Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ , 50 SU , TJDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 DAGBÓK ✓ I dag er sunnudagur 19. nóvember, 324. dagur ársins 2000. Orð dagsins; Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrír trúna á Krist Jesú. sýnir ýmsa iðju sína í verki sem boðið er upp á í félagsmiðstöðinni. Kaffiveitingar frá kl. 14. Allir velkomnir. Jóla- fagnaður verður 7. des- ember. Jólahlaðborð og skemmtikraftar. Nánar auglýst síðar. Upp- lýsingar í síma 562-7077. Skipin Ileykjavíkurhöf'n: Lag- arfoss, Ottó N. Þorláks- son og Trio Vega koma í dag. Skafti fer í dag. Hannover fer á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: Ocean Tiger, Ocean Galaxy og Lagarfoss koma á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 8 bað, kl. 8.45 leik- fimi, kl. 9 vinnustofa, ki. 10 boccia, kl. 13 vinnu- stofa, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi. Laugardag- inn 25. nóvember verður opið hús þar sem sýndur verður afrakstur sam- vinnu ungra og eldri borgara á verkefnínu kynslóðirnar mætast á vegum Reykjavúkur - menningarborgar 2000. Húsið opnað kl. 14. vrskógar 4. Á morgun d. 9 pennasaumur og iiarðangur, kl. 10.15 ieikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 félagsvist, kl. 13 opin smíðastofan, kl. 16 myndlist, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlið 43. Á morgun ki. 9-16 handa- vinna, kl. 9-12 búta- saumur, kl. 10 sam- erustund, kl. 13 bútasaumur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Guiismára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá ki. 10. Skrifstofan, Gulismára 9, er opin á morgun kl. 16.30-18, s. 554-1226. Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað- gerð og myndlist, kl. 10 verslunin opin, kl. 11.20 leikfimi, kl. 13 handa- vinna og fóndur, kl. 13.30 enska, framhaid. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Á morgun kl. 9.45 leikfimi, kl. 10 fótaaðgerðastofan opin, kl. 13 spilað (brids). Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfing í Bæjar- útgerðinni í fyrramálið kl. 10-12. Tréútskurður í Flensborg kl. 13. Fé- lagsvist kl. 13:30. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10-13. Matur í hádeginu. Sunnudagur: Félagsvist kl. 13.30. Dansleikur í kvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánu- dagur: Brids kl. 13. Bláa lónið og Þingvallaleið bjóða eldri borgurum að heimsækja Bláa lónið á hálfvirði (ferð og að- gangur). Farið verðui- á mánudag kl. 13.30. Náð verður í fólkið á tveim stöðum í Reykjavík fyrir brottfór. Við íþróttahöll- ina í Laugardal kl. 13. og við Hlemm kl. 13.10. (2. Tím. 3,15.) Brottför frá BSÍ kl. 13.30. Danskennsla fell- ur niður í kvöld. Silfur- línan opin á mánu- og miðvikudögum frá kl. 10-12. Uppl. í síma 588- 2111 kl. 10-16. Gerðuberg, félagsstarf. í dag kl. 14 syngur Gerðubergskórinn við guðþjónustu í Kópa- vogskirkju umsjón sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Á morgun kl. 9-16. 30 vinnustofur opnar, m.a. fjölbreytt handavinna, kl. 9.25 sund og leik- fimiæfingar í Breiðholts- laug, spilasalur opinn frá hádegi, kl. 14 kóræf- ing, danskennsla fellur niður. Allar veitingar í kaffistofu Gerðubergs. Vetrardagskráin liggur frammi. Allar upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. Gullsmári, Gullsmára 13. Matarþjónusta er á þriðju- og föstudögum, panta þarf fyrir kl. 10 sömu daga. Fótaaðgerðastofan er opin kl. 10-16, miðviku-, fimmtu- og föstudaga. Á vegum bridsdeildar FEBK spila eldri borg- arar brids mánudaga og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefjast stundvíslenga kl. 13. Leikfimi á mánud. kl. 9 og 10, vefnaður kl. 9. