Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 22
22 ' SÍrkNtÁAGtlá 19. NÓvé'MBÉá2Ö00 mörgiíntblaðið Það er ekki laust við að nokkrum „ljómau stafí af nafni Davíðs Scheving Thorsteinsson - hann var lengst af for- svarsmaður Sólar, dótturfyrirtækis Smjörlíkis hf., en það fyrirtæki varð til úr Ljóma og tveimur öðrum smjörlík- isfyrirtækjum. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Davíð. Hann lauk fyrir skömmu störfum sem formaður nefndar ✓ ___________sem unnið hefur og kynnt ný lög um alþjóðlega viðskiptamiðstöð á Islandi._ Lífíð hefur borið mig á höndum sér DAVÍÐ Scheving Thorsteinsson hóf störf hjá Ljóma, smjörlíkisfyrirtæki föður síns, um 1951. Hann starfaði við fyrirtækið þar til fyrir nokkrum árum er hann hætti í kjölfar erfið- leika sem upp komu um og eftir 1993. „Undan- farin fimm ár hef ég verið að fást við að semja lög um alþjóðlega viðskiptamiðstöð á íslandi, í því skyni að laða erlent fjármagn hingað til lands,“ segir Davíð er ég heimsæki hann á heimili hans í Garðabæ til þess að ræða við hann um starfsferil hans og fleira úr lífshlaupi hans. „Eftir að Alþingi svo samþykkti þessi lög hef ég annast kynningu á þeim og unnið við að reyna að fá erlend fyrirtæki til þess að vera með starfsemi sína hér,“ segir Davíð ennfrem- ur. „Aðdragandinn var sá að ég missti vinnuna 1994 og ekki var löng biðröð af atvinnutilboð- um. En þá var það að Vilhjálmur Egilsson, al- þingismaður og framkvæmdastjóri Verslunar- ráðs, bauð mér starf við ákveðið verkefni sem miðaðist að því að laða hingað erlent fjármagn. Ég tók tilboði hans með þökkum og hef verið þar við störf frá því í janúar 1995 og þar til í október sl. Hið fyrsta sem við reyndum í þessum efnum misheppnaðist algjörlega. En smátt og smátt þróaðist þetta yfir í hugmyndir um hvemig ætti að notfæra sér þekkingu og menntun fólks hér. Forsætisráðherra, Davíð Oddsson, sýndi þessu máli afar mikinn áhuga, sem og Finnur Ingólfsson, þáverandi viðskiptaráðherra. Þessu starfi vatt svo fram þar til skipuð var nefnd til þess að þróa þessar hugmyndir frekar og ég varð starfsmaður þeirrar nefndar. Markmiðið var að finna farveg til þess að reka viðskipti hér á landi með vörur sem ekki em frá Islandi; menn sætu hér og seldu milli annarra landa, frá Noregi til Frakklands eða Ástralíu til Englands o.s.frv. Starfsemin yrði skráð hér og reynt að notfæra sér þá miklu möguleika sem fjarskiptaþróunin býður upp á. Við erum í mjög mikilli samkeppni við erlenda aðila á þessum vettvangi - við staði eins og New York, London, Dublin og ekki síst Lúx- emborg, á öllum þessum stöðum eru stórar af- landsstöðvar. Þessi fyrirtæki mundu borga hér 5% skatt, sem er nú í hærri kantinum, en þó hefur tekist að laða nokkur hingað. Agnúar voru á lögunum en nú er verið að vinna við að sníða þá af. Með- al annars var of þröngur rammi sniðinn með því að leyfa einkum verslun með sjávarafurðir, sem auðvitað er það sem við erum bestir í. Ef við hins vegar ætlum að ná til hins stóra heims verðum við að opna þetta mun meira. Einnig voru vandræði með hvernig eigendumir ættu að ná út arðinum. Vonandi verða agnúamir sniðnir af lögunum á þessu þingi. Þetta er að byija að skila árangri og ég hef tröllatrú á þessu. I mínum huga er þetta svarið sem við eigum við þeim fjármagnsflutningum úr landi sem mest er talað um þessa dagana. Við þessum fjármagnsflutningum er eina raun- hæfa svarið að fá erlent fjármagn hingað til lands. Við getum ekki prentað útlenda seðla á íslandi og við getum ekki vænst þess að hefð- bundnir atvinnuvegir geti staðið undir þessu. Mjög strangt og mikið aðhald á að vera í þessari starfsemi, sem á að koma algjörlega í veg fyrir peningaþvætti af öllu tagi. Ef t.d. verður um að ræða erlenda menn sem enginn þekkir til þurfa þeir að skila sakavottorði. Aðdragandinn og undirbúningur að þessari lagasetningu var afskaplega erfiður. Ég sat löngum stundum fyrir framan auðan skjáinn og loks þegar ég skrifaði eitthvað strikaði ég það jafnharðan út aftur. En svo fóru hugmynd- imar að koma og taka á sig myndir. Ég leitaði mér upplýsinga á Netinu og smám saman fóru málin að skýrast. Skoðað var hvað keppinautarnir voru að gera. Danir fóru í þetta um leið og við og það heppnaðist hjá þeim, en þeir voru líka búnir að reyna að koma svona starfsemi á þrisvar áður og hafði þá mistekist. Þeir moka nú inn fjár- munum og írar