Morgunblaðið - 19.11.2000, Side 55

Morgunblaðið - 19.11.2000, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 55 } FÓLK í FRÉTTUM mvndbönd Efnalaugln / Nettoyage á sec ★★% Bældar hvatir eru megininntak þessa áhugaverða franska drama um flókinn ástarþríhyrning. Herbergi handa Romeo Brass / A Room For Romeo Brass ★★★ Aideilis fersk og skemmtileg mynd frá hinum mjög svo athyglis- verða Shane Meadows. Olík öllum öðrum á leigunum í dag. Fíaskó ★★★1/4 Fíaskó er sérlega skemmtileg og vel gerð íslensk gamanmynd með Ihrollköldum undirtóni. Ragnar Bragason á hrós skilið fyrír þessa frumraun sem og aðrír sem að myndinni standa. Berið út þá dauðu / Bringing Out the Dead ★★★★ Þessi myrka borgarmynd leik- stjórans Mai'tins Scorsese kallast á áhugaverðan hátt á við meistaraverk hans Taxi Driver frá áttunda áratug- unum. Áhrifarík kvikmynd. Amerísk fegurð / American Beauty ★★★% Hárbeitt, bráðskemmtileg og ljóð- ræn könnun á bandarísku miðstétt- arsamfélagi. Kevin Spacey fer þar á kostum. Annars staðar en hér / Anywhere But Here ★★★ Vel leikið drama um samskipti mæðgna sem horfa á lífið gjörólíkum augum. Blessunarlega Jaus við væmni þökk sé leikstjórn Waynes Wangs. Karlinn í tunglinu / Man on the Moon ★★★1>4 Milos Forman bregður hér upp sérlega lifandi og áhugaverðri mynd af grínistanum Andy Kaufman. Jim Carrey túlkar Kaufman af mikilli list. Vofan: Leið samúræjans / Ghost Dog: The Way of the Samurai ★★V4 Hvaðgerist þegar lífsgildi samúr- æjans eru heimfærð á harða lífsbar- áttuna í skuggahverfum stórborgar- innar? Jim Jarmusch kannar það í nýjustu mynd sinni. Vígvöllur / War Zone ★★★ Atakanlega opinská lýsing á einu mesta böli samfélagsins. Enn og aft- ur er Ray Winstone magnaður - sem og reyndar allir í myndinni. Aska Angelu / Angela's Ashes ★★★ Yndislega Ijúfsár mynd um eymd- arleg uppvaxtarár Franks McCourts i fátækrarhveríi Limerick á Irlandi. Skattmann / Taxman ★★% Gamansöm glæpamynd sem kem- ur verulega á óvart, ekki síst vegna hlýrrar kímnigáfu og góðrar per- sónusköpunar. í Kina borða menn hunda /1 Kina spiser de hunde ★★’A Danir á Tarantino-slóðum. Fersk og feikikröftug en yfírgengilegar blóðsúthellingar menga útkomuna. Þrír kóngar / Three Kings ★★★% Aldeilis mögnuð kvikmyndagerð. Á yfírborðinu hörku hasarmynd en þegar dýpra er kafað kemur fram hárbeittur ádeilubroddur sem sting- ur. Tarsan ★★★ Disney bregst ekki bogalistin frekar enn fyrri daginn í þessari fyndnu og skemmtilegu teiknimynd um Tarsan apabróður. Hæfileikaríki Ripley / Talented Mr. Ripley ★★★ Fín mynd í flesta staði. Fagurker- inn Minghella augljóslega við stjórn- völinn og leikur þeirra Matts Dam- ons og sérstaklega Judds Law til fyrirmyndar. Ungfrúin góða og húsið ★★★ Prýðileg kvikmynd sem fjallar um stéttaskiptingu og hugarfar í ís- lensku þorpssamfélag fyrr á öldinni. Fellibylurinn / The Hurricane ★★% Hér er sögð stórmerkileg saga bandaríska hnefaleikakappans Rub- in „Hurricane“ Carter, sem mátti þola gríðarlegt mótlæti vegna hör- undslitar síns. Bleeder / Blæðarl ★★★ Sterk og dramatísk kvikmynd danska leikstjórans Nicolas Winding Refn um ungt fólk