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 9-17, kl. 9.30 keramik, ki. 13.30 og 15 enska, kl. 13.30 lomber og skák. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postulínsmálun og perlusaumur og kortagerð, kl. 10.30 bænastund, kl.13 hár- greiðsla, kl. 14 sögu- stund og spjall. Hvassaleiti 56-58. Á morgun kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, keramik, tau- og silkimálun og klippimyndir, kl. 10 boccia, kl. 13 spilað. Hæðargarður 31. Á morgun kl. 9-16.30 opin vinnustofa handavinna og föndur, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 14 félags- vist. Norðurbrún 1. Á morg- un, bókasafnið opið frá kl. 12-15, kl. 10 ganga, fótaaðgerðastofan opin frá kl. 9. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13 kóræfing. Laugardaginn 25. nóv- ember verður opið hús frá kl. 14-17. Þar verður á vegum Reykjavíkur -menningaborgar 2000 sýndur afrakstur sam- vinnu ungra og eldri borgara af verkefninu „Kynslóðirnar mætast". Einnig verða á boðstól- um sýnishorn úr starf- semi stöðvarinnar. Fólk Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan og hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 rótaaðgerðir, kl. 13 handmennt, kl. 13. leik- fimi. kl. 13 spilað. Háí -igskirkja. Á morg- un, opið hús fyrir 60 ára og eldri, stund með Þór- dísi kl. 10-12. Gengið inn Viðeyjarmegin. GA-fundir spilafíkla, eru kl. 18.15 á mánudög- um í Seltjarnar- neskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁA Síðu- múla 3-5 og í Kirkju Oháða safnaðarins við Háteigsveg á laugardög- um kl. 10.30. Kvenfélag Kópavogs. Vinnukvöld vegna bas- ars mánudag kl. 20 í Hamraborg 10. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudögum frá kl. 11 leikfimi, helgi- stund og fleira. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í kristni- boðssalnum mánudags- kvöldið 20. nóv. kl. 20.30. Benedikt Arnkelsson hefur biblíulestur Allir karlmenn velkomnír. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgar- svæðinu, Hátúni 12. Á morgun kl. 19 brids. Félag austfirskra kvenna heldur basar og kaffisölu í safnaðar- heimili Grensáskirkju suigjudaginn 19. nóvem- ber kl. 14. Kvenfélagið Keðjan. Heldur fund í Húnabúð, Skeifunni 11, mánudag- inn 20. nóvember kl. 20. Sýnikennsla í konfekt- gerð. Mætið vel og at- hugið breyttan fundar- tíma. Heimilisiðnaðarfélagið heldur þjóðbúningakaffi í Oddfeilowhúsinu Von- arstræti 10 í dag kl. 15- 17.30. Kaffihlaðborð og skemmtidagskrá. Rangæingar. Kirkju- dagur í Seljakirkju í dag. Messað kl. 14. Kirkjukaffi í safnaðar- heimili kirkjunnar eftir messu. Tekið verður við meðlæti á kaffiborði frá kl. 11. Minningarkort Minningarkort Ás- kirkju eru seld á eftir- töldum stöðum: Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, þjónustuíbúðum aldr- aðra við Dalbraut, Norð- urbrún 1, Apótekinu, Glæsibæ, og Áskirkju, Vesturbrún 30, sími 588- 8870. KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboða. Minningar- kort félaganna eru af- greidd á skrifstofunni, Holtavegi 28 i s. 588 8899 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Gíró- og kredidkortaþjónusta. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni I, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, -sérblöð 569 1222, auglýsingar 669 1110, skrifstofa 668 1811, gjaldkeri 569 1116. NETFANG: »RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til fóstudags Hvar eru konurnar? ÉG varð fyrir því að óláni að detta um daginn á Lista- brautinni. Framhjá mér keyrðu um það bil tuttugu bílar og hægðu á sér, en enginn stoppaði, þar til tvær konur á akreininni fjær mér sáu mig liggjandi, bjargarlausa. Þær sneru við og hjálpuðu mér á fætur og keyrðu mig í vinnuna. Það- an fór ég upp á slysadeild. Ég var svo utan við mig að ég gleymdi að fá nöfnin þeirra og mig langar svo að þakka þeim kærlega fyrir alla hjálpina. Ég yrði ákaf- lega glöð, ef þær vildu hafa samband við Sigríði í síma 553-0120. Þurrt hár KONA hafð samband við Velvakanda og sagðist hún vera með mjög þurrt hár og búin að reyna bókstaflega allt. Hún sagðist vera búin að kaupa alls konar sjampó á hárgreiðslustofum og víð- ar, en ekkert hefur dugað. Sagðist hún hafa rekist inn í Heilsuhúsið í Smáranum íyrir skömmu og þar keypti hún enn eina tegundina. Þetta sjampó er það besta sem hún hefur prófað og er hárið á henni allt annað. Langar henni til að benda fólki, sem á við sama vanda- mál að stríða, á þetta sjampó. Það heitir Natur- tint og sagðist hún svo sann- arlega mæla með því. Innherji - vitorðsmaður PÁLL hafði samband við Velvakanda og vildi vekja athygli á orðinu innherji, sem birtist í Velvakanda fyrir stuttu. í staðinn fyrir orðið innherji, mætti nota orðið vitorðsmaður. Vit- orðsmaður er sá, sem hefur vitneskjuna. Sumum finnst það vera neikvætt orð, en það þarf ekki að vera það. Búum öldruðum og öryrkjum áhyggju- laust ævikvöld „BÚUM öldruðum áhyggjulaust ævikvöld" var slagorð hjá Happdrætti DAS. Einn stjórnmála- flokkur hefur boðað að hann muni með hjálp annarra laga stöðu aldraðra, öryrkja og útrýma fátækt á Islandi. Þetta er göfugmannlegt framtak. Þetta ætti að verða auðvelt í öilu góðærinu með hjálp stjórnarflokkanna og allra hinna sem sitja á Al- þingi. Hvemig væri að allri tækju höndum saman undir slagorðinu „Búum öldruð- um og öryrkjum áhyggju- laust ævikvöld". Það hljóta menn í öllum flokkum sem láta samviskuna ráða en ekki flokksaga. Ef þetta markmið næst ekki núna í öllu góðærinu þá næst það aldrei. Hættið að pexa og snúið bökum saman til að þeta markmið megi nást. Náist þetta markmið ekki er það stjómarflokkunum til vansa og eftir því verður tekið út um allan heim. Gunnar G. Bjartmarsson. Hver málar á postulín og safnar postulínsdúkkum? INGA Ósk hafði samband við Velvakanda og langaði að vita, hvort það væri ein- hver sem málaði á postulín. Einnig langar hana að kom- ast í samband við konu sem safnar postulínsdúkkum. Inga Ósk er í síma 551-8727. Tapað/fundió Gullarmband tapaðist GULLARMBÁND tapaðist sunnudaginn 29. október sl. í Reykjavík. Armbandið er eins og margir hringir settir saman. Ef einhver hefur fundið það, vinsamlegast hafið samband í síma 868- 4450. Myndavél af gerðinni MZ50 STÚLKA kom og vitjaði myndavélar af gerðinni MZ50 hjá SVR þann 5. nóv- ember sl. Hún er vinsam- legast beðin að samband í síma 691-7243. Grímurtýndist GRÍMUR hvarf að heiman frá sér að Bakkastöðum í Grafarvogi fyrir stuttu. Hann er gulbröndóttur með hvíta sokka og hvíta bringu. Hann er eyrnamerktur og með hálsól. Grímur gæti hafa leitað upp í Seljahverfi, þar sem fjölskyldan er ný- flutt í Grafarvoginn. Ef ein- hver hefur orðið hans var, vinsamlegast hafið sam- band í síma 557-8159 eða 847-0252. Krossgáta LÁRÉTT: I tónverk, 8 angan, 9 þurrkað út, 10 frjóangi, II veiða, 13 skepnurnar, 15 spik, 18 djöfullinn, 21 titt, 22 segulstál, 23 éskertan, 24 hrakin af hríð. LÓÐRÉTT: 2 trylltar, 3 gremjast, 4 fastheldni, 5 vesælar, 6 þjartarkolla, 7 pípan, 12 lofttegund, 14 fiskur, 15 sjúvardýr, 16 himnaver- ur, 17 eldsneytið, 18 vísa, 19 er kyrr, 20 nálægð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 svipa, 4 signa, 7 rýjan, 8 tjása, 9 set, 11 