Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Siðleg meðferð á frumum Fá blindir sýn, munu lamaðir ganga á ný, verða þeir sem misst hafa útlim aftur heilir? Verður hægt að útrýma fæðingar- göllum og ber okkur að reyna það? Nýr heimur er að opnast í læknisfræði með rannsóknum á stofnfrumum manna en ljóst er að um leið vakna erfíðar siðfræði- spurningar um hugsanlega misnotkun á nýrri þekkingu. Kristján Jónsson var á norrænni ráðstefnu um þessi mál. Reuters Bandaríkjamaðurinn Jack Nash, eiginkona hans, Linda, dóttirin Mollý og yngsta barnið, Adarn, sem komst f heimsfréttimar í október. Þá var skýrt frá því að Nash-hjónin hefðu látið skanna fósturvísa og „valið“ Adam vegna þess að hann reyndist laus við blóðsjúkdóm er Mollý þjáist af. Við fæðingu Adams tóku læknar blóð úr naflastreng bamsins og komu því fyrir í beinmerg Mollýar í von um að heilbrigðu frumunum úr bróðumum tækist að lagfæra erfðafræðilega gallann í beinmerg hennar. Sumir telja að stigið hafí verið hættulegt skref í þá átt að fólk „framleiði“ með aðstoð vísindamanna sérhæfð börn til ákveðinna nota. Presslink Stofnfmma flutt úr sýni úr naflastreng Adams Nash með það að markmiði að koma henni fyrir í beinmergi systurinnar Mollýar. Hún er með sjaldgæfan, arfgengan sjúkdóm, Franconi-blóðleysi, sem stöðvar framleiðslu á beinmergsfrumum og dregur fólk oftast til dauða. TUGIR vísindamanna og fræðimanna tóku þátt í ráðstefnu sem Norræna lífvísindasiðanefndin hélt nýlega um rannsóknir á stofnfrum- um úr mönnum. Fundahöldin fóru fram um borð í ferju á Eystrasalt- inu og voru þátttakendur allir frá Norðurlöndunum að einum undan- teknum, dr. Anne McLaren, þekkt- um sérfræðingi í frumurannsókn- um frá Bretlandi. Varpað var fram spurningum eins og þeim hvort rangt væri að leyfa vísindamönnum að nýta til rannsókna á stofnfrum- um vefjasýni úr fóstrum kvenna sem hafa látið eyða fóstri eða misst fóstur, hvort fóstur hefðu mann- réttindi sem rétt væri að verja með lögum og reglum. Nokkur eining var um að leggjast gegn því að leyft væri að „framleiða“ af ásettu ráði fóstur til þess eins að nýta vefi úr því til lækninga en eyða síðan. En hugtakið „hálar brautir“ var mörg- um hugleikið, sérstaklega þegar rætt var um einræktun eða klónun fósturvísa og jafnvel manna sem talið er að geti orðið að veruleika einhvern tíma í framtíðinni. Ef menn teldu vera í lagi að búa til aðra manneskju til að nota hana eins og hráefni eða varahluti væri stutt í að virðingin fyrir einstakl- ingnum sem slíkum, góðum eða breyskum en alltaf mannlegum, hjnrfi endanlega. Hann yrði í stað- inn vara og metinn eingöngu eftir nytseminni fyrir samtímann. En mjög var deilt um mörkin, hve mikillar mannhelgi fósturvísar ættu að njóta. Innskot McLaren um að í reynd væri ekki verið að skapa raunverulegt, nýtt fóstur með stofnfrumutilraunum heldur aðeins klónaðar eftirmyndir af ákveðnum frumuröðum úr nokk- urra vikna gömlum fósturvísum til rannsókna og tilrauna vakti athygli margra óinnvígðra. Lýsing hennar hljómaði ekki jafnógnvægilega og viðvörunarorð þeirra sem óttast að mannskepnan sé að feta í fótspor vísindamannsins Frankensteins í skáldsögunni og keppa við Guð. Fyrirlesarar voru úr röðum lækna, lögfræðinga, siðfræðinga og heimspekinga. Og