Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 36
.6 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÁRNÝ ÓLÍNA
ÁRMANNSDÓTTIR
+ Árný Ólína Ár-
mannsdóttir
fæddist á Akranesi
29. október 1963.
Hún lést á sjúkrahúsi
Akraness 10. nóv-
ember sfðastliðinn.
Foreldrar hennar eru
Ingunn Ástvaldsdótt-
ir frá Þrándarstöð-
um, f. 18. júní 1943,
og Ármann Ámi Stef-
ánsson frá Skipanesi,
f. 3. október 1942.
Maður Ingunnar og
fósturfaðir Ámýjar
er Vilberg Guð-
mundsson. Kona Ármanns er Ingi-
björg Valdimarsdóttir. Systir Ár-
nýjar sammæðra er Asta Vil-
bergsdóttir. Systkini hennar
samfeðra eru: Kristín Helga, Stef-
án Gunnar, Indriði Björn, Ármann
Rúnar og Ólafur Bjarni.
Ámý giftist 17. júní 1989 eftir-
lifandi eiginmanni
srnum Freysteini
Barkar Barkarsyni,
f. 26. nóvember 1962.
Dóttir þeirra er Mon-
ika, f. 5. nóvember
1982. Árný ólst upp
hjá móður sinni og
stjúpföður í Brautar-
landi, V-Hún., fyrstu
ár ævi sinnar, þar t.il
íjölskyklan fluttist, til
Reykjavíkur. Árið
1986 flutti hún á
Akranes og bjó þar
til dauðadags. Síð-
ustu árin starfaði
hún á Dvalarheimilinu Höfða. Hún
útskrifaðist sem sjúkraliði vorið
2000. Ámý var virk í félagsstarfi
hestamannafélagsins Dreyra.
Útför Ámýjar fer fram frá
Akraneskirkju mánudaginn 20.
nóvember og hefst athöfnin klukk-
an 14.
Þau eru þung sporin sem við göng-
um í dag þegar við kveðjum elsku-
lega tengdadóttir okkar, Ámýju
Ólínu Armannsdóttur, aðeins 37 ára
að aldri í blóma lífsins. Eftir tveggja
ára harða baráttu við illvígan sjúk-
dóm náði hann yfirhendinni. Þú
varst ung að árum þegar fyrstu
kynni okkar urðu og sjálfsagt hefur
fyrsti neistinn milli þín og eftirlifandi
maka kviknað um svipað leyti. Þið
báruð gæfu til að eignast yndislega
dóttur og skapa ykkur fallegt og gott
heimili. Brúðkaupsdagurinn ykkar,
17. júní 1989, á Þingvöllum er og
verður okkur alltaf eftirminnilegur
fyrir margra hluta sakir. A hverju
ári, 17. júní, hafið þið síðan heimsótt
þennan fallega stað. Það var ánægju-
legt hve samrýnd þið voruð öll þrjú í
ykkar stóra áhugamáli, hesta-
mennskunni. Og mikinn dugnað og
kraft sýndir þú í öllu sem að þessu
áhugamáli ykkar laut. Ferðir ykkar
um landið gáfu ykkur mikla lífsfyll-
ingu og geislaðir þú af ánægju eftir
hveija slíka ferð. Dugnaður þinn og
atorka kom fram á mörgum sviðum
og ber heimili ykkar ekki hvað síst
vitni um það. Framtíðaráformin
voru skýr í huga þínum og markmið-
in ljós enda stefndir þú ótrauð áfram
að því markmiði til hinsta dags. Það
var þungt höggið sem skall á þann 5.
