Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Þingsályktunartillaga þess efnis
að leitað verði leiða til
að stemma stigu við spilafíkn
Talið að um
12.000 íslend-
ingar séu haldnir
spilafíkn
ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA þess efnis að
ríkisstjórninni verði falið að „skipa nefnd með
fulltrúm allra þingflokka til að leita leiða til að
stemma stigu við útbreiðslu spilafíknar" verður
lögð fram á Alþingi innan skamms, af fulltrúum
allra flokka.
í greinargerð með tillögunni segir meðal ann-
ars að samkvæmt upplýsingum sem fram komu
á síðasta ári megi ætla að um 12 þúsund íslend-
ingar eigi við sjúklega spilafíkn að stríða og að í
þeim hópi megi ætla að séu um 4 til 5 þúsund
ungmenni á aldrinum 16 til 20 ára. Einnig segir
að fyrir liggi upplýsingar um að sífellt fleiri
sjúklingar sem komi til meðferðar vegna áfeng-
issýki eigi einnig við spilafíkn að stríða.
í greinargerðinni segir að umræddri nefnd
yrði falið að afla greinargóðra upplýsinga um
útbreiðslu spilafíknar meðal íslendinga og að
kanna umfang þeirra eigna og fjármuna sem
viðkomandi hafa fórnað. Einnig segir að henni
yrði ætlað að leita „úrræða til leysa vanda
þeirra einstaklinga og fjölskyldna sem búa við
þennan alvarlega sjúkdóm og leiða til að
stemma stigu við frekari útbreiðslu hans“.
og spilafíklar Ijúga, svíkja og pretta
til að viðhalda fíkn sinni.“
Góðgerðasamtök og opinberir
aðilar orðnir veðmangarar
Wexler segist telja að spilafíkn sé
mjög vaxandi vandi og að þar eigi
aukin útbreiðsla fjárhættuspila stór-
an hlut að máli. Ljóst að spilafíkn sé
mun algengari þar sem fjárhættuspil
eru lögleg. Það sé ekki þar með sagt
að bann við fjárhættuspilum myndi
koma í veg fyrir spilafíkn en að það
myndi klárlega leiða til þess að færri
myndu byrja að stunda þau.
„Mér finnst það sama eiga við hér
og í umræðunni um lögleiðingu fíkni-
efna. Margir eru þannig innstilltir að
þeir myndu aldrei gera eitthvað sem
er ólöglegt en eru alveg tilbúnir til
þess að prófa það sem er löglegt. Og
sumir þeirra sem prófa verða háðir.“
Hann segist jafnframt telja ámæl-
isvert að starfsemi góðgerðasamtaka
og annarra skuli gjaman vera fjár-
mögnuð með fjárhættuspilum.
„Þarna eru opinberir aðilar, skólar
og góðgerðarstofnanir búnar að taka
að sér hlutverk veðmangara. Fólk
hugsar með sér að fjárhættuspilið sé
til styrktar góðu málefni og finnst
það því hið besta mál. En þetta er alls
ekki hið besta mál fyrir um 5% þjóð-
annnar. Fyrir þá sem eyðileggja líf
sitt með fjárhættuspili, missa vinn-
una, heimili sitt og fjölskyldu."
Wexler segist telja að besta leiðin
til að sigrast á spilafíkn sé að vera í
sambandi við óvirka spilafíkla, „því
margir halda að þeir séu einir um
þennan vanda. Hér á landi meðhöndl-
ar SÁÁ spilafíkla og svo eru til hópar
þar sem spilafíklar hjálpa hver öðr-
um og starfa líkt og AA-samtökin.“
Wexler segir að spilafíklum sé ráð-
lagt að versla ekki með verðbréf því
þar geti vaknað upp sömu viðbrögð
og við fjárhættuspil.
Spilafíklum ráðlagt að
versla ekki með verðbréf
„Fyrir flesta er allt í lagi að versla
með verðbréf. En spilafíklar fá verð-
bréfín á heilann, verða eirðarlausir
og skoða vísitölumar á Netinu oft á
dag, jafnvel oft á klukkustund," segir
Wexler en þótt hann hafí sjálfúr ekki
stundað fjárhættuspil síðan 1968 seg-
ist hann hafa einsett sér að eignast
aldrei verðbréf.
„Fyrir tveimur árum vildi frænka
mín gefa okkur hjónunum dágóða
fjárhæð sem bundin var í verðbréf.
Eg afþakkaði en hún sendi okkur
samt bréfin, á nafni konunnar minn-
ar. Næsta morgun kíkti ég strax í
dagblaðið til að sjá hvemig bréfunum
vegnaði. Svo fór ég að laumast til að
kveikja á sjónvarpinu og stilla á verð-
bréfastöðina alltaf þegar konan mín
sá ekki til og var stöðugt á Netinu til
að athuga með bréfín.
Smám saman fór þetta að stjóma
því hvemig mér leið og valda mér
kvíða þó að ég hefði verið óvirkur í
um þrjátíu ár,“ segir Wexler og bætir
því við að skömmu síðar hafi þau selt
bréfm og að hann sé staðráðnari en
nokkru sinni fyrr í því að gera aldrei
neitt sem tengist fjárhættuspili því
hann viti og fínni að það geti eyðilagt
líf hans.
Borgarstjóri telur brýnt að netvæða heimilin
Heimilum boðin netnotk-
un á viðráðanlegu verði
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri telur brýnt að borgar-
yfirvöld stuðli með markvissum
hætti að netvæðingu heimilanna og
að tækifæri fólks til notkunar á
Netinu og veraldarvefnum tak-
markist eins lítið og unnt er af
menntun og fjárhag. Gerði hún
þetta að umtalsefni í ræðu sinni um
fjárhagsáætlun borgarinnar þegar
hún ræddi um upplýsingu og lýð-
ræði.