sumir gengust við því í lokin að þeim hefði ekki veitt af að fá að kynnast viðhorfum annarra fræðigreina til þeirra sam- viskuspurninga sem myndu vakna þegar vísindamenn færu að geta notfært sér stofnfrumur við lækn- ingar. En hvað er svona merkilegt við stofnfrumur og hvers vegna þurfa siðfræðingar að fjalla um þær og ryðjast inn á svið líffræðinganna? Frumur með mikla yfirburði Stofnfrumur eru sérstök gerð af frumum sem hafa þann eiginleika að geta skipt sér við réttar aðstæð- ur, orðið sérhæfðar og annast margvísleg hlutverk í líkamanum. Sumar gerast heilafrumur, aðrar mynda lifrina, enn aðrar blóðfrum- ur, húðfrumur, auga, eyra og fleiri líffæri. Stofnfrumur eða forverar þeirra eru innst í frumuhópnum sem myndar smám saman ásamt legkökunni fóstrið þegar egg hefur verið frjóvgað, byrja að skipta með sér hlutverkum um það bil fjórum dögum eftir frjóvgunina. Þær mynda vefina í okkur og eru áfram til staðar á vissum stöðum í líkama fullvaxins fólks, sumar virkar, aðr- ar óvirkar. Stofnfnimur sem mynda blóð eru í beinmergnum en reyndar einnig í afar litlu magni í blóðinu sjálfu. Þær halda áfram að framleiða eftirmyndir af sjálfum sér allt lífið, framleiðslumátturinn er svo mikill að nemur nokkrum tonnum af blóðfrumum hjá manni samanlagt á lífsleiðinni. Með aðferðum erfðafræðinnar hefur á síðari árum loks tekist að greina og einangra stofnfrumur manna. Nýtingarmöguleikarnir eru ótal margir, við framleiðslu lyfja verður hægt að gera tilraunir á stofnfrumum til að kanna virknina og hugsanlegar aukaverkanir. Minni þörf verður íyrir tilraunir á fólki sem geta reynst hættulegar. Stundum er ekki hægt að bjarga lífi sjúkra með líffæraflutningum vegna skorts á líffærum en með því að nýta þekkingu á stofnfrumum verður að líkindum hægt að fjöl- falda mörg þeirra að vild. Þegar er byrjað að nota stofn- frumur til að búa til nýja húð handa fólki sem hefur brunnið illa, búa til nýja hornhimnu handa blindum. Nýlega var skýrt frá því að tekist hefði að veita lömuðum músum hreyfigetu á ný með því að sprauta óþroskuðum stofnfrumum í mænu- vökva dýranna. Verður einhvern Betra að setja reglur en nota bönn Anne McLaren er þekktur vísindamaður á sviði líffræði í Bretlandi og situr í ráðgjafar- nefndum stjórnvalda sem fjalla um notkun á stofnfrumum úr fóstrum í vísindarannsóknum, Bretar hafa fyrstir vestrænna þjóða leyft slíkar rannsóknir en með skilyrðum. Morgunblaðið/Kristján Jónsson Anne McLaren, sérfræðingur hjá Wellcome CRC Institute í Bretlandi. AKVÖRÐUN breskra stjórn- valda í haust um að leyfa vís- indamönnum að nota stofnfrumur úr fóstrum við rannsóknir var um- deild og í Bandaríkjunum eru sett strangari skilyrði fyrir slíkum rannsóknum. Þar og víðar óttast margir að verið sé að leggja drög að því að fóstur verði „framleidd" til að nota í rannsóknum. Anne McLaren er heimsþekktur vísinda- maður og situr í opinberum ráð- gjafamefndum vegna lagasetingar um stofnfrumurannsóknir í Bret- landi. Hún starfar hjá Wellcome CRC Instistute-rannsóknastöðinni þar í landi. Hún var spurð hvað henni fynd- ist um þá skoðun að einskorða bæri tilraunir með stofnfrumur við notk- un á frumum úr fullvöxnu fólki vegna siðferðislegra álitamála í sambandi við fósturfrumur. „Fyrst vil