Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ i I ______________SUNNUDAGUR19. NÓVEMBER 2000 31 FRÉTTIR Lagfæringar á Suðurlandsvegi við Litlu kaffístofuna MP BIO hf. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Mælt fyrir klifurrein upp Draugahlíðina fyrir ofan Litlu kaffistofuna. Klifurrein lögð upp Draugahlíðina til að losna við áhrif skafrennings Hlutafjárútboð og skráning A-flokks hlutabréfa í MP BIO hf. á Vaxtarlista Verðbréfaþings íslands hf. Útgefandi MP BIO hf. kt. 640100-3540 Garðastræti 38,101 Reykjavík Sími: 540 3250 Heildarnafnverð nýs hlutafjár er 250.000.000 kr. en heildarnafn- verð alls hlutafjár í A-flokki er 1.240.000.000 kr. Sölugengi hlutafjárins er 1,5. Sölutímabil til forgangsréttarhafa verður frá 23. nóvember til 7. desember 2000, að báðum dögum meðtöldum. Tilkynning um niðurstöðu útboðsins til forgangsréttarhafa verður tilkynnt til Verðbréfaþings íslands hf. en verður einnig að finna á heimasíðu MP Verðbréfa, www.mp.is Sölutímabil í almennri sölu er frá 11. desember til 12. desember 2000. Sölutímabil gæti þó orðið styttra eða fallið niður ef allt hlutafé útboðsins selst fyrir 7. desember. Umsjón með útboði MP Verðbréf hf., Skipholti 50d, 105 Reykjavík. Skráning Stjórn VÞÍ hf. hefur samþykkt að taka A flokk hluta- bréfa í MP BIO hf. á skrá að útboði loknu. Niðurstöður útboðsins í heild sinni verða birtar í viðskipta- og upplýsingakerfi Verðbréfa- þings Islands hf. ásamt endanlegri dagsetningu skráningar. Stefnt er að skráningu í desember. Útboðslýsing og önnur gögn vegna ofangreindra hlutabréfa liggja frammi hjá MP Verðbréfum hf., Skipholti 50d, Reykjavík og hjá MP BIO hf„ Garðastræti 38, Reykjavík. m RÐBRÉf Selfossi. Morgunblaðið. UNNIÐ er að því að lagfæra skeringar meðfram Suð- urlandsveginum neðan Litiu kaffistofunnar og minnka með því áhrif skafrennings á þessum kafla vegarins. Þarna safnast gjarnan mikill snjór sem skapar mikla erfiðleika og slysahættu. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er landið sitt hvorum megin við veg- inn lækkað og efnið sem losnar við þessar aðgerðir er flutt í Draugahlíðina fyrir ofan Litlu kaffistofuna þar sem vegurinn verður breikkaður og mynduð klifurrein upp brekkuna og inn á Svínahraunið. Ekki eru uppi frekari áform um breikkun Suðurlandsvegar. Það er nýtt verktakafyrirtæki, fsar hf., sem vinnur þetta verk. Einnig er af hálfu Vegagerðarinnar unnið að því að skoða þá möguleika sem fyrir hendi eru varðandi vega- mót Suðurlandsvegar og Þrengslavegar til þess að auka umfcröaröryggi á því svæði. Fréttir á Netinu mbl.is /\t-LTAf= eiTTHyAÐ A/ÝT7 Sjálfstæðismenn um ályktun borgarstjórnar um fjármál sveitarfélaga Lýsir hroka gagnvart ríkisvaldinu MEIRIHLUTI borgarstjórnar Reykjavíkur samþykkti á borgar- stjórnarfundi á fimmtudag ályktun um fjármál sveitarfélaga þar sem gerðar eru athugasemdir við að „samfara auknum heimildum sveit- arfélaga til að hækka útsvar um 0,99% á næstu tveimur árum skuli ríkið ekki hafa áform um að lækka tekjuskattinn nema um 0,33% á næsta ári eða sem nemur 1.250 m.kr. Tillögurnar munu því hafa í för með sér almenna skattahækkun sem mun bitna harðast á íbúum höfuðborgar- svæðisins,“ segir í ályktuninni. Því er fagnað í ályktun meirihlut- ans að viðurkenning ríkisins skuli hafa fengist á „þeirri staðreynd að verulega hefur hallað á sveitarfélög- in í fjármálalegum samskiptum þeirra við ríkið á undanförnum árum og að tekjustofnar þeirra hafa ekki verið í samræmi við lögskyld og að- kallandi verkefni". Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins lýstu því yfir í bókun að þeir myndu ekki styðja ályktun borgar- stjórnarmeirihlutans. Fagna sjálf- stæðismenn því að samkomulag hafi náðst milli ríkis og sveitarfélaga um tekjustofna sveitarfélaga. Þá segir að samtals hafi nýir skattar, ný gjöld, auknar arðgreiðslur, sala á fé- lagslegum leiguíbúðum og niður- færsla eigin fjár Orkuveitunnar fært borgarsjóði rúmlega 17 milljarða króna árin 1995 til 2000. Síðan segir meðal annars í bókun sjálfstæðis- manna: „Ályktunartillaga borgarstjóra lýsir fádæma hroka gagnvart ríkinu sem er á sama tíma að rýmka heim- ildir sveitarfélaga til álagningar út- svai-s. Ríkið hefur nú veitt rýmri heimildir til álagningar útsvars en nokkru sinni fyrr og lækkar jafn- framt tekjustofn sinn umtalsvert. Það er ekki vænlegt til að bæta sam- skipti ríkis og borgar að koma fram með hroka og ávirðingum þegar ver- ið er að leysa vanda sveitarfélag- anna.“ Sýnikennsla a skreytingakvöldi i Blomavali þriðjudaginn 21. nóv. og miðvikudaginn 22. nóv., kl. 20-22. Hjördis Jonsdottir, Helga Harðardóttir, Friða Guðlaugs dóttirog Rogier Voorminde sýna hvernig búa má til glæsilegar jólaskreytingar Vinsamlegast tilkynmð þátttöku í síma 58O 0500.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.