fjölmörgu berja-
ferðir. Sérstaklega er mér minnis-
stæð ein ferð sem Kristín stóð fyrir,
og farin var á Grasafjall upp í Vaðla-
heiði með krökkum úr sveitinni.
Ferðin hlaut skjótan endi þegar
skall á þrumuveður og úrhellisrign-
ing.
Óllu því sem laut að heimilinu á
Veigastöðum og búskapnum sinnti
Kristín af miklum áhuga og sam-
viskusemi og sama gilti um þau fjöl-
mörgu skyldu- og trúnaðarstörf sem
hún innti af hendi. Þar var reglu-
semin og skylduræknin ávallt í fyr-
irrúmi en ég hef fyrir satt að hana
hafi aðeins vantað tvo daga á nær 40
ára starfsferli sínum hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur. Félagsstörfum
hjá Rafmagnsveitunni og Starfs-
mannafélagi Reykjavíkur sinnti hún
af þeirri ósérplægni og árvekni sem
ávallt einkenndu lífsmáta hennar.
Eg og fjölskylda mín kveðjum
Kristínu með söknuði og þakklátum
huga fyrir allt það sem hún var okk-
ur. Eftirlifandi ættingjum vottum
við okkar dýpstu samúð.
Guðmundur Mikaelsson.
Ég vil með þessum fáu orðum
kveðja kæran fjölskylduvin, Krist-
ínu Þorláksdóttur. Faðir minn, ung-
ur að árum, var svo lánsamur að
dvelja nokkur sumur í sveit hjá for-
eldrum Kristínar á Veigastöðum
gegnt Akureyri, hans heimabæ. Það
fór ekki fram hjá mér síðar hversu
annt föður mínum var um þessa
sveit og lagður hafði verið grunnnur
að ævilangri vináttu við fjölskylduna
á Veigastöðum.
Kristín var aufúsugestur á heimili
okkar svo lengi sem ég man eftir
mér. Sömuleiðis á ég mér ljúfar
minningar frá samverustundum í
Eskihlíð 6a, enda gestrisni henni í
blóð borin. A þessari kveðjustund
reikar hugur minn til æskuáranna
er ég og eldri systir mín sátum eftir-
væntingarfullar og hlýddum á föður
okkar segja sögur frá Veigastöðum.
Þar kom Kristín jafnan við sögu í
„eldri“ systur hlutverki og höfðum
við systurnar gaman af að heyra
hversu vel henni hafði tekist að láta
hann vinna verkin sín. Hún hafði
einfaldlega verðlaunað hann með
sögum eða endursögnum eins og
hann komst að orði. Ekki fórum við
systurnar heldur varhluta af frá-
sagnarhæfileikum hennar. Kristín
Þorláks, eins og við kölluðum hana
jafnan, vakti undrun og virðingu
okkar systranna með lýsingum sín-
um á ferðalögum til fjarlægra landa.
Framandi nöfn, menningu og lífs-
hætti bar á góma og við systurnar
vorum djúpt snortnar.
Þegar ég síðar meir hafði þroska
til varð mér ljóst hversu mikla alúð
hún lagði í allt það sem hún tók sér
fyrir hendur, hvort heldur það var
að rækta vináttuna eða að sinna
starfi sinu og ýmsum félagsstörfum.
Það má með sanni segja að ósér-
hlífni og samviskusemi hafi ein-
kennt allt hennar lífshlaup.
Einnig er mér minnisstætt
hversu Kristín á sínum efri árum
fylgdist áfram vel með gangi mála í
þjóðlífinu. Það var sama hvar borið
var niður, allstaðar var hún vel
heima. Eftir að sjón hennar daprað-
ist hin síðari ár og heilsunni tók að
hraka var útvarpið sá miðill sem
svalaði hvað mest óþrjótandi fróð-
leiksfýsn hennar. Jafnframt voru
heimsóknir og símtöl ættingja og
vina henni mjög dýrmæt svo og
samtöl við hjúkrunarstarfsliðið á
Skjóli sem reyndist henni svo vel.
Það er með djúpri virðingu og
þakklæti í huga að ég kveð Kristínu
Þorláksdóttur. Guð blessi minningu
hennar.
Aföllumþeimgæðum
sem okkurveitir
viturlegforsjá
til ánægjuauka
er vináttan dýrmætust.
(Epíkúros.)
Gunnlaug Guðmundsdóttir.
+ Stefán Sigur-
jónsson klæð-
skerameistari fædd-
ist á Arnarbæli í
Grúnsnesi 10. októ-
ber 1929. Hann lést á
St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði 30. ágúst
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Ásdís
Stefánsdóttir, f.
21.10. 1910, og Sig-
urjón Stefánsson, f.
9.1. 1902. Þau eru
bæði látin. Stefán
átti eina systur,
Þóru, maki Gísli
Jónsson.