eru búnir að gjörbylta þjóðfé- Við erum í mjög mikilli samkeppni við erlenda aðila á þessum vettvangi - við staði eins og New York, London, Dublin og ekki síst Lúxemborg, á öllum þessum stöðum eru stórar aflandsstöðvar. lagi sínu á grandvelli svona starfsemi. Nú hef ég lokið störfum við þetta verkefni og góður maður tekinn við, Jón Sigurðsson, fyrrum rektor Samvinnuháskólans á Bifröst. í hönd- unum á honum og Vilhjálmi Egilssyni veit ég að þetta blómgvast. Á bak við býr sá vilji for- sætisráðherra, Davíðs Oddssonar, að þetta takist." Fæddur með tvær silfurskeiðar í munni Davíð Scheving Thorsteinsson fæddist inn í góðar aðstæður. „Geir Hallgrímsson sagði einu sinni við mig í gríni að hann hefði fæðst með „gullskeið í munni“ og ég svaraði að ég hefði fæðst með „tvær silfurskeiðar í munni“. Lífið hefur borið mig á höndum sér,“ segir Davíð. „Ég fæddist 4. janúar 1930 á ísafirði, elstur fjögurra barna hjónanna Magnúsar Scheving Thorsteinssonar, útibússtjóra hjá gamla íslandsbanka, og Lauru Hafstein. Afi minn, Gunnar Hafstain, var fæddur í Skjaldarvík. Hann fór í viðskiptanám í Kaupmannahöfn og varð bankastjóri þar og í Færeyjum. Hann var bróðir Hannesar Hafstein ráðherra en faðir þeirra, Pétur Hafstein amtmaður, var hættur störfum sem amtmaður þegar afi fæddist. Þegar íslandsbanki var lagður niður og Út- vegsbanki stofnaður reiddist faðir minn og sagði upp störfum. Það þótti mörgum nóg um þegar bankastjórinn fyrrverandi var allt í einu kominn á kassabíl í Reykjavík að keyra út smjörlíki. Hann hafði þá stofnað smjörlíkis- gerðina Ljóma. Hann hafði áreiðanlega ekki mikla fjármuni þegar hann stofnaði fyrirtækið. Hann var þriðji elsti sonur héraðslæknis sem hét Davíð Scheving Thorsteinsson eins og ég. Elsti bróðir pabba varð stúdent, næsti sonur fékk að fara í fjórða bekk en sá þriðji, pabbi, fékk að hjálpa til að vinna fyrir þeim - langskólaganga fyrir dætur kom ekki til umræðu á þeim tíma. Elsti bróðirinn fór til Vesturheims, það varð til þess að næstelsti sonurinn fékk að fara út og læra lyfjafræði og eignaðist síðar Reykjavík- urapótek. En pabbi gekk ekki í skóla svo nokkru næmi, en hann var eigi að síður mjög vel menntaður maður, stundaði sjálfsnám. Hann talaði t.d. afar góða dönsku, sem skýrð- ist m.a. af því að aðalbankastjórinn var dansk- ur. Pabbi hóf störf sem sendisveinn hjá íslands- banka og vann sig upp í að verða útibússtjóri. Hann kynntist móður minni er hún var var hér í kynnisferð hjá Flygenringfólkinu í Hafnar- firði 1928, en hún bjó þá og starfaði sem píanó- kennari í Kaupmannahöfn. Við fluttum frá Isafirði til Reykjavíkur þeg- ar ég var þriggja mánaða og leigðum á ýmsum stöðum áður en faðir minn reisti hús fyrir fjöl- skylduna á Laufásvegi 62 árið 1935 og kostaði húsið 70 þúsund krónur. Engin sprunga er í því húsi enn í dag, öll steypa í því var hrærð á brettum. Það var yndislegt að alast upp á þeim stað.“ Móðurmissir og starf „Mamma dó 47 ára gömul og það var mikill missir fyrir okkur öll. Faðir minn kvæntist síð- ar Sigríði Briem, ágætri konu sem hann bjó með þar til hann dó. Fyrirtækið Ljómi blómgvaðist í höndum föður míns. Hann tók upp samstarf við smjör- líkisfyrirtækin Smára og Ásgarð árið 1939. Þessi fyrirtæki runnu endanlega saman í eitt fyrirtæki áiáð 1964, sem var Smjörlíki hf. Ég kom til starfa þar eftir að hafa verið eitt ár í læknisfræði í Háskóla íslands, kannski hefur mér þótt viðeigandi að feta í fótsjior afa míns og nafna sem var héraðslæknir á Isafirði, í Stykkishólmi og á Barðaströnd. Ég varð stúdent árið 1949 úr Menntaskólan- um í Reykjavík, átti þar að skólasystkinum skemmtilegt og gott fólk sem hefur haldið vel saman. Meðal minna nánustu vina á þessum tíma voru Sverrir frændi minn Scheving Thor- steinsson, Þór Vilhjálmsson og kona hans, Ragnhildur Helgadóttir, Valdemar Kristins- son og Sigríður Theódóra Erlendsdóttir sem gift er Hjalta Geir Kristjánssyni. Þess má geta að ein í bekknum var Vigdís Finnbogadóttir, en við sátum saman í „Gaggó Vest“. Fyrstu tvö árin voru við öll saman í bekk en ekki þótti við hæfi þegar komið var í fjórða bekk að strákar og stúlkur væru saman í bekk, þá var settur upp A-bekkur fyrir stelpumar. Ég er að eðlisfari latur maður og las ekki meira en ég þurfti í skóla. í janúar 1951 dó Hans Hjartarson, sem kvæntur var móður-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.