Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ I i DAGBÓK Árnaö heilla ÁRA afmæli. Á morg- un, mánudaginn 20. nóvember, verður áttræður Magnús Þ. Jónsson frá Höll í Haukadal, Laugarnesvegi 104, Reykjavík. Af því tilefni tekur hann og fjölskylda hans á móti ættingjum og vinum í dag, sunnudag, kl. 15-19 í sal starfsmannafé- lags Flugleiða, Síðumúla 11 í Reykjavík. ÁRA afmæli. í dag, sunnudaginn 19. nóvember, verður áttræð- ur Guðmundur Sigurjóns- son, bifreiðasljóri, Fagra- bæ 1. Eiginkona hans er Inga Kristjánsdóttir. Þau verða að heiman á afmæl- isdaginn. ÁRA afmæli. Nk. laugardag, 25. nóv- ember, verður sjötugur Sig- fús J. Johnsen, Sóltúni 28, Reykjavfk. Sigfús verður að heiman á afmælisdaginn en tekur á móti ættingjum og vinum í dag, sunnudaginn 19. nóvember, í safn- aðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ, frá kl. 16-18. BRIDS limsjún Guðmundur I'áll Arnarson „SVÍARNIR" í íslenska landsliðinu, þeir Magnús Magnússon og Þröstur Ingi- marsson (sem báðir eru bú- settir í Stokkhólmi), spila um þessar mundir í sænska meistaramótinu, meðal ann- ars í sveit með fyrirliða sænska landsliðsins. Mótið tekur marga mánuði og er á fyrstu stigum. En vel geng- ur, enn sem komið er, því eftir fyrstu fjóra leikina hafði sveitin skorað 98 stig af 100 mögulegum. Hér er dæmigert „hörkugeim“ hjá þeim Þresti og Magnúsi: Suður gefur; allir á hættu. Noyður * A43 ¥65 ♦ K54 * D10432 Suður 4.KD1085 ¥Á43 ♦ DG87 +6 Þröstur var í norður, en Magnús í suður: Vestur Norður Austur Suður - - lspaði Dobl 2 hjörtu (1) Pass 2 grönd (2) Pass 3 lauf (3) Pass 3 spaðar (4) Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Skýringar á sögnum: 1. Góð hækkun í tvo spaða (8-11 HP). 2. Lýsir yfir geimáhuga og sýnir um leið einspil ein- hvers staðar. 3. Spuming um einspilið. 4. Segir frá einspili í laufi. Þetta geim er í þynnra lagi, en spaðinn kom 3-2 og tígullinn 3-3, svo Magnús fékk tíu slagi. Á hinu borð- inu létu mótherjar þeirra, Morath og Gustafsson, bút- inn duga. SKÁK llni.sjón Helgi Ass Grélarsson EINS og svo oft áður sigr- aði rússneska sveitin í opn- um flokki ólympíumótsins. Þar eystra virðist ekkert lát á fjöldaframleiðslu undrabarna og snillinga í skák, enda byggist skák- þjálfun þeirra á gömlum merg sem borið hefur höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir á því sviði. Aleksander Grischuk (2606) er nýjasta stirni þeirra, rétt 17 vetra gamall. Hann þykir sókn- djarfur og skemmtilegur skákmaður. Staðan kom upp á milli hans og búlg- arska stórmeistar- ans Athanes Kol- ev (2582) og hafði sá rússneski hvítt. 26. Hxb4! Dxb4 27. Dxc6+ Kd8 27...Kb8 væri vel svarað með 28. De4. 28. Hdl! Ke7 29. Dc7+ Ke8 og svartur gafst upp um leið enda fátt til varnar eftir 30. Hxd4. Hin ein- stöku glímutök skákarinnar voru þessi: 1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Bd7 6. Be2 f6 7. 0-0 Db6 8. Ra3 fxe5 9. dxe5 Rh6 10. c4 d4 11. Bd3 Rf7 12. Hel Be7 13. h4 0-0-0 14. Rc2 Hdg8 15. a3 g5 16. hxg5 Rxg5 17. Bxg5 Bxg5 18. b4 Be7 19. Be4 cxb4 20. axb4 Rxb4 21. Rxb4 Bxb4 22. c5 Bxc5 23. Hbl Bb4 24. Dc2+ Bc6 25. Bxc6 bxc6 og nú er staðan á stöðumynd- inni komin upp. LJOOABROT SAGA LÍFSINS Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Páll J. Árdal TÁRIN Dýpsta sæia og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. ÓlöfSigurðardóttir ORÐABOKIN Ásættanlegur - viðhlítandi EKKI alls fyrir löngu var ég spurður um það á fömum vegi, hvernig mér litist á orðin ásættanlegur og óásættanlegur. Sá, er spurði, er lögfræðingur og sagðist vera mjög óánægð- ur með þá ofnotkun, sem virtist hér á ferðinni. Und- ir þetta tek ég heils hugar. Enda þótt ég hafi áður rætt um þetta orðalag, sakar ekki að minnast enn á það og ofnotkun þess, að mínu áliti. Ekki er það sízt fyrir það, að við getum auðveldlega notað önnur orð og engu lakari í þessu sambandi. Á síðustu árum virðist einmitt hafa farið n\jög í vöxt, ekki sízt með- al þeirra manna, sem