Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Þessi útrás er ekki til höfuðs is- lenskum tölvuiðn- aði; hún er til þess fallin að við heltumst ekki úr lestinni. Bjarni Hákonarson í bækistöðvum i7-hugbúnaðarfyrirtækisins á íslandi. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ALISLENSKT HUGB UN- AÐARHÚS ÁINDLANDI VIÐSKIPri AIVINNULÍF Á SUIMNUDEGI Bjarni Hákonarson er framkvæmdasljóri 17 Software Asia (P) Ltd. Hann er fæddur í Reykjavík 24. júní 1961. Að loknu námi í grunnskóla stundaði hann nám í Vólskóla íslands. Hann vann hjá IMG við rekstrarráðgjöf á árunum 1985 til 1990. Síðast vann hann hjá Teymi hf. og stóð að upp- byggingu fjarvinnsluhóps fyrirtækisins. Hann hefur einnig um langt árabil unnið að fólagsmálum viða um heim og hefur mikla reynslu af skipulagi á alþjóðasamstarfi. Bjarni er fráskilinn og á tvö börn. Frá Chennai á Indlandi þar sem i7 Software Asia hefur aðsetur. eftir Pétur Blöndal ISLENSKA hugbúnaðarhús- ið i7, stofnaði dótturfyrir- tæki í Chennai á Indlandi í ágúst sl. Þar vinna 16 ind- verskir forritarar, en stefnt er á að þeir verði 25 innan fárra vikna og að á næsta ári muni þeim fjölga í 50. Bróðurpartur forritun- arhugbúnaðar i7 verður unninn af dótturfyrirtækinu, sem nefnist 17 Software Asia (P) Ltd., en hönnun og markaðssetning hugbúnaðarins verður áfram á vegum i7 á Islandi. I framtíðinni er áætlað að indverska fyrirtækið verði skýrari og sjálf- stæðari eining. i7 var stofnað í fyrra og einbeitir ,sér að lausnum á síma- og fjar- skiptamarkaði. Það vinna hátt í 20 manns hjá fyrirtækinu. Um þessar mundir er það að vinna að þróun á cWell reikningsgerðarhugbúnaði, í samstarfi við Islandssíma, sem mun markaðssetja hugbúnaðinn, og kemur IBM einnig að þróunarvinn- unni. Búnaðurinn verður að mestu leyti kóðaður á Indlandi. Náum landfestu í Asíu Að sögn Bjarna Hákonarsonar, framkvæmdastjóra indverska fyrir- tækisins, er þetta skref i7 að færa hluta starfseminnar til Indlands í samræmi við þróunina erlendis. Hann segir að mörg erlend stórfyr- irtæki séu með hugbúnaðarhús í Indlandi og helsti vaxtarbroddur- inn sé ( Chennai, þar sem stofnuð hafi verið 600 ný tölvufyrirtæki á þessu ári. „Mikið er gert til að laða að erlend fyrirtæki,“ segir Bjarni. „Þau þurfa t.d. ekki að greiða skatta í 10 ár, þeim er boðinn 20% afsláttur af nettengingum, og ekki eru lagðir tollar á aðkeyptar vörur.“ Ekki er áhugavert í sjálfu sér að vera einungis með þróunarsetur í Indlandi, að mati Bjarna, heldur er markið sett hærra. „Við höfum ein- sett okkur hasla því smám saman völl sem sjálfstæðu fyrirtæki. Ur því við höfum náð landfestu í Asíu er ætlunin að markaðssetja íslenskt hugvit þar. Til lengdar litið verður það langstærsti markaður í heimi, einfaldlega vegna þess að fólks- fjöldinn er mestur. Þótt tækni- þróunin sé ekki komin eins langt á veg og hér á landi er uppbyggingin hröð, t.d. er unnið að því að bæta nettengingar í Chennai um 21 terabitar.“ Lægri laun, meiri sérhæfing „Á íslandi er hátt menningarstig, lífskjör eru góð og þjóðfélagið er lít- ið, svo tækni á auðvelt uppdráttar,“ segir Bjarni. „Það segir sína sögu að ekki stærri þjóð en ísland á 200 þúsund farsíma. Framþróunin er hröð og eftirspurn mikil eftir tölv- unarfræðingum, sem skólakerfið annar engan veginn. Það útskrifast aftur á móti árlega um 13 til 15 þús- und tölvunarfræðingar úr háskól- um í Chennai. Fyrir vikið er fram- boðið meira, ekki síst á sérhæfðum forriturum, launin eru ekki eins há og vinnuaflið hreyfanlegra." Bjarni segir að frá stofnun fyrir- tækisins í Indlandi hafi höfuð- áhersla verið lögð á að ráða sér- fræðinga með góða starfsreynslu. „Stöður hjá okkur eru eftirsóttar, enda bjóðum við betri launakjör en gengur og gerist hjá alþjóðlegum stórfyrirtækjum, sem eru með starfsstöðvar á Indlandi. Við höfum verið að ráða forritara frá fyrir- tækjum á borð við CISCO og Microsoft. Við leggjum mikið upp úr því að finna rétta fólkið. Einnig leggjum við mikið upp úr góðum að- búnaði á vinnustað og vegur þungt að viðhorf okkar til starfsmanna er annað en hjá risafyrirtækjunum.