Stefán Iærði klæðskeraiðn á
Selfossi og flutti hann til Reykja-
víkur að námi loknu og vann hann
við sina iðn alla tíð. Hann flutti til
Bandaríkjanna árið 1960 og bjó
þar til ársins 1992 að hann fiutti
aftur til íslands.
Útför Stefáns fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík mánu-
daginn 11. september og hefst at,-
höfnin klukkan 15.
Póstkort frá Kuala Lumpur færði
okkur þær fregnir að Stefán Sigur-
jónsson hefði veikst skyndilega. Nú
fimm mánuðum síðar er hann allur.
Stefán Sigurjónsson klæðskera-
meistari fæddist í Arnarbæli í
Grímsnesi, en flutti
síðar með foreldrum
sínum og systur að
Fossi í sömu sveit.
Sem barn sá ég sjald-
an Stefán, frænda
minn, en eldri kyn-
slóðin kom oft í bæinn
og gisti þá gjarnan hjá
okkur á Sólvallagöt-
unni, svo ég hafði
spurnir af honum.
Það varð snemma
ljóst að Stefán var
ekki hneigður fyrir
búskap. Tók hann því
á það ráð að nema
klæðskeraiðn.
Það var að námi loknu sem þessi
frændi okkar flutti til Reykjavíkur
og fékk inni hjá móður minni, Guð-
rúnu Hafliðadóttur, sem þá var ný-
lega orðin ekkja. Kom þetta sér
einkar vel fyrir bæði, enda fór vel á
með þeim frændsystkinum.
Þegar Stefán var um þrítugt tók
hann þá ákvörðun að flytja til
Bandaríkjanna. Hann settist að í
San Francisco og síðar í Reno um
tíma. Þar átti hann mjög góða ævi
lengst af enda skorti þar um slóðir
ekki þá menningar- og listviðburði,
sem honum voru svo hjartfólgnir.
Þar gat hann líka svalað betur for-
vitni sinni um menn og málefni,
hvort sem um heimslistamenn eða
stjórnmálamenn stórveldanna var
að ræða. Árið 1974 heimsótti ég
hann til San Franeisco og tók hann
frábærlega vel á móti mér og áttum
við þar ógleymanlega daga saman.
Stefán kom í stutta heimsókn til
íslands árið 1976 og þrátt fyrir
slitrótt bréfaskrif í gegnum tíðina
varð okkur strax ljóst að honum var
fátt mannlegt óviðkomandi.
Hann var fámáll um sjálfan sig
og fremur hlédrægur, en óþrjótandi
uppspretta varðandi það sem hann
hafði séð og lesið. Það var því gott
að vera með Stefáni.
Eftir að fjölskylda mín fluttist til
New York en hún var þar 1977 til
1981 kom Stefán stöku sinnum í
heimsókn og þá var verulega gam-
an að fara með honum inn á Man-
hattan í leikhús, óperhús, ballett-
og danssýningar enda var hann
sjálfur afbragðs góður samkvæmis-
dansari.
Eftir þriggja áratuga útivist tók
hugur Stefáns að leita heim. Hvött-
um við hann til þess og síðasta ára-
tug ævi sinnar bjó hann í Reykja-
vík, lengst af í snoturri íbúð sinni
við Hringbrautina. Þar bjó hann vel
um sig og gerði mikið af því að laga
fatnað fyrir vini og kunningja. Mest
yndi hafði hann af ferðum út um
víða veröld og kom alltaf heim full-
ur frásagnargleði og með gnótt af
upplýsingum um siði og menningu
fjarlægra þjóða.
Hann las mikið og hlýddi á góða
tónlist og deildi safni sínu á þeim
sviðum með vinum og venslamönn-
um.
Síðasta ferð þessa góða drengs er
hafin og að þessu sinni berast okk-
ur ekki fleiri póstkort, en ljóslifandi
minning um samferðamann sem
auðgaði líf okkar hinna mun varð-
veitast um ókomin ár.
Vilborg G. Kristjánsdóttir.
Stefán fæddist á Selfossi og ólst
þar upp. Eftir að hann lauk skyldu-
námi í barna- og unglingaskóla
ákvað hann gerast klæðskeri og
lauk námi í þeirri starfsgrein og
vakti hann þá þegar athygli fyrir
hæfni og kunnáttu.
Þrátt fyrri að hann skorti ekki
verkefni, því hann var eftirsóttur á
vinnustöðum, fluttist hann nokkuð
fyrir miðjan aidur til Bandaríkj-
anna og dvaldist í San Francisco
langt á þriðja áratug.
Einnig þar vann hann sér braut
og virðingu hjá húsbændum sínum
og samstarfsfólki, enda maðurinn
eftirsóttur handverksmaður, hátt-
prúður og gekk fram í yfiriætisleysi
og ljúfmennsku.