fjalla um kaup og kjör eða al- mennan hag þjóðarinnar, að tala um, að eitthvað sé ásættanlegt, en þó e.t.v. oftai- um hitt, að það sé ekki ásættanlegt eða óásættanlegt. Vissulega er þetta orða- lag öllum skiljanlegt og e.t.v. ekki bein ástæða til að amast við því. En of- notkun þess er með öllu óþörf. Sá eða þeir, sem fyrstir hafa notað þetta lýsingarorð, hafa senni- lega haft í huga so. að sættast á e-ð. Þá hefur þeim þótt fara vel í málinu að tala um, að þetta eða hitt sé ásættanlegt. Ýmis- legt bendir til ungs aldurs þessara orða í málinu, t.d. það, að engin dæmi verða fundin um þau í prentuð- um sem óprentuðum orða- bókum. En hvers vegna ekki að nota orð eins og viðhlítandi eða jafnvel við- unandi í staðinn? - J.A.J. STJÖRiVUSPÁ eftir Frances Ilrake SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú ert nýjungagjam bjartsýnismaður og menn vita aðþað er von á ein- hverju skemmtilegu þegar þú ert annars vegar. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú hefur sterka þörf til að gera eitthvað skapandi og skemmtilegt og þarft að finna leiðir tii þess hvort heldur er að semja ljóð, skrifa sögur eða annað. Naut (20. apríl - 20. maí) Láttu ekki freistast til að eyða um efni fram því þótt margt fallegt sé í búðargluggunum skaltu láta það duga að leyfa auganu að njóta þess um sinn. Tvíburar . (21. maí - 20. júní) Art Þótt þig dauðlangi til að breyta út af hefðbundinni dagski-á er það ekki ráðlegt fyrr en síðar og þá skaltu und- irbúa þá er málið varðar. Krabbi (21.júní-22.júlí) Einhver verður á vegi þínum sem vekur þér áhuga svo vertu óhræddur við að hefja samræður og þá kemur fram- haldið af sjálfu sér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú átt í erfiðleikum með að einbeita þér svo leggðu þau verkefni sem krefjast mikils af þér bíða þar til þú ert aftur sjálfum þér líkur. Meyja ** (23. ágúst - 22. sept.) Láttu byrðarnar ekki sliga þig og mundu að þá er ekkert betra en að eiga sér góðan vin til að halla höfði sínu að. Þennan vin áttu svo hafðu samband. Vog m (23.sept.-22.okt.) Þú ert eitthvað utan við þig og getur hæglega týnt sjálfum þér ef þú ert ekki á verði. Að- alatriðið er að segja ekkert vanhugsað sem þú gætir séð eftir. Sporðdreki (23. okt. -21. nóv.) Ef þú ert ekki ánægður með stöðu mála er kominn tími til að gera eitthvað í því. Gerðu áætlun og láttu óttann við hið óþekkta ekki ná tökum á þér. Bogmaður * ^ (22. nóv. - 21. des.) ntT/ Þú ert með aðfinnslur í garð annarra og mátt vita að fólk er ekki alltaf í skapi til að taka við þeim. Gleymdu ekki að líta líka í eigin bai-m. Steingeit (22. des. -19. janúar) Það er óvitlaust að hafa aðra áætlun í bakhöndinni ef sú fyrri skyldi bregðast. Mundu samt að það er ákaflega mikil- vægt að geta verið sveigjan- legur. Vatnsberi (20.jan.-18. febr.) QS&í Hvernig þú ræktar aðra er til fyrirmyndar en taktu þig nú til og gerðu eitthvað fyrir sjálfan þig til tilbreytingar og láttu aðrar skyldur lönd og leið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) >W» Það er margt sem veidur þér efasemdum svo þú þarft að afla þér upplýsinga og komast að hinu sanna í málinu til þess að geta haldið áfram. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki bygeðar á traustum grunni vísindafegra staðreynda. SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 51 f Iðunn Harpa Gylfadóttir Hefur hafið störf aftur Scala Lágmúla 5, sími 553-1033 Glæsilegt úrval af gervipelsum í góðum stærðum Verð frá kr. 16.900 NÝ SENDING AF SÍDKJÓLUM FRÁ ARIELLA 3 \33a 1tískuhús Hverfisgötu 52, sími 562 5110 SÍTT HÁR í TÍSKU Bjóðum upp ó hórlengingu frá hinu heimsþekkta fyrirtœki DOME FYRIR EFTIR orimadonna HÁRGREIÐSLUSTOFA, GRENSÁSVEGI 50, SÍMI 588 5566 PELSAR PELSAR Mikið úrvol of brúðarkjólum fyrir áramótin Einnig alltfyrir herra Fataleiga Garðabæjar, sími 565 6680. Opið virka daga frá kl. 10 til 18, laugardaga kl. 10 til 14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.