Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.11.2000, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ RISPAITILEFNI RÓSKU-BÓKAR Ragnhíldur Óskarsdóttir, Róska, i blóma lffsins. mundsdóttr við nokkur verka sinna. Sölusýning á Selfossi SÖLUSÝNING stendur nú yf- ir á verkum Ingibjargar Helgu Guðmundsdóttur í Galleríi Garði, Austurvegi 4, Selfossi. Flest verkanna eru ný, dúk- ristu- og grafíkverk með bland- aðri tækni ásamt glerverkum. Sýningin stendur til 12. des- ember. Sýning í bókasafni Seltjarn- arness JÓN Axel Egilsson hefur opnað myndlistarsýningu í bókasafni Seltjarnarness. Sýningin ber yfirskriftina Fjöllin, haustið og peran á borðinu. Jón Axel fæddist í Reykja- vík 1944. Hann sótti námskeið i Myndlista- og handíðaskóla íslands 1966-’68 hjá Kurt Zier og Benedikt Gunnars- syni, sótti námskeið hjá Haf- steini Austmann í olíumálun 1968-’69 og hefur stundað nám í vatnslitun hjá Gunn- laugi Stefáni Gíslasyni síðan 1998. Hann var í kvikmynda- námi við Danska kvikmynda- skólann 1979, lærði teikni- myndagerð hjá Danel Production AB og Sænska sjónvarpinu 1988-1989 og hef- ur sótt námskeið í teikni- myndagerð í London. Jón Ax- el hefur starfað við sjón- varpsauglýsingar, kvikmynd- ir, gert teiknimyndir, kennt teiknimyndagerð, skrifað um kvikmyndir og gagnrýnt við ýmis blöð. Þetta er fyrsta einkasýning Jóns Axels. Sýningin stendur til 2. des- ember og er opin á afgreiðslu- tíma safnsins mánudaga 12- 22, þriðjudaga til föstudaga 12-19 og laugardaga 13-16. Fyrirlestur í Opna listahá- skólanum FYRIRLESTUR verður í Listaháskóla Islands, Laugar- nesvegi 91, mánudaginn 20. nóvember kl. 15 í stofu 021. Katrín Sigurðardóttir myndlistarmaður kynnir eigin verk. Eldri verk Katrínar eru hugleiðingar um kyrrstöðu og hreyfingu, heimili, afdrep og miðlæga staðsetningu. Ein- hvers konar landafræði/korta- gerð í sálrænu samhengi. Þau eru sjálfsævisöguleg í þeim skilningi að Katrín er búsett og vinnur bæði í Reykjavík og New York. í nýrri verkum Katrínar hafa áherslur færst frá korta- og módelgerð í landfræðilegum skilningi yfir á svið byggingarfæði og rýmis- hönnunar. Katrín hlaut menntun sína frá Myndlista- og handíða- skóla íslands og San Francisco Art Institute og mastersnámi lauk hún frá Rutgers University í Banda- ríkjunum. BÆKUR Æ v i s a g a BÓKIN UM RÓSKU Ritstjóri Hjálmar Sveinsson/ útgefendur Reykjavík - menn- ingarborg Evrópu 2000. Ný- listasafnið/ Mál og menning 2000. Hönnun og umbrot: Harri. Ljós- myndir: Guðmundur Ingólfsson/ Harri/ Jóhanna Ólafsdóttir/ Fabr- izio Ferri. Prentun Oddi. Til- boðsverð á Nýlistasafninu 3.400 krónur fram til 19. nóvember. YFIRLITSSÝNINGAR virð- ast vinsælt sýningarform á höfuðborgarsvæðinu, svo fremi sem marka má aðsóknina á þrjár sem í gangi eru um þessar mundir; Þórarins B. Þorlákssonar í Listasafni íslands, Ti-yggva Ólafs- sonar í Listasafni Kópavogs og Rósku í Nýlistasafninu. Undarlegt nokk, til muna vinsælli meðal alls þorra almennings en sýningar- stjóra safnanna, því þær eru fátíð- ari en skyldi, að auki ekki nægileg- ur slagkraftur í sumum þeirra. Þannig hefði sýning Þórarins án nokkurs vafa notið sín til muna betur í Listasafninu öllu, að kjall- aranum meðtöldum, og Tryggvi hefði að ósekju mátt leggja undir sig allt Gerðarsafn. Þetta undir- strikar sýning Nýlistasafnsins á æviverki Ragnhildar Óskarsdóttur, betur þekkt undir listamannsnafn- inu Róska, og það rækilega. Menn geta einungis ímyndað sér útkom- una, ef einn salurinn hefði verið settur undir aðra og framandi sýn- ingu, t.d. Freymóðs Jóhannssonar, líkt og sýningu Þórarins áhrærir. Er vel minnugur hinnar glæsilegu yfirlitssýningar á verkum Jóns Stefánssonar í samanlögðu húsinu um árið, og í ljósi þess hve sums staðar er þétt hengt upp má vera borðleggjandi að sýning Þórarins hefði orðið til muna heildstæðari og eftirminnilegri í líku forrni. En að öðru leyti er vel staðið ;,ð fram- kvæmdunum, og sérstaka athygli vekur að opinber stofnun kostar, að ég best veit, í fyrsta sinn í Islandssögunni yfirlitssýningu á æviverki listamanns í tilefni