kona, 13 ball, 14 fálki, 15 þjöl, 17 kjól, 20 enn, 22 kauni, 23 af- ræð, 24 ragan, 25 tossi. Léðrétt: 1 skræk, 2 iðjan, 3 agns, 4 sótt, 5 gráta, 6 aðall, 10 eklan, 12 afl, 13 bik, 15 þokar, 16 örugg, 18 járns, 19 liðni, 20 einn, 21 naut. Víkverji skrifar... A* TAKAÞINGI Alþýðusambands íslands er nýlokið. Eins og kunnugt er hafði Ari Skúlason ekki erindi sem erfiði í viðleitni sinni til að steypa Grétari Þorsteinssyni af for- setastóli. Ein athyglisverðasta frétt þingsins var, að mati Víkverja, sú að Halldór Björnsson, einn helsti stuðn- ingsmaður Ara, stóð uppi sem vara- forseti ASI. Hann var eini maðurinn sem sátt náðist um í embættið. Halldór hefur verið áberandi í for- ystusveit verkalýðshreyfingarinnar síðan hann tók við formennsku í Dagsbrúii af Guðmundi J. Guð- mundssyni og varð svo fyrsti formað- ur Eflingar. Ekki leið svo langur tími frá því að Halldór lét af störfum þar og lýsti því yfir að hann hefði dregið sig í hlé frá störfum uns hann var orðinn formaður hins nýja Starfs- greinasambands. Nú bætist enn eitt annasama foringjastarfið við hjá Halldóri, sem greinilega er mikill mannasættir og sameiningartákn og virðist kominn í þá stöðu að til hans er leitað þegar sem upp kemur for- ystukreppa. Framsóknarflokkinn hefur lengi vantað varaformann. Verður Halldór kannski maðurinn sem sátt næst um? Kunningi Vík- verja skaut því að honum að kannski þyrfti að benda Bandaríkjamönnum á Halldór Björnsson. Þá vantar jú óumdeildan foringja í Hvíta húsið. XXX VÍKVERJI var að velta því fyrir sér um daginn hvað það væri athyglisvert að fréttir af Islenskri erfðagreiningu koma yfirleitt í tvennum. Þetta hefur verið sérstaklega áberandi undanfarnar vikur. Sama dag og fréttir birtust af lækkandi gengi bréfa fyrirtækisins á banda- rískum verðbréfamarkaði sendi það frá sér yfirlýsingu um að það hefði náð stórum áfanga í rannsóknum á erfðafræði geðklofa. í nýliðinni viku birti fyrirtækið svo atkomutölur sínar fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs, og heldur það áfram að tapa miklu fé þrátt fyrir að tekjur hafi aukist um 57% milli ára. Aftur gerðist það að sama dag fylgdi góð frétt í kjölfar fréttanna af tapinu. Nú var því lýst yfir að vísindamenn á vegum fyrirtækisins hefðu náð þýð- ingarmiklum áföngum í rannsóknum á erfðafræði æðakölkunar og bein- þynningar. Getur verið að forsvarsmenn fyrir- tækisins eigi nú þegar í handraðan- um fleiri góðar fréttir af framförum í læknavísindum sem þeir ætla sér að kynna næst þegar réttar aðstæður eru uppi á hlutabréfamarkaði? xxx ADEGI íslenskrar tungu á fimmtudag voru Megasi veitt verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og fannst Víkverja það ágætlega til fundið því áhrif kveðskapar Megasar á þá kynslóð sem nú er milli þrítugs og fimmtugs eru umtalsverð. Meðan aðrir flytjendur dægurlaga sungu þau við enskt leirhnoð samdi Megas jafnan áleitinn og ögrandi kveðskap á kjarnyrtri íslensku. Víkverji var við sjónvarpstækið þegar fréttamaður spurði vinnings- hafann að því hvaða þýðingu viður- kenningin hefði fyrir hann. Megas svaraði á ensku: „Á bunch of moneý', helling af peningum. Þetta var jafn- framt eina framlag verðlaunahafans til viðtalsins sem Víkverji skildi því ekki heyrði hann orðaskil af því sem Megas sagði á móðurmálinu. Engum getur dottið í hug að Meg- as hafi verið verðlaunaður fyrir tal- mál og framsögn en verðugur er hann verðlaunanna fyrir ljóð sín og texta, að mati Víkverja dagsins, sem hefði gaman af því ef Stöð 2 sendi viðtalið út að nýju, og nú með ís- lenskum texta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.