Morgunblaðið - 11.10.2000, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Sinfóníuhljómsveit fslands vel tekið í Carnegie Hall í fyrrakvöld
Morgunblaðið/Einar Falur
Sinfóníuhljómsveit íslands leikur sinfóníu í E-dúr á sviði Carnegie Hall.
Judith Ingólfsson leikur einleik á fiðlu í Konsert fyrir fiðlu og hljóm-
sveit eftir Khatsatúnan.
—
„Eins og að
vera inni í
risastórum
Stradivarius“
Hátt í 2000 manns hlýddu á Sinfóníuhljóm-
----7---------------------
sveit Islands á tónleikum í nafnkunnasta
tónleikahúsi Bandaríkjanna, Carnegie Hall,
í fyrrakvöld og hylltu hana ákaft að þeim
loknum. Margrét Sveinbjörnsdóttir blaða-
maður og Einar Falur Ingólfsson ljósmynd-
ari voru meðal gesta og tóku púlsinn á
hljómsveitinni fyrir og eftir tónleikana.
Rico Saccani hljómsveitarstjóri bendir út í sal Carnegie Hall, á Atla Heimi Sveinsson tónskáld, að loknum flutn-
ingi á verki hans Icerapp 2000 sem var upphafsverk tónleikanna.
Hjónin Ágústa M. Jónsdóttir fiðluleikari og Bernharður Wilkinson að-
stoðarhljómsveitarstjóri ásamt syni sínum Stefáni Jóni homleikara
baksviðs í Carnegie Hall fyrir tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar.
GREINA mátti mikla eftir-
væntingu og spennu í
loftinu þegar hljóðfæra-
leikarar Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar bjuggu sig undir að
ganga af hóteli sínu á Manhattan
yfir í Cárnegie Hall síðdegis á
mánudag til þess að æfa fyrir tón-
leika kvöldsins. Að baki voru fyrstu
tvennir tónleikarnir í þriggja vikna
ferð hljómsveitarinnar um Norður-
Ameríku, í Winnipeg á fimmtu-
dagskvöld og í New Brunswiek í
New Jersey á laugardagskvöld. Á
sunnudag hélt hljómsveitin hvíld-
ardaginn heilagan og bjó sig undir
átök mánudagskvöldsins í Carneg-
ie Hall.
„Það er mjög sérstakt að koma í
þetta hús - það er eins og að koma
í musteri tónlistarinnarsegir
Bernharður Wilkinson aðstoðar-
hljómsveitarstjóri þegar blaðamað-
ur hittir hann í anddyri hótelsins
skömmu áður en haldið er á æfing-
una. Hann lýsir því hvemig er að
ganga inn í Carnegie Hall og sjá
þar upp um alla veggi myndir af
fæmstu hljómsveitum og hljóm-
sveitarstjórum heims. „Hér kom-
um við frá íslandi til að spila í
sama sal og öll þessi átrúnaðargoð
okkar - og því ekki það? Við höfum
nefnilega líka eitthvað að bjóða,“
segir hann stoltur.
„Eg varð vitni að því á fyrstu
tónleikunum í Winnipeg og New
Brunswick að fólki líkaði það sem
það fékk að heyra. Mér fannst
mjög gaman að vera „incognito" úti
í sal, eins og fluga á vegg og heyra
fólk í kringum mig segja: „Þetta er
bara dúndurband." Ég held að fólk
hlakki mikið til að sýna hvað í því
býr hér í kvöld og það verður gam-
an að fá samanburð. Kannski gefur
þetta forsmekkinn að því sem
koma skal þegar við fáum tónlistar-
hús á íslandi," segir hann og bætir
við að þó að tónleikar kvöldsins eigi
örugglega eftir að verða meðal
hápunkta ferðarinnar þá sé margt
eftir og ekki allt auðvelt. „Það á
eftir að reyna á okkur og fólk tekur
þetta mjög alvarlega.“
Sjálfur hefur Bernharður tvisvar
sinnum leikið í Carnegie Hall, á
fyrstu tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar þar í febrúar 1996 og
einnig á tónleikum Blásarakvint-
etts Reykjavíkur í einleikssalnum
nokkru áður. Núna kveðst hann
hins vegar vera á varamanna-
bekknum, tilbúinn að hlaupa í
skarðið ef aðalhljómsveitarstjór-
inn, Rico Saccani, forfallast. Aftur
á móti leika bæði eiginkona hans,
Ágústa M. Jónsdóttir fiðluleikari,
og sonur þeirra, Stefán Jón Bern-
harðsson, með hljómsveitinni. Sá
síðastnefndi er hornleikari, 21 árs
og nýbyrjaður í sveitinni með for-
eldrum sínum sem hafa verið í
henni í tuttugu ár að sögn Ágústu.
Svo hugsar hún sig um og segir:
„Nei annars, það er víst orðið 21
ár. Ég man það þegar ég horfi á
Stefán, því hann var eins mánaðar
gamall þegar ég byrjaði í hljóm-
sveitinni."
Aðspurð hvernig henni þyki að
sonurinn sé kominn með þeim í
hljómsveitina segir hún það mjög
gaman. „Hann er í mörg ár búinn
að fylgja okkur á alla tónleika, svo
þetta er mjög skemmtilegt fram-
hald.“
„Ég fékk mitt tónleika-
uppeldi í þessu húsi“
Hljómsveitin býr að því að hafa
einu sinni áður stigið á svið þessa
merka tónlistarhúss eða það er að
minnsta kosti á þeim að heyra sem
voru með í ferðinni 1996. Þannig
segist Martial Nardeau flautuleik-
ari vissulega vera svolítið spenntur
„en það hjálpar að þetta er ekki í
fyrsta sinn. Maður veit betur núna
að hverju maður gengur," segir
hann og gengur rösklega með
stefnu á Carnegie Hall. Hópurinn
gengur inn baksviðs og æfingin
hefst stundvíslega klukkan sex.
Einn af þeim sem hafa mætt tím-
anlega og tyllir sér í gott sæti í
áheyrendasalnum til að fylgjast
með æfingunni er Jón Þórarinsson
tónskáld; kominn alla leið frá ís-
landi. „Ég fékk mitt tónleikaupp-
eldi í þessu húsi,“ segir Jón en
hann var við tónlistarnám vestan-
hafs um miðjan fimmta áratuginn.
Það leynir sér ekki að hljóm-
burðurinn og aðstæður allar eru
fyrsta flokks. „Þegar ég leit upp á
æfingunni áðan sá ég bros á öðru
hverju andliti," segir Bryndís
Björgvinsdóttir sellóleikari í stuttu
spjalli uppi í búningsherbergi að
æfingunni lokinni. Þó að hún hafi
verið í hljómsveitinni í níu ár er
þetta í fyrsta sinn sem hún spilar í
Carnegie Hall. Hún komst ekki
með í ferðina 1996, því þá voru hún
og maður hennar sem einnig er í
hljómsveitinni, Brjánn Ingason
fagottleikari, nýbúin að eignast
barn og áttu því ekki heimangengt.
„Það eina erfiða við þetta er að