stór- afmælis hans. Verður vonandi til eftirbreytni, því fyrir þessu er löng hefð ytra, einkum hvað markandi stórframkvæmdir snertir, sem eitt eða fleiri fyrirtæki hlaupa undir bagga með. Þá er einnig athyglis- vert við yfirlitssýningu Tryggva, að í sýningarskrá fjallar listrýnir- inn og listbókahöfundurinn, Preb- en Michael Hornung, um inntak mynda listamannsins og gerir það á framúrskarandi skilvirkan og læsilegan hátt, en á vettvanginum er hann einn nafnkenndasti penni Danmerkur um þessar mundir. eð sýningunni á verkum Rósku, virðist Nýlista- safnið loksins hafa fengið þá aðsókn, sem telja má eðlilega fyrir staðinn og má einmitt þakka það hinni heildstæðu og líflegu framkvæmd. Margar illa undirbún- ar og tætingslegar sýningar á sania stað eru helst til þess fallnar að rugla fólk í ríminu og fæla það frá, það missir áhugann og mætir aðeins við opnanir þeirra. Veigur- inn felst í því, að yfirlitssýningar hafa svo mikið upplýsingagildi fyr- ir almenning í þjóðfélagi sem lengstum hefur vanrækt skyldur sínar í menntakerfinu og flestum fjölmiðlum. Hér hefur hin nýjunga- gjarna þjóð ekki verið samstiga út- landinu, satt að segja aftarlega á merinni, má vera minnug þess að magn er ekki sama og gæði, viður- kenning og klapp á öxlina ekki hið sama og stuðningur við listir. Það sem máli skiptir er að vekja for- vitni fólks og þar hafa yfirlitssýn- ingar og hinar stærri uppstokkanir í líkingu við Haustsýningarnar þá best lét algjöra yfirburði. ú er lag að Nýlistasafnið haldi áfram á þessari braut og efni til fleiri veg- legra uppstokkana á æviferli fram- sækinna íslenzkra myndlistar- manna og ekki aðeins þeirra sem eru sammó og innanbúðar, eins og orða má það. Af nógu er að taka og ekkert tilgangslausara en að halda fram algildri skilgreiningu á eðli núlista í ljósi fræðikenninga og orðaleikfimi. Það skilar sér jafnan sem felur í sér einhvern uppruna- legan neista og kannski best að nálgast skapandi athafnir með sömu jarðbundnu tilfinningu og vaknar í brjóstum manna er þeir hagræða nýafskornum blómum í vasa, en varðandi þá fersku og upphöfnu athöfn eru öll orð óþörf... Bókin um Rósku kemur listakonunni og því umhverfi sem hún lifði í vel til skila. Þetta voru tímar blómabarna og hippa, eins konar andófs við kalda stríðið, ótt- ann er því fylgdi þá menn fundu til nálægðar tortímingarinnar, kjör- orðið; betra rauður en dauður. Gerð og útlit bókarinnar er líka mjög í anda svipaðra rita erlendis er miða helst að því að varpa brotakenndu ljósi á ástandið. Ekk- ert annað kemst þá að en þau einslitu viðhorf sem voru ríkjandi hjá þessu fólki, þar sem allir utan hringsins töldust óhreinir. Nokk- urs konar rétttrúnaður hinna of- sóttu, þótt ofsóknirnar væru oftar en ekki tilbúnar og ímyndaðar en hitt. Eðlilegasta mál undir sólinni, að ungt fólk sé í uppreisnarhug gegn hinum eldri, efins um viðtek- in gildi og svo hefur verið frá því í árdaga, allt annað væri óeðlilegt. Telst hins vegar af nýrri gerð að pólitísk öfl noti sér þessa eðlislægu kennd sér til framdráttar, á einnig við um markaðsöfl nútímans sem virðast hér um sumt hafa gengið í smiðju sósíalismans. Það er til fró- sagnar, að fyrir nokkrum árum var sýning á sögusafninu í Berlín, sem tók til meðferðar ungt uppreisnar- gjarnt fólk í Austur-Þýskalandi sem var, og þá ráku margir upp stór augu því munurinn á þeim og blómabörnum og hippum í vestrinu var nánast enginn. Spurningin er þá hver var hinn raunverulegi óvinur unga fólksins í vestri og austri, svari hér hver fyrir sig. Róska var grimmur kommúnisti með öll baráttumeðulin á hreinu, og stöðugt í uppreisnarhug gegn vestrænu samfélagi. En ég er alls ekki viss um að hún hafi barist gegn réttum aðilum eða gert það með réttum meðölum, en hið góða við hana var þó einmitt uppreisn- arhugurinn og að hún var slöngv- ari. Hér er ég alls ekki að ýja að því að hún hafi átt að ánetjast kapitalískum og borgaralegum gildum, því fer fjarri, en óvinurinn er ekki alltaf sá er maður heldur, um vininn veit maður svo minnst um fyrr en á móti blæs. lltaf eru einhverjir