janúar 1999 þegar þú fékkst vitn-
eskju um hve hættulegan sjúkdóm
þú varst komin með. En fljótlega eft-
ir áfallið tókstu hreina og skýra af-
stöðu, þú ætlaðir að berjast og bar-
áttuviljann hafðir þú allt til síðustu
stundar. Eins og þú sagðir sjálf þeg-
ar þú veiktist: Eg finn fyrir miklum
krafti og vilja í bijósti mínu til að
berjast við sjúkdóminn og það ætla
ég að gera. Og að sönnu má fullyrða
að þennan kraft og vilja notaðir þú til
hins ýtrasta. Þú reyndir að nota tím-
ann vel og njóta þess sem mögulegt
var. Sumarið 1999 áttir þú ánægju-
legt tímabil, þá naust þú útiveru með
fólkinu þínu og hestunum þínum sem
voru þér svo kærir og ekki má
gleyma hundinum ykkar, Frigg, sem
var þér svo kær og saknar þín í dag.
Sumarið leið og við vorum öll svo
bjartsýn á bjartari tíma en þá kom
annað áfallið. Sjúkdómurinn hafði
breiðst út og erfið lyfjameðferð var
fram undan. En þú varst ákveðin,
stundaðir vinnu, heimili og skóla.
Mikið vorum við stolt af þér í vor
þegar þú fyrst nemenda gekkst upp
til skólameistara og tókst við próf-
skírteini þínu. Þú varst orðin sjúkra-
liði. Fáir vissu hvað mikil elja og
dugnaður lágu að baki þessum loka-
áfanga. Þú valdir þér þetta starf en
því miður fékkstu ekki að njóta þess-
ara réttinda. En vel varstu til þeirra
>fallin því þú starfaðir alla tíð við að-
hlynningu sjúkra og aldraðra. Og
virðingin sem þú barst fyrir öldruð-
um jafnt sem öðrum var þér eðlislæg
og oft aðdáunarverð. Sýndir þú það
vel þegar þið Ólína amma þín fóruð
saman í Brynjudalinn síðla síðasta
sumar þegar þú varst orðin mjög
veik, þá réð viljinn, krafturinn og
'jumhyggjusemin ferðinni. Þú reyndir
að njóta lífsins eins og nokkur kostur
var og áttu vinir þínir, dóttir og maki
þátt í því að það tókst svo vel á marg-
an hátt. Af dugnaði og elju vannst þú
að því að fegra heimilið, fórst í ferðir
til að tína efni í kransa sem skreyta
nú heimili þitt og ylja minningunni
um þig. Það var eins og þér tækist að
hlúa að öllu. Þú prjónaðir nánast
fram á síðasta dag og á afmælisdegi
Moniku, 5. nóvember, þegar hún var
18 ára kláraðir þú peysu á hana og
þú bytjaðir á annarri. Þú smitaðir
alla af dugnaði fram á síðustu stund
og hafðir orð á að nota mætti tímann
til að prjóna í heimsóknum. Þú varst
mjög vinamörg, það kom vel fram
hve margir sýndu þér tryggð allan
þinn baráttutíma. Á afmælisdegin-
um þínum, 29. október, fékkstu
margar heimsóknir og Ólína frænka
þín sá um að þú gætir boðið öllum
upp á kaffi og meðlæti. Þú áttir líka
traustan vin og maka þar sem
Freysteinn var. Hann stóð eins og
klettur við hlið þér og sýndi sínar
sterku hliðar þegar hann vék varla
frá þér síðustu sólarhringana. Einn-
ig elsku Moniku sem misst hefur svo
mikið en hefur sýnt ótrúlegan styrk
á þessum erfiðu tímum, hún huggaði
ömmur sínar og föður í sorginni.
Elsku Freysteinn og Monika, þið lif-
ið með minningu um eiginkonu og
móður sem var ykkur allt. Þið vitið
að þjáningum hennar er lokið og hún
nýtur nú návistar þeirra sem henni
þótti svo undurvænt um. Við vitum
að Gunnar Kaprasíus og amma þín
Kristbjörg tóku á móti þér.
Elsku Freysteinn og Monika, við
vitum að guð gefur ykkur styrk í
sorginni. Öðrum aðstandendum
vottum við okkar innilegustu samúð.
Megi bjartar minningar um Öddu
ylja okkur um ókomna framtíð.