“ Bæði er að vinnustaðurinn er minni og andrúmsloftið þar af leið- andi persónulegra og í krafti sér- hæfingar er mögulegt að gera vel við starfsfólkið. „Þau verða oft hissa,“ segir Bjarni. „í indverskum fyrirtækjum er tilhneiging til að fara illa með starfsmenn, þótt tæknigeirinn sé sjálfsagt skárri en flestar aðrar atvinnugreinar, hvað það snertir. Við þykjum skemmti- legur og spennandi kostur, auk þess að standa framarlega í tækninni. Það skiptir máli forritararnir séu að fast við nýjustu tækni á hverjum tíma, til að þeir festist ekki í gamal- dags og úreltum vinnubrögðum.“ Fleiri íslensk fyrirtæki í lgölfarið? Ástæðan fyrir því að ekki eru ráðnir fleiri en 25 forritarar á þessu ári, segir Bjarni vera þá að slípa þurfi samstarfið milli i7 á Islandi og fyrirtækisins í Indlandi, áður en lengra sé haldið. Unnið sé að því að koma upp CMM (Capability Matur- ity Model) gæðakerfi í báðum lönd- um. „Það á vel við Indverja að vinna agað og ( starfshópum og það var eiginlega erfiðara að taka upp gæðakerfið á íslandi," segir Bjarni. „Á hinn bóginn er íslensk vinnu- menning framúrskarandi og von- umst við til að ná því andrúmi úti. Miklu varðar að við ná tengingu á milli þessara tveggja ólíku menn- ingarheima." Indverska fyrirtækið er fyrsta al- íslenska hugbúnaðarhúsið á Ind- landi, að sögn Bjarna. Hann telur engan vafa leika á því að fleiri ís- lensk fyrirtæki eigi eftir að sigla á sömu mið. „Ef horft er til aðstæðna á Islandi, hörgulsins á tæknimennt- uðu fólki, - hvernig má annað vera?“ segir Bjarni. „Ég held að þetta sé ein besta fjárfesting sem íslenskt hugbúnaðarhús hefur gert á síðastliðnum árum. Við getum leyft okkur þann munað að velja úr hæfu starfsfólki. Og þess skal geta að þessi útrás er ekki til höfuðs ís- lenskum tölvuiðnaði; hún er til þess fallin að við heltumst ekki úr lest- inni.“ íhaldssamt hérað, framsækin tækni Chennai er í einu af íhaldssöm- ustu héruðum Indlands. „Fyrir ís- lending er þetta eins og að ferðast 30 til 40 ár aftur í tímann,“ segir Bjarni. „Samskiptamynstrið er af öðrum toga. Fjölskyldan er mjög sterk og hefur mikið um líf ungs fólks að segja.“ Til marks um það sýnir Bjarni blaðamanni dagblað frá Chennai. Þar er forsíða sérblaðs með smáauglýsingum helguð auglýsingum foreldra eftir mökum fyrir börn sín, og eru sum þeirra þó komin á fertugsaldur. Algengt er að börnum á fullorðinsaldri sé ráðstaf- að í hjónabönd með þessum hætti. Það sem mestu varðar er að í Chennai er mikil framrás í tækni- geiranum og er þar ITT (Indian Institute of Technology), einn af virtustu tækniháskólum Indlands, að sögn Bjarna. „Sem dæmi um þá samkeppni sem þar ríkir sagði mér prófessor við skólann að haldið hefði verið inntökupróf um 120 laus sæti í skólanum," segir Bjarni. „Það segir meira en mörg orð að um 50 þúsund þreyttu prófið, enda er al- mennt talið að í það minnsta tveggja ára undirbúning þurfi til að fá inngöngu.“ En var það ekki erfið ákvörðun fyrir Bjarna að setjast að í Chennai? „Nei,“ svarar hann. „Ég gerði litla athugun fyrir ári, páraði hana á blað og barst hún forráða- mönnum i7. Þegar þeir skoruðu á mig að framkvæma hugmyndina var það tilboð sem ég gat ekki hafn- að.“ Þarf að þekkja til á Indlandi Það var þó enginn hægðarleikur að hrinda hugmyndinni í fram- kvæmd. „í fyrsta lagi er maður í öðru þjóðfélagi, ólíkum menningar- heimi, og í öðru lagi er maður að reyna að stofna þar til viðskipta," segir Bjarni. „Maður þarf góðar ábendingar um hverjum eigi að treysta. Og ýmsar hefðir verður að virða, t.d. er ógerlegt að fá Indverja til að taka viðskiptaákvarðanir á þriðjudögum, sífellt verða árekstr- ar milli ólíkra trúarbragða, velja þarf um ótal helgidaga, o.s.frv. Eg hefði aldrei náð þessu í gegn ef ég hefði ekki þegar verið búinn að eignast fjölmarga vini á þessum slóðum í gegnum hjálparstarf mitt með húmanistahreyfingum.“ Að síðustu segir hann litla dæmi- sögu um slíkt hjálparstarf. „í hjálp- arstarfi húmanista er stuðst við gagnkvæmnisaðferðafræði: Ég hjálpa þér og þú hjálpar öðrum. Við lítum ekki á peningaaðstoð sem lausn heldur reynum að fá fólk til að bjarga sér sjálft. í september fór- um við t.d. á spítala í Chennai og fengum lækna til að bjóða upp á ókeypis augnskoðanir í einu hverf- inu. Um 60 manns voru skoðaðir og kom í ljós að nokkrir þurftu að lyfj- um að halda og tólf þurftu gleraugu. Það varð úr að við höfðum samband við um þúsund manns í hverfinu, sem gáfu lítilræði, og fyrir vikið náðum við að öngla í sjóð til gler- augnakaupa. Þannig leystu íbúarn- ir sjálfir vandann. Með þessu telj- um við að sjálfsvirðing þeirra og samtakamáttur aukist."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.