Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX Fimm mánuðir liðnir frá upphafi jarðskjálftanna á Suðurlandi Búið að afhenda íbúum 22 bráðabirgðahús FJÓRAR fjölskyldur sem yfírgefa þurftu íbúðarhús sín eftir jarðskjálft- ana á Suðurlandi í sumar fengu af- hent bráðabirgðahús síðastliðinn föstudag og fjórar til viðbótar fengu hús nú um helgina. Á þriðjudag og miðvikudag verða enn fleiri hús til- búin til afhendingar og upp úr miðri viku verður búið að afhenda 30 af þeim 35 sem ætlunin vai’ að byggja. Ekki hefur verið gengið frá því hvort húseigendur, sem eru óánægðir með mat húsa sinna, fái viðbótarbætur frá ríkinu. Á föstudag voim fimm ár liðin frá því fyrri jarðskjálftinn reið yfii’ Suð- urland en það var 17. júní. Eftir útboð á smíði bráðabirgðahúsa fyrir það fólk sem yfirgefa þurfti hús sín vegna jarðskjálftanna samdi Fram- kvæmdasýsla ríkisins við fjóra verk- taka um smíði 30 húsa. Húsunum hef- ur síðan fjölgað og verða alls 35. Verktakarnir áttu að vera búnir að skila húsunum af sér tilbúnum til notkunar 1. nóvember síðastliðinn en afhending nokkuira þeirra hefur dregist af ýmsum ástæðum, að sögn Magnúsar Ólasonar hjá Verkfræði- stofu Suðurlands sem annast eftirlit með verkinu. Fyi-sta húsið var afhent 14. október og nú eru fjórtan fjölskyldur fluttar inn. Á föstudag átti að afhenda sex eða átta hús og átta til tíu til viðbótar í lok næstu viku. Þau fimm sem þá verða eftir verða afhent fljótlega þar á eftir, að sögn Magnúsar. Hann seg- ir að margir samverkandi þættir ráði því að ekki tókst að afhenda húsin á tilsettum tíma. Nefnir hann að húsun- um hafi fjölgað og verktíminn lengst ríð það auk þess sem ýmislegt annað hafi komið upp á framkvæmdatíman- um. En nú sjái fyrir endann á verk- inu. Viðræður við Viðlagatryggingu Enn er unnið að uppgjöri tjóna. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri á Hellu, segir að Við- lagatrygging sé að nálgast það að ljúka uppgjörum. Ljóst er að hluti bótaþega er óánægður með þær bætur sem Við- lagatrygging getur innt af hendi sam- kvæmt gildandi lögum og reglum. Meðal annars hefur komið í ljós að brunabótamat er mismunandi milli sveitarfélaganna en hámark bóta- greiðslna Viðlagatryggingar miðast við það mat. Guðmundur Ingi segir að fulltrúar sveitarstjórnanna muni á næstunni skoða nánar mál þar sem tjónþolarnir eru óánægðir með bætur sínar, meðal annars af þessum ástæð- um, og verði teknar upp viðræður við Viðlagatryggingu um það. Ef mönn- um þyki afgreiðsla Viðlagatrygging- ar vera ósanngjörn gagnvart tjónþola verði málið tekið upp við nefnd ráðu- neytisstjóra sem hefur annast sam- skipti við Sunnlendinga vegna afleið- inga jarðskjálftanna. I utandagskráiumræðum vöktu þingmenn Sunnlendinga athygli á þessum málum og þá sagði forsætis- ráðherra að reynt yrði að koma til móts við þá sem reyndist erfitt að koma sér upp nýju húsnæði. Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri segir að enn hafi engar ákvarðamir verið teknar i þessum efnum. Ekki hefur heldur verið tekin afstaða til erinda fjölda fyrirtækja sem urðu fyrir tjóni í jarðskálftunum, tjóni sem þau fá ekki bætt úr tryggingum. Unnið eins hratt og unnt er Sveitarstjórinn á Hellu svarar ját- andi þeim spurningu hvort hann hefði ekki viljað að uppgjör og upp- bygging vegna jarðskjálftanna hefði gengið hraðar fyrir sig en raun ber vitni en tekur jafnframt fram að ekki hafi verið hægt að vinna hraðar. „Það er feiknarlega mikið verkefni að koma upp öllum þessum húsum á þessum stutta tíma. Og atburðunum er ekki lokið, enn eiu að koma fram skemmdir á húsum, jafnvel svo að fjölskyldur hafi þurft að yfirgefa þau. ÁUar fjölskyldur á svæðinu hafa orðið fyrir vissum áföllum og ekki hægt að fullyrða hvenær fólkið hefur jafnað sig og komið eigum sínum í lag. Þetta er margfalt meira verkefni en fólk getur gert sér