Um nokkurt skeið bæði heima á
Islandi og í auknum mæli vestra,
átti hann vingott við Bakkus, sem
krafðist af honum tíma, fjár og und-
irgefni, sem buðu hættunni heim.
Þegar fór að halla verulega á
ógæfuhliðina, sá Stefán að við svo
búið mátti ekki standa. Hann tók
sig þá á óstuddur, af eigin afii og
hafnaði öllum gylliboðum þennan
hvimleiða fylgifisks, í eitt skipti fyr-
ir öll og á skömmum tíma tókst
honum að yfirvega alla lesti sem
þessum félaga hafa verið samfara.
Fyrir um það bil 10 árum flutti
Stefán aftur heim til Islands. Þá
reyndi á hæfni hans og þor til að
hasla sér völl í samfélagi sem var
honum orðið framandi og það tókst
honum á skömmum tíma.
Hann hóf störf í sínu fagi hjá fyr-
irtækjum og heima hjá sér og gerði
það gott eins og sagt er.
Það voru örugglega fáir, ef þá
einhverjir, sem sneru af hans fundi
án fyrirgreiðslu og hans sérstaka
húmors.
Fyrir utan að Stefán fyndi list-
hneigð sinni nokkra útrás í starfi
sínu, sótti hann gjaman leikhús,
tónleika og las bækur menningar-
legs efnis.
Hann hafði líka óseðjandi þörf að
kanna stigu framandi landa og naut
þess til hins ítrasta að kynnast mis-
munandi menningarstraumum.
Hans síðasta ferð var til Balí á sl.
vori. í þeirri för kenndi hann þess
sjúkdóms sem leiddi hann til dauða.
Stefán átti síðast fallegt heimili á
Hringbraut 111. Þangað kom ég títt
í hvert sinn er ég var á Islandi. En
vinarhug tveggja einstaklinga, sem
virða hvor annars hugmyndaheim
og lífsstíl, fær ekki einu sinni ára-
tuga aðskilnaður sundur slitið.
Áður höfðum við títt átt samleið
m.a. með tveim mætum konum að
skreytimunahönnun, sem átti að
rétta svolítið við fjárhagslegan hlut
okkar allra, fyrir jólin á sínum tíma
fyrir fjölda ára.
Stefán var ljúfmenni, hann tók
nærri sér ef á hann var stigið, en
tók því með þögninni, „því sá vægir
sem vitið hefur meira“. Honum var
heiðarleiki, tryggð og orðheldni í
blóð borin.
Undir það taka allir þeir sem
áttu með honum samleið.
Ég sem þetta rita bý í útlöndum
og mun finnast Reykjavík mikið fá-
mennari þegar ég skýst þangað
næst til að heilsa upp á vini og
kunningja.
Far þú í friði, kæri Stefán, þú
varst mikill sómamaður.
Haraldur Jóhannsson.
Senn líður að hausti, segir daga-
talið, eftir eitt hið besta sumar í
manna minnum. Það þynnist vina-
fjöldinn. Söknuður ríkir í huga vina
Stefáns. Hann þarf ekki að klæða
sig í vetrarúlpuna í vetur. Ekki var
það hans uppáhaldsflík. Hann elsk-
aði sól og sumar, þess vegna, meðal
annars, flutti hann til Ameríku og
bjó þar í 29 ár. Hann lærði klæð-
skeraiðn og var hans starf að hanna
föt.
Ég átti því láni að fagna að vera
vinur Stefáns. Hann var ekki allra.
Það var gaman að fara með honum í
leikhús og á hljómleika, þessum
snyrtilega séntilmanni.
Alltaf fylgdist hann með mér og
mínu fólki eftir að hann flutti til
Ameríku árið 1962. Hann skildi eft-
ir hjá mér afgang af efnum sem ég
gat saumað úr á mig og strákana.
Þegar Stefán flutti alkominn frá
Ameríku árið 1991 var ég að sauma
á mig jakka. Hann hjálpaði mér
með hnappagötin.
Læknavísindin hafa ekki enn náð
tökum á þeim sjúkdómi sem varð
honum að falli.
Hver er sem veit, nær knéin krjúpa
við kirkjuskör, hvað guði er næst.
(E. Ben.)
Hvíl í friði.
Guðrún Isleifsdóttir.
+
Ástkær móðir mín og tengdamóðir,
INGIBJÖRG REBEKKA JÓNSDÓTTIR,
sjúkraliði,
Rauðagerði 65,
lést á Landakotsspítala föstudagkvöldið 8. september.
Jarðaförin auglýst síðar.
Fyrir hönd systkina og annarra ættingja,
Ingibjörg R. Guðjónsdóttir, Ólafur J. Gunnarsson.
STEFÁN
SIGURJÓNSSON