Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 41 GUNNAR STEFÁNSSON + Gunnar Stefáns- son bóndi fædd- ist að Hamri í Kolla- firði, Strandasýslu, 23. apríl 1909. Hann lézt á Hrafnistu í Hafnarfirði 3. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Jónsson bóndi, f. 17. desem- ber 1883, d. 26. júní 1971 og Hrefna Ól- afsdóttir, f. 1. maí 1880, d. 12. ágúst 1971. Systkini Gunn- ars voru; Eyþór Markús, látinn, kvæntist Guð- rúnu S. Sigurjónsdóttur. Þau eignuðust tvö börn; Haraldur, Iátinn, kvæntist Jónínu Jónsdótt- ur, látin. Þau ólu upp tvö börn. Seinni kona Haralds var Jenný Magnúsdóttir, látin; Jóhanna, giftist Armanni Péturssyni, lát- inn. Þau eignuðust þijá syni; Ól- afur Elías, kvæntist Þórunni Árnadóttur. Hún á eina dóttur. Gunnar ólst upp hjá foreldrum sínum á Eyvindarstöðum í Bessastaðahreppi. Hann kvænt- ist 23. apríl 1939 Magneu G. Sig- urjónsdóttur, f. 31. maí 1918, frá Sáms- stöðum, Laxárdal, Dalasýslu. Foreldr- ar liennar voru Sig- urjón Jóhannesson bóndi og Kristín Jónsdóttir. Gunnar og Magn- ea bjuggu öll sín bú- skaparár á Norður- Eyvindarstöðum í Bessastaðahreppi. Síðasta hálfa annað árið dvaldist Gunn- ar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Gunnar og Magnea eignuðust tvö börn: 1) Erla Kristín, f. 14. nóvember 1945, gift Örvari Sig- urðssyni. Þau eiga tvö börn; Gunnar, kvæntur Lu Hong; og Magneu Hrönn. Dætur Gunnars og Lu Hong eru Sunna Lu Xi og Erla Liu Ting. 2) Svavar, f. 10. desembcr 1950, kvæntur Stellu S. Karlsdóttur. Þau eiga tvo syni; Sigurjón og Reyni. Útför Gunnars fer fram frá Bessastaðakirkju mánudaginn 11. september og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku besti pabbi minn, nú ert þú dáinn og vonandi líður þér betur núna. Ég sakna þín svo mikið. Þú varst svo einstaklega góður og vildir allt fyrir okkur gera. Fyrir það vil ég þakka. Ég geymi í huga mínum allar fal- legu minningarnar sem ylja mér um hjai-tarætur á þessum erfiðu tíma- mótum. Ég bið góðan Guð um að styrkja okkar elskulegu mömmu í sinni miklu sorg. Guð blessi minningu þína. Erla Kristín. Elsku tengdapabbi. Ég þakka þér fyrir öll góðu árin sem ég og fjölskylda mín fengum með þér. Þú reyndist okkur ákaflega vel, alltaf þessi hlýlegi og rólegi mað- ur, sem bjóst yfir svo miklum fróð- leik og deildir honum með okkur. Kalliðerkomið, kominernústundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininnsinnlátna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margterhéraðþakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Gunnar, Guð vaki yfir þér. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Stella S. Karlsdóttir. Elsku besti afi minn. Mig langar bara að segja hvað mér þykir vænt um allar góðu minningarnar sem þú gafst mér. Þú manst þær jafnvel og ég. Úti á Álftanesi að kíkja á kettl- ingana, Bröndurnar og Mjallhvít og hænuungana í hitaskapnum. Og þegar ég flæktist fyrir í heyskapnum, keyrði traktorinn, gekk um Breiðholtið og seldi stolt fersku eggin hans afa á Alftanesi. Það var svo gaman að hlusta á þig tala því þú varst svo fyndinn og fékkst okkur til að hlæja. Jæja, afi minn, þú sagðir um