grein fyrir,“ segir Guð- mundur. Hann segist ekki gera sér vonir um að allt verði komið í samt lag fyiT en eftir tvö ár, að minnsta kosti. Líkamsárásir í miðborg Reykjavíkur FÁMENNT var í miðborginni í fymnótt en nokkuð erilsamt var þó hjá lögreglunni í Reykjavík þar sem talsvert vai' um líkamsárásir. í öllum tilvikum var þó um að ræða minni háttar árásir. Þá var einnig nokkuð um útköll vegna hávaða í heimahúsum. Toppliðin mætast í Arbæ í fyrsta leik Litið á hákarla- lykkjurnar GUÐMUNDUR G. Jónsson, bóndi og hreppstjóri á Munaðarnesi í Ár- neshreppi, var á ferðinni í gær- inorgun til að líta á hákarlalykkj- urnar í hjalli sínum. Guðmundur og Gunnsteinn Gislason veiddu sjö há- karla síðastliðið vor og hafa verkað þá. Hákarlarnir voru hengdir í hjallinn upp úr kös í lok júlí. Guð- mundur ætlar að koma þeim í verð fyrir þorrann. ÍSLANDSMEISTARAR KR í knattspyrnu hefja titilvörn sína næsta sumar í Ár- bænum, þar sem þeir mæta Fylki, sem varð í öðru sæti á liðnu sumri í efstu deild karla í knatt- spyrnu, sem heitir Síma- deildin á komandi keppnistíma- bili. I gær var dregið í töfluröð á skrifstofu Knatt- spyrnusambands íslands. Lið- in sem mætast í 1. umferð fimmtudaginn 17. maí eru: Breiðablik - ÍBV, Fram - Val- ur, Grindavík - Keflavík, Fylk- ir - KR og ÍA - FH. í Símadeild kvenna mætast í 1. umferð Valur - Breiðablik, ÍBV - ÍA, Grindavík - Þór/KA og Stjarnan - KR. í 1. deild karla mætast í fyrstu umferð: ÍR - KS, Þór A. - Leiftur, Þróttur R. - Víking- ur, Dalvík - KA og Tindastóll - Stjaman. Niðurröðun í allar umferðir í deildunum má finna á mbl.is. Þormóður Egilsson, fyr- irliði KR. Sjálfstæðismenn gagnrýna þróun gjalda í heilbrigðis- og umhverfísnefnd Hækkanir 28- 44% síðustu ár GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði hækkun gjalda vegna heil- brigðiseftirlits, sorphirðu og hunda- halds að umræðuefni á borgar- stjórnarfundi sl. fimmtudag. Sagði hann þessar hækkanir á bilinu 28- 44% á síðustu árum. Borgarfulltrúinn hafði lagt fram fyrirspurn um þróun gjalda sem heyrðu undir umhverfis- og heil- brigðisnefnd á fundi nefndarinnar og barst yfirlit á fund nefndarinnar 9. nóvember um þróun gjaldskrár fyrir hundahald, fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit og ýmissa gjalda á vegum garðyrkjustjóra ár- in 1994 til 2001. Guðlaugur Þór sagði gjöldin ekki alls kostar samanburðarhæf yfir allt tímabilið en nefndi sem dæmi að gjald fyrir mengunar- og heil- brigðiseftirlit hefði hækkað um 36% milli áranna 1998 og 2001, sorphirðugjald myndi hækka um nærri 28% eða úr 6.700 í 8.600 kr. árin 1995 til 2001 og gjöld fyrir hundahald um 38% að meðaltali síð- ustu árin. Þá gerði Guðlaugur Þór að um- talsefni tillögu sína og Ólafs F. Magnússonar, annars fulltrúa sjálf- stæðismanna í umhverfis- og heil- brigðisnefnd, þess efnis að nefndin léti skoða hagkvæmni þess að bjóða út sorphirðu í Reykjavík. Tillagan var felld í nefndinni og taldi borgar- fulltrúinn það miður að ekki mætti skoða hagkvæmni þess. í því fælist ekki vantraust heldur væri sjálfsagt að leita allra Ieiða til að bæta þjón- ustu og auka hagkvæmni hennar. Hrannar B. Arnarsson, borgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans, sagði stefnuna þá að umrædd gjöld stæðu undir þeirri þjónustu sem veita þyrfti vegna þessara mála og væru greidd af þeim sem þjónustunnar nytu. Benti hann m.a. á að borist hefðu um 1.500 kvartanir vegna hundahalds og mikill tími og vinna færi í að sinna þeim. Varðandi útboð á sorphirðu sagði Iirannar að hreinsunardeildin væri í miklu metum hjá borgarbúum og hún væri framsækin og nýjunga- gjörn í rekstri sínum. Taldi hann varhugavert að setja starf hennar í óvissu með útboði og það væri í raun óþarft. Deildin væri opin fyrir því að leita eftir útboðum þegar það ætti við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.