Ef hallar þreyttum augum aftur,
ungursvannihljóður.
Þá yljar Herrans helgi kraftur,
heilnæmuroggóður.
(Jóna Rúna Kvaran.)
Hvíl þú i friði.
Þínir tengdaforeldrar,
Valgerður og Börkur.
Það er komið að kveðjustund mín
kæra frænka og vinkona, þínu langa
stríði við sjúkdóm er lokið. Það verð-
ur ekki auðvelt að sætta sig við frá-
fall þitt, elsku Adda mín, við sem eft-
ir stöndum reynum að hugga okkur
við að þú þurfir ekki lengur að líða
þær miklu þjáningar sem þú þurftir
að berjast við síðustu mánuði. Það
var alveg ótrúlegt að fylgjast með
krafti þínum og dugnaði sem þú
sýndir í baráttunni við þennan skelfi-
lega sjúkdóm sem þú ætlaðir svo
sannarlega að sigra enda áttir þú svo
ótal margt eftir að gera í lífinu. Þú
útskrifaðist sem sjúkraliði í maí á
þessu ári með glæsilegar einkunnir
þrátt fyrir að vera orðin sárlasin, það
segir meira en mörg orð um dugnað
þinn og eljusemi. Þú varst sannar-
lega á réttri hillu í starfsvali. En þér
vannst ekki tími til að starfa lengi í
draumastarfínu. Þér vannst þó tími
til að sinna þínu mikilvægasta hlut-
verki að miklum hluta, foreldrahlut-
verkinu sem þér og Freysteini fórst
svo einstaklega vel úr hendi, það sjá-
um við á henni Moniku, gimsteinin-
um þínum eins og þú kallaðir hana
svo oft þegar þú talaðir um hana. Þú
varst mjög ættrækin og vildir vera í
góðu sambandi við sem flesta í ætt-
inni þinni, þú vildir vita hvort allir
hefðu það ekki gott. Mig langar að
þakka þér hvað þú varst góð við föð-
ur minn, alltaf spurðir þú um hvem-
ig hann hefði það.
Það er mér minnisstætt að núna í
vor ákvaðst þú að við frænkur fær-
um í sveitina okkar sem við báðar
elskuðum svo mjög og höfum alltaf
notið þess að vera þar, við höfum oft
hlegið að þessum átthagafjötrum
okkar en það kallaðir þú þessa
ástríðu okkar, sjálfsagt hefur Frey-
steini og Inga stundum fundist nóg
um þessa dýrkun á dalnum okkar.
Það var fallegur og gleðiríkur dag-
ur fyrir þig, Freystein og Inga þegar
þið þrjú fóruð í fyrrasumar upp á
Botnsúlur en þangað hafði þig lengi
dreymt um að komast. Þú ljómaðir
öll þegar þú komst niður og sagðir,
Haddý mín ég vildi að þú hefðir séð
það sem ég sá. Þetta var sömu helgi
og þú ætlaðir að koma undirritaðri á
hestbak þótt þú vissir alveg að ég
væri alveg skíthrædd við þessar
stóru skepnur en á bak skyldi ég fara
og auðvitað átti ég að vera á þínum
hesti, þannig hugsaðir þú Adda mín,
sjálf fórst þú á annan og þetta yndis-
lega fallega kvöld áttum við hjónin
ógleymanlega stund í dalnum okkar
með ykkur Freysteini sem við eigum
eftir að minnast alla tíð en verst þótti
þér að Monika og Elísabeth, dóttir
okkar, gætu ekki farið með í útreið'
artúrinn góða heldur í sitthvoru lagi
þvi hnakkarnir voru bara fjórir. Þér
leið alltaf svo vel á hestbaki helst
með fjölskyldu þinni, það er toppur-
inn á tilverunni sagðir þú. Það eru
margar stundir sem ég gæti rifjað
upp sem við áttum saman, ferðalög
um landið, frænkukvöldin eða bara
spjall yfir kaffibolla, það er því
margt sem við eigum eftir að sakna.
