Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 64
Kiou
l'UlíUumi
heim að dyrum
lilti' l.’C'tiijlUI.ll
www.postur.is
PÓSTURINN
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000
VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK.
Ugla
í kassa
UGLA gistir nú í kassa á svölum
húss í Grafarvogi en hún fannst f
Borgarfirði í sfðustu viku, særð á
væng. Bárður Magnússon og Sigur-
lín Þorsteinsdóttir óku fram á ugl-
una á Skorradalsvegi en þau voru á
leið í Borgarnes. Uglan var mjög
vönkuð og bærði varla á sér þegar
Bárður gekk að henni og tók hana
upp. Hann telur mögulegt að hún
hafi orðið fyrir bíl en skömmu síðar
sáu þau reyndar hvar minkur var
að sniglast um á svipuðum slóðum.
Bárður segir að uglan hafi
braggast vel frá því á þriðjudaginn.
Hún hefur m.a. étið hrátt kindakjöt
en einnig gætt sér á hrárri bleikju
sem henni finnst mikið iostæti.
Bárður hefur verið í sambandi
við Náttúrufræðistofnun og dýra-
lækni varðandi umönnun fugisins.
A heimiiinu eru tvö börn sem taka
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Elínborg Bárðardóttir lét vel að uglunni enda ekki oft sem færi gefst á
að klappa siíkum fuglum.
heimsókn uglunnar afar vel. Dýra-
læknir sem skoðaði ugluna sagði
Bárði að líklega þyrfti uglan viku
til viðbótar til að jafna sig. Þá
hyggst Bárður sleppa þessum nýja
íjölskyldumeðlim út í náttúruna.
Sprengjuleit í
sendiráði Dana
SPRENGJULEIT var gerð í danska
sendiráðinu við Hverfisgötu í
Reykjavík á föstudaginn eftir að lög-
reglu barst tUkynning um að
sprengja myndi springa þar innan
þriggja klukkustunda. Grunur vakn-
aði um að sá sem hringdi til lög-
reglunnar væri undir áhrifum áfeng-
is. Þrátt fyrir það var sérþjálfuð sveit
lögreglumanna og leitarhunda send
til að gera sprengjuleit í sendiráðinu.
Ekkert fannst við leitina. Lög-
reglunni barst símtalið um fjögur-
leytið á föstudaginn. Símtalið var
rakið og reyndist það vera úr far-
síma. Haft var uppi á eigandanum
sem bar við í yfirheyrslu lögreglu að
hann hefði lánað símann. Að sögn
lögreglu ber eiganda símans og þeim
sem hann segist hafa lánað hann ekki
alveg saman, en engu að síður er
rannsókn málsins vel á veg komin.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu
Yfírlýsing Páfagarðs
Lúterskir
haldi ró
sinni
SIGURÐUR Sigurðarson vígslu-
biskup segir ekki ástæðu til þess að
lúterskir menn láti yfirlýsingu Páfa-
garðs, um að enska biskupakirkjan
og mótmælendakirkjur séu ekki
kirkjur í réttum skilningi, raska ró
sinni. Yfirlýsingin hljóti að vera
mörgum kaþólskum guðfræðingum
mikið áfall.
Sigurður segir að nýlega hafi ver-
ið greint frá því að páfinn hefði lýst
yfir því að Píus níundi væri meðal
hinna blessuðu en það kunni svo að
leiða til þess að hann verði lýstur
helgur maður. Píus hafi verið páfi á
erfiðleikatímum í sögu rómversku
kirkjunnar og hann hafi haldið
kirkjuþing sem samþykkti árið 1870
þá kennisetningu að þegar páfi tal-
aði frá kennistóli sínum væri hann
óskeikull. Á þeim tíma hafi verið
gripið til harðlínustefnu til að
þjappa rómversku kirkjunni saman
og það hafi borið verulegan árang-
Rómverska kirkjan
í erfiðleikum
Hann segir að rómverska kirkjan
eigi nú í verulegum erfiðleikum víða
um lönd og ekki sé að undra að yfir-
stjórn hennar sé þreytt. „Við skul-
um hins vegar biðja þess og vona að
ekki verði nú reynt að leysa vand-
ann með einhverri harðlínustefnu og
ofstæki í garð annarra kirkna eins
og á nítjándu öld,“ segir Sigurður.
Haustið sýn-
ir klærnar
Fjallshlíðar voru víða gráar í gær-
morgun enda stíf norðanátt og úr-
koma í fyrrinótt og því kalt á land-
inu. Hoffellið í Fáskrúðsfirði var
snævi prýtt þegar þessi ljósmynd
var tekin norðangarranum í gær-
morgun. Víða norðanlands snjóaði
nærri því niður í miðjar hlíðar
fjalla. Mælar Veðurstofunnar sýna
að á fjöllum fór hiti vfða undir
frostmark en í byggð var líka kalt.
Á Hellu, Siglufirði og í Þykkvabæ
var t.a.m. tveggja stiga hiti í fyrri-
nótt. Árrisulir íbúar höfuðborgar-
innar sáu gráma í Skarðsheiðinni
og Hlíðarfjall við Akureyri var
grátt niður undir skíðahótelið.