ég taka fram að sam- kvæmt bresku reglunum, sem sett- ar hafa verið, verður ekki um að ræða að tekið verði fóstur, þ.e. heil lína af stofnfrumum og hún notuð í lækningaskyni. Fyrst eru fundnar og greindar ákveðnar gerðir af stofnfrumum, t.d. taugafrumur og þær einangraðar og búnar til svo- nefndar frumuraðir til að hægt sé að nota þær til lækninga. Ég er ekki sammála því að ætlunin sé að menn geti búið til eða skapað fóstur til að nota í tilraunum. Sögnin að skapa er í þessu sambandi ákaflega gildishlaðin ogvillandi. Það sem gerist er að vísindamenn taka óftjóvgað egg sem kona hefur gefið til rannsókna. Eggið er síðan frjóvgað með sæði og því er leyft að skipta sér nokkrum sinnum. Fólk geri sér grein fyrir afleiðingum banns Ef fólk vill banna þetta er nauð- synlegt að gera sér grein fyrir af- leiðingunum. Ég minni á glasa- frjóvgun sem verður æ algengari. Ekki er hægt að frjóvga egg í til- raunaglasi nema fyrst séu gerðar tilraunir með egg úr sömu konu, rannsaka litningana og frumuskiptinguna og kanna hvort allt sé eðlilegt. Það væri sið- laust að láta hendingu ráða hvernig til tæk- ist, hvort konan eign- aðist afbrigðilegt barn eða missti fóstur. Þeg- ar egginu er síðan eytt finnst vísindamönnum ekki að verið sé að gera verri hluti en að nota getnaðarvamir til að koma í veg fyrir ftjóvgun. Fæstir líta á frjóvgað egg sem mannlega veru með réttindi sem slík. Einnig hafa vísindamenn verið að gera mikilvægar tilraunir með sjálfa frjóvgunina og kannað að- ferðir við að tryggja að sæðisfruma komist örugglega inn í eggið. Markmiðið er að draga úr þörfinni fyrir frjósemislyf sem notuð eru til að auka líkurnar á að allt gangi upp. Svarið við spurningunni um að nota eingöngu stofnfrumur úr full- vöxnum er einfalt. Það myndi tefja fyrir framfönim á sviði stofnfrumu- rannsókna. Ég tel best að fylgt verði þeirri stefnu að setja skýr lög og reglur en banna ekki rannsókn- ir. Með þeim hætti er oft auð- veldara að tryggja að menn misnoti ekki aðstöðu sína og brjóti gegn siðferðislegum gildum.“ Hún segir að of mikið sé um alls kyns mis- skilning meðal almennings og í fjölmiðlum í sambandi við notkun á fósturfrumum til rannsókna. Mikil- vægt sé að staðreyndir séu ljósar og fólk viti hvað vísindamenn séu raunverulega að gera, hvar rann- sóknirnar séu stundaðar og hverjir stundi þær. >vAJlt þarf að vera uppi á borðinu," segir McLaren. Margir hafa bent á að næsta skrefið geti verið að fósturfrumur verði einræktaðar, klónaðar og þannig verði hægt að framleiða fólk með ákveðnum eiginleikum, eins og um sé að ræða dauða hluti. „Ég sé tvenns konar hættu sem við þurfum að vera á varðbergi gagnvart. Klónun á mönnum er ekki bönnuð alls staðar með lögum og þar gæti slík klónun orðið að veruleika. Hvert yrði hlutskipti barns sem yrði til með slíkum hætti? Það vitum við ekki og við viljum ekki feta þá braut núna. Hin áhættan er að menn færu einhvers staðar að framleiða stofnfrumur og nota þær til lækn- inga án þess að nokkur lög eða reglur væru til staðar. Slæm mis- tök gætu orðið, sjúklingur gæti fengið krabbamein vegna slíkra mistaka. Með ákveðnum varúðar- reglum sem fylgja þarf vel eftir er hægt að draga mjög úr hættunni." s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.