sem hafa hag af skoðunum annarra og leitast við að sveigja þær í ákveðinn farveg og því full- vissari sem þeir sem ánetjast þeim verða um ágæti og réttmæti þeirra, þeim mun hæpnari og ein- strengingslegri stefnu taka þær. Við getum þannig þakkað guði fyr- ir að margboðuð bylting sem millj- ónir manna fórnuðu sér fyrir í vestrinu rann út í sandinn því hvað hefði eiginlega tekið við? Hvar er hamingjan sem blómabörnin leit- uðu sem ákafast á Indlandi, en sneru aldrei aftur, týndust, ekki hundruð ungmenna né þúsundir heldur hundruð þúsunda. Erró sendi mér eitt stakt par, sem fékk að búa á vinnustofu minni í nokkra daga með þeim árangri að allt varð brjálað í háhýsinu, ég hérum bil missti stofuna með það sama. Þó var þetta afar fallegt fólk, vel ó sig komið og hreinlátt, litríkir búning- ar þess augnayndi, en er ég bauð ‘ þeim eitt sinn á hádegisbarinn á 5 Naustinu, vorum við rekin burt í miðjum stiganum af ygglibrýndum ungþjóni er kom askvaðandi. Fá- einum árum seinna var Erró á gangi um götur Kalkútta að mig minnir, gekk þá fram á einhvern tötraklæddan aumingja sem var að betla á götunni. En er hann hafði gengið nokkur skref áfram stirðn- aði hann upp og flýtti sér til baka því hér var kominn ungi maðurinn sem hann sendi mér og hvílík hryggðarmynd, fyrrum skjanna- hvitur tanngarðuririn kolsvartur, brunnin upp að gómum og allt eftir því. akleysið, síst má án þess vera, en... Eg kynntist Rósku í Sýningarsalnum við Hverfisgötu, sem Gunnar S. Magn- ússon listmálari (ekki ljósmynd- ari!) rak á tímabili ásamt Sigrúnu konu sinni. Þá var hún einungis 16 ára en viðloðandi þar, og sat m.a. yfir sýningu minni í júnímánuði 1957. Varð kunningsskapur okkar nokkuð náinn og mér hlotnaðist sá heiður að vera fyrsti maðurinn að bjóða henni á ball, nánar tiltekið í Sjálfstæðishúsið við Austurvöll, móðir hennar saumaði meira að segja á hana fínan kjól í því tilefni. Minnist ég þess hve hún drakk ávallt í sig frásagnir mínar af dvöl minni í Róm, og kannski átti ég einhvern þátt í að uppfylla þrár ! hennar til borgarinnar, í fórum mínum er enn hreinskilnipistill sem hún skrifaði mér. Seinna varð ég kennari hennar eftir að ég kom frá Munchen 1960, svo ég var henni allvel kunnugur á þessum þroskaárum. Hins vegar voru tengsl okkar lítil eftir það, en milli okkar var þó ávallt einhver ósýni- legur þráður, þótt hún sendi mér sundum óbeint tóninn sem gagn- rýnanda blaðsins. rátt fyrir að hafa taugar til Rósku, var það ég sem var mest á móti því af sýning- arnefndarmönnum FÍM, að taka síðbúnar myndir hennar inn á Haustsýninguna í viðbyggingu Iðn- skólans 1968 eða 69, þá nefndin hafði lokið störfum. Einfaldlega vegna þess að það var á skjön við allar viðteknar reglur og siðleysi gagnvart öðrum sem sent höfðu inn myndir. Fyrir vinsemd fundu j menn þó rými fyrir aðra af tveim stórum myndum, en það er tómt mál að Rósku hafi nokkru sinni verið hafnað og leiðinlegt að sjá þá margþvældu upphlaupstuggu komna í bók. Hið fyrsta sem ég gerði eftir að hafa verið kosinn for- maður tveim árum seinna var að semja sýningarreglur í samræmi við líka íramninga úti í heimi og útiloka að slíkt leiðindatvik sem og j mörg önnur ámóta endurtækju sig, ) ruddi þeim út af borðinu. Það er og skondið að sú mikla umbylting og uppgangur sem átti sér stað í FIM á þessum árum virðist út úr myndinni hjá sögufölsunarglöðum fræðingum, allavega er þagað yfir honum sem hann hafi gerst í Kína eða Ástralíu. Það telst og höfuð- galli bókarinnar, að heimildir eru oftar en ekki á reiki ef ekki rangar eins og á sér stað í þeim rauðu herbúðum, ýmsir er komu mikið j við' sögu á þessum árum virðast þannig einfaldlega ekki hafa verið til. Þótt bókin sé prýðileg heimild um Rósku, er helstur ókostur hennar að þeir sem í hana rita eru of nálægir, hlutdrægir og yfirsýn takmörkuð, en þó eru sumir kafl- arnir hinir fróðlegustu aflestrar, einkum Ólafs Gíslasonar, er stýrir margslungnum penna. Með þessum fyrirvara fær bókin bestu meðmæli mín sem mikilvæg heimild um tímana. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.