En sárastur er þó söknuðurinn hjá
Freysteini og Moniku, einnig þeim
Ingu og Begga sem misst hafa dótt-
ur sína og Ástu sem sér á eftir einka-
systur sinni.
Tengdaforeldrunum Berki og
Vallý sem reyndust henni svo vel á
erfiðum tímum, einnig Armanni föð-
ur hennar, ömmu og afa sem voru
Öddu svo kær og öllum þeim sem
þótti vænt um hana sem of langt mál
væri að telja upp hér. Það var aðdá-
unarvert að sjá hvað allt þetta fólk
stóð þétt við bakið á henni í veikind-
um hennar.
Adda mín þú varst einstök mann-
eskja, lífið verður mun fátækara án
þín. Mig langar að gera orð frænda
míns að mínum. „Það er okkar að að-
laga okkur að lífinu en ekki lífinu að
okkur“. Þetta er alveg óskaplega erf-
itt en við höfum ekkert val.
Elsku Adda! Við viljum þakka þér
fyrir allt, guð geymi þig, elsku vina.
Við sendum ykkur, elsku Frey-
steinn, Monika, Inga, Beggi, Ásta,
Armann, og öllum þeim sem um sárt
eiga að binda, innilegustu samúðar-
kveðjur. Guð styrki ykkur öll.
Hafdís, Ingi og fjölskylda.
Elsku Arný frænka mín! Mig
langar til að þakka þér fyrir okkar
góðu kynni. Þau voru allt of stutt, en
góð. Þú komst til mín með sorgir þín-
ar og gleði líka og ég gat líka leitað til
þín með það sem mér lá á hjarta. Þú
varst alltaf tilbúin að hlusta og gefa
góð ráð.
Hestarnir voru stór þáttur í lífi
þínu. Oft hringdir þú og spurðir hve-
nær ég ætlaði upp í hesthús. „Eigum
við ekki að fara á hestbak?" var
gjarnan spurt. Síðasti stóri útreiðar-
túrinn okkar var síðastliðið vor þeg-
ar þú dreifst Vilberg pabba þinn og
Ástu systur þína á bak. Við Monika
fórum líka. Við fórum „stóra hring-
inn“ í mjög góðu veðri.
I september baðstu mig að koma
með þér á æskuslóðimar í Brynjudal
og gista eina nótt, því þig langaði til
að vera þar með Ólínu ömmu og sýna
henni dalinn þinn. Eg man hvað þú
dásamaðir rafmagnsljósið sem var
komið í bústaðinn. Á sunnudaginn
kom Ásta systir þín á jeppanum sín-
um og keyrði okkur eins langt inn í
dalinn og hægt var að komast. Þetta
tókst vel hjá okkur þó að kraftar þín-
ir væru orðnir litlir.
Elsku Adda mín! Eg ætla að
þakka þér fyrir hvað þú varst góð við
ömmu þína og nöfnu, og einnig afa
þinn. Þú varst mikill mannkostur,
ákveðin og föst fyrir og allir dáðu
þig. Þú fórst vel með það sem þú átt-
ir og miðlaðir öðrum af þekkingu
þinni. Það var reiðarslag fyrir þig og
okkur öll þegar þessi erfiði sjúkdóm-
ur kom í ljós fyrir tæpum tveimur ár-
um. Þú varst strax harðákveðin í að
sigrast á honum og leitaðir þér lækn-
inga af fremsta megni. Á þessum erf-
iða tíma varstu sjálf að læra að verða
sjúkraliði til að geta hlynnt að öðr-
um. Þessu takmarki náðir þú um leið
og þú háðir þína hörðu baráttu til að
ná heilsu. En þó að þú biðir lægri
hlut í baráttunni við sjúkdóminn
varst þú samt sigurvegarinn að lok-
um þar sem þú hélst allan tímann
reisn þinni og verður okkur hinum
fyrirmynd um hetjulega baráttu. Nú
ert þú komin til Gunnars frænda
þíns. Þið voruð svo náin alla tíð. Eg
vona að kraftar þínir, þekking og all-
ir þínir góðu eiginleikar nýtist á nýj-
um vettvangi.