dag- inn að þú ætlaðir að passa mig og ég veit að þú ert ekkert langt í burtu. Mig langar því að segja, eins og ég sagði alltaf við þig, bless á meðan, afi minn, og láttu þér h'ða vel. Sjáumst næst. Magnea Hrönn Örvarsdóttir. Fyrstu hjúskapai’ár sín bjuggu foreldrar mínir á heimili afa og ömmu að Norður-Eyvindarstöðum í Bessastaðahreppi. Því vildi svo til að ég átti þar mín fyrstu bemskuár og varð svo lánsamur að njóta góðra samvista við afa minn og ömmu. Hafa þær haldizt æ síðan, enda dvaldist ég gjarnan hjá þeim á sumr- in á yngri árum, og í raun hvenær sem færi gafst, þótt foreldrar minir hafi snemma fluzt inn til Reykjavík- ur. Kynni mín af afa voru því afar ná- in, enda fór þar einstakur maður, sem ekki einungis var afi minn held- ur einnig sá bezti félagi, sem nokkur ungur drengur getur átt. Ófáar vom sögurnar sem hann sagði mér af lifn- aðarháttum Alftnesinga fyrr á öld- inni, þeim búskaparháttum, sem hann hafði kynnzt á yngri ánim, hvernig mýrar vom ræstar fram og tún ræktuð, af mógröfum og löngu horfnum kotbýlum, sem áður höfðu staðið, þar sem nú vora tún. Hann kenndi mér að íylgjast með veðrátt- unni og ótal margt fleira, sem mér mun seint hða úr minni. Frá unga aldri og allt þar til fyrir örfáum ámm tók ég þátt í heyskapn- um hjá afa á sumrin. Þær stundir, sem við áttum þá saman, vora ómet- anlegar. Mér er minnisstæð sú ánægja sem skein úr andliti hans þegar tókst að ná inn vel þurra og ilmandi heyi, oft í kapphlaupi við yf- irvofandi rigningardembur. Við alla vinnu sýndi afi einstaka samvizku- semi og vandvirkni. Sérhver túnflöt skyldi vera vel slegin og hirt þannig að hvergi sæjust rök liggja eftir. Slík virðing fyrir náttúrunni var bóndan- um í blóð borin. Hænsn hélt afi um margra ára skeið og ófá vora þau skipti er ég fékk að fara með honum í hænsnakofann að tína egg og gefa korn. Á ég margar góðar minningar um mig og afa þaðan. Elsku afi minn, nú ert þú horfinn að sinni og kominn á annan stað. Hver veit nema við getum hizt þar síðar og heyjað saman um alla eihfð á grösugum engjum og grænum tún- um? Gunnar Örvarsson. Gunnar á Eyvindarstöðum er lát- inn. Foreldrar hans, Stefán Jónsson, hálfbróðir móður minnar, og kona hans Hrefna Ólafsdóttir, fluttu úr Strandasýslu að Eyvindarstöðum á Álftanesi. Þar hösluðu þau sér völl og hófu búskap árið 1910. Þá var Gunnar frændi minn á öðra ári. Ekki VIKTOR MAGNÚSSON sjúklinga hefur notið nákvæmni hans og fag- mennsku gegnum árin. Þegar mínútur ráða hvort tekst að bjarga lífi bráðveiks sjúklings og þegar minnstu mis- tök geta kostað heilsu sjúkhngs eða lífið sjálft er gott að eiga að sam- starfsmann eins og Viktor, sem var fljótur og öraggur, ósérhlífinn og úrræðagóður. Eng- ar kvartanir, allir hlutir á sínum stað og vélin + Viktor Magnús- son, hjarta- og lungnavélasérfræð- ingur, var fæddur í Jena í Þýskalandi 12. maí 1944 . Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala - há- skólasjúkrahúsi, Fossvogi 29. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 6. september. Viktor Magnússon er farinn. Bilið milli hfs og dauða er stutt. Saman höfum við Viktor oft kynnst því á skurðstofu fimm hve bilið getur verið lítið. Vikt- or var sannfærðari en margur um það að lífið er þess virði að lifa því og að góð heilsa er eftirsóknarverð. Hann lagði sitt af mörkum fyrir svo marga á skurðstofu fimm af alúð og kunnáttu og var fyrirmynd okkar allra um snyrtimennsku, stundvisi og nákvæmni. Ég sakna Viktors og þakka jafnframt íyrir að hafa fengið að vera samvistum við hann. Fjöldi ávallt tilbúin í tæka tið. En nú er Viktor farinn og kemur ekki aftur. Eftir situr bilið sem hann skilur eftir sig svo óvænt og tómt. Viktor hefur um árabil verið sjálf- sagður og ómissandi og það er sárt að missa hann svona fyrirvaralaust. Hann lifði hratt, en heilbrigðu lífi, lifði lífinu lifandi og áorkaði miklu. Hann hafði jákvæð áhrif á umhverfí sitt og samstarfsfólk. Hann hafði eiginleika sem era eftirsóknarverðir, það besta úr þýskum upprana og ís- lenskum uppvexti. Hann var atorku- maður í leik og stai-fi. Stundvísi, snyrtimennska, heiðarleiki og mikil nákvæmni einkenndu störf hans sem hjarta- og lungnavélarsérfræðingur á skurðdeild Landspítalans. Hann var með frá upphafi hjartaskurð- lækninga á Islandi, kunni sitt fag til fullnustu, var vinmargur og þekktur meðal kollega um allan heim. Marg- ar ánægjustundir í minningunni reyna að yfirgnæfa sorgina, en mig skortir kunnáttu til að geta réttlætt ótímabært fráfall hans. Glaðan og stoltan sé ég hann fyrir mér eins og í vetur eftir hátíðarerindið sem hann hélt vestur á Flórída, þar sem hann hlaut verðskuldaðan heiður og vakti mikla athygli fyrir fagmennsku og einstaka kynningu á smáþjóð í fögra landi. Hann unni Islandi og var úti- vistarmaður af lífi og sál. Hann stundaði margar íþróttir og tileink- aði sér af eljusemi nákvæmlega réttu tæknina í hverri grein ekki síður en við hátæknivædda hjarta- og lungna- vélina á skurðstofu fimm. Ástvinir hans, vinir og samstarfsfólk eiga nú um sárt að binda. Við misstum góðan dreng og bilið sem hann skilur eftir sig er svo tómt og stórt, en hver þekkir bilið milli lífs og dauða? Við Elsa sendum Huldu og Sonju og fjöl- skyldunni allri innilegar samúðar- kveðjur og biðjum þeim guðs bless- unar. Bjarni Torfason. var talið blása byrlega fyrir fjöl- skyldunni í fyrstu, þar sem hún ætl- aði að byggja afkomu sína eingöngu á landbúnaði en ekki jafnframt á sjávarfangi eins og tíðkaðist á Álfta- nesi. Þau létu þó ekki deigan síga enda búnaðist þeim vel þegar fram liðu stundir. Kom þar til einstakur dugnaður þeirra hjóna og ekki spör- uðu börnin heldur kraftana þegar aldur leyfði. Ég á marga ljósgeisla í bernsku- minningum mínum frá heimsóknum okkar systkina að Eyvindarstöðum. Þær voru ævintýri. Við mættum svo mikilli hlýju hjá húsráðendum, ekki síst húsfreyjunni Hrefnu. Á Ejrvindarstöðum var svo margt að sjá og heyra sem borgarbörn fara á mis við. Ég man það enn hve mér fannst það skrýtið að horfa yfir Skerjafjörðinn og sjá húsin í Reykja- vík og Ésjuna frá þessu nýja sjónar- horni. Eftir að faðir minn féll frá langt um aldur fram sendu hjónin á Eyvindarstöðum syni sína, Eyþór eða Gunnar, haust eftir haust, með rófur og kartöflur og stundum ábrystir og fleira sem kom í