Geisladiskataska / Skipulagsmappa / Penni
Námsmannalínudebetkort í Bílprófsstyrkir
Námsmannalínureikningurl Netklúbbur
Framfærslulán I Lægri yfirdráttarvextir
Námsstyrkir / Námslokalán T Tölvukaupalán
ISICafsláttarkort / Heimilisbankinn
Morgunblaðið/Sigurjón Hjálmarsson
getur sá, sem gerist sekur um að
gabba lögreglu á þennan hátt og hóta
fulltrúum erlendra ríkja, átt von á
allt að þriggja ára fangelsisdómi.
------------------
Loðnuvinnslan
á Fáskrúðsfírði
Fundað í
deilunni á
miðvikudag
RÍKISSÁTTASEMJARI hefur boð-
að stjórnendur Loðnuvinnslunnar
hf. á Fáskrúðsfirði og starfsmenn
verksmiðjunnar í Verkalýðs- og sjó-
mannafélagi Fáskrúðsfjarðar til
fundar næstkomandi miðvikudag.
Vinnudeilan hefur nú staðið yfir í
í'úma þrjá mánuði og stöðvaðist
starfsemi verksmiðjunnar í vor.
Samkvæmt upplýsingum frá ríkis-
sáttasemjara hafa verið haldnir 5-6
fundir í deilunni án árangurs og
einnig hafa farið fram samskipti við
aðila og óformlegir símafundir verið
haldnir.
Fundurinn verður haldinn á Egils-
stöðum á Hótel Héraði. Það er ekki
stórt kjaralegt atriði sem skilur
deiluaðila að en deilan þykir bera
blæ persónulegra átaka.
♦ ♦ ♦
Jeppi valt
í Svínadal
JEPPABIFREIÐ valt út af yest-
fjarðavegi í Svínadal skömmu eftir
hádegi í gær og fór nokkrar veltur.
Okumaðurinn virtist við fyrstu sýn
hafa sloppið með minniháttar meiðsli
en lögreglan í Búðardal telur líklegt
að jeppinn sé ónýtur. Ekki er vitað
um orsakir slyssins.
Jakob K. Kristjánsson, forstjóri Prokaria,
um nýtingu hveraauðlinda Islands
Reiknum með að
þurfa að greiða gjald
Bestu ár lifs þíns...
www.namsmannalinan.is
®BÚNAÐARBANK1NN nðmsmaimállnan
FORSVARSMENN líftæknifyrir-
tækisins Prokaria gera ráð fyrir að
íyrirtækinu verði gert að greiða auð-
lindagjald fyrir nýtingu hveraörvera
í íslenskri náttúru. Þetta kemur
fram í viðtali við Jakob K. Kristjáns-
son, forstjóra Prokaria, sem birt er í
Morgunblaðinu í dag.
Eins og fram kom í Morgunblað-
inu í gær hefur hlutafé Prokaria ver-
ið aukið um 1,1 milljarð kr. Fyrir-
tækið hefur sérleyfi til 5 ára til að
stunda hagnýtar rannsóknir á 28 af
helstu hverasvæðum landsins.
Þegar komin ákveðin
fordæmi fyrir gjaldtöku
Jakob segir í viðtalinu að enn sem
komið er hafi ekki reynt á laga-
ákvæði sem veita heimild til gjald-
töku af nýtingu auðlinda náttúrunn-
ar, „en við reiknum með því að þurfa
að greiða gjald. Það eru þegar komin
ákveðin fordæmi fyrir slíkri gjald-
töku, þar sem byggt er á Ríó-sátt-
málanum í nokkrum löndum og al-
þjóðlegum fyrirtækjum hefur verið
gert að borga leyfisgjöld. Eru þá yf-
irleitt greidd 0,1-0,25% af arði sem
fengist hefur af viðkomandi efni, sem
fundist hefur. Mönnum kann að finn-
ast þetta lítið en eðli málsins sam-
kvæmt er um að ræða eitt af mörg
um sýnum. Þegar litið er á þetta
verðmætahlutfall, verður að hafa í
huga hvers virði sýnið er í upphafi.
Sambærileg fyrirtæki
metin á 70-100 milljarða
Öll „verðmætin" verða til eftir að
sýnið hefur verið tekið og þau eru
sköpuð með gífurlegum rannsóknar-
og einkaleyfakostnaði. Þetta verður
því að teljast raunhæft hlutfall og
það hlýtur að verða tekið mið af því
sem önnur fyrirtæki í alþjóðlegri
samkeppni búa við. Það verða varla
tekin hærri gjöld af okkur en aðrir
eru að borga,“ segir hann. Fram
kemur í viðtalinu að helstu sam-
keppnisfyrirtæki Prokai'ia eru
bandarísku líftæknifyrirtækin Max-
ygen og Diversa. Markaðsverðmæti
Maxygen er í dag metið á rúma 100
milljarða kr. og markaðsvirði
Diversa 70 milljarðar. Jakob segir
Prokaria tvímælalaust standa jafn-
fætis þessum fyrirtækjum og hafa
alla burði til að keppa við þau.
Á hlutafjármarkað
innan fárra ára
Forsvarsmenn Prokaria stefna að
því að fyrirtækið verði skráð á hluta-
fjármarkaði innan fárra ára. Áætlan-
ir fyrirtækisins gera ráð fyrir að sótt
verði um 100 einkaleyfi á næstu
fimm árum og reiknað er með að á
þeim tíma hafi starfsfólki fyrirtækis-
ins fjölgað úr 20 í 50 til 70 manns.
■ Með alla burði/10-11