Þú eignaðist með manninum þín-
um honum Freysteini, elskulega
dóttur, gullmolann ykkar og okkar
allra, hana Moniku sem ber sannar-
lega vott um gott upplag og
kærleiksríkt uppeldi. Við vitum að
hún mun varðveita og nýta allt það
góða frá þér.
Megi Guð styrkja elsku Moniku,
Freystein og einnig okkur öll sem
stöndum þér næst.
Hvíl þú í friði. Hafðu þökk fyrir
allt í þessu lífi.
Þín frænka,
Svandís G. Stefánsdóttir.
Undir háu hamrabelti,
höfði drúpir lítil rós,
þráir lífsins vængjavíddir
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan,
hjartasláttinn, rósin mín,
er kristaltærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað
kijúpa niður, kyssa blómið
hversu dýrðlegt fmnst mér það
fmna hjá þér ást og unað
yndislegarósinmín.
Eitt er það sem aldrei gleymist
aldrei, það er minning þín.
Mig langar að minnast frænku
minnar, Ámýjar Ólínu, eða Öddu
eins og hún var alltaf kölluð. Þó er
það þannig að þegar sorgin knýr
dyra á jafn óvæginn hátt og nú verð-
ur manni orðafátt. En minningarnar
eru margar og svo áleitnar að lítið
annað hefur komist að í huga mínum
að undanförnu. Það að eiga einlæga
vináttu er ekki sjálfsagt en afar dýr-
mætt. Slíkt ber að þakka og minnast
þegar maður saknar vinar í stað.
Við þekktumst ekki mikið á okkar
bernskuárum þar sem Adda ólst
ekki upp hjá föður sínum. Pabbi og
amma sögðu mér þó oft sögur af
þessari frænku minni sem ég sá
sjaldan, mér fannst ég ekki koma vel
út úr þeim samanburði.
Adda kynntist ung Freysteini, frá
Akranesi. Þau hófu búskap í Reykja-
vík en fyrir nær 15 árum fluttust þau
hingað og hófu búskap á Vallar-
brautinni. Þau höfðu þá eignast
einkadóttur sína, hana Moniku.
Þetta fyrsta sumar hennar hér unn-
um við saman. Feimnislega tókum
við frænkur tal saman en ekki var
langt um liðið þar til við vorum orðn-
ar bestu vinkonur. Við fundum fljótt
að við áttum margt fleira sameigin-
legt en nafnið, bæði í útliti, skapgerð
og áhugamálum. Aðeins einn dagur
skilur á milli afmælisdagana okkar
svo við vorum í sama stjömumerki
og eins og Ólína amma eigum við
báðar systur sem heitir Ásta.
Á okkar stuttu lífsleið vorum við
oft samferða. Við stunduðum sama
félagsskap svo árum skipti og í nokk-
ur ár bjuggum við undir sama þaki á
Vallarbrautinni. Við hittumst því
nær daglega. Á þessum tíma voru
Adda, Freysteinn og Monika komin í
hestamennsku. Þau stunduðu þetta
áhugamál sitt af kappi og áhuga
enda öll einstakir dýravinir. Adda
vildi endilega koma mér á hestbak,
pabbi minn átti hesta sem ég var rög
við að fara á, svo það varð úr að Adda
lánaði mér hest og á bak fór ég. Eg á
því henni og pabba að þakka það litla
sem ég kann í hestamennsku.
Nokkru síðar eignaðist ég minn eigin
hest og þá fórum við oft saman í út-
reiðartúra.
Adda var hestakona af lífi og sál.
Hún hafði átt hesta frá barnæsku og
kunni því allt sem viðkemur hesta-
mennsku, hún var líka óþrjótandi að
lesa sér til og fræðast um þessa fer-
fættu vini sína sem hún annaðist af
stakri umhyggju og natni. Til hennar
og Freysteins leitaði ég því með ráð
þegar minn hestur veiktist og pabbi
ekki lengur til að bjarga málunum.
Fyrir tveimur árum hófum við
frænkur ásamt fleirum nám á
sjúkraliðabraut við Fjölbrautaskól-
ann. Adda var hörkunámsmaður og
sóttist námið vel. Fljótlega fór hún
þó að kenna sér meins og um ára-
mótin 1998-99 kom þessi hræðilegi
úrskurður - krabbamein. Þennan
vetur fór hún í tvo erfiða uppskurði
og var mjög veik. Allt var reynt,
bæði lyfja- og geislameðferðir, en
samt hélt meinið áfram að vaxa.
Þrátt fyrir það hélt hún sínu striki og
lauk sínu námi með frábærum ein-
kunnum. Mikið var ég stolt af henni
á útskriftardaginn með skírteinið
sitt, enginn okkar hafði barist eins
fyrir því og hún. Við héldum uppá út-
skriftina seinna með okkar hætti,
fengum okkur trédót og máluðum
með dyggri aðstoð Moniku.
Öll handavinna og föndur lék í
höndum Öddu og fram á síðustu
daga prjónaði hún, hennar síðasta
verk var að prjóna vesti á Moniku.
Þetta vesti er ekki aðeins falleg
prjónaflík heldur minnimerki um
dugnað og elju fram á síðasta dag.
Viljinn var óbugaður.
Elsku Freysteinn og Monika.
Ykkar missir er mestur og ég veit að
það verður erfitt að halda áfram án
Óddu, en þið stóðuð ykkur eins og
hetjur í veikindum hennar og ég er
viss um að svo verður áfram. Þið
stóðuð hjarta hennar næst. Monika
mín, þú berð foreldrum þínum vitni
um gott uppeldi. Mamma þín var af-
ar stolt af þér, bæði fyrir góða náms-
hæfileika og ekki síður vegna þess
hve dugleg og góð stelpa þú ert.
Elsku Ingunn, Vilberg og Ásta.
Megi góður Guð sefa sárustu sorgina
og hjálpa ykkur fram á veginn. Þið
hafið mikils að sakna en líka margs
að minnast.
Kæri Armann, Ingibjörg, amma,
afi og systkini Öddu, þið eigið inni-
lega samúð mína.
Elsku Adda mín, yfir þér falla mín
tár._
Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir.
Stundumverðurvetur
veröld hjartans í
láttu fræ þín lifa
ljóssins guð í því.
Gefþúossþittsumar
sólu þinni frá.
Kristurkomogsigra
komogverosshjá.
(Frostenson.)
Elsku Adda mín.
Nú þegar jarðvist þinni er lokið
langar mig að minnast þín í fáum
orðum. Sú þrautaganga sem þú ert
búin að ganga lætur engan ósnortinn
sem fylgst hefur með. Dugnaður
þinn og þroski í erfiðum veikindum
var slíkur að ekki var hægt annað en
að dást að. Þú reyndir oft meira en
þrek þitt leyfði, að halda þínu striki,
bæði í vinnu og í námi. Þrátt fyrir
erfiðar aðgerðir, lyfja- og geislameð-
ferðir og sífelld vonbrigði stóðst þú
alltaf upp aftur og reyndir að vera
þátttakandi í lífinu og halda reisn.
Mér er minnisstæður dagurinn 24.
maí sl. er þið frænkur og nöfnur
ásamt fleirum útskrifuðust sem
sjúkraliðar. Það var góður dagur.
Adda mín, þegai- ég átti erfitt
komst þú með samúð og skilning. Þú
veittir mér styrk með góðri nærveru
þinni. Slíkt gleymist aldrei. Ég veit
að á þessari vegferð sem þú gengur
nú ertu ekki ein. Ástvinir sem áður