góðar þarfir. Hugulsemi var aðal Eyvind- arstaðafólksins. Stundum fengum við systkinin „salíbunu“ á bíl þeirra bræðra þegar farið var með afurðir búsins til Mjólkurfélags Reykjavík- ur eða í kjötbúðir borgarinnar. Gunnar frændi minn ól allan sinn aldur á Eyvindarstöðum eða á tíunda tug ára enda römm taugin til föður- túnanna. Þótt starfsævin öll væri á Álftanesinu ferðuðust þau hjón Magnea og Gunnar víða, innanlands og utan, sér til ánægju og fróðleiks. Gunnar frændi minn var sómi sveitar sinnar, glaðlyndur, hafði ríkt skopskyn en fór aldrei mikinn. Hann unni jafnframt náttúra átthaga sinna. Því langar mig til þess að ljúka þessum línum með ljóði eftir frænda okkar beggja, Hallgrím Jónsson skólastjóra, sem ungur maður var kennari á Álftanesi um tíma. Það heitir Kveld og er um Álftanesið sem fóstraði Gunnar alla tíð: Erla flögrar eftir tó. Unirspörráþýfi. Krían þekur mold og mó. Morar allt af lífi. Sandló eltir sendlinginn. Situröndítúni. Æður vemdar ungann sinn inni í hlýjum dúni. Blaktir ei á höfði hár. Huldur úr björgum ganga. Að sér faðmar Ægir blár iðjagrænatanga. Við Sophus eram þakklát fyrir vináttu Magneu og Gunnars sem hefur staðið um áratuga skeið. Böm- in okkar minnast heimsókna til þeirra bæði til að skoða páska- ungana og njóta gestrisni þeirra hjóna. Nú, þegar Gunnar er allur, sendum við hjónin og börn okkar Magneu, Erlu, Svavari og fjölskyld- um þeirra innilegar samúðarkveðjur svo og systkinum Gunnars þeim Jó- hönnu og Ólafi. Við munum ávallt minnast Gunnars með þakklæti og kærleika. Áslaug Friðriksdóttir. + Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og lang- ömmu, ÓLAFAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Boðagranda 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á 2. hæð Sól- vangs í Hafnarfirði. Kristín Þ. Hauksdóttir, Þórdís Sigurjónsdóttir, María Hauksdóttir, Þórarinn Einarsson, Ólöf Kristín Sívertsen, Gunnar Már Gíslason, Guðrún Inga Sívertsen, Einar Þór Daníelsson, Haukur Skúlason, Hilma Hólm, Skúli Skúlason, Sigurður Skúlason, Hlynur Hólm Hauksson, Bjarni Benedikt Einarsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför KONRÁÐS BJARNASONAR fræðimanns, Miðvangi 41, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks St. Jósefs- spítalans í Hafnarfirði. Guðlaug Konráðsdóttir, Sverrir Konráðsson, Marta Ruth Guðlaugsdóttir, Ingi Torfi Sverrisson, Edda Rún Sverrisdóttir, Guðrún Lóa Sverrisdóttir, Mikael Jafet Ragnarsson. Sigtryggur Jónsson, Dagný Björk Þórgnýsdóttir, Ragnar Hauksson, Hafdís Hafþórsdóttir, Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, KRISTJÖNU GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR frá Botni í Súgandafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á öldrunardeild Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði. Reynhildur Friðbertsdóttir, Birkir Friðbertsson, Guðrún Fanný Björnsdóttir, Kristjana Friðbertsdóttir, Hafsteinn Sigmundsson, Kristín Friðbertsdóttir, Baldur Árnason, Ásta Björk Friðbertsdóttir, Kjartan Þór Kjartansson, barnabörn, langömmuböm og langalangömmubörn. v €
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.