Borgarstjóri sagði markaðsrann-
sókn Gallups í maí sl. hafa sýnt að
rúmlega 74% aðspurðra hafi aðgang
að Netinu og rúm 60% hafi aðgang
að því heima sem væri aukning frá
fyrri könnunum. Borgarstjóri kvað
þetta fagnaðarefni en vert væri að
gefa gaum að því að notkun Netsins
væri ekki aðeins kostnaðarsöm fyr-
ir fjölskyldur heldur réðist tölvu-
eign og notkun Netsins nokkuð af
menntun og tekjum fólks.
Morgunblaði/Þorkell
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri fjallaði m.a. um
netvæðingu í ræðu sinni um fjár-
hagsáætlun borgarinnar.
„Það er því ástæða til þess að
hafa nokkrar áhyggjur af því að
ójafn aðgangur að þessum þekking-
arbrunni setji mark sitt á samfélag-
ið,“ sagði borgarstjóri. Hún sagði
stefnt að því að ljósleiðaranet yrði
komið í alla grunnskóla borgarinnar
á næsta ári.
Unnið gegn nýrri tegund
stéttaskiptingar
„Ég hyggst á næstunni láta
skoða sérstaklega hvort og þá
hvemig unnt væri að bjóða heimil-
um í borginni og fyrirtækjum net-
notkun á viðráðanlegu verði. Ég tel
að slíkt muni til lengri tíma skila
okkur öflugra samfélagi, bæði að
fýsilegra verði fyrir fyrirtæki, inn-
lend sem alþjóðleg, að setja sig nið-
ur í borginni auk hins, að með því
móti væri unnt að vinna gegn því að
ný tegund stéttaskiptingar festist í
sessi.“
Þyrping og Minjavernd stofna félag um
byggingu nýs hótels í miðborginni
Hugmynd að nýju hóteli á horni Túngötu og Aðalstrætis. Horft er á bygginguna frá Aðalstræti.
Stefnt að
því að
ljúka fram-
kvæmdum
vorið 2003
UNDIRRITAÐUR hefur verið
samningur milli Þyrpingar hf. og
Minjaverndar hf. um stofnun nýs
eignarhaldsfélags, sem standa mun
að byggingu nýs 73 herbergja,
fjögurra stjömu hótels í miðborg
Reykjavíkur á horni Túngötu og
Aðalstrætis. Nýja félagið heitir Að-
alstræti ehf. og sagði Ragnar Atli
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Þyrpingar, að Þyrping ætti 70%
hlut í því en Minjavernd 30%. Ráð-
gert er að kostnaður við byggingu
hótelsins verði um 480 milljónir
króna fyrir utan innréttingar.
Ragnar Atli sagðist vonast til
þess að framkvæmdir gætu hafist
strax á næsta ári og hótelið yrði
tilbúið vorið 2003. Hann sagði að
framkvæmdirnar myndu heljast
um leið og fornleifauppgreftri
lyki, en um áramótin munu sex
fornleifafræðingar hefja forn-
minjaleit að á svæðinu. Talið er að
þar sé líklega að fínna einar elstu
minjar íslandssögunnar. Um er að
ræða fornleifarannsóknir á lóðun-
um Aðalstræti 14, 16 og 18 og
Túngötu 2-6, en á þessum lóðum
stendur eitt hús, Aðalstræti 16, og
nær byggingarsaga þess allt aftur
til ársins 1740.
Byggt á grunni
virtra húsa
Ragnar Atli sagði að Aðalstræti
chf. myndi aðeins sjá um að byggja
Morgunblaðið/Kristinn
F.v.: Ragnar Atli Guðmundsson, Óskar Magnússon, Skarphéðinn
Steinarsson og Þorsteinn Bergsson.
hótelið, þ.e. fasteignina sjálfa, en
að sérstakur rekstraraðili yrði
fenginn til að sjá um rekstur hót-
elsins. Hann sagði að viðræður
stæðu yfir við nokkra aðila um að
taka að sér reksturinn og að að
rekstarfélagið myndi sjá um að
innrétta hótelið.
Hótelið verður byggt á grunni
fjögurra af elstu og virtustu
húsum borgarinnar, Aðalstrætis
16, sem m.a. var íbúðarhús land-
fógeta um tima, Aðalstrætis 18,
þar sem veitingastaðurinn Upp-
salir var starfræktur fyrr á öld-
inni, Aðalstrætis 8, eða Fjalakett-
inum sem hýsti fyrsta leikhús
bæjarins, og Grjótagötu 4 sem
sumir telja að hafi verið hluti af
Víkurbænum og að þar sé að finna
bæjarstæði landnámsmannsins.
Ragnar Atli sagði að aðal-
bygging Aðalstrætis 16 myndi
standa á sínum stað og húsið gcrt
upp. Hann sagði að síðan yrði
byggt í kringum það og gamla
götumyndin látin halda sér eins og
kostur væri.
Hann sagði að þegar horft yrði
framan á hótelið myndi það líkjast
götumyndinni eins og hún hefði
verið þegar Uppsalir, Aðalstræti
16 og Fjalakötturinn stóðu þar.
Ragnar Atli sagði að ef einhvcrj-
ar fornminjar myndu finnast kæmi
vel til grcina að samtvinna þær að
einhverju leyti við hótelið, t.d.
væri hægt að hafa glergólf í kjall-
aranum þar sem fólk gæti komið
og skoðað minjarnar.