Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 267. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR19. NÓVEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Clinton á vettvangi Víetnam- stríðsins Tien Chau, Hanoi. Reuters, AP. BILL Clinton Bandaríkjaforseti heimsótti í gær vettvang þar sem verið er að grafa eftir banda- rískum herflugmanni, sem skot- inn var niður yfir Víetnam árið 1967. Sagði Clinton við þetta tækifæri að synir hins týnda flug- manns ættu það skilið að „fá loks- ins föður sinn heim“. Hér sést forsetinn ásamt eigin- konu sinni og dóttur úti á akri 1' víetnamskri sveit, 29 km norð- vestur af höfuðborginni Hanoi. Þar sneri forsetinn sér að lausum endum Víetnamstríðsins: Leitinni að jarðneskum leifum 1.498 bandarískra hermanna, sem sakn- að var eftir orrustur stríðsins sem lauk fyrir 25 árum. Um 300.000 Víetnama er sakn- að frá því í stríðinu, en alls létu lífíð í því um 58.000 bandarískir hermenn og allt að þrjár milljónir Víetnama. Sagði Clinton banda- rísk stjórnvöld staðráðin í að gera það sem þau gætu til að fínna út úr þvf hver örlög hinna týndu hermanna urðu og til að aðstoða Víetnama við leitina að týndum landsmönnum sínum. Hillary með sérdagskrá Hillary Clinton sat síðan ráð- stefnu í Hanoi, þar sem rætt var meðal annars um „sölu“ á kven- fólki og börnum milli landa og of- beldi á heimilum. Forsetafrúin, sem er nýkjörinn öldungadeildar- þingmaður, hefur lagt áherzlu á . eigin dagskrá í hinni sögulegu heimsókn Clinton-hjónanna til Víetnam, en henni lýkur í dag, sunnudag. ersjúkdómur eins og hver önnur fíkn Handtalning' atkvæða heldur áfram í þremur sýslum Flórídaríkis Utankj örfundaratkvæði færa Bush aukið forskot Tallahassec. AP. GEORGE W. Bush, forsetafram- bjóðandi repúblikana í Bandaríkjun- um, var kominn með 927 atkvæða forskot á keppinaut sinn, demókrat- ann A1 Gore, þegar utankjörfundar- atkvæði höfðu verið talin í 66 af 67 sýslum Flórídaríkis í gær. I þessum tölum er ekkert tillit tek- ið til hand-endurtalningar atkvæða sem í gangi er í Miami-Dade-, Broward- og Palm Beach-sýslum. Af töldum og gildum utankjörfundar- atkvæðum hafði Bush fengið 1375 en Gore 748 samkvæmt bráðabirgðatöl- um. Þar með var forskot Bush komið upp í 927, en var 300 áður. Hæstiréttur Flórída bannaði á fóstudag innanríkisráðherra Flór- ída, Katherine Harris, að lýsa yfir lokaúrslitum forsetakosninganna í ríkinu eins og hún hafði fyrirhugað að gera eftir að frestur til að skila úr- slitum talningar utankjörfundar- atkvæða rann út síðdegis í gær. Ljóst er að sá frambjóðandi sem stendur uppi með fleiri atkvæði í Flórída fær alla 25 kjörmenn ríkisins og verður þar með 43. forseti Banda- ríkjanna. Afrýjunardómstóll hafnaði enn- fremur á föstudag kröfu Bush um að handtalning atkvæða í ofannefndum sýslum Flórída skyldi stöðvuð. í Miami-Dade, fjölmennustu sýslu rík- isins, var hafizt handa við handtaln- ingu í gær. Búið var að undirbúa siguryfirlýsingu Bush Báðir þessir dómsúrskurðir voru Bush mikil vonbrigði en Gore að sama skapi góðar fréttir, en vonir þess síðarnefnda til að hreppa for- setaembættið standa og falla með því að handtalningin í sýslunum þremur verði til þess að hann vinni upp forskot Bush. Liðsmenn Bush höfðu undirbúið að lýsa formlega yfir sigri í gær, sem fylgt yrði eftir með blaðamannafundi í dag, sunnudag. Öll þessi áform fóru út um þúfur er Hæstiréttur Flórída kvað upp úr um að innanríkisráð- herranum bæri að bíða með að lýsa yfir endanlegum úrslitum, „unz ann- að verður ákveðið“. Á morgun, mánudag, tekur réttur- inn til athugunar hvort Harris, sem er repúblikani og dyggur stuðnings- maður Bush, skuli gert að taka tillit til úrslita handtalningar atkvæða í sýslunum þremur. ■ Vilji kjósenda/6 Noregur „lengist“ um 26.000 kílómetra Ósló. AP. HIN ríkulega vogskorna strandllna Noregs hefur sam- kvæmt nýjustu rannsóknum vaxið um heila 26.000 kíló- metra. Tore Tonning, talsmað- ur Landmælinga Noregs, greindi frá því á föstudag að með nýju tölvuforriti hefði landmælingamönnum tekizt að mæla mun nákvæmar en fyrr strandlínu þúsunda smáeyja og nesja sem finna má á kortum af Noregi. Vegna þess að mæli- tæknin var ekki eins nákvæm þegar slík mæling var síðast gerð, fyrir 30 árum, hefði heild- arstrandlengjan nú mælzt heil- um 45% lengri en áður. Kom á óvart „Ég fór oft yfir tölurnar," sagði Tonning í útvarpsviðtali, „það kom mér á óvart að mun- urinn skyldi vera svona mikill." Samkvæmt fyrri mælingum er strandlína Noregs samtals 57.258 kílómetrar - þar af mældist strandlína megin- landsins 21.465 km en eyjanna 35.793. Tonning sagði að í raun væri meginlandsstrandlína um 4.000 km lengri en áður var tal- ið og norskar eyjastrendur eru um 22.000 km lengri. Lífið hefur borið mig á höndum sér 22 Palestínsk börn fylgjast í gegn um rifu á öryggishurð búðar í Hebron á Vesturbakkanum með líkfylgd sem fór um götuna í gær. Átök héldu áfram í Hebron og víðar á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna í gær. Skotbardagi á Gaza aleni. Reuters, AP. PALESTÍNSKUR byssumaður réðst með skothríð inn í bækistöðvar lítillar ísraelskrar herstöðvar á Gaza- svæðinu í gær og drap einn hermann og særði tvo aðra áður en hann lét lífið sjálfur í gagnskothríð hermannanna. Að sögn talsmanna heimastjórnar Palestínumanna hefndu ísraelar þessarar árásar nokkru síðar með þyrluárás á búðir á Gaza-svæðinu sem lífvarðasveit Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, notar til æf- inga. Fullyrt var að flugskeytum hefði verið skotið úr þyrlunum sem sprungu í búðunum og særðu fjóra, einn alvarlega. ísraelski herinn gaf hins vegar út yfu-lýsingu þar sem því var neitað að slík árás hafi verið gerð. Árás palestínska byssumannsins átti sér stað daginn eftir að Arafat gaf út opinbera fyrirskipun um að Palest- ínumenn á sjálfstjórnarsvæðunum hættu að skjóta á Israela. Ekki var fullljóst, hvort yfirlýsing Arafats vai- hugsuð sem fyrsti áfanginn í átt að fullu vopnahléi eða hvort henni var fyrst og fremst ætlað að brýna fyrir öryggissveitum ísraela að endur- gjalda ekki ef að þeim væri skotið úr byggðum Palestínumanna. MORGUNBLAÐIÐ19. NÓVEMBER 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.