í leit að lífsfyll- ingu. Sagan af Brandon Teena / The Brandon Teena Story ★★★★ Gífurlega vel unnin heimildar- mynd um óhugnanlegt morðmál sem átti sér stað í smábæ í Nebraska- fylki. Líðurseint úrminni. Ljúflingur / Simpatico**1A Myndgerð á sterku drama eftir Sam Shepard. Fremur þunglamaleg en góður leikarahópur heldur manni við efnið. Allt er gott að austan / East Is East ★★★% Stórskemmtileg og um leið átak- anlegmynd um grafalvarlegt vanda- mál pakistanskra innflytjenda í Bretlandi. Eiga þeir að halda í siði gamla heimalandsins eða meðtaka þánýju? Að vera John Malkovich / Being John Malkovlch ★★★V4 Þvílík frumraun! Unaðslega hug- Opið sunnudag RCWELLS myndarík frumraun Spikes Jonzes fyllir mann trú á framtíð kvikmynd- anna. Neðanjarðarsógur/ Tube Tales ★★★ Vel heppnað safn stuttmynda sem eiga sér allar stað ílestarkerfí Lund- úna ogmynda litríka ogsterka heild. Kyndlklefinn / Boiler Room ★★★ Vel gerð kvikmynd ungleikstjór- ans Ben Younger um heim verð- bréfabrasks og peningahyggju. Vélgengt glóaldin / A Clockwork Orange ★★★★ Þessi umdeilda k\dkmynd Stanl- eys Kubrick um ofbeldi og samfélag hefur nú verið gefín út á myndbandi með íslenskum texta. Myndin mark- ar einn af hátindunum á ferli leik- stjórans. Svindlararnir / The Cheaters ★★★ Fín mynd sem byggir á sannsögu- legum atburðum um kennari hjálp- aði nemendum sínum að svindla í sérstakri prófkeppni milli sem hald- in er milli bandarískra skóla. Endalok ástarsambandslns / The End of the Affair ★★% Hádramatísk og vönduð ástarsaga með trúarlegum undirtónum. Gæða- leikar á borð við Juliann Moore, Ralph Fiennes og Stephen Rea koma við sögu. Við setrið / Up At The Villa ★★V4 Rómantísk spennumynd í gamla svart-hvíta Hollywoodstílnum. Ástir og undirferli á tímum Mussolinis. Kristin Scott-Thomas og Sean Penn góð. Sunnudagar til sælu / Any Given Sunday ★★★% Oliver Stone kryfur heim ruðn- ingsíþróttarinnar ofurvinsælu vestra í sterkri mynd og eins og við má búast af kappanum er hnefafylli af boðskap. Heiða Jóhannsdóttir Ottó Geir Borg Skarphéðinn Guðmundsson Jólin byrja hjá Radisson SAS Meistarakokkar okkar eru komnir í jólaskap og reiða fram gómsæta rétti á jólahlaðborði frá og með föstudeginum 24. nóvember fram til annars dags jóla, 26. desember. Skrúður býður upp á glæsilegt jóiahlaðborð í hádegi og á kvöldin alla daga vikunnar I hádeginu á sunnudögum kíkir jólasveinninn í heimsókn og gleður yngstu gestina. Súlnasaiur er nétti staðurinn viljirðu sameina jólahlaðborð og dansleik. Þar er boðið upp á úrval rétta öll föstudags- og laugardagskvöld frá 24. nóvember til 16. desember Borðhald er einsetið. Aðgangur að dansleik á eftir er innifalinn í verði. Grillið býður upp á jólamatseðil frá 24. nóvember til 30. desember. Gestir mega eiga von á óvæntum glaðningi.Jólastemningin á Grillinu er óviðjafnanleg! Jól alla daga á Café ísland Við tökum jólin snemma og bjóðum upp ó Ijúffengan jólaplatta ó kr. 1.450. Opið kl. 10-22 alla daga. Radisson SAS Hótel Saga S: 525 9900 Radisson SAS Hótel Island S:595 